Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 19§o’ , Haraldur Ólafsson lektor: Nauðsyn á reglum um skoðanakannanir SKOÐANAKANNANIR hafa tals- vert verið til umræðu síðustu daga ok mönnum sýnzt sitthvað í þeim efnum. MorKunblaðið ræddi i Kær við Harald Ólafsson. lektor, og spurði hann álits á réttmæti þess að nota sama úrtakið í tveimur skoð- anakönnunum. Sagði Ilaraldur að persónulega findist sér ekkert at- hugavert við það svo framarleKa sem kanna ætti afstöðu og breyt- ingar innan ákveðins hóps og greint væri frá vinnuhrögðum við slika skoðanakonnun. Hins vegar sagði Haraldur, að ef gefa ætti mynd af afstöðu heildar- innar þyrfti að taka tillit til fleiri atriða og slíkt úrtak gæti þá verið varhugavert og ekki fullkomlega nákvæmt. Hann sagðist þó vita til þess, að slíkt hefði verið gert erlend- is. Að lokum sagði Haraldur að brýna nauðsyn bæri til að setja lög og regiur um skoðanakannanir og sagði það sitt álit, að slíkar kannanir hefðu mikil áhrif og illa unnar eða undirbúnar skoðanakannanir gætu verið skaðlegar. Haraldur tók fram að með þessum orðum væri hann ekki að tala um skoðanakönnun dagblaðsins Vísis. 1 Morgunblaðinu í gær var sagt, að í skoðanakönnun Vísis um síðustu helgi hefði verið hringt í 1100 manns, sem ekki er rétt. Upphaflegt úrtak blaðsins var 1055 manns og í fyrri könnun blaðsins náðist í 852 af þeim hópi. I síðari könnun blaðsins var síðan reynt að ná sambandi við þessa 852 og tókst að ná í 91,12% af þeim hópi eða 776 manns. Eru þeir að fá 'ann Hið nýja húsnæði fyrir aldraða við Suðurgötu i Keflavík. Nýtt húsnæði fyrir aldraða í KEFLAVÍK hefur nú verið tekið í notkun, á vegum bæjarfé- lagsins, húsnæði fyrir aldraða sem eru 11 hjóna- og cinstakl- ingsibúðir, auk félagsaðstöðu i kjallara hússins. Íbúðirnar eru af stærðunum 54—66 fermetrar, en húsið allt er 338 fermctrar á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið er staðsett við Suður- götu, ofan við skrúðgarð bæjar- ins, og hafa allar íbúðirnar svalir sem snúa út í skrúðgarðinn. Keflavíkurbær hefur að auki tek- ið á leigu 6 íbúða hús við Hringbraut með litlum íbúðum sem leigðar verða öldruðum. Fé- lagsaðstaða í báðum þessum hús- um verður rekin af Styrktarfélagi aldraðra. Þá er einnig verið að gera teikningar að húsi með smáíbúð- um fyrir aldraða sem staðsett verður við Suðurgötu. Utankjörstaðakosning: Kosningalög banna að greitt sé atkvæði oftar en einu sinni — en geti menn kosið á kjördag er þeim í raun skylt að gera það. Veiðin að glæðast í Elliðaánum VEIÐIN í Elliðaánum er heldur að glæðast, en hún var fremur treg framan af veiðitímanum samkv. upplýsingum sem Mbl. fékk á skrifstofu SVFR. Upp úr tuttug- asta þessa mánaðar fór laxinn að ganga að ráði og hefur verið þokkaleg veiði í ánum síðan. Þann 22. júní komu upp 6 laxar, 5 laxar þann 23. og 15 laxar 24. júní. Flestir laxanna hafa veiðst i Fossinum og þrepunum og hafa þeir allir veiðst á maðk. Stærsti laxinn sem veiðst hefur var 15 pund að þyngd. Á þriðjudaginn voru komnir 177 laxar upp fyrir teljarann og er það mun meira en á sama tíma í fyrra, en þá voru aðeins komnir um 70 laxar upp fyrir. Á þriðjudagskvöld var kominn 41 lax upp úr ánni og væntanlega eru þeir orðnir fleiri nú. Góð veiði á 4. svæði í Laxá í Hreppum Laxá í Hreppum opnaði þann 21. júní. Fyrsta hópnum sem veiddi þar vegnaði vel, fékk 19 laxa. Þeir voru augsýnilega nýgengnir, þar sem flestir voru lúsugir. Þetta var á efsta svæðinu í Laxá, svokölluðu fjórða svæði. Þá er talið að eitthvað hafi veiðst á hinum svæðunum, þó ekki hafi fengist nákvæmar fregnir af því. Laxinn er farinn að ganga nokkuð í Sogið og fengust þar 4 laxar þann 23. júní og voru þrír þeirra lúsugir. Þá er lax farinn að sýna sig í Breiðadalsá, en laxinn gengur yfirleitt frekar seint í þá á. Það, að laxinn er farinn að ganga fyrr en venjulega, má vafalaust rekja til hlýindanna að undanförnu. Flugan vinsæl í Norðurá í Norðurá byrjaði veiðin 1. júní. Veiðin þar hefur gengið þokka- lega, m.a. gekk síðasta hópi vel, en þá veiddust 90 laxar. I Norðurá eru 12 stengur. Nú eru um 300 laxar komnir upp úr ánni. Mikið hefur veiðst á flugu í Norðurá og segja menn að áin sé svipuð að vöxtum nú og venjulega er í júlímánuði. Þá er laxinn stærri nú en verið hefur, um helmingur laxanna er um og yfir 10 pund. Stærstu laxarnir úr Norðurá voru 17 pund og veiddust þeir á flugu. Veiðin í Grímsá hófst þann 20. júní. Þrjá fyrstu dagana komu upp úr ánni um 25 laxar. Ekki hefur frést hvernig veiðst hefur síðan. Hins vegar hefur verið mjög góð veiði í Hvítá í Borgarfirði og hefur veiðst þar vel í net. — oj. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ sendi frá sér tilkynningu í gær vegna orðsendingar stuðningsmanna Pét- urs Thorsteinssonar í dagblaðs- auglýsingu til þeirra sem þegar hafa kosið utan kjörfundar. I aug- lýsingunni segir að þeir, sem þegar hafa kosið utan kjörfundar geti kosið með þeim hætti aftur. „Við þessu er beint bann í 64. grein kosningalaganna og sektarrefsing liggur við eftir 141. grein laganna," segir í tilkynningu dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. óskar Frið- riksson, kosningastjóri Péturs Thorsteinssonar, sagði þennan hluta auglýsinKarinnar mistök, sem leiðrétt yrðu með auglýsingum i blöðum i dag. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, sagði í samtali við Mbl. í gær, að honum væri ekki kunnugt um dæmi þess að tvö utankjörstaðaatkvæði hefðu komið fram frá sama aðila, en „það væri alveg til í dæminu að kjörstjórn dæmdi bæði atkvæðin ógild," sagði Baldur, en tók fram að í kosningalögunum segði ekki ná- kvæmlega fyrir um það, hvernig kjörstjórn ætti að taka á slíku máli. Að vísu undirrituðu menn yfirlýs- ingu við utankjörstaðakosningu um að þeir hefðu ekki kosið annars staðar, en hætta væri fyrir hendi, ef menn teldu þetta mögulegt, að þeim láðist að skýra frá því og kysu aftur á öðrum stað athugasemdalaust og bæði brytu þá lög og settu atkvæði sitt í hættu. Hitt væri svo aftur, að samkvæmt kosningalögum er þeim, sem geta kosið á kjördegi, skylt að gera það, enda þótt þeir hafi áður kosið utankjörstaðar, en Baldur sagði, að aldrei hefði verið talið fært að framfylgja þessu ákvæði kosn- ingalaganna. Óskar Friðriksson sagði, að það sem stuðningsmenn Péturs Thor- steinssonar hefðu viljað benda mönnum á, væri að þeir gætu kosið aftur á kjördag, þótt þeir hefðu greitt atkvæði utankjörstaðar. „Það hefur verið mikið spurt um það eftir síðustu framboðsþættina í sjónvarpi og útvarpi, hvort fólk geti breytt atkvæði sínu, þar sem það hafi skipt um skoðun og vilji nú kjósa annan frambjóðanda en það gerði í utan- kjörstaðakosningunni og við höfum bent fólki á þann möguleika að kjósa á kjörstað á kosningadaginn," sagði Óskar. „Það er sú lína, sem lögð hefur verið og mér er ekki kunnugt um að aðrar upplýsingar hafi verið gefnar. Þessi auglýsing er tilkomin vegna þessa, en hins vegar sá ég hana ekki fyrr en ég las hana í Morgunblaðinu. Við munum að sjálfsögðu leiðrétta þessi mistök á morgun.“ „Þetta þarf að leiðrétta strax,“ sagði Jónas Gústafsson borgarfóg- eti. „Það gæti valdið okkur miklum óþægindum við utankjörstaðakosn- inguna, ef fólk færi að koma til að kjósa aftur vegna þess að það hefði skipt um skoðun. Við yrðum þá að neita fólki um það og slíkt yrði aðeins til óþæginda." Mbl. spurði Jónas, hvort einhver dæmi þess hefðu orðið í gær, að fólk vildi kjósa aftur, en hann sagði svo ekki vera, en hins vegar hefði mikið verið hringt í skrifstofu borgarfóg- eta og spurt um málið. „Enginn má senda frá sér nema einn kjörseðil," sagði Jónas. „En hins vegar er fólki alltaf heimilt að kjósa á kjördag, Tvær sölur HAFBERG GK seldi 47.4 tonn af ísfiski í Fleetwood í gær og fengust 23.8 milljónir fyrir aflann, meðalverð 503 krónur. Sigurey SI seldi 91.3 tonn í Hull fyrir 49.8 milljónir, meðalverð 546 krónur. hvort sem mönnum hefur snúizt hugur eða ekki.“ Mbl. spurði Jónas, hvernig utan- kjörstaðakosningin gengi í Reykja- vík. „Það hefur verið mikil aðsókn í dag og í gær; miklu meiri en sambærilega daga undanfarin kosn- ingaár," sagði Jónas. „Þegar við hættum í gærkvöldi höfðu rúmlega 100 færri kosið en í kosningunum 1978 og ég hugsa að sá munur vinnist upp í dag, þannig að kosning- in sé að komast í eðlilegt horf, ef svo má segja, miðað við fyrri kosn- ingar.“ Dauði kúnna á Brennu rakinn til eitrunar „ÞAÐ eina. sem við getum saKt á þessu stigi er, að þarna er um einhvers konar eitrun að ræða, því að við höfum fundið eitrunareinkenni í líffærum úr dauðum kúm frá Brennu, sem við höfum skoðað. Hvers konar eitrun þetta er. vitum við ekki enn," saKði SÍKurður Sigurðar- son, dýralæknir á Tilrauna- stöðinni á Keldum í gær, er hann var spurður um rann- sókn á dauða kúnna tíu á bænum Brennu í Lundar- reykjadal. Sigurður sagði, að því miður hefðu þeir á Keldum ekki fengið til rannsóknar nýdauða gripi frá Brennu, því nokkurn tíma tæki að flytja þá suður og eins fyrir þá að fara upp að Brennu til að kryfja þá. Einnig sagði Sigurður, að flestar kýrnar hefðu fengið einhver lyf áður en þær drápust og því væri erfitt að greina nákvæmlega eitrun- areinkennin. „Ég man ekki eftir að kýr hafi drepist á einum bæ með þessum hætti en vitanlega eru alltaf til dæmi um að ein og ein kýr drepist án þess að hægt sé að finna dánarorsökina svo óyggjandi sé. Þetta er því mjög óvanalegt og tilfinnanlegt tjón sem bóndinn á Brennu hefur orðið fyrir,“ sagði Sigurður og aðspurður um, hvort fóður kynni að hafa valdið dauða kúnna, sagði hann að ekkert benti til að svo væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.