Morgunblaðið - 10.07.1980, Side 14

Morgunblaðið - 10.07.1980, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 íhugun að lokinni listahátíð Er höfundur þessa pistils settist niður í þeim tilgangi að rita nokkrar hugleiðingar í tilefni ný- afstaðinnar listahátíðar, var helli- rigning og loft þungbúið. Þetta var í harla litlu samræmi við þá veðurblíðu, er einkenndi listahá- tíðardagana og um leið dálítill urgur í sálartetrinu. Ég forðast aliar skriftir í slíku ástandi og var því sá kosturinn tekinn að slá framkvæmdum á frest, þar til aftur birti í öllum skilningi. Enn- þá lætur að vísu góða veðrið á sér standa, en ávinningur er að því að hafa lesið nokkra fróðlega pistla í helgarblöðunum skrifaða af leik- um og lærðum í svipuðu augna- miði. Ég læt árvisst niðurrifs- nöldrið lönd og leið og afgreiði þá um leið það fólk, er vill gera listrýni ábyrga fyrir sinni tíman- legu vegsemd og jafnvel gangi himintungla. — Til umhugsunar er þó, að vandlætararnir koma yfirleitt úr hópi fólks, er nýtur þess hvað best og fyrirhafnarlaus- ast, er aðra hefur kostað „blóð, tár og svita“, ásamt dálitlu af hug- vitssemi og snilld í bland. Stund- um les maður jafnvel ávirðingar frá hálfu sjómanna til handa vísindamönnum, en þeir menn hafa nú einmitt hannað fararkosti þeirra og fundið upp töfratækin er leita fiskinn uppi og eru þó fyrir fiskstofninn líkust skæðustu nú- tímavopnum í mannheimi. Ég er nýbúinn að lesa ágætar hugleiðingar þeirra Gísla Sigurðs- sonar, Maríu Skagan og Sigurðar Hauks Guðjónssonar, sem allar eru hátt hafnar yfir venjuleg dægurskrif, því að hjá þeim kemur fram rík viðleitni til að kryfja hlutina, — fjalla um þá, sem einmitt er kjarninn í skrifum okkar, er fjöllum um listir, — við höldum það a.m.k. — Mér þykir það afar merkilegt, sem er þó satt, að ég var búinn að steingleyma hlut Japanans „er vafði liminn með snotru trafi“, eins og prestur- inn S.H.G. orðar það, — merki- legra hefur mér víst ekki þótt það þrátt fyrir viðamikinn uppslátt í fjölmiðlum og fjörugar umræður. Mér kemur það annars lítið við, Pavarotti i Laugardal.shöll. Mesti viðburður Listahátiðar var „að ekki skyldi slegist um miðana á þessum gríðarlega listviðburði?“ hvort trafið hafi verið snoturt eður ei og dæmi ekki heldur um listgildið, sem þó er hér óumdeil- anlegt aðalatriði, því að ég sá ekki uppákomur mannsins. Las að vísu allt um þetta, en það eina, sem olli mér heilabrotum, var hið um- rædda „traf“, eða sjúkrabindi, eins og sumir nefndu það, — ég hef nefnilega ekki vitað um slíkar umbúðir áður við almennar né listrænar athafnir og aldrei nema í sambandi við slys eða sjúkdóma. Ég hugleiddi nefnilega, hvort aumingja manninum hafi verið þetta uppálagt af yfirvöldunum hér heima, svo frumlegt sem þetta var, eða hvort hann hafi fundið sem svo að „að baki listnafnbótar sé braut náms og vinnu, þrotlausr- ar vinnu“, því að það er einmitt lóðið og verður alltaf. Menn láti ekki glepja sér sýn hve auðvelt er að blekkja fjöldann, og hann vill láta blekkjast líkast konu lausri á kostum á skjalli og hégóma, um það er öll mannkynssagan órækt vitni. Mundus vult decipi, ergo decipiatur. Heimurinn vill blekkj- ast, látum hann því blekkjast, er forn framsláttur og því ferskur, kristaltær og nýr. Heimsfrægar popphljómsveitir er fært hafa meðlimum ómældan auð leysast jafnvel upp, vegna þess að ein- hverjum í hópnum dettur í hug að fara að læra að spila á hljóðfæri eða einfaldlega að mennta sig. Slíkum liggur engin leið til baka, er þeir hafa kynnst dýpri verð- mætum mannlífsins. En þótt jafn- an beri mest á hávaðanum og skruminu, þá verður sá hópur stöðugt stærri, er metur árangur þrotlausrar elju og vinnu. Þannig er gífurleg aðsókn um allan heim að sýningum á verkum snillinga aldarinnar á myndlistarvettvangi og því meiri þar sem upplýs- ingastreymið er frjálsara og full- komnara, einkennist ekki af fáfræði, einhæfni og þröngsýni útkjálkabúans. Sama er upp á teningnum um flestar listgreinar, — mér var eitt sinn gengið fram hjá Tivoli í Kaupmannahöfn og sá þar múg og margmenni, þetta vakti athygli mína enda snemma dags, hélt ég að hér væri eitthvað merkilegt á seiði. En mannfjöld- inn var einfaldlega að festa sér miða á söngskemmtun sænsku söngkonunnar Birgit Nilsson! — Þannig var það vísast ekki athygl- isverðast við Listahátíð, að hún var öðrum þræði fjölleikahús göt- unnar, að frábærir trúðar sýndu listir sínar, að einn austurálfubúi kenndi nýja aðferð við notkun sjúkrabinda, né ð umhverfisvernd voru gerð góð skil ásamt því að leikhópur frá Alþýðuleikhúsinu Austurlenskur dansari kenndi islenskum „nýja aðferð i notkun sárabinda“. upp á þessu sjálfur og dansaði þannig að jafnaði. Það vill svo til, að milljónir manna prýða nekt- arstrendur álfunnar og þar á meðal ýmsar frægustu persónur hennar í stjórnmálum og listum, ófáir fara reglulega í gufuböð, er opin eru báðum kynjum, fólk, spókar sig jafnvel svo til allsnakið í Kongend Have í Kaupmanna- höfn, og vissulega yrði sá hér fyrst frægur og vekti undrun og kátínu, er „vefði liminn með snotru trafi". — Þannig eru tvær hliðar á hverju máli og eru að jafnaði listinni fullkomlega óviðkomandi... Það er engin íhaldssemi að álíta lífgaði þar, fyrir framan Breið- firðingabúð, upp á götulífið, — heldur að ekki skyldi slegizt um miðana á tónleika Luciano Pavar- otti, nafntogaðasta söngvara sem nú er uppi. En er þetta ekki einmitt í samræmi við þá stefnu að leggja höfuðáherzluna á jafngóð dag- skráratriði fremur en á heims- stjörnurnar, — hylia meðal- mennskuna fremur en snilldina? Nú er það svo, að hvergi í Evrópu, þar sem ég hef komið, og hef ég þó víða farið, komast menn með tæmar, þar sem íslendingar hafa hælana, í hvers konar múgsnobbi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.