Morgunblaðið - 10.07.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 10.07.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1980 27 Hann lærði upplestur hjá Guð- mundi Kamban. En fyrst og fremst hafði hann næmt eyra og rödd til þess. — Kjartan las kvæði með því fegursta, sem ég hef heyrt. Stuðlamálið hrundi fagur- lega. Það var skaði, að Kjartaii skyldi ekki verða þekktur upples- ari hjá þjóðinni allri. Kjartan var ekki harðsækinn á framabraut listarinnar. Sennilega of stoltur til þess að halda sjálfum sér fram. Of hlédrægur. Aðrir urðu, því miður, ekki til þess að uppörva hann. Einar segir: Mælist þér best, verða aðrir hljóðir. — Það sama kemur fyrir um sér- stæðan glæsileika. Kjartan lærði á píanó hjá þýsk- um hljómlistarkennara í Reykja- vík. Eg hygg, ef upplestri er sleppt, að hann hefði átt skemmsta leið til frægðar við píanóleik, ef hann hefði einbeitt sér að þeirri grein. En listin var honum fyrst og fremst lífsfylling, tómstundaiðja og hversdagsins krydd. Listin var blómin, sem hann gaf. Hún var geislarnir, sem hann stráði á annarra veg. Hann kom inn í hátíðisdaginn með fagra tóna og orðsins list. — Og allt var bjart, eins og þegar íslenskur miðnæt- ur-vormorgunn slær gagnsærri, gullinni birtu yfir landið og vefur allt í einum glampa af litadýrð. Þannig gat skáldið sameinað heilt samkvæmi. Oft er melankólskur tónn undir- leikur í sál hins sangvinska manns. Menn muna það of sjald- an, þegar sólskinið fellur yfir þá af ríkidæmi þess innilega, heita hugarþels, að endurgjalda þann yl og samhug, sem styrkir lífsaflið. I Reykjalundi lék Kjartan oft yndislega á píanó fyrir gesti sína. Þar las hann okkur þau fögru kvæði, sem ég hef áður minnst á. Ef Kjartan hefði haft um sig hirð, þá kynnu samtöl hans að hafa geymst og verið gefin út. Hann var snillingur í viðtali. Það var upplýsandi að heyra hann tala um bókmenntir. Enda hafði hann aðgang að enskum og þýskum bókmenntum á þeirra tungu. Um vísuna „Þó að kali heitur hver“ sagði Kjartan, þegar búið var að taka hana frá Skáld-Rósu og gefa Sigurði frá Katadal með lélegum rökum: „Það er enginn efi, að Skáld-Rósa hefur ort þessa visu. Það er auðheyrt, að vísan er eftir konu. Þannig yrkir enginn karlmaður um ást sína.“ Kjartani sárnaði, hvernig vísur Skáld-Rósu voru tættar af henni með ómerki- legri fræðimennsku. Þegar Kjartan, unglingur að aldri, skipti um skóla-val og fór ekki þá braut, sem ætlað var, þá hafa mikil vonbrigði fylgt þeim skiptum. Tækifæri hans urðu færri þrátt fyrir mikla sjálfs- menntun. Hvað í huga mannsins dylst bak við allt, veit enginn. „Einn er hann sér um sefa.“ Grafin vonbrigði og hrundar borg- ir segja vísir menn, að valdið geti heilsutjóni. Það er hreinlegt verk að fást við talnadálka. En tæpast uppörvandi fyrir mann með fjölþættar lista- gáfur, að eyða dýrmætum tíma til þess. Þetta sést því betur sem lengra líður á ævidag. • Kjartan missti heilsuna rúm- lega fimmtugur að aldri. Honum var lögð sú líkn með þraut, að hann naut stöðugrar umhyggju systra sinna. Heimili þeirra Elín- borgar og Ingibjargar, að Ránar- götu 4, var heimili hans þau ár. Þar kom hann á sunnudögum og hátíðum, þegar heilsa leyfði. Þær og sonur hans höfðu mjög fastar heimsóknir til hans öll þau löngu ár, sem lífið var að þegja hann í hel. A sjúkrahúsi lauk þeim verkum, sem skáldið hafði í huga, á sama hátt eins og „óloknum brögum, sem gleymskan lét deyja" (E.B.). Það hryggir mig þó mest, jafn- vel meira en önnur sorgleg örlög hans, að bestu kvæðin hans öll, sem hann hafði að fullu lokið við, — að þeim skyldi vera búin hin sama gleymskunnar gröf. En í gegnum vonbrigði hans og stríð, lýsti alltaf ljós þeirrar trúar, sem innrætt var í frum- bernsku. Bjargsigs-festin átti vígðan þátt, sem aldrei skarst í sundur. Kjartan J. Gíslason, skáld frá Mosfelli, dó 1. júní að kvöldi dags. Hann var jarðsettur að Mosfelli, þeim stað, sem hann unni mest. Þá var 6. júní. — Það var eins og himinn og jörð væru sameinuð í hljóðri kyrrð við gröf hans. Þá var heitt sólskin. Laufin á trjánum breiddu sig út, fagurgræn og ný. Kjartan hlaut legstað við höfðalag föður og móður. Næsti morgunn var afmælisdagurinn hennar. Gröf hans er fast við suðurhlið kirkjunnar í fögru útsýni Mos- fellskirkjugarðs, þar sem vorbirt- an skín yfir henni fyrst um sinn, eins og hún geislaði í kring um vöggu hans á Mosfellsstað á fyrstu vordögum lífsins. Hjarta tímans er hætt að slá. Eilífðin er tekin við. Og ég mun þerra hvert tár af augum þeirra, segir Drottinn. Kveðja frá "Stosfelli. Rósa B. Blöndals. Fyrir fjöldamörgum árum kom til mín ungur maður, fríður sýn- um og vel gefinn. Auðséð var að þessi ungi maður bar einhverja þunga andlega byrgði. Hann tjáði mér á skilmerkilegan hátt frá sinni andlegu baráttu, andlegu þjáningu. Ég hlustaði á orð hans og fékk samúð með þessum unga vansæla manni. Að lokinni þján- ingarsögu hans, spurði hann mig hvort ég gæti nokkuð fyrir hann gert. Ég tók nærri mér að segja þessum unga vansæla manni að því miður væri það ekki á mínu valdi. Ég hefði ekki heimild til þess. Hann yrði að leita til hinna sérmenntuðu lækna í þessu fagi, og þá væri von til þess að hann fengi bata með tímanum. Það var hrjáð sál, sem gekk frá húsi mínu þennan dag. Svo leið langur tími. Og þá bar það við að mér barst í hendur eintak af dagblaði, sem ég var akki áskrif- andi að. í blaði þessu var ljóð efti1* hinn unga mann, er til mín hafði leitað í nauðum sínum. Ég varð mjög snortinn af ljóði þessu, ekki aðeins hversu dapurlegt það var, heldur og hversu meistaralega það var ort. Ég sá sál skáldsins í þessu kvæði. Og mér fannst ég yrði að geyma það. Ég klippti það úr blaðinu og lét það í bók. Svo liðu árin og aldrei heyrði ég hans getið. Og ljóðið hans gleymdist og týnd- ist í amstri daganna. En svo bar það við einn af seinustu dögum maímánaðar, síðast liðinn, að ég tók gamla bók úr bókahillu til að glugga í. Og sem ég var að fletta bókinni, dettur úr henni saman- brotið blað. Það var ljóðið hans Kjartans Gíslasonar frá Mosfelli, sem ég geymdi og gleymdi. Ég las það aftur, og það snart mig dýpra en fyrst, er ég las það. Ég komst í nánara tilfjnningatengsl við anda skáldsins. Ég fór að undrast hvar þessi maður væri niður kominn. Var hann lifandi eða horfinn inn í hina eilífu þögn? Fáum dögum síðar las ég tilkynningu í blaði um andlát hans. Þjáningum hans var lokið og sál hans fengið lausn úr fjötrum. Og er ég nú sendi hinu látna skáldi hinztu kveðju, stenzt ég ekki þá freistni að taka mér það bessaleyfi að láta snilldarljóð skáldsins fylgja þessum fátæklegu kveðjuorðum mínum. Ljóð hans heitir „í kirkjugarði" og hljóðar þannig: Hér á þöKnin hoima. Hér or kyrrð ok friftur. Hér or ljctt að huttsa. Ilvild að sitjast niður. Hér or ha'irt að finna Hoiminn KÍoðisnauðan. Ha'Kt á hvorju loiði. Horfa’ á sjáifan dauðann. Hér or holjarströndin. Hafhrim timans foytir HinKað öllum — öllum IJndanþáKU voitir onKum. Særinn alda EnKar mútur þyKKUr. EnKÍnn öðrum hærra I hans straumi lÍKKur. Eru það þá okki Ráð jarðarKOsta Sálir roira í soðla Sinna foÍKðarhosta. Klæðast dýrum dúkum. Dansa um völd ok orður I.áta lif sitt fjötra Láxar stundarskorður? Sundurlcitar sökut SoKja jiossi leiði. Eitt með ýlustráum. Eitt með stórum stoltum Steindum minnisvarða. Eitt moð hvitri hvolfinK HáborK kirkjuKarða. Er oi þúsundþa'ttur Þoku alhoimsvefur. I>að hvo misjafnt monnum Mælir sá or Kofur? Það er best að þaKna. Þreyja’ í vunarmóði — Trúa að raun sje ronta Rétt úr himnasjóði. Lokaö í dag kl. 1—4 vegna jarðarfarar. Barónsstíg 27 — Sími 14519 Hjer hjá lágu leiði Lýk jeK minu kvædi Friðlaus flökkumaAur Fúnar þar í næöi. HúsKanKsbeöin hækka Huldar skÓKarKreinar Standa á læ^stu leióum Leyndir minnissteinar. Lífsferli og lífsbaráttu skálds- ins er lokið og sál hans búin að finna eilífan frið. Megi minning skáldsins lifa. S. Sörenson + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, EINAR EINARSSON, tréamiöur, Hótúni 45, veröur jarösettur frá Fríkirkjunni, föstudaginn 11. júlí kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Einar H. Einarsson, Fjóla Día Einarsdóttir. Sumarjakkar nýkomnir frá Austurríki og Finnlandi. Einnig íslenzkar GAZELLA-kápur frá MAX. Sendum í póstkröfu LAUGAVEGI66 " SIMI25980 Legsteinn er varaniegt minnismerki Steinsmiöja okkar hefur áratuga reynslu viö gerö allskonar legsteina og minnismerkja. Við bjóöum legsteina í miklu úrvali. Stærðir, tegundir og verö eftir vali hvers og eins. Efnið er margskonar. íslenskt sem innflutt. Grásteinn, blágrýti, gabbró, líparít, marmari, granitog fleiri gerðir. Vönduö vinnubrögð. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerö og val legsteina. ________________Pantið tímanlega. __________ Ífi S.HELGASON HF § ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVEGI 48 SÍMI 76677 E

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.