Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 25 stækka fyrirtækið enn. Þeir félagar segja okkur að hjá Ramada sé greitt hærra kaup en víðast annars staðar, og það hefur tíðkazt um mörg undanfarin ár að starfsfólk fái þrettánda mánuðinn borgaðan. Auk þess eru sjúkrabætur sjálfsagður hlutur og auðvitað mötu- neyti og barnaheimili. í töluverksmiðjunni vinna aðailega konur, þar er greiddur bónus eftir afköstum. Að svo búnu var okkur Fernöndu Mariu boðið til herlegs hádegisverðar í Restaurante Areintho, sem stendur á undurfallegum stað við stöðuvatn, skammt frá Ovar, á stað sem heitir Torreira. Þar var ekki talað meira um tölur né sögunarmaskínur í bili, heldur snúið sér að eftirlætisumræðuefni mínu og margra þarlendra, sem sé portúgölskum stjórnmálum. RAR er samsteypa sykurhreinsunarfyrirtækja, sem einnig starfar í samvinnu við fyrirtæki með aðra framleiðslu, svo sem súkkulaði, plastik, niðursoðna ávexti og meira að segja marmara. En sykurhreinsunin er þó fyrirferðarmest á þessum bæ. Mafalda Leite, sölustjóri, segir, að langmestur hluti af plastinu fari til landa Efnahagsbandalagsins, marmarinn til Bandaríkj- anna, en sykurinn að langmestu leyti til Afríkulanda, auk þess mikla magns sem fer á innanlandsmarkað. Töluverð aukning hefur orðið á útflutningi á sykri á þessu ári, að hennar sögn, en erfiðleikum er bundið vegna tolla og skatta að flytja sykur til Efnahagsbanda- lagsríkjanna. RAR hefur aukið framleiðslu sína hægt og sígandi síðustu ár. Þær tölur sem nýjastar voru handbærar voru frá árinu 1978, þá voru hreinsuð 283 Jorge Guedes og Antonio Folgado Lobato. þús. sykurtonn hjá RAR, miðað við 188 þús. tonn árið 1967. Var það aukning sem nam um 3,7 prósentum frá árinu áður, en eftir að hafa gluggað í skýrslur RAR virtust nokkrar framleiðslusveiflur hafa verið síðustu árin. Einnig kom fram að meðalmánaðarlaun árið 1978 voru um 230 þús. krónur og það þykir allgott í Portúgal. Hjá fyrirtækjum RAR er veitt læknisþjónusta, greidd- ur bónus, orlofshús munu rekin á vegum fyrirtækjanna og fleira gert, starfsfólki til örvunar. Sykurhreinsunarstöð RAR er til húsa skammt frá Oporto, en vegna þess hve við Maria Idalena vorum seint á ferðinni, var starfsfólkið horfið til heimila sinna. Daginn eftir kom sending til mín á Hotel Dom Viö Fernanda Maria meö forsvarsmönnum Ramada. Lítið Maríualtari í Aveleda. Henrique. Þegar ég kom úr einni ferðinni að því sinni til Viena do Castelo, ef ég man rétt, beið mín myndarleg gjöf frá RAR — 20 kg sykurs... Ég gaf Carvalho bílstjóra þau í kveðjuskyni, enda dálítið fáránlegt að fara að rogast með tuttugu sykurkíló alla leið til íslands, enda þótt sykur sé ágætur til síns brúks. SEPSA er eitt af stórfyrirtækjum Portúgals á sviði málmiðnaðar og hvers konar framleiðslu til orkuvera og hreinsunarstöðva. Það er risavaxið fyrirtæki, og athafnasvæði þess í Leca do Bailio nær yfir 120 þús. fermetra og það er nánast ógerningur fyrir leikmann að setja sig morgunstund inn í umfangsmikla starfsemi þess. í Leca do Bailio vinna um fimmtán hundruð manns og mér var tekið þar ljúflega sem annars staðar, og þeir Jorge Guedes, aðstoðarframkvæmdastjóri, og Antonio Folgado Lobato sýndu okkur m.a. litskyggnur, sem skýrðu að nokkru umfangsmikla framleiðslu fyrirtækisins sem skipta má reyndar niður í deildir. SEPSA framleiðir öll möguleg tæki fyrir efnaiðnað, olíuiðnað og tréniiðnað, sömuleiðis búnað allan í hreinsunarstöðva, til orkuvera, á sviði stálframleiðslu eru verkin fjölþætt sem unnin eru, framleiddar eru stórvirkar vinnuvélar og allt sem við á að éta til bygginga o.fl. Að undanförnu hefur SEPSA ekki hvað sízt lagt áherzlu á tækjabúnað til orkuvera og olíuhreinsunarstöðva og fyrirtækið hefur gert töluvert af því að bjóða í stórverkefni erlendis og hefur nýlega lokið allviðamiklu verkefni í hluta orkuvers í Angola. Það er of langt og flókið og sérhæft mál að útskýra allar þá furðulegu háspennuhverfla, straumbreyta, túrbínur, þurrkunarofna og ég veit ekki hvað, en Ijóst er af öllu að þetta er hið athyglisverðasta fyrirtæki og þeir félagar skýrðu mér frá því að fyrirtækið ynni að gerð hluta í rafala fyrir Hrauneyjafossvirkjun fyrir meðal- göngu sænska fyrirtækisins ASEA og vonast eftir framhaldi. SEPSA var stofnað í kringum 1956 og var þá ekki ýkja stórt í sniðum, en nú hefur allt færzt út og það hefur tryggt sér viðbótarrými. SEPSA hefur nokkra samvinnu við annað stórfyrirtæki í Portúgal sem heitir Mague og hefur verið getið í grein um Portúgal og hefur sérhæft sig í smíði krana og þungavinnuvéla hvers konar. Þeir segja mér að þeir hafi m.a. unnið mikið fyrir Petrogal og haft hönd í bagga með nýjustu og Unnið viö aö tína bar til vinnslu Vinho Verde-vín- anna. fullkomnustu brúnni yfir Douro, sem er gríðarlegt mannvirki. Að lokinni langri göngu um hluta af þessu risafyrir- tæki er maður orðinn býsna sárfættur og því er góð hvíld í ökuferöinni til Aveiro þar sem við komum við hjá Empresa de Pescas e Cunha og þar er líf og fjör; verið er að verka íslenzkan saltfisk. Ekki hafði ég gert mér grein fyrir hversu mikið væri eftir af vinnslu saltfisksins, þegar hann kemur til Portúgal en það er nú m.a. ein af ástæðunum fyrir því að Portúgalar kjósa íslenzkan saltfisk öðru fremur: Þeim fellur betur frumverkun hans en t.d. hins norska og ekki sízt það að síðari hluti verkunarinnar skapar fjölda fólks atvinnu þarna í Aveiro. Séö yfir athafnasvæði SEPSA. Frá búgarðinum í Aveleda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.