Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 MORöJlv- KArriNU Maðurinn minn er á mjojf áríð- andi fundi. — Má ég ekki biðja ykkur að fá ykkur sæti á meðan? Ást er... ... að velja vegg- fóðrið saman. TM Reg U S Pat Oft -aH rtghts raaarved • 1978 Los Angetes Times Syndicate Liszt — eru það nýir popparar? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft hefur á þessu siðuhorni verið rabbað um nauðsyn ímyndunar afls fyrir varnarspilarann ok um leið trú á. að hætít sé að hnekkja spili. Aðeins þurfi að finna rétta spilið hverju sinni. Reynum að nota ráð þetta í vörn gegn 4 hjörtum suðurs. Þú ert með spil austurs og gefur. Norður S. K4 H. DG63 T. ÁKG10 L. KD8 Austur S. Á1097632 H. - T. 432 L. ÁG3 Vestur spilar út spaðadrottn- ingu eftir þessar sagnir: Austur Sudur Vestur NorAur 1 Sp. pass 2 Sp. Dobl 3 Sp. | Hjortu alllr pass COSPER Ég verð að hætta. — Mamma þarf að nota símann! Sálnahirðar í vígahug Varla hefur það farið fram hjá landslýð, að nokkur umbrot eru nú innan íslenzkrar presta- stéttar. Opinberlega upphófst fyrst nokkuð orðaskak milii for- manns helgisiðanefndar og eins af þjónandi klerkum kirkjunnar, vegna fyrirhugaðrar breytingar á helgisiðum og e.t.v. messuformi. Nokkra athygli vakti, að hvorugur sparaði annan í orðum, sem auð- vitað sannar ekki annað en „að prestvígslulaust verða mennirnir menn og menn eru prestarnir sarnt", sem Stephan G. forðum kvað. Fregnir hafa raunar borist um, að þessi mál hafi jafnast á presta- stefnunni og ríkt hafi „eining andans í bandi friðarins" þar í iokin, þó ætla mætti af upphafinu, að jafnvel fjandskaparmál væru í aðsigi. Er það að sjálfsögðu vel. Annað mál er, að forvitnilegt getur verið að íhuga, hvað veldur því, að þurfa þykir að breyta um helgisiði og þá á hvern hátt. Fiestir munu telja — með réttu eða röngu — að helgisiðir jafn rótgróinnar stofnunar og þjóð- kirkjan er, væru ekki og ættu ekki að vera neitt tízkufyrirbæri. Svo er og með ýmis „rituöl", jafnvel sjálfa trúarjátninguna, sem ýmsir klerkar hafa sannan- lega breytt í leyfi eða óleyfi kirkjustjórnar. Sumt af því er máske ekki stórvægilegt, t.d. hvort Kristur hafi stigið niður til helvít- is eða heijar eftir krossdauðann, en óneitanlega breyting samt, sem Sagnhafi leggur kónginn á og þú færð slaginn. Hvaða spil velur þú næst? Sjá má, að engin von er til að hnekkja samningnum nema vest- ur eigi annaðhvort ás eða kóng í trompinu. Spaðaásinn, laufás og siagur á tromp eru aðeins þrír. Finna verður þann fjórða. Og augljóst er, að hann er aðeins hugsanlegur í laufinu. Og þá má bregða fyrir sig betri fætinum og spila laufþristi í von um, að vestur eigi tíuna. Norður S. K4 H. DG63 T. ÁKG10 L. KD8 Austur S. Á1097632 H. - T. 432 L. ÁG3 Suður S. 8 H. K109852 T. D75 L. 975 Fjórði tígullinn í blindum hefði getað séð um eitt af laufum suðurs en eftir þetta er hann dauða- dæmdur. Tían pínir út annað hjónanna og við fyrsta og eina tækifærið spilar vestur laufi til baka og slagir varnarinnar verða fjórir. Vestur S. DG5 H. Á74 T. 986 L. 10642 Félag íslenskra símamanna: Ráðstefna fyrir talsímaverði Þátttakendurnir á ráðstefnunni. RÁÐSTEFNA fyrir talsima- verði var haldin á vegum Fé- iags islenskra símamanna dag- ana 9. og 10. maí sl. Ráðstefn- una sátu tæplega 40 fulltrúar talsimavarða frá 23 stöðum á landinu. Ráðstefnan var bæði til fræðslu fyrir þátttakendur og til að fjalla um málefni og stöðu talsímavarða. Fjallað var um lög um réttindi og skyldur, lög um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og kjarasamninga. Frummæl- endur voru frá F.I.S. og BSRB og Pósti og síma. Einnig var flutt erindi um atvinnusjúkdóma. Fjallað var um stöðu talsíma- varða, bæði frá sjónarhóli stofn- unarinnar og starfsmanna. Samþykktar voru ályktanir um eftirfarandi málefni á ráð- stefnunni: Menntunarmál; þar sem skor- að er á stjórn Pósts og síma að stofna sérstaka námsbraut við Póst- og símaskólann fyrir tal- símaverði, þar sem miklar breyt- ingar hafa orðið á störfum þeirra á undanförnum árum og fyrirsjáanlegt er að sú þróun heldur áfram. Uppsagnir og vinnuálag tal- símavarða; en þar er vakin athygli á að lagðar hafa verið niður fjölmargar símstöðvar að undanförnu og starfsemi þeirra að hluta verið færð yfir á aðrar stöðvar, sem oft hafa ekki verið undir það búnar að taka við aukningunni og því álagi, sem henni fylgir. Vinnuálagið hefur orðið óeðlilega mikið, vinnuað- staða versnað og þjónustan um leið, þar sem fjölgun starfs- manna hefur ekki orðið í hlut- falli við aukninguna. Krafist var úrbóta í þessum efnum. Lögð var áherzla á, þegar um uppsagnir starfsmanna væri að ræða, vegna lokunar stöðva og styttingu á afgreiðslutíma ann- arra, að stofnunin komi til móts við þá, jafnt í dreifbýli sem í þéttbýli, við útvegun annarra starfa. Aukin tengsl milli stofnunar- innar og starfsmanna, þar sem þess er vænst, að ráðamenn Pósts og síma beiti sér fyrir auknu samstarfi og bættu upp- lýsingastreymi innan stofnunar- innar. Mikill áhugi var fyrir þessari ráðstefnu meðal talsímavarða um land allt og er það von félagsins að hún verði málefnum þeirra til framdráttar eins og til var stofnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.