Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1980 Hltjrjrjun- fólk óskast í eftirtalin hverfi: Úthverfi: Selvogsgrunnur, Nökkvavogur, Gnoöar- vogur frá 44 og upp úr, Heiðargerði jafna talan. Vesturbær: Skerjafjörð sunnan flug vallar. Kópavogur: Holtageröi. UPPLÝSINGAR í SÍMA 35408 2ttt>r0itnX>Iafoí> HljóÖvarp kl. 19.40.: Sumarvaka — „Gömul galdramáF4 I þa ttinum „Sumarvaka“, scm er á daKskrá útvarps í kvöld kl. 19.40, mun Bárður Jakobsson hrl. m.a. flytja erindi, sem hann nefnir „Sumardagur i Selja- brekku“. Tekur Bárður þar fyrir galdra- mál, sem einn ötulasti forvígis- maður galdraofsókna á Islandi á sínum tíma, séra Jón Magnússon á Eyri í Skutulsfirði, átti hlut- deild að. En séra Jón gekk, ásamt þeim Þorleifi Kortssyni lögmanni og séra Páli Björnssyni í Selár- dal, hvað harðast fram í því að koma mönnum á bálið þegar galdrafárið stóð sem hæst hér á landi á 17. öldinni. Reit prestur píslarsögu sína þar sem hann lýsir ásókn djöfulsins á hendur sér og þykir „Píslarsaga sr. Jóns Magnússonar" nú um margt merkt rit. í spjalli við Mbl. kvaðst Bárður hafa valið erindinu þessa nafngift, þ.e. „Sumardagur í Seljabrekku" sökum þess, að það var á sumardaginn fyrsta árið 1656, að brenndir voru að Selja- brekku feðgar tveir frá Kirkju- bóli við ísafjörð, er báðir hétu Jón og voru Jónssynir. Var það fyrir tilstilli sr. Jóns, en hann gekk undir nafninu Jón þumlung- ur, að þeir feðgar fóru á bálið. Hélt prestur því fram, að þeir hefðu beitt sig galdri með full- tingi djöfulsins og var hann svo illa haldinn af ásókn þessari að hann hafðist ekki við. Selja- brekka er við Isafjörð, rétt ofan við flugvöll ísfirðinga, en eins og kunnugt er, voru Vestfirðingar manna iðnastir við galdraofsókn- ir og voru flestir brenndir þar og á Barðaströnd áður en ósómi þessi lagðist af um 1720. Sagt er að Jónana tvo hafi þurft að brenna í þrígang, svo „eitraðir" hafi þeir verið. Erindi Bárðar í kvöld er hið fyrra af tveimur um þetta mál, þar sem hann rekur ofsóknir Jóns þumlungs á hendur þeim Kirkjubólsfeðgum sem eins og áður segir lyktaði með því að þeir voru leiddir á bálið í Selja- brekku. En þegar líðan sr. Jóns skánaði ekki eftir þann atburð, hóf hann að ofsækja Þuríði, systur Jóns yngra og hugði henni sömu örlög og föður hennar og bróður. Af því varð þó ekki, því Þuríður leitaði réttar síns og kærði prestinn fyrir galdraof- sóknir. Um það hyggst Bárður síðan fjalla í seinni hluta erindis- ins. Gamalt kalkmálverk af djöfsa Hljóðvarp kl. 21.00.: Breskt sakamálaleikrit FIMMTUDAGINN 10. júlí kl. 21.00 verður flutt leikritið „Morðinginn og verjandi hans“ (The Dock Brief) eftir John Mortimer. Þýðinguna gerði Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Hlutverkin tvö leika þeir Valur Gislason og Þor- steinn Ö. Stephensen. Leikrit- ið, sem er rúmlega 70 mín- útna langt, var áður flutt 1962. Fowle er ákærður fyrir að hafa myrt konu sína. Atvinnu- laus lögfræðingur, að nafni Morgenhall, telur að Fowle hafi bent á sig í réttarsalnum og þannig valið sig verjanda, eins og heimilt er samkvæmt enskum lögum. Hann heim- sækir fangann í klefa hans og fær hann til að segja sögu- sína. John Mortimer er fæddur í Hampstead í Englandi árið 1923. Hann hlaut menntun bæði í Harrow og Oxford. Gerðist lögmaður árið 1948, en hafði áður m.a. unnið sem handritahöfundur fyrir kvik- myndir. Mortimer hefur skrif- að skáldsögur og leikrit fyrir útvarp, sjónvarp og svið, auk kvikmyndahandritanna. „Morðinginn og verjandi hans“ var frumsýndur ásamt öðru leikriti í Garrick-leikhúsinu árið 1958. Leikgerð Mortimers af „Höfuðsmanninum frá Köp- enick" eftir Zuckmayer var sýnd í Þjóðleikhúsinu breska 1971, sama árið og leikritið var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu. Auk þess að frumsemja, hefur Mortimer fengist við leikrita- þýðingar. Áður flutt í útvarpinu: „Njósnari bíður ósigur" 1960, „Sannleikurinn er sagna best- ur“ 1960 og „Matartíminn" 1973. Lárus heitinn Pálsson, leikari. Útvarp Reykjavlk FIM4TTUDKGUR 10. júlí MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þul- ur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forystugr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tón- leikar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Keli köttur yfirgefur Sæ- dýrasafnið“. Jón frá Pálm- holti heldur áfram lestri sögu sinnar (8). 9.20. Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- 1 fregnir. 10.25 Islenzk tónlist. Ingvar Jónasson og Hafliði Ilaligrímsson leika Dúó fyrir víólu og selló eftir Hafliða Hallgrimsson/Eiður Agúst Gunnarsson syngur lög eftir íslenzk tónskáld. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 11.00 Verzlun og viðskipti. Umsjón: ingvi Hrafn Jóns- son. 11.15 Morguntónleikar. Tivoli-hljómsveitin í Kaup- mannahöfn leikur þætti úr „Napoli". ballett eftir Edvard Helsted og Holger Simon i; Ole-Henrik Dahl i t „rdon og Konun f ., drmoníu- sveitin num leika ■’i»nó) í F-dúr op. 102 eftir Dmitri Sjosta- kovitsj; Lawrence Foster stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa. Léttklassísk tón- list. dans- og dægurlög og lög leikin á ýmis hljóðfæri. SÍDDEGIO______________________ 14.30 Miðdegissagan: „Ragn- hildur“ eftir Petru Flage- stad Larsen. Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi Elíasson les (8). 15.00 Popp. Páll Pálsson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur „Sigurð Fáfnishana". forleik eftir Sigurð Þórðar- son og „Sólnætti“ eftir Skúla Halldórsson; Páll P. Pálsson stj. / Ilátíðarhljómsveit Lundúna leikur „Grand Canyon“, svítu eftir Ferde Grofé; Stanley Black stj. 17.20 Tónhornið. Sverrir Gauti Diego stjórn- ar. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 VeðUrfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. KVÖLDID 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þátt- inn. 19.40 Sumarvaka. a. Einsöngur: Ólafur Þor- steinn Jónsson syngur ís- lenzk lög. ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. b. Messadrengur á gamla Gullfossi sumarið 1923. Séra Garðar Svavarsson flytur annan hluta frásögu sinnar. c. „Dögg næturinnar“. ólöf Jónsdóttir skáldkona les frumort ljóð. d. Sumardagur i Selja- brekku. Bárður Jakobsson lögfræðingur flytur fyrra er- indi sitt um gömul galdra- mál. 21.00 Leikrit: „Morðinginn og verjandi hans“ eftir John Mortimer. Áður útv. í ágúst 1962. Þýð- andi: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Leikstjóri: Lár- us Pálsson. Persónur og leik- endur: Morðinginn/Valur Gíslason. Wilfred Morgen- hall/Þorsteinn ö. Stephen- sen. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Bendlar og bönd", smá- saga eftir Ole Hyltoft. Þýðandinn, Kristin Bjarna- dóttir, les. 23.00 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDKGUR 11. júlí MORGUNINN_________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þul- ur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forystugr. dagbl., (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 8.55 Mælt mál. Endurt. þáttur Bjarna Ein- arssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Keli köttur yfirgefur Sæ- dýrasafnið“. Jón frá Pálm- holti heldur áfram lestri sögu sinnar (9). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 „Mér eru fornu minnin kær“. Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. 11.00 Morguntónleikar. Alfred Brendel leikur Þrjá- tíu og þrjú tilbrigði eftir Ludwig van Beethoven um vals eftir Antonio Diabelli. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikasyrpa. Dans- og dægur- lög og léttklassísk tónlist. SÍDDEGID 14.30 Miðdegissagan: „Ragnhildur" eftir Petru Flagestad Larsen. Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi Elíasson les (9). 15.00 Popp. Vignir Sveinsson kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Jörg Demus og Barylli- kvartettinn leika Píanó- kvintett í Es-dúr op. 44 eftir Robert Schumann/Henryk Szeryng og Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leika Fiðlu- konsert í d-moll op. 47 eftir Jean Sibelius; Gennady Rozhdestvenský stj. 17.20 Litli barnatíminn. Nanna I. Jónsdóttir stjórnar barnatíma á Akureyri. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.45 Til- kynningar. KVÖLDIO______________________ 20.00 Farið um Svarfaðardal. Böðvar Guðmundsson fer um dalinn ásamt leiðsögumanni, Jóni Halldórssyni á Jarðbrú. — Áður útv. 6. þ.m. 22.00 „Sumarmál". Tónverk fyrir flautu og sembal eftir Leif Þórarins- son. Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir leika. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Kvöldlestur: „Auðnustundir“ eftir Birgi Kjaran. Ilöskuldur Skaga- fjörð les (7). 23.00 Djass. Umsjónarmaður: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.