Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980 AUGLÝSING Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri: Ómetanleg aðstoð á erfiðum tímum Mér er það ánægja að eiga þess kost að láta í ljós þakkir mínar í garð Péturs Thorsteinssonar fyrir þá ómetanlegu aðstoð, sem hann veitti mér og öðrum á erfiðum tímum í Sri Lanka, þegar flugslys- ið mikla varð þar ekki alls fyrir löngu. Raunar hefði ég átt að bera þessar þakkir fram fyrir löngu, svo að þjóðinni væri gerð grein fyrir því, hversu skjótt og vel hann brá við í fjarlægum heims- hluta, og hve drengilega hjálp hann veitti okkur, sem vorum þarna eystra í vanda, og algerlega að eigin frumkvæði. En þar sem ég er ekki mikill framkvæmdamaður eða röskur við bréfa- eða blaðaskrif, og hinsvegar af því að mér er ljóst, að Pétur er ekki maður af því tagi, sem óskar þess, að verkum hans sé flíkað, hefur það dregist úr hömlu, að ég kæmi þessu í verk. En nú er mál, að ég láti til mín heyra. Vegna þess að starfsvettvangur Péturs hefur löngum verið erlend- is, er þess vart að vænta, að almenningur á íslandi hafi átt þess kost sem skyldi að kynnast honum eins vel og þeir, sem hafa starfað með honum á erlendum vettvangi eða þurft að leita til hans vegna ýmissa erinda. Þess vegna vil ég greina frá því, þegar hann hringdi til mín frá Bangkok í Thailandi, þegar ég var staddur í Sri Lanka og spurði mig, hvort ég héldi, að hann gæti veitt mér einhverja aðstoð í þeim vandamál- um, sem ég átti þá við að glíma vegna slyssins, sem ég gat hér að framan. Það er rétt að geta þess, áður en lengra er haldið í þessari sögu, að Pétur var þá á ferð með Oddnýju konu sinni um ýmis Asíulönd, sem hann er ambassador gagnvart með búsetu hér heima. Hafði ferða- áætlunin auðvitað verið gerð fyrir löngu og vandlega skipulögð af mikilli nákvæmni, sem gaf eigin- lega engin tækifæri til frávika eða tafa. Mér var kunnugt um ferðir þeirra hjóna en bjóst ekki við, að neinn möguleiki væri á, að hann gæti hnikað áætlun þeirra svo til, að hann gæti komið mér til hjálpar. Ég var því enn glaðari og fegnari en ella, þegar hann spurði hiklaust, hvort hann gæti orðið mér að liði, og þá ég það góða boð fegins hendi. Pétur gerði síðan hlé á hinni opinberu ferð sinni eða breytti áætlunum um hana og kom með fyrstu flugferð til Sri Lanka. Þegar þangað kom, setti hann sig samstundis inn í málin og kom þegar með tillögur um úrlausnir á hverju einstöku vandamáli. Erfið- leikar mínir voru m.a. fólgnir í að ná sambandi við opinbera starfs- menn, her, lögreglu, flugmálayf- irvöld og fleiri, en í landi eins og Sri Lanka ganga hlutirnir ekki eins og á Vesturlöndum eða þar sem við þekkjum til, þar sem reynt er að hraða lausn aðkallandi mála svo sem kostur er. Þarna eystra er mikill hægagangur á öllu og tíminn virðist algert auka- atriði. En málin tóku þegar að þokast í rétta átt með meiri hraða, þegar Pétur kom á staðinn og lét til sín taka — og ekki einungis af því að hann var sendiherra lands síns gagnvart ýmsum Asíuþjóðum heldur vegna þeirrar persónulegu virðingar, sem þau hjónin nutu í Sri Lanka vegna kynna sinna við menn þar. Á sunnudaginn birti Morgun- blaðið fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Pétur Thorsteinsson um ýmis atriði á ævi hans og starfs- ferli, og vil ég ráðleggja öllum, sem hafa hug á að kynnast frambjóðendum við forsetakosn- ingarnar, að lesa þessa grein. Þar minntist PT á einum stað á nafna sinn Benediktsson, og gefur á honum þá lýsingú, að hann hafi verið „fljúgandi greindur, fljótur að átta sig á málum og taka ákvarðanir," og munu allir geta undir það tekið, sem þekktu Pétur Benediktsson. Við lestur þessara orða rifjuð- ust upp fyrir mér ummæli, sem Að vinna Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni, hve mjög and- stæðingar Péturs Thor- steinssonar hafa hert róðurinn gegn honum og til framdráttar sínum mönnum undanfarna daga. Það má segja, að menn fari Þegar Pétur hafði lokið því, sem hann gat fyrir okkur gert á Sri Lanka, flugu þau hjónin til Indón- esíu, þar sem hann vottaði stjórn- völdum samúð íslendinga vegna hins hörmulega slyss, því að flestir þeirra, sem fórust, voru indónesískir þegnar, sem voru á leið heim frá Mekka. Allt þetta vann Pétur með slíkum virðuleika, að vart verður á betra kosið. Hann hélt uppi sóma þjóðarinnar, eins og hans var raunar von og vísa, og vona ég sannarlega, að honum gefist tæki- færi til að gera það á breiðari höfð voru um Pétur Thorsteinsson fyrir um 20 árum, og var það Olafur Thors, sem gaf honum þá einkunn í mín eyru og fleiri, að hann væri „fremstur í flokki fulltrúa íslands á erlendum vett- vangi, fluggáfaður og fjölhæfur." Raunar sýnir allur ferill Péturs í utanríkisþjónustunni, að Ólafur hefur ekki verið einn um þessa skoðun, því að hver ríkisstjórnin af annarri fól honum hvert virð- ingar- og ábyrgðarstarfið á fætur öðru. Innan við þrítugt var hann eini sendifulltrúi íslands í Moskvu, og fór jafnvel um tíma með málefni Danmerkur þar. hamförum og síður blaðanna eru fullar af vitnisburðum um ágæti andstæðinganna. Hvað veldur því, að þessi róður er nú hertur þessa síðustu daga? Það skyldi þó ekki vera, að ástæðan sé sú, að það hefur grundvelli á komandi árum — sem forseti þjóðar sinnar. Ég vil að endingu ítreka þakk- læti mitt í garð þeirra hjóna fyrir ómetanlega aðstoð og uppörvun, og jafnframt vil ég tjá þeim þakklæti fyrir, að Pétur hefur sinnt áskorun um að bjóða sig fram við það forsetakjör, sem fram fer eftir nokkra daga. Hálffertugur var hann skipaður sendiherra þar, og var þá annar yngsti maður, sem falin hafði verið forsjá íslensks sendiráðs (hinn var Pétur Benediktsson, sem var fáeinum mánuðum yngri, þeg- ar honum var falið að opna sendiráðið í Moskvu í upphafi). Siðan hefur Pétur Thorsteins- son verið sendiherra í 24 þjóðlönd- um og auk þess fulltrúi Islands í fjölda alþjóðastofnana. Sem slíkur hefur hann staðið í eldlínunni við erfiða samninga í afurðasölum- og alþjóðamálum áratugum saman, þótt nafn hans hafi ekki verið á allra vörum. Hann hefur ávallt komist áfram af eigin rammleik og á eigin verðleikum, allt frá því að hann vann hörðum höndum fyrir námi sínu og lauk síðan prófi í viðskiptafræði og að því búnu lögfræði á aðeins sjö árum. Þegar hann var ráðinn í utanríkisþjón- ustuna, var hann orðaður við róttækar skoðanir, en samt hikaði þáverandi utanríkisráðherra, sem var engan veginn hlynntur vinstri stefnu, ekki við að ráða hann, enda voru og eru gáfur Péturs og hæfileikar óumdeilanlegir. Nú er þessi kosningaundirbún- ingur senn á enda, en hann hefur sannað á mjög ánægjulegan hátt, að Pétur Thorsteinsson er besti kynnir sjálfs sín. Sigur hans í þessum kosningum er fyrst og fremst honum sjálfum að þakka. H.P. komið fram, síðan Ríkisútvarpið hóf kynningu sína — þótt hún sé í algeru lágmarki — að viðhorf manna til frambjóðenda hafa gerbreyst. Þeim fjölgar með degi hverj- um, sem gera sér grein fyrir því, að sá frambjóðandinn, sem fæst- ir þekktu, áður en hann gaf kost á sér og hugðust því síst greiða atkvæði, hefur náð til ótrúlegs fjölda fólks með látlausri fram- komu og málefnalegum svörum við öllum spurningum. Sannleikurinn er sá, að Pétur Thorsteinsson er að vinna hug þjóðarinnar — hann er eini frambjóðandinn, sem er í stöð- ugri sókn í áliti og beinu fylgi, sem mun sannast á sunnudag. Þess vegna segja andstæð- ingarnir nú: Oft var þörf en nú er nauðsyn, og því munu þeir hamast allt fram á kjördags- kvöld. Æ fleiri munu vitna, en það mun ekki bera árangur. Veljum rétt — veljum Pétur. H. Bj. Menn geta enn breytt atkvæði sínu Þess eru dæmi eftir að kynning frambjóðenda hófst í hljóð- og sjónvarpi, að menn, sem hafa verið búnir að kjósa hjá sýslumanni eða bæjarfógeta, vilji ráðstafa atkvæði sínu á annan veg — vegna nánari kynna á frambjóðendum. það er rétt að benda þeim á, sem þannig er ástatt fyrir, að þeir geta greitt atkvæði á ný. Þeir geta farið á kjörstað og greitt atkvæði þar og látið ógilda fyrra atkvæðið. Þetta ættu þeir að athuga, sem hafa þegar greitt atkvæði, en vilja nú gera bragarbót vegna þess samanburðar, sem þeir geta gert á frambjóðend- um. Skrifstofur stuðningsmanna Péturs Thorsteins- sonar veita mönnum ráð og aðstoð í þessu efni eins og ððrum. Pétur Thorsteinsson er besti kynnir siálfs sín Sölumennska og forsetakjör Það var ekki laust við, að ýmsir kímdu sl. föstudagskvöld, þegar ýmsir frambjóðendur til forseta tíunduðu, hve mikið þeir vildu leggja á sig til að selja íslenskar afurðir úti um heim — eða hvert þeir væru fúsir til að fara. Einn þeirra gat þess ekki, að meðan hann starfaði í kyrrþey heima og erlendis á liðnum áratugum, sat hann næstum árlega í nefndum, sem unnu að samningum um viðskipti við ýmis lönd og var oftast formað- ur. Þannig sat hann í ellefu slíkum nefndum á aðeins tíu ára tímabili frá 1946 til 1956 — og átti m.a. manna drýgstan þátt í að opna markaðinn í Sovétríkj- unum 1953, en það vita þeir best, sem eru í tengslum við hrað- frystiiðnað Iandsmanna, að sá markaður hefur verið mjög mik- ilvægur svo að enginn mun vilja missa hann, þótt verð þafi stundum fengist hærra í öðrum löndum. Ætli það sé ekki ómetanlegt að fá forseta, sem kann slík skil á þessu atriði, sem þeir fram- bjóðenda, er hafa aldrei komið nærri afurðasölumálum, bjóðast til að helga sig sérstaklega, nái þeir kjöri? H.P. hug heillar þjóðar Skoðanakannanir: Samsær i síódegis- blaðanna Það hefur nú komið í ljós, svo ekki verður lengur um villst, að síðdegisblöðin, Vísir og Dagblaðið, hafa allt frá upphafi kosningabar- áttunnar ætlað sér að hafa eins mikil áhrif á úrslit forsetakosn- inganna og þeim frekast er unnt, og víla ekki fyrir sér að beita til þess öllum brögðum, meira að segja óheiðarlegum. Bæði hafa þessi blöð dregið taum tveggja frambjóðenda, og þó alveg sér- staklega eins þeirra, um það verður ekki deilt, enda þótt þau úthrópi sjálf, að þau séu bæði frjáls og óháð. Aðferðir þeirra til þess að hafa áhrif á skoðanir kjósenda eru um sumt líkar, um annað ólíkar. Vísir gerir tilraun til þess að fría sig mestu ábyrgðinni með því að láta í veðri vaka, að skoðanakönnun blaðsins sé vísindalega unnin, og því óvefengjanleg. Dagblaðið svífst hins vegar einskis frekar en áður. Staðreyndin er hins vegar sú, og það hafa kjósendur nú fengið staðfest, að stefnan er sú sama hjá báðum. Fyrstu skoðanakannanirnar voru gerðar áður en kjósendum hafði verið gefinn kostur á að kynnast frambjóðendum. I ann- arri atrennu var sama uppi á teningnum, og var hún í þeim eina tilgangi að undirstrika þá fyrstu, það er að viðhalda þeirri hræðslu- pólitík, sem búið var að búa til. Og allt er þá þrennt er. Nú er öllum ljóst, að það þarf ekki annað en að tala við fólk á förnum vegi, að miklar breytingar hafa átt sér stað hvað snertir fylgi einstakra frambjóðenda, sérstaklega eftir að þeir fengu tækifæri til þess að kynna sig sjálfir í útvarpi og sjónvarpi. Annað væri enda í hæsta máta óeðlilegt. En hvað gerist þá? Enn fara síðdegisblöðin af stað með skoðanakannanir, og að þessu sinni öllu verri en áður, og þurfti ekki að bera í bakkafullan lækinn í þessum efnum. Og Vísir stígur skrefið til fulls. Væri full ástæða til þess að kanna, hvort hér er ekki um að ræða athæfi, sem varðar við lög. Að villa fólki sýn af ásettu ráði er ekki heiðarlegt, og getur varðað við lög. Það, sem þeir Vísismenn leyfa sér, er einnig umhugsunarefni fyrir allan almenning í þessu landi. Að leyfa sér að gera aðra skoðanakönnun með því að spyrja sama fólkið og áður er auðvitað algerlega óraunhæft, og í rauninni svívirðilegt. Og tilgangurinn er auðsær. Vonandi láta kjósendur samt ekki glepjast af þessu tiltæki, og halda áfram að vera trúir sjálfum sér, — kjósa samkvæmt eigin sannfæringu, en ekki eftir fyrir- fram tilbúinni forskrift gulu pressunnar. Það hefur komið fram á prenti áður, að brýna nauðsyn ber til þess, að hér á landi verði sett lög um framkvæmd skoðana- kannana. Það eru orð að sönnu. Fólkið í landinu sættir sig ekki við svona vinnubrögð, það lætur ekki segja sér svona fyrir verkum; það lætur ekki blekkja sig á þennan hátt, og þeir tímar koma líka, að fólkið lætur sér í léttu rúmi liggja hvort síðdegisblöðin seljast eða ekki. Álmannarómur lýgur ekki, og eftir að frambjóðendurnir komu fram í sjónvarpinu og útvarpinu, hafa kjósendur séð og heyrt sjálf- ir, það þarf ekki lengur að segja þeim hvern þeir eiga að kjósa — þeir eru fullfærir um það sjálfir að mynda sér skoðun, og kjósa síðan, að sjálfsögðu samkvæmt eigin sannfæringu á kjördegi. — Jón Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.