Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 25
AUGLÝSING
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1980
25
Fyrirspurn til Garðars Gíslasonar, borgardómara,
Gunnars G. Schram, prófessors í lögum
og Þórs Vilhjálmssonar, hæstaréttardómara
í útvarpinu sunnudaginn 22.
júní sl. var frambjóðandinn, frú
Vigdís Finnbogadóttir, m.a. spurð
að því, hvernig hún myndi bregð-
ast við þeim vanda, ef ríkisstjórn
milli þinga gæfi út bráðabirgða-
lög, og hún, Vigdís, sem forseti
gæti ekki sætt sig við að staðfesta
lögin með undirskrift sinni, hvort
hún myndi neita að skrifa undir?
Svar hennar var á þessa leið:
Vigdís: „Já, það fer enn og aftur
eftir því, hvaða lög þetta væru. Ef
þau eru andstæð stjórnarskránni,
já, að sjálfsögðu."
Þá spurði Öskar Magnússon:
„Hvernig myndir þú fara að
því?“
Vigdís: „Kalia saman þing, það
er hægt að gera á einum degi, —
kalla saman þing, láta þingið
fjalla um lögin, samþykkja þau
eða fella þau, síðan skrifa ég undir
þau, eða skrifa ekki undir þau,
eftir því, sem mér þætti réttast."
Nú hafa þrír löglærðir menn,
Garðar Gíslason, borgardómari,
Dr. Gunnar G. Schram, prófessor,
og Þór Vilhjálmsson, hæstaréttar-
dómari, upplýst þjóðina í útvarpi
og sjónvarpi um starfsskyldur
forseta íslands, og samkvæmt því
stenst ekki orð af því, sem fram-
bjóðandinn heldur fram.
Nú spyr ég, hvernig vilja hinir
lögfróðu menn skilgreina svör frú
Vigdísar við þessum veigamiklu
spurningum? Har. Bl.
Engir sameiginlegir fundir:
Hver er ástæð-
an fyrir neitun
andstæðinganna?
Nokkru áður en Ríkisút-
varpið ætlaði um síðir að hefja
kynningu á forsetaframbjóð-
endunum, gerðu stuðnings-
menn Péturs Thorsteinssonar
tilraun til að koma á tveim
sameiginlegum fundum með
þátttöku allra frambjóðend-
anna.
Alþjóð veit, að ekkert hefur
orðið af þessum fundum, en
menn ættu að hugleiða það
nánar, af hverju ekki gat orðið
af þeim. Það kom meðal ann-
ars fram í upphafi, að það
voru stuðningsmenn Guðlaugs
Þorvaldssonar, sem komu í
veg fyrir annan þessara funda,
og rökstuddu svar sitt með því,
að það væri þegar búið að
skipuleggja ferðir frambjóð-
andans svo langt fram í tím-
ann, að þar yrði engum breyt-
ingum við komið.
í spurningatíma í útvarpinu
um daginn var einnig drepið á
þetta mál, þegar rætt var við
Albert Guðmundsson. Er það
sannast sagna af hans svörum,
að hann reiddist spurningunni
— eins og fleiri spurningum,
þótt ekki væri að honum vegið
persónulega — og kallaði til-
löguna fengna að láni utan úr
heimi, nánar tiltekið frá
Bandaríkjunum. Það virtist
nóg til þess að honum fannst
ekki ástæða til að taka tilboð-
inu um slíkan fund, en var
auðvitað lítilfjörlegur fyrir-
sláttur.
En finnst mönnum nú ekki,
þegar málið er skoðað nánar
og æsingalaust, að það hefði
verið sjálfsögð kurteisi við
kjósendur, að frambjóðendur
hittust allir á tveim fundum
eða fleiri, til þess að almenn-
ingur fengi að kynnast mál-
flutningi þeirra á annan og
raunhæfari hátt en af frá-
sögnum blaða eða einstaklinga
— svo að auðveldara væri að
dæma um kosti þeirra og
galla?
Það hlýtur að teljast dæmi
um veikan eða vafasaman
málstað, þegar frambjóðendur
— eða talsmenn þeirra — telja
sig svo bundna af áætlunum
langt fram í tímann, að ekki
megi hnika þeim til. Að maður
tali nú ekki um þá, sem fyrtast
við spurningum um slíkt og
svara næstum með fúkyrðum
eða strákslegu orðbragði.
Þessi viðbrögð sýna minni
virðingu fyrir kjósendum en
þegar fulltrúar sömu fram-
bjóðenda heita á hina sömu
kjósendur, að greiða hinum
„rétta“ atkvæði á sunnudaginn
kemur. H. Bj.
I
Háskólabíói fimmtudagskvöld kl. 21.15.
DAGSKRÁ:
Ávörp:
Pétur J. Thorsteinsson
Oddný Thorsteinsson
Matthías Bjarnason
Erna Ragnarsdóttir
Davíö Sch. Thorsteinsson
Karl Sigurbjörnsson
Fundarstjóri:
Hannibal Valdimarsson
Við
viljum
Pétur
SKEMMTIATRiÐI
Einsöngur:
Siguröur Björnsson
Sieglinde Kahlman
Baldvin Halldórsson
Hornaflokkur Kópavogs
leikur frá kl. 20.30.
Stjórnandi: Björn Guðjónsson
Homatlokkur Kópavogs