Morgunblaðið - 10.07.1980, Page 17

Morgunblaðið - 10.07.1980, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 17 Þórarinn Ragnarsson: Á leið til Moskvu Nú styttist í Ólympíuleikana í Moskvu. Eins og kunnugt er fara héðan níu íþróttamenn og átta íþróttaleiðtogar. Þessum hópi er hollt að hugsa um óskammfeilni og yfirgang Sovétríkjanna á þeim tíma sem þeir dvelja í landi þeirra. Ruddaskapur leiðtoga Sovétríkjanna á sér engin takmörk, og hefur sjálfsagt aldrei afhjúpast eins vel og þegar þeir hertóku Afganistan, land sem er utan allra hernaðarbandalaga. Þar hafa þeir gerst sekir um mikla glæpi, fellt yfir hálfa milljón Afgana og beitt vopnum sínum gegn æsku landsins, skóla- börnum sem létu vanþóknun sína í ljós. Þeir láta kné fylgja kviði og kúga fólk til hlýðni og undirgefni. Reynslan sýnir, að fólk er fljótt að gleyma. íslenska íþróttafólkinu og forystusveitinni er hollt að hugsa til fyrri ára. Hugsið til glæpaverka Sovétmanna í Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi, Póllandi, A-Þýskalandi og hugsið til Eystrasaltsríkjanna. Gleymið því heldur ekki, að Sovétmenn hafa þverbrotið allar reglur í alþjóða- samskiptum og mannréttindi eru lítilsvirt í því landi sem þið eruð nú að fara að heimsækja. Sovétmenn hafa blygðunarlaust notað íþróttir í pólitískum tilgangi í fjöldamörg ár og virt að vettugi allar reglur um áhugamennsku í íþróttum. Ólympíuhugsjón þeirra er jarm eitt. Það er vitað að íþróttafólk í járntjaldslöndunum og Sovétríkj- unum eru vélmenni og margt af því iyfjaþrælar. Hvernig getur ríki sem hafnar öllum mannréttind- um og ræðst á aðrar þjóðir haldið Ólympíuleika? Má það vera, að við séum haldin það mikilli blindu að við skynjum ekki að hætta er á ferðum og að við, eins og allar aðrar vestrænar þjóðir, verðum að spyrna við fótum? Skynjum við ekki örlög Afgana, Tékka, Ungverja, Pólverja, A-Þjóð- verja og fólksins frá Eystrasaltsríkjunum? Geta augu okkar ekki opnast? Hér á landi sem annars staðar hafa Sovétmenn verið að færa sig upp á skaftið. Þeim fjölgar stöðugt vísindamönnunum sem hér fara um og dvelja, herflugvélar fá lendingarheimildir, sovésk skip fara og koma, og áhafnir þeirra fara hér um án eftirlits. Þeir eru ófáir sovésku íþróttaþjálfar- arnir sem hér dvelja og hafa dvalið. Allt þetta fólk fer ferða sinna og er óháð ferðatakmörkunum. En á sama tíma eru íslenskir þegnar háðir ströngu eftirliti, fari þeir til Sovétríkjanna. Farmenn eru sviptir ferðafrelsi í höfnum, jafnvel sendiráðs- menn eru háðir takmörkunum og miklu eftirliti, símarnir jafnvel hleraðir. Þannig mætti lengi telja. Og síðast en ekki síst ætti íþróttafólki að vera hugsað til þess að íslenskur júdóflokkur er var á keppnisferð í Sovétríkjunum var kyrrsettur og beittur órétti. Nú eru júdó-menn meðal keppenda á Ólympíu- leikunum. Þeir ættu að hugsa til síðustu ferðar til Rússlands. Það er ekki langt um liðið síðan íslenskur kvikmyndagerðarmaður var settur í fangelsi, þrátt fyrir að hann væri í boði yfirvalda á kvikmyndahátíð í Moskvu, og því var haldið fram, að vegabréf hans væri ekki í lagi. Nei, við erum fljót að gleyma. ójöfnuðurinn er hrikalegur í þessum málum. Grundvöllur mannlegra samskipta getur ekki annað en spillst þegar svona er komið fram. Er ekki komið að Islendingum að sýna vanþóknun í verki? Þrátt fyrir stöðugar aðvaranir og sannanir á grófum mannréttindabrotum, jafnt heima fyrir sem annars staðar, virðast Sovétmenn komast upp með svo til hvað sem er. Jafnvel hér á íslandi ganga stjórnvöld fram fyrir skjöldu og gera menningarsáttmála við Sovétríkin, þar sem reiknað er með margs konar samstarfi. íþróttir og pólitík Á að blanda saman íþróttum og pólitik, á að blanda saman pólitík og Ólympíuleikum? í Sovét- ríkjunum hefur verið gefin út lítil handbók fyrir flokksfélaga. Þessa litla bæklings hefur lítillega verið getið í blöðum á Vesturlöndum. Þessi bæklingur mun víst vera gefin út árlega en ávallt endurnýjaður og bættur. I þessum bæklingi má fá staðfestingu á því, að rökstuðningur þeirra, er telja að ólympíuleikarnir í Moskvu verði notaðir í pólitískum tilgangi, er réttur. Enda hafa Sovét- menn ekki borið á móti þvi opinberiega, að þeir ætli sér að nota Ólympíuleikana sér til pólitísks framdráttar og í áróðursskyni. Þeim þykir það sjálfsagt. Skyldutími í pólitískum fræðum Þeir eru orðnir margir íþróttamennirnir sem flúið hafa sælu hins kommúníska heims. Einn þeirra er Gunther Zöller, listhlaupari á skautum. Hann flúði er hann var á keppnisferð árið 1972 í Gautaborg. Gefum honum orðið: „Mér leið orðið óbærilega, ég fékk aldrei að vera í friði. Og eftir hinar daglegu, ströngu æfingar var skyldutími í pólitískum fræðum og þjálfari minn ákvað hvern ég mætti hitta að máli.“ Renate Naufeld, sem flúði árið 1978, var ein af skærustu stjörnum A-Þýskalands i frjálsum íþróttum. Hún segir: „Eg flúði vegna þess, að ég vildi ekki taka allar þær pillur og þau meðul sem þjálfarinn og læknirinn ákváðu að ég ætti að taka. Pillurnar gerðu mig ófrjóa, og það var fyrst eftir flóttann, eftir að ég hætti pilluátinu, að ég gat eignast barn, sem ég þráði mjög.“ Renate Vogel Heinrich, sundkona, sem vann 5 gullverðlaun og ein silfurverðlaun á árunum 1971 til 1974 á Evrópumótum o.fl. flúði land og sagði: „Ég var hætt að keppa í sundi og starfaði við íþróttaháskóla. En ég vildi ekki lengur eiga þátt í því að beita þeim aðferðum sem notaðar voru við að fá fram surdkonur. Strax á fyrstu árunum eru börnin skoðuð með hliðsjón af því, hvort þau hefðu hæfileika til þess að verða sundfólk. Þau, sem læknarnir telja að hafi besta hæfileika, eru þá sett í sérstakan skóla. Af hverjum 1000 stúlkum eru alltaf nokkrar sem ná alþjóðaárangri. En þetta hefur meira með ríkisstjórnarmál að gera en íþróttir. Að þurfa stöðugt að hlýða pólitískum skipunum var líf sem ég gat ekki þolað." í Sovétríkjunum, A-Þýskalandi og fleiri járn- tjaldslöndum er einskis látið ófreistað til að skapa afreksfólk. Og til þess er beitt öllum tiltækum ráðum, vísindamætti og lyfjaáti. íþróttafólk verður að þrælum, sem gefa sig ekki aðeins á vald læknunum og þjálfurunum, heldur líka hinni pólitísku ítroðslu. Svona væri lengi hægt að halda áfram. — Þ.R. Þetta gerðist 1977 — Sovézkri farþegaflugvél rænt með 72 manns og beint til Helsinki. 1976 — Fjórir málaliðar teknir af lífi t Angoia. 1973 — Bahamaeyjar fá sjálfstæði eftir þriggja alda stjórn Breta. 1968 — Fyrstu hreinsanir í menn- ingarbyltingunni í Kina kunngerð- ar. 1964 — Moise Tshombe forsætis- ráðherra í Kongó í stað Adoula. 1962 — Fjarskiptahnettinum Telstar skotið frá Kanaveralhöfða. 1953 — Sovézki innanríkisráð- herrann Beria settur af. 1913 — Landganga Bandamanna á Sikiley. 1920 — Kristján X ríður á hvítum hesti inn i Suður-Jótiand sem verður aftur danskt. 1583 — Balthazar GerariT ræður Vilhjálm þögla af Óraníu af dögum að undiriagi Spánverja — Francis Throgmorton, sem var sakaður um samsæri um spænska innrás í England, líflátinn fyrir landráð. 1559 — María Skotadrottning tek- ur sér titilinn Englandsdrottning — Francois, hertogi af Guise, tekur vöidin í Frakklandi. Afmæli. Jóhann Kalvín, franskur trúarleiðtogi (1509—1564) — Jam- es Whistler, brezkur listmáiari (1834—1903) — Marcel Proust, franskur rithöfundur (1871 — 1922) — Saul Bellow, bandarískur rit- höfundur (1915—) — Frederick Marryat, enskur rithöfundur (1792-1848). 1921 — Lýst yfir sjálfstæði Mongolíu. 1913 — Rússar segja Búlgörum stríð á hendur. 1897 — Franskt herlið tekur Fashoda í Súdan. 1810 — Ney marskálkur tekur Ciudad Rodrigo — Bretar taka Ile de Bourbon og Mauritius á Ind- iandshafi. 1762 — Pétri III Rússakeisara steypt af stóli. 1615 — Her Oliver Cromwells sigrar brezka konungssinna við Langport — Alexis verður Rússa- keisari. 1609 — Kaþólskt bandaiag þýzkra fursta stofnað í Múnchen undir forystu Maximilians, hertoga af Bæjaralandi. 1590 — Ferdinand II verður keis- ari. Innlent. 1970 Bjarni Benediktsson ferst í eidsvoða á Þingvölium ásamt konu sinni og dóttursyni — 1718 Jón Vídaiín flytur ræðu sína „um tagaréttinn" í Þingvallakirkju — 1795 Sáttanefndir — 1875 Eng- iendingurinn Watts kemur tii Grímsstaða úr ferð þvert vfir Vatnajökul - 1893 Skúli Thor- oddsen dæmdur frá embætti — 1907 von Kniebel og Redioff týnast í Öskju — 1948 Jökulsárbrú vígð — 1960 „Óðinn“ skýtur á „Grimsby Town“ — 1971 Samkomulag um málefnasamning milii Framsókn- arflokks, Alþýðubandaiags og SFV — 1979 Laxárvirkjun sameinast Landsvirkjun. Orð dagsins. Aliar alhæfingar eru hættuiegar, jafnvel þessi — Alex- andre Dumas, franskur rithöfund- ur (1824-1895). heimilistæki hf TÆKNIDEILD — SÆTÚNI 8 — SÍMI 24000 Allur bunaöur fyrir lokuð sjonvarpskerfi fyrirtœki og verslanir. Verö ótrúlega hagstætt. Sjónvarpsvélar frá kr. 179.560.— Upplýsingar hjá tæknimönnum okkar EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.