Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 152. tbl. 67. árg. FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Menn Mugabes for- sætisráðherra og Nkomos takast á Salishury. 9. júlí. AP. STUÐNINGSMENN Mug- abes forsætisráðherra Zimbabwe og Nkomos inn- anríkisráðherra tókust á í miðborg Salisbury í dag í Hætt að framleiða MG bíla London. 9. júlí. AP. TILKYNNT var í dag í aðalstöðvum British Ley- land bílaverksmiðjanna, að framleiðslu MG sportbílsins yrði hætt i haust. Verksmiðju fyrirtækisins skammt frá London, sem framleiðir þessa bíla, verður þá lokað og 800 starfs- mönnum þar sagt upp. Til- raunir til að bjarga verk- smiðjunni undanfarna mán- uði hafa farið út um þúfur, að. sögn taismanns fyrirtækis- ins, og tapar það nú 900 sterlingspundum (um einni milljón króna) á hverjum MG bíl, sem framleiddur er. MG sportbíllinn hefur ver- ið í hávegum hafður meðal bilaunnenda allt frá því framleiðsia hans hófst fyrir 50 árum. Undanfarin ár hef- ur hann mest verið seldur til Bandaríkjanna, en þar og annars staðar hafa safnazt fyrir þúsundir bíla þessarar tegundar, sem kaupendur hafa ekki fundizt að. fyrsta sinn frá því stjórn Mugabes var mynduð í febrúar. Vaxandi spenna hefur myndazt milli flokk-' anna. sem standa að baki leiðtogunum tveimur, og óttast margir, að hún kunni að leiða til nýrrar borgarastyrjaldar. þegar fram í sæki. Mugabe og Nkomo stýrðu sinn hvorum skæruliðahópnum í sex ára skæruhernaði gegn minni- hlutastjórn hvítra í Rhodesíu og mynduðu þá með sér bandalag, en sambandið milli þeirra hefur verið stirt frá því að Mugabe bar sigur úr býtum í kosningunum fyrr á árinu. Stuðningsmenn þeirra hafa undanfarið sent hverjir öðrum tóninn og sl. sunnudag lýsti fjármálaráðherra landsins, Enor Nkala, sem er stuðningsmaður Mugabes, því yfir, að markmið flokksins væri að gera út af við Nkomo og gleyma honum. Átökin í dag urðu, þegar 70 konur söfnuðust saman við þing- húsið í Salisbury til að mótmæla ummælum Nkalas. Ekki var beitt vopnum í þessum átökum. NÍU ÁRA MÓÐIR Níu ára gömul telpa. Damara Tribe. fæddi sveinbarn á sjúkrahúsi í Suðvestur-Afriku fyrir viku síðan. Var barnið tekið með keisaraskurði og er vel skapað og heilbrigt. Móðurinni líður vel og hefur hún barn sitt á brjósti. (Simamynd AP) Menten dæmdur í 10 ára fangelsi Kotterdam. 9. júli. AP. HOLLENZKI málverka safnarinn og auðkýfingur- inn Pieter Menten var í dag dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir stríösglæpi. sem framdir voru í Póllandi fyrir 39 árum. Menten er 81 árs að aldri. Menten var ekki í réttar- salnum, þegar dómurinn var kveðinn upp. Hann féll í yfirlið skömmu eftir að hon- um var greint frá dómnum og var þegar fluttur í sjúkra- hús. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að Menten hafi tekið þátt í að myrða 20—30 Gyðinga í þorpinu Podhoroce 7. júlí 1941. Þorp- ið er nú innan landamæra Sovétríkjanna. Menten hélt fram sakleysi sínu í réttar- höldunum og sagði yngri bróður sinn hafa verið í þorpinu umræddan dag, en sjálfur hefði hann verið víðs fjarri. Franz Josef Strauss og Giscard ósammála Hua og Carter í Tokyo Fundum Hua leiðtoga kinverska kommúnistaflokksins og Carters Bandarikjaforseta bar saman i móttöku í Tokyo i gær. Þeir voru í gær við minningarathöfn um Ohira forsætisráðherra Japana og munu eiga með sér formlegan viðræðufund í dag. t móttökunni ræddust þeir við í tvær minútur og var það í fyrsta sinn. sem þeir hittust. Báðir ra ddti einnig við Zenko Suzuki, sem víst er talið að verði næsti forsætisráðherra Japana. Á myndinni sést Hua við minningarathöfn- Ína Um Ohira. (Símamynd AP) Lúbeck, 9. júlí. AP. GISCARD d’Estaing Frakklandsforseti kom í dag til hafnarborgarinnar Ltibeck við Eystrasalt, en forsetinn er nú í opinberri heimsókn í V-Þýzkalandi. Þúsundir borgarbúa tóku á móti forsetanum og fögn- uðu honum. Giscard kom til Lubeck frá Wiirzburg, þar sem hann átti m.a. stuttan fund með Franz Josef Strauss, kanzlaraefni kristilegra demókrata í þing- kosningunum í V-Þýzkalandi í haust. Strauss lýsti því yfir í ræðu er hann bauð Frakk- landsforseta velkominn, að samvinna Frakklands og V-Þýzkalands beindist ekki gegn Bandaríkjunum. Hann sagði einnig, að til- raunir til þess að færa Evrópu þau áhrif, sem hún hafði fyrir síðari heimsstyrjöldina, væru hvorki á færi neins eins ríkis né ríkjahópa. Þessi ummæli eru túlkuð sem svar við yfir- lýsingum Giscards fyrr í ferð- inni og kemur fram í þeim andstaða við viðhorf forsetans. Strauss hefur sakað Schmidt kanzlara um að grafa undan sambandi Bandaríkjanna og V-Þýzkalands með ráðagerð- um um að efla hlut Evrópu í alþjóðamálum. Giscard og Schmidt munu eiga með sér formlegar við- ræður á fimmtudag og föstu- dag í Bonn. Er búizt við að þeir muni fjalla um fundi sína með Brezhnev forseta Sovétríkj- anna nýlega og hugsanlegar viðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um takmörkun meðaldrægra eldflauga i Evr- ópu. Þrjár konur troð- ast undir á leið til að sjá páfann Fortaleza, Brazilíu, 9. júli. AP. ÞRJÁR KONUR tróðust undir og biðu bana, þegar tugir þúsunda manna ruddust inn á iþróttaleikvang í Fortaleza i Braziliu snemma í morgun til að tryggja sér sæti til að sjá og hlýða á Jóhannes Pál páfa 2. Harmleikur þessi varð um fimm tímum áður en páfi var væntan- legur á leikvanginn. Margir slös- uðust alvarlega í troðningnum og er óttast að ýmsir þeirra eigi eftir að bíða bana af völdum áverka. Páfa var aðeins greint lauslega frá því að eitthvað hefði komið fyrir á leikvanginum áður en hann ávarpaði viðstadda og flutti hann ræðu sína og blessaði mannfjöld- ann eins og ekkert hefði í skorizt. Sams konar atburður kom fyrir, þegar páfi var á ferð í Kinshasa í Zaire í maímánuði og neituðu yfirvöld páfa þá að heimsækja sjúkrahús, þar sem slasaðir lágu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.