Morgunblaðið - 10.07.1980, Page 33

Morgunblaðið - 10.07.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1980 33 D VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13—14 FRÁ MÁNUDEGI iV lf öllum má ljóst vera, þar eð um ræðir tvær stofnanir, sem ekki er vitað, að lúti sama herra! Hitt er verra, þegar ruglað er saman uprisu holdsins og uprisu dauðra, sem er sitt hvað, svo framarlega sem gerður er munur líkama og sálar. Vafalaust er mörgum ráðgáta, hvað því veldur, að nú sé brýn nauðsyn að breyta helgisiðum. En hinsvegar má vel vera, að klerkar hafi fengið einhvern pata af, að óvinurinn sé nú að hervæðast til nýrrar sóknar, sem þeir vilja vera viðbúnir. Það er aldrei að vita, enda þótt ekki hafi verið uppskátt gert hjörðinni. Máske á þetta bara að vera einskonar æfing í „al- mannavörnum" á vegum kirkj- unnar, ef... Af lauslegum fregn- um, sem borist hafa af hinum nýju siðum og messuformi, er helst að skilja, að söfnuði og presti sé ætlað að hafa uppi stóraukinn jarm hver framan í annan meðan á messu stendur. En þó mun mest breyting verða á meðferð altaris- sakramentisins, og það miklu meira haft um hönd en áður. Þetta verður að telja ótrúlega slysalega ákvörðun. Á sínum tíma urðu harðar deilur milli Zwinglis og Lúthers, sem kunnugt er. Lúther hélt því fram, að brauðið og vínið yrðu beinlínis að holdi og blóði Krists við neyzlu og bergingu. Þeir Zwingli og Calvin töldu, að hvort- tveggja væri aðeins minningarat- höfn. Auðvitað hefur íslenzka kirkjan ástundað skilning Lúthers og því látið fremja táknrænt mannát með altarissakramentinu. Engu breytir hér um, þó ýmsir klerkar hafi reynt að dulklæða þennan viðbjóð með ýmiskonar skvaldri. Geta má nærri, hvern- ig þetta fellur inn í íslenzkan hugarheim, ef menn hugsa nokk- uð, þar sem vitað er að íslendingar höfðu til skamms tíma verulegt ógeð á hrossakjötsáti, og því síður að mannát geti verið fólki geðfellt. Ótrúlegt er, að það auki við kirkjusókn að herða á slíkum neyzluvenjum. En til þess eru refirnir skornir með fyrirhuguð- um breytingum. Vel má vera, að landinn hafi sig ekki í að andæfa þessu upphátt. En hitt er líklegt, að hugsandi menn kristinna safn- aða eigi ekki aðra ósk ríkari með sjálfum sér en þessa: I hamingju bænum, takið þennan kaleik frá okkur. Oddur A. Sigurjónsson. Þessir hringdu . . . • Kveðið til Ragn- ars í Smára Sólveig hringdi: Eftir að hafa lesið grein Ragnars Jónssonar í Lesbók Morgunblaðsins, 28.06., gat ég ekki orða bundist: Það er reisn yfir Ragnari í Smára. Eg vildi ríma um hann breiðan skára. Enginn sem er honum líkur og aldrei í slóðina hans fýkur. Sólveig frá Niku. • Bjórinn lögleysa? Árni Helgason hringdi: I seinasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins sá ég grein með stórri fyrirsögn um vaxandi sókn fólks í bjórinn á Keflavíkurflug- velli, sem einn bráðabirgðaráð- herra veitti, hindrunarlítið, inn í landið með reglugerð sem lögfróð- ustu menn þjóðarinnar fullyrða að ekki sé í samræmi við lög lands- ins. Eru nú afleiðingarnar af þessari lögleysu ekki að koma í ljós? Ég sé að fyrir ofan greinina er mynd af bíl, sem ekið hefur verið af ölvuðum manni upp í símastaur — mjög táknrænt. Má SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á opna norska meistaramótinu í ár, kom þessi staða upp í skák Svíanna Dan Cramling, sem hafði hvítt og átti leik, og Axel Ornstein. 19. Hxh6! - Itxe5, 20. Bxg7! - Rg6 (Hvítur hefur óstöðvandi sókn eftir 20'. ... Kxg7, 21. Hxe5) 21. Bxg6 — Kxg7, 22. Dh7+ — Kf6,23. Bc2! og svartur gafst upp. þá ekki lesa út úr þessari mynd að ölið hafi hjálpað honum upp í staurinn? Viðvörunarspárnar ræt- ast og auðvitað koma rúnirnar ristar á fórnarlömbin. Ég var á ferð um Norðurlönd fyrir nokkrum dögum. Það fór ekki framhjá mér, að bjórinn er sá vágestur sem mestan ugg setur í óbreytta borgara og sakleysi hans í augum margra er að verða hryggðarmynd í framkvæmd. Gamall málsháttur segir: „Á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela.“ Og getum við ekki sagt í dag: „Úr bjórnum fara menn í brennivínið og úr brennivíninu í eitrið." Þetta sjá þeir sem vilja sjá, en þeir sem máttinn hafa, þora varla að vera til og beina þessum vágesti frá. Hvað segir núverandi fjármálaráðherra? Er hann sáttur við þetta? Finnst honum ekki að tími sé kominn til að afnema þessa ólánsreglugerð? Árni Helgason. HÖGNI HREKKVÍSI HCrETUe FÍFUO GÆCT áv»UXIQ7?*’ \J,LTV TÁ lfe|1» *ITT ? " H Rýmingarsala Prjónakjólar frá kr. 12.000.- Kvenpeysur frá kr. 2.000.- Barnapeysur frá kr. 1.500 - og m.fl. Opiö á morgun til 7. e.h. Verksmiðjusalan, Brautarholti 22. Inngangur frá Nóatúni. fást í fjölbreyttu úrvali á bensínstöðvum Shell Olíufélagið Skeljungur h.f. Smávorudeild- Heikdsölubirgðir - ami 81722 vantar þi3 góóan bíl? notaóur- en í algjörum sérflokki Til sölu þessi guilfallegi Alfa Romeo Alfasud Tl árg. 1980. Ekinn aöeins 15.000 km. Einn eigandi. Nosturvagn. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.