Morgunblaðið - 10.07.1980, Page 36

Morgunblaðið - 10.07.1980, Page 36
cHaug /c}8c NÝR MATSEÐILL Opið alla daga frá kl. 11-24 Síminn á ritstjóm og skrifstofu: 10100 JH*rflnnblabií> FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1980 Fyrsta olían frá Bretlandi komin HINGAÐ til lands er nú kominn fyrsti svartolíu- farmurinn frá Bretlandi í áraraðir, en um er að ræða um 19 þúsund tonn af svartolíu, sem keypt er frá BNOC, British National Sendir norð- ur til að vinna yfirvinnuna? FluKumferðar'-tjórar á Ak- urevri hafa sem kunnuKt er neitaó að vinna yfirvinnu eftir klukkan átta á kvöldin. Ekki hafa þessar aöxeröir fluKum- ferðarstjóra þó hamlað kvöld- fluKÍ á vetcum Flunleiöa til Akureyrar þar sem floiíiö hefur verið sjónfIuk þangað. Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri í samgönguráðu- neytinu sagði í gær, að þar sem hér væri ekki um verkfall að ræða, væri nú verið að íhuga að senda norður aðstoðarmenn úr flugstjórn á Reykjavíkurflug- velli og yrði þá unnt að veita hliðstæða flugupplýsingaþjón- ustu á Akureyrarflugvelli á kvöldin og veitt er á öllum öðrum flugvöllum landsins en þar sem flugumferðarstjórar starfa. Brynjólfur sagði, að þessir aðstoðarmenn hefðu ekki full- komin réttindi sem flugumferð- arstjórar og því gætu þeir aðeins veitt takmarkaða þjón- ustu, sem þó ætti að vera nægileg til að halda uppi flugi til Akureyrar nema aðstæður væru því óhagstæðari. 91 Ekki rætt um hvernig f járins skuli aflað44 „ÞAÐ hefur ekkert verið um það rætt hvernig skuli afla þess um- framfjár, sem nauðsynlegt er, vegna hækkunar afurðalánanna," sagði Guðmundur Hjartarson, bankastjóri Seðlabanka íslands, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvernig aflað yrði fjár til að brúa það bil sem skapast með hækkun afurðalána úr 75% í 85%, en ríkisstjórnin hefur ákveðið að svo verði. Oil Company, að sögn Árna Ólafs Lárussonar hjá Skeljungi. Árni sagði, að þessi farmur hefði verið keyptur frá BNOC vegna mjög aukinnar eftirspurnar hér á landi, en ekki hefði verið hægt að fá nægilegt magn frá Rússlandi. Aðspurður sagði Árni að þessi farmur væri keyptur á öllu hærra verði en sú olía sem við fáurn frá Rússlandi. Um áframhald á þess- um viðskiptum sagði Árni, að ekkert hefði verið ákveðið í því efni, en ef eftirspurnin héldi áfram eins og nú, væri ekki hjá því komist að leita á önnur mið en Rússland. Það væri fullreynt hvað hægt væri að fá þaðan af svart- olíu. Þessi 19 þúsund tonn eru fyrir utan þau 100 þúsund tonn af gasolíu, sem þegar hefur verið samið um við BNOC. BREZKA OLIAN KOMIN Fyrsti farmurinn af svartolíu frá BNOC, British National Oil Company, er nú kominn hingaö til lands. Ljósmyndari Mbl. Emilía tók þessa mynd af brezka oliuskipinu Border Shepherd við Laugarnestanga í gærdag, en þar var farmurinn losaður. Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins: Láglaunauppbót á að fást með samningum, ekki verðbótum VIÐRÆÐUR um kjarasamning fyrir starfsfólkið hjá Járnblendifélag- inu á Grundartanga eru hafnar, en kjarasamningar þar runnu út hinn 1. júní siðastliðinn. Fundur var haldinn i fyrradag og var þá fjallað um tillögur eða kröfur verkalýðsfélaganna, sem eru mjög svipaðs eðlis og um samdist í álverinu i Straumsvík. bá eru kröfur um ýmsar breytingar vegna þeirrar reynslu, sem menn hafa nú fengið af starfsemi verksmiðjunnar. Tillögur eru settar fram um kaupauka. þar sem ekki er unnt að koma við launaflokkaröðun. Á samningafundinum í fyrradag lýstu þeir Magnús Geirsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins og Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands íslands því yfir, að þeir væru sömu skoðun- ar um skipulag verðbóta og Vinnu- veitendasamband Islands. Er það m.a. ástæðan fyrir því, að Rafiðn- aðarsambandið sagði sig úr samn- inganefnd ASI fyrir nokkru. Morg- unblaðið ræddi þetta mál við Guð- jón Jónsson í gær. Hann kvað sér ekki vera það neitt launungarmál, að um leið og ASI hefði lagt fram launaflokkatillögur, sem fælu í sér láglaunabætur, þ.e. meiri hækkanir fyrir láglaunafólk en hálaunafólk, ættu menn ekki að leggja fram kröfur um verðbætur, sem brengl- uðu þeirri launaflokkaupp- byggingu. Það væri sín skoðun, að ekki væri unnt að fara fram á láglaunabætur á fleiri stöðum í launakerfinu. Þá væri og til einskis að vera að raða fólki í launaflokka, ef flokkaskipan fengi síðan ekki að standa. Hann kvað þessa skoðun sína hafa komið fram á sáttafund- inum á Grundartanga og hafi Magnús Geirsson verið sömu skoð- unar. „Það var ekki óeðlilegt, þegar ASI hafði lagt fram tillögu um launaflokkaskipan,“ sagði Guðjón, „að VSI spyrði, hvort áfram yrði haldið fast við kröfuna um mis- munandi verðbætur." Hann kvað skýr svör ekki hafa fengizt frá samninganefnd ASÍ á síðasta fundi, enda kvað hann sterk öfl þar ekki vilja falla frá þessari kröfu. Aðalrök fyrir því að halda eigi henni til streitu kvað Guðjón í sjálfu sér falleg, þ.e. að 400 þúsund króna maðurinn ætti ekki að fá 40 þúsund króna verðbætur á sama tíma og 300 þúsund króna maður- inn fengi 30 þúsund krónur, en hann kvað aðra leið betri til þess að lagfæra láglaun, sem sagt launa- flokkaröðunina sjálfa. Komin væri alllöng og góð reynsla af slíku kerfi í álverinu við Straumsvík. Þar hefði mismunur upphaflega verið yfir 100% á hæstu og lægstu launum, en með launaflokkalag- færingum og breytingum á röðun í launaflokka hefði verið komið til móts við láglaunafólkið þar og væri mismunurinn nú innan við 40% á hæstu og lægstu launum. Þannig taldi Guðjón að leysa ætti þetta mál, enda yrði þá láglaunauppbótin gerð með samþykki allra, í sátt og samlyndi, í stað þess að óviðráðan- legur verðbólguþáttur yrði látinn stýra þessum mun. Kröfluvirkjun í gang á ný í gær VÉLAR Kröfluvirkjunar voru í gær settar I gang eftir nær þriggja mánaða hlé á starfrækslu virkjun- arinnar meðan unnið var að hreins- un á vélum og holum virkjunarinn- ar. Einar Tjörvi Elíasson, fram- kvæmdastjóri Kröfluvirkjunar sagði í gær, að gert væri ráð fyrir Könnun á Borgarspítalanum á hjartastöðvunartilfellum: Sjö af hundrað liíðu af Allt að 30% sjúklinga í nágrannalöndunum bjargað AF EITT hundrað sjúklingum sem komið var með á Borgar- spitalann á ákveðnu tímabili vegna hjartastöðvunar eða svokallaðs skyndidauða voru 7 sem komust aftur til lífsins. í nágrannalöndum okkar bjarg- ast allt að 30% sjúklinga í slíkum tilfellum. Hér er ekki um slag að ræða, heldur aðeins þau tilfelli þar sem hjarta stöðvast, en könnun var gerð á tveggja ára timabili á árunum 1976 og 1977. 7% umræddra sjúklinga fóru á lífi af spítalanum, en sam- kvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið hefur aflað sér á Borg- arspítalanum er það mun verri árangur en viða í nágrannalönd- unum þar sem viðbrögð við bráðatilfellum hafa verið betur skipulögð og bílar betur búnir auk þess að menntun sjúkra- flutningamanna er betri og læknar og annað sérhæft fólk fylgir bílunum þegar neyðartil- felli koma upp. I þessum löndum hefur náðst sá árangur að allt að 30 af hverjum 100 sem fá hjartastopp lifa það af, en mikilvægt er að hjálp berist á fjórum til fimm mínútum, því ella er m.a. hætta á heilaskemmdum þótt sjúkling- urinn kunni að lifa af. Læknar Borgarspítalans hafa fjallað um þetta mál og eina hugmynd sem þeir hafa rætt hefur Rúnar Bjarnason slökkvi- liðsstjóri lagt fyrir borgaryfir- völd, en hún miðar að því að vel búinn sjúkrabíll verði staðsettur við Slysadeild Borgarspítalans þannig að læknir geti á stund- inni farið með honum þegar neyðartilfelli koma upp. að virkjunin framleiddi á næstunni 7 til 8 megavött og væri það svipað og áður en virkjunin var stöðvuð 15. apríl 8.1. Nú eru þrjár holur af fimm holum við Kröflu tengdar við virkjunina eða holur nr. 9,11 og 12. Þá er þessa dagana verið að ljúka við borun og frágang á nýrri holu í austurkanti gamla borsvæðisins við Kröflu og er sú hola nr. 13. Þessi hola lítur ekki illa út, að sögn Einars, en hún á eftir að hita sig og blása, og það verður ekki fyrr en eftir einn og hálfan mánuð, sem hægt verður að segja endanlega til um afl hennar. Sagði Einar að, ef hola 13 væri meðalhola ætti hún að gefa milli 3 til 4 megavött í orku- framleiðslu. Einar sagði, að væntanlega yrði á mánudag byrjað að bora nýja holu í suðurhlíðum Kröflu og væri sú hola nr. 14. Þetta er nýtt borsvæði og er það um kílómetir frá stöðvarhúsinu. „Ég vona að við fáum að bora eina holu í viðbót í sumar. Við höfum nægan tíma en þurftum aðeins að fá grænt ljós og peninga til verksins. Ef vel tekst til með allar þessar holur, og þær verða sem við nefnum meðalholur, ætti virkjunin að geta komist upp í nær 20 megavatta orkuframleiðslu," sagði Einar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.