Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 19 Enginn fögrum ordrnn Gunnar Flóvenz: fitnar af Fyrirspurn til samninganefndar íslendinga í Jan Mayen-málinu Norsk stjórnvöld haía nú á ný — þrátt íyrir viðvaranir fiskifræðinga og i trássi við ákvæði nýgerðs samkomulags milli landa okkar — leyft veiðar á sild úr norsk-íslenzka sildarstofninum, þ.e.a.s. þeirri síld, sem til skamms tíma nefndist „Íslandssíld“ eða „Norðurlandssíld“ þegar hún var veidd að sumrinu eða fyrrihluta vetrar. Svo sem kunnugt er, var ein helzta ástæðan fyrir hruni þessa síldarstofns talin vera hin gegndarlausa veiði Norð- manna á ungsíldinni, þannig að um eðlilega endurnýjun gat ekki orðið að ræða. Sumir hafa þó bent á að aðrar orsakir kunni einnig að hafa átt hér sök á. Eftir að ljóst varð að í óefni var komið, í lok sjöunda ára- tugarins, leyfðu Norðmenn síldveiðiskipum sínum áfram að eltast við leifar hrygn- ingarstofnsins, sem leiddi til þess að hann komst í slíkt lágmark að vafasamt var talið að hann myndi ná að rétta við og varir það ástand enn í dag að flestra dómi. Norskir fiskifræðingar virt- ust lengi að átta sig á hættunni, og þegar þeir loksins gerðu sér hana ljósa, og hvöttu til al- gjörrar veiðistöðvunar, brugð- ust stjórnvöld og leyfðu áfram veiðar á takmörkuðu magni, þvert ofan í viðvaranir fiski- fræðinga. Á árinu 1978 voru allir fiski- fræðingar sammála um að stöðva yrði veiðarnar með öllu, en norsk stjórnvöld létu undan þrýstingi útvegsmanna, sjó- manna og fleiri hagsmunaaðila og heimiluðu veiðar á 70.000 hl. í þessu sambandi er rétt að geta þess að reynslan hefir orðið sú á undanförnum árum að kvótatakmörkin hafa ekki verið virt, og er það almennt viðurkennt í Noregi, samanber „svörtu síldina", sem hvergi kemur fram í skýrslum. Snemma árs 1978 ræddi ég mál þessi við þáverandi sjávar- útvegsráðherra, Matthías Bjarnason, og benti á að nauð- synlegt væri að íslenzk stjórn- völd og Hafrannsóknastofnun- in gerðu sitt ítrasta til þess að reyna að koma í veg fyrir að norsk stjórnvöld létu undan þrýstingi hagsmunahópanna meðan stofninn væri að komast í eðlilegt ástand. Sjávarútvegs- ráðherra brást vel við og hafði samband við hinn norska starfsbróður sinn, Eyvind Bolle. Tjáði Matthías mér síðar að Bolle hefði lofað sér því að taka ekki ákvörðun í málinu, nema að höfðu samráði við hann. Þetta loforð var ekki efnt, og dreg ég ekki í efa að Matthías Bjarnason muni vera reiðubúinn að staðfesta það. Norski sjávarútvegsráðherr- ann lét hafa það eftir sér seint á árinu 1978, að æskilegt væri að friða norsk-íslenzku síldina með öllu þar til stofninn kæm- ist vel yfir öll hættumörk og mun hann hafa tilgreint tvær ástæður: Annars vegar væri það æskilegt frá fiskifræðilegu sjónarmiði, og hins vegar væri mjög erfitt að skipta kvótunum milli héraða og veiðiaðferða, og vitnaði í því sambandi til hat- rammara deilna út af því máli á vertíðinni árið áður. Eftir miklar deilur bönnuðu norsk stjórnvöld svo síldveiðar á sl. ári, en í vetur og vor höfðu norsku þrýstihóparnir sig mjög í frammi og gerðu hverja sam- þykktina á fætur annarri varð- andi heimild til veiða þrátt fyrir það að flest benti til þess að norsk-íslenzki stofninn væri í sama hættuástandinu og í fyrra. Þessir hópar komu sér saman um að krefjast 200.000-300.000 hl. kvóta á þessu ári. Nú hefur norska ríkisstjórn- in látið undan þessum kröfum og heimilað veiðar á 100.000 hl. sem að flestra dómi jafngildir 2—300.000 hl. afla ef miðað er við reynslu undanfarinna ára. Þessi ákvörðun norsku ríkis- stjórnarinnar er gerð án sam- ráðs við íslenzk stjórnvöld þrátt fyrir ákvæði Jan-Mayen- samkomulagsins um samráð við íslendinga á þessu sviði. Þar sem ég hefi orðið var við mismunandi skilning hjá samningamönnum okkar varð- andi þessi ákvæði samkomu- lagsins, leyfi ég mér hér með að beina þeirri fyrirspurn til ís- lenzku samninganefndarinnar hvernig skilja beri ákvæðin. Ennfremur vil ég beina þeirri fyrirspurn til viðkomandi ís- lenzkra stjórnvalda hversvegna hafnað hafi verið sérstakri ósk nokkurra íslenzku fulltrúanna í fiskveiðinefndinni um að taka síldveiðimálið sérstaklega á dagskrá á fundum nefndarinn- ar í Reykjavík í júní sl. Jafnframt leyfi ég mér að spyrjast fyrir um það hvort rétt sé að Norðmennirnir hafi á fundum þessum gefið í skyn að til stæði að leyfa á ný veiðar á norsk-íslenzku síldinni án sam- ráðs við íslendinga og að ís- lenzka viðræðunefndin hafi ekki formlega mótmælt slíkum fyrirætlunum. Ég tel rétt að vekja athygli á, að sú skoðun er nú almennt ríkjandi í Noregi, að nái stofn- inn ákveðinni stærð muni hann halda á haf út, og þá sennilega á Islandsmið, í ætisleit að lokinni hrygningu, eins og ætíð áður en hrunið mikla varð. Ýmsir hagsmunahópar í Noregi hafa ekki farið dult með þá skoðun, að því sé æskilegast fyrir Norðmenn að koma í veg fyrir þetta með það háum veiðikvótum að stofninn nái ekki að verða aftur það stór að hætta sé á að hann taki upp fyrri ætisgöngur til íslands og Jan Mayen enda hafa Norð- menn skipt um nafn á stofnin- um og Bolle segir, að hann sé nú séreign Norðmanna. Ekki stendur nú fast frændsemin. Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur lýsti yfir þeirri skoðun sinni á fundi í húsakynnum Raunvísindadeildar Háskólans sl. vetur, að norsk-íslenzki síld- arstofninn myndi nú líklega vera búinn að ná sér vel á strik, ef norsk stjórnvöld hefðu bann- að veiðar eftir hrunið mikla .1968/1969. í því sambandi er rétt að geta þess, að fiskifræð- ingar telja að íslenzki sumar- gotssíldarstofninn, sem nú ber uppi síldveiðarnar við ísland, hafi aldrei orðið stærri en um 300 þús. tonn eftir að skipuleg- ar rannsóknir hófust árið 1947, en til samanburðar má geta þess að norsk-íslenzki stofninn er talinn hafa verið allt að 10 millj. tonn á sínum tíma. Gunnar Flóvenz Ég tel varla þörf á því að vekja athygli á því hversu gífurlega þýðingu það myndi hafa fyrir efnahags- og at- vinnulíf íslendinga ef norsk- íslenzka síldin kæmi á ný á hinar fornu slóðir fyrir norðan og austan Island að sumrinu og haustinu, en vil þó minna á, að um þriðjungur til helmingur af öllum útflutningi íslendinga á fyrri hluta síðasta áratugs voru síldarafurðir. Helztu fjölmiðlar okkar, ríkisútvarpið og dagblöðin í Reykjavík, eru sennilega þeir aðilar sem mest völd hafa um þessar mundir hér á landi. Að undanskyldu Ríkisútvarpinu og Dagblaðinu hafa fjölmiðlarnir til þessa sýnt þessu mikla hagsmunamáli okkar fremur lítinn áhuga. Sú frétt að Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra hyggist mótmæla aðgerðum norsku rík- isstjórnarinnar hefir t.d. aðeins birzt í Morgunblaðinu en þó á þann hátt að hún vekur litla sem enga athygli. Mér virðist sem menn átti sig ekki á því hvað hér getur verið í húfi og að hér sé um miklu stærra mál að ræða en t.d. það hvort karl eða kona sitji á Bessastöðum næstu fjögur árin. Ég geri mér fyllilega ljóst að með greinarkorni þessu sé hugsanlega komið við viðkvæm kaun á einhverjum þeirra að- ilja sem málið er skylt, og þá fyrst og fremst í Noregi, en frá mínum bæjardyrum séð getur sú þögn sem ríkir í þessu máli hér á landi haft örlagaríkar afleiðingar, því þögn kann að verða skoðuð sem samþykki. Reykjavík, 5. júlí 1980. Gunnar Flóvenz. iNorges fiskerimínister: ■ IDen atlanto- I Iskandiske I Isildernorsk I I— den har forandret sit vandrings-1 V monster og kan ikke betragtes som enI I norsk-russisk-islandskfællesbestand m Norðmenn reyna sí og æ að blanda Rússum í málið. Til þess að veikja stöðu okkar, geía þeir sifellt í skyn, að Rússar eigi hlut að þessu máli. Þar beita þeir svipaðri aðferð og þeir gerðu í samningaviðræðum um loðnumálið og Jan Mayen. Norsk-íslenzk tragikómedía i. Vorið 1980 er undirritað samkomulag milli lýðveldisins íslands og konungsríkisins Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál. í upphafi samkomulagsins er því m.a. lýst yfir að ríkisstjórnir beggja landanna: „viðurkenni nauðsyn á raunhæfum ráðstöfunum til verndunar. skynsamlegrar nýtingar og endurnýjunar lifandi auðæfa hafsins ...“ (1. málsgr.) „viðurkenni að samkvæmt þjóðarrétti bera löndin tvö sem strandríki höfuðábyrgð á raunhæfri verndun og skynsamlegri nýtingu þessara auðlinda“ (2. málsgr.) „viðurkenni mikilvægi samræmds, náins og vinsamlegs samstarfs milli landanna tveggja ...“ (3. málsgr.) „viðurkenni hversu mjög efnahagur íslands er háður fiskveiðum ...“ (4. málsgr.) í 1. grein samkomulagsins segir svo: „Aðilar skulu hafa samstarf um framkvæmdaatriði á sviði fiskveiða og skal sérstök áhersla lögð á ráðstafan- ir vegna verndunar, skynsamlegrar nýtingar og eðlilegrar endurnýjunar stofna sem ganga um hafsvæð- ið milli íslands og Jan-Mayen ...“ Og 8. grein heíst með þessum orðum: „Aðilar viðurkenna að nauðsynlegt kunni að vera vegna raunhæfrar vemdunar og skynsamlegrar nýt- ingar flökkustofna að ráðgast við önnur lönd og samræma fiskveiðiráðstafanir hlutaðeigandi landa ...“ II. Sérstök vinnunefnd Alþjóða hafrannsóknaráðsins kemur saman i Bergen 14.—16. mai 1980 til að fjalla um hið alvarlega ástand norsk-islenzka síldarstofnsins. í nefnd íslandi, skýrslu, sem norskum stjórnvöldum er afhent skömmu siðar segir að vinnunefndin endurtaki fyrri skoðun sina þess efnis að banna eigi allar veiðar úr norsk-islenzka stofninum bæði 1980 og 1981. III. Blekið er varla þornað á undirskriftum norsk- íslenzka samkomulagsins og aðvörunarskýrslu Alþjóða hafrannsóknaráðsins þegar norsk stjórnvöld leyfa veiðar úr margnefndum norsk-islenzkum sildarstofni. þessari eiga sæti fiskifræðingar frá Noregi. Færeyjum, Sovétrikjunum og Kanada. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.