Morgunblaðið - 10.07.1980, Page 24

Morgunblaðið - 10.07.1980, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 HEIMSÓKN í PORTÚGAL JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR 5. GREIN INorðvestur- Portúgal, milli ánna Minho og Douro er svæði sem kennt er við Vinho Verde. Landslag er þar fjölbreytilegt og gróður og loftslag sérstaklega heillandi, mjúkir dalir í skjóli gróskulegra fjalla, gróin upp á tinda. Þarna eru vinekrur, stórar og víðáttumiklar, kátt fólk litrík lítil þorp, og gjöfull jarðvegur, svo að með afbrigðum er. Þarna er ræktað vín sem á sér ekki hliðstæðu, Vinho Verde, sem mun hafa verið hafin ræktun á þegar Rómverjar sátu þetta svæði fyrir óralöngu. Samt hefur Vinho Verde aldrei orðið nándar nærri eins þekkt og portvínið, langmestur hluti þess fer til innanlandsneyzlu. Vinho Verde þýðir í raun og veru græna vín og tilgátur eru um að það dragi nafn af því gróðursvæði sem það er ræktað á. Það er nefnilega alls ekki grænt, heldur bæði hvítt og rautt, en mér skilst að það hvíta sé langtum vinsælla. Það er hressandi á bragðið, ekki laust við freyðibragð, a.m.k. fyrst eftir að flaskan er opnuð og það er léttara en venjulegt hvítvín eða rauðvín. Vínið er drukkið „ungt“, þ.e. venjulega strax á fyrsta ári eftir framleiðsluna og berin eru tínd áður en þau verða fullþroskuð. Vínviðurinn verður hár og er vafinn utan um spýtur og myndar hvarvetna eins konar göng. Við tínsluna þarf því stærðar stiga til að komast upp og ná berjunum. Með framleiðslu Vinho Verde er haft strangt gæðaeftirlit eins og með annarri slíkri í Portúgal og það er sérstök stofnun í Oporto sem annast það. Forstjóri þessarar stofnunar, Fernando Gaspar, fór með mér dagstund i bíltúr til Grænavínssvæðisins og til vínbúgarðsins Aveleda. Á síðasta ári var tappað á 250 millj. lítra af Vinho Verde og af því fóru aðeins 2 prósent til útflutnings. Hann segir að Portúgalar kjósi sjálfir hvíta vínið, en rauðvínið er töluvert flutt út til Þýzkalands en langtum meiri útflutningur er á hvíta víninu en hinni tegundinni. Það er nokkuð þekkt í Englandi og reynt er að halda uppi áróðri í Bandaríkj- unum nú. Aveleda er í hjarta Minhohéraðsins, það er eins og að ganga inn í einhverja framandi veröld að koma þar. Sykur... Skyldu ekki Karíus og Baktus verða himinlifandi ef þeir kæmust í þvílíkan bing? Vitjað ævintýra- vinni starfsfólkið kynslóð fram af kynslóð, ég hitti þarna fyrir eina Mariuna enn sem hefur unnið þarna í 30 ár, og faðir hennar starfaði á Aveleda í hvorki meira né minna en 53 ár. Kannski er allt starfsfólkið í álögum. Þannig getur nú mikil fegurð verkað nánast ruglandi á kalda íslenzka sál. En vínið þeirra frá Aveleda er flestu ljúfara, það skal glaðlega viðurkennt. Fyrirtæki Ramada rekur tvær verksmiðjur, í annarri eru framleidd margs konar tæki og tól, svo sem sagir og sögunarbúnaður af öllu tagi, en í hinu eru einkum heims Vinho Verde tritlað um töluverksmiðju litið inn hjá SEPSA Ur vinnusal SEPSA. Maður hélt að svona heimur væri ekki lengur. Við skiljum bílinn eftir við hliðið og göngum eftir aðalstígnum, lítil guðshús í rjóðrum, tjarnir þar sem synda stoltir svanir, blómategundirnar eru fleiri en svo að ég hafi nöfn á þeim, burknar, mímósur, begóníur, rósir, rhododendronrunnar og lítil hýsi, og ég veit ekki hvað. Hvarvetna er verið að skreyta, því að um kvöldið ætlar starfsfólkið að gera sér glaðan dag. Rui Fonseca, einn sölustjóranna, segir mér að þessi búgarður hafi verið í eigu Guedesfjölskyldunnar í þrjár aldir og það hafi verið ættfaðirinn, Don Manuel Guedes da Silva, sem plantaði fyrst vínviði hér árið 1860. Þegar að húsinu sjálfu kemur, þar sem vinnslan fer fram, er það allt vafningsviði vaxið, svo að rétt grillir í gluggana. Þar var sól og fegurð svo mikil, að það lá við að maður fengi ofbirtu í augun, og þrátt fyrir allar þessar dásemdir, fannst mér eitthvað gervilegt við þennan stað — rétt eins og ég gengi stund inn í ævintýri. Það lá við mér væri eilítill léttir að því þegar við renndum úr hlaði og héldum aftur til Oporto. Þó er mér sagt að þarna Ramada þykir framleiöa sögunargræjur af full komnustu gerð. ... og tölur í tonnatali. búnar til tölur. Ramada-fyrirtækið var stofnað 1935 og er til húsa í litlum bæ, Ovar, 15 km suður af Oporto. Vöxtur þessarar myndarlegu verkfæraverksmiðju hefur verið hraður og Ramada framleiðir stálsagir og stálgripi af öllu tagi og fuilkomnustu vélar notaðar við framleiðsluna. Hefur að mér skilst verið lagt verulegt kapp á að endurbæta tækjadeild fyrirtækisins. Þeir Manuel Ramada Leite og Correia de Álmeida, sem eru í fyrirsvari Ramada, sögðu mér að þarna ynnu um fjórtán hundruð manns og er því fyrirtækið einkar mikilvægt þessum litla og notalega bæ. í hinni verksmiðjunni eru framleiddar tölur, ýmist úr skeljum eða plasti. Ég hafði satt að segja aldrei íhugað neitt sérstaklega, hvernig tölur væru búnar til, en þær eru nú eitt af því sem við teljum nauðsynlegt, að minnsta kosti þegar þær vantar. Flutt er út fyrir að verðmæti 1,3 milljónir eskúta á sl. ári, m.a. mikið til S-Afríku, Ástralíu, nokkurra Asíulanda og Norður- Afríku. Nú hefur einnig verið byrjuð framleiðsla á alls konar tækjum fyrir sjúkrahús og þeir hafa gert sérstakan samning um verk fyrir Citroen- bílaverksmiðjurnar og það er auðheyrt á öllu að það eru heilmikil áform um að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.