Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1980 MORÖdV- 1 KAFf/NU *• (0 legasta tilfelli af fótasvampi, sem um Ketur i sogu Iæknis- fræðinnar. V'iltu ekki Kera þaó fyrir mig að slá ekki öskuna af sísarettun- um á KÓlfið? Yfirheyrslur í útvarpi BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eitt af undirstöðuatriðum sterkrar sóknar í spili er rétt staðsetning háspila á höndum andstæðinganna. Af því leiðir, að oft er mikilvæKt fyrir varnarspil- ara að sýna ekki háspil sin fyrr en nauðsynleKt er. Sagnhafi reynir þá jafnvel að finna eitt háspil svo auðveldara verði að staðsetja önnur. Á Evrópumeistaramótinu 1949 tókst Bretanum Terence Reese að blekkja sagnhafa skemmtilega í spili af þessu tagi. Suður gaf, allir utan. Norður S. 86 H. G6 T. G432 L. K8762 Vestur S. Á102 H. D532 T. ÁK985 L. 10 Austur S. KG74 H. Á874 T. D1076 L. 5 Suður S. D953 H. K109 T. - L. ÁDG943 Sagnir: Suður Vestur Norður Austur 1 L Dobl 3 L 4 L 5 L pass pass Dobl allir pa-ss Opnun suðurs var eðlileg, sagði frá lit. Og eftir dobl vesturs reyndi norður hindrun. 4 lauf báðu vestur að velja tromplitinn en áður en á hann reyndi fór suður í fórn, sem austur doblaði fremur en að fara í samning á 5. sagnstigi. Vestur spilaði út trompi. Suður tók slaginn heima, spilaði aftur trompi og var þá staddur í blind- um. Spilaði spaða. Reese var í austur, stakk upp kóngnum og spilaði strax lágu hjarta! Eðlileg afleiðing þess varð auð- vitað vitlaus staðsetning háspila í majorunum. Suður gerði ráð fyrir, að austur ætti ás og kóng í spaða og að vestur ætti því hjartaásinn. Hann lét því lágt og vörnin fékk fjórða slaginn á hálitina — 2 niður. COSPER COSPER 554-3 Þarna eru hjónin á sjöundu hæð? — ISjónvarpið þeirra er bersýnilega líka í ólagi! Mér þótti það fyrir neðan allar hellur hvernig spyrjendur hinna frambjóðendanna veittust að Albert Guðmundssyni með per- sónulegum spurningum um einka- mál hans í útvarpsþætti á sunnu- daginn. Slík framkoma er ekki til framdráttar þeirra forsetaefnum. Eða eru þau; Vigdís Finnbogadótt- ir, sem talaði um að maður væri manns gaman og vinur; eða Guð- iaugur Þorvaldsson, sem kallaður er maður sátta og samlyndis; hlynnt spurningum af þessu tagi þegar um sjálft forsetaembætti þjóðarinnar er til umræðu. Eru hinir frambjóðendurnir reiðubún- ir til að svara persónulegum spurningum af sama toga? Stuðn- ingsmenn frambjóðenda í forseta- kosningum verða að hafa hugfast að tunga þeirra sæmir frambjóð- andann og dæmir hann þótt spyrl- arnir sjálfir falli fljótt í gleymsku hjá hlustendum. Renate Heiðar, Laufásvegi 69, Reykjavík. • Til íhugunar fyrir Seltirninga Um næstu helgi fara fram tvennar kosningar á Seltjarnar- nesi. Það mun ekki hafa farið framhjá neinum að forsetakosn- ingar standa fyrir dyrum. En hér á Seltjarnarnesi verður einnig kosið um það hvort hér verður opnuð áfengisútsala eða ekki. Mig langar til að benda á nokkur atriði, sem vert er að hafa í huga, þegar gengið er til slíkrar at- kvæðagreiðslu. Hætt er við að áfengisneysla stóraukist hér á Seltjarnarnesi ef Bakkus sigrar í kosningunum. Fleiri en okkur grunar eiga erfitt með að standast þá freistingu að koma við í áfengisversluninni um leið og komið er úr vinnu eða ÞESSIR krakkar efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Blindrafélagið. að Suðurhólum 26 og söfnuðu 12.600 kr. til félagsins. — Krakkarnir heita Jenný Jóakimsdóttir. Kolhrún Gunnarsdóttir og ólafur Þór Antonsson. ÞESSIR vinir. scm hcita Börkur, Hermundur og Sigfús, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir „Sundlaugasjóð" Landssambands fatlaðra. — Sjálfsbjörg. Þeir söfnuðu um 1300 krónum. /• ÞETTA vaska lið úr Garðabæ söfnuðu nýlega rúmlega 14.700 krónum til Sjálfsbjargar — Landssambands fatlaðra, á hlutaveltu sem strákarnir cfndu til að Goðatúni i heimabæ sinum. Drengirnir heita Valgeir V ilhjálmsson. Björn Þ. Vilhjálmsson, Haraldur Már Unnarsson og Þorsteinn Friðgeir Hermannsson. ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu fyrir nokkru til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna og söfnuðu 7.500 kr. Þau heita Agnes Björk og síðan koma þeir Elfar örnólfur, Geir og Þórir. — Þessir krakkar eiga heima i Garðabæ og hlutaveltan var haldin að Móaflöt 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.