Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 3 GRJÓTAÞORP: Nýtt skipulag kynnt í borgarráði Á Borgarráðsíundi hefur verið kynnt nýtt skipulag af Grjótaþorpi, en skipulag þetta hefur verið í vinnslu að undanförnu. Fyrst mun skipulagið verða kynnt borgarfull- trúum og síðan borgarbúum mun almenningur væntanlega berja hið nýja skipulag augum eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Ekki hefur verið tekin nein afstaða til þessa skipulags enn, en það verður væntanlega gert þegar fundir borgarstjórnar hefjast að loknum sumarleyfum. Þorsteinn Pálsson: Neitun ríkisstjórnarinnar á verðhækkunum leiðir til uppsagna hjá fyrirtækjunum — Á ÞVÍ leikur enginn vafi að útlitið er dökkt eins og horfurnar eru í dag og Ijóst er að mikil tvísýna er um allt er varðar atvinnuástand. sagði Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri VSÍ er Mbl. innti hann áiits á horfum i atvinnumálum. — Þetta ástand kemur m.a. til af því að ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma í veg fyrir verðhækkanir hjá ýmsum fyrir- tækjum án tillits til þeirra kostn- aðarhækkana, sem þau verða að bera og leiðir það til uppsagnar hjá þeim. Ljóst er að ástandið í fiskiðnaðinum er dökkt og hefur érfitt ástand á erlendum mörkuð- um sagt strax til sín hérlendis. En þessi verðlagshöft geta leitt til fækkunar á starfsfólki fyrirtækj- anna án þess að ríkisstjórnin geri tilraun til þess að aðstoða, hún telur kostnaðinn upp, en verðlagið niður og við sjáum því ekki fram á annað en fyrirtækin loki, sagði Þorsteinn að lokum. Þotuflugstjórar: Meðalmánaðarlaun um 2,2 milljónir „Á ÞAÐ má minna að einsdæmi mun í islenskri atvinnusögu, að tvö stéttarfélög komi fram fyrir sama starfshóp og enn f jarstseðu- kenndara að tvö stéttarfélög komi fram fyrir sama starfshóp hjá einum atvinnuveitanda,” seg- ir i frétt frá kynningardeild Flugleiða, en hún er send út vegna fyrirspurna um samkomu- lagið, sem Flugleiðir gerðu við stéttarfélög flugmanna 6. júli sl. og um launakjör flugmanna. Segir í greinargerðinni að verk- fallið, sem flugmenn boðuðu til, hafi aðeins verið vegna eins þáttar í kjaradeilunni. Vinnulöggjöf hér- lendis sé slík að stéttarfélög geti boðað til verkfallsaðgerða meðan á viðræðum standi vegna aðeins eins þáttar og muni slíkt algjört einsdæmi. Virðist ekkert því til fyrirstöðu að verkfall geti verið boðað um önnur einstök atriði og síðan koll af kolli. Samningum við flugmenn var sagt upp í október, viðræður hófust eftir áramót og hafa gengið stirðlega m.a. vegna ósamstöðu flugmannafélaganna tveggja, segir einnig í greinar- gerðinni. „í samkomulaginu frá 6. júlí er áréttað um forgang flugmanna að verkefnum hjá Air Bahama, enda starfi flugmenn eftir þeim reglum og starfskjörum, sem þar gilda. Þau eru talsvert frábrugðin því sem gerist í Norður Atlantshafs- flugi Flugleiða og næst þar mun betri nýting á flugliðinu. Þá eru ákvæði, sem tryggja atvinnutæki- færi flugmanna og atvinnuöryggi þeirra eftir því sem hægt er. Þar sem flugmenn hafa með þessu lýst sig fúsa til að vinna eftir starfs- kjörum þeim, sem gilda hjá Air Bahama, er þess að vænta að svipaðar starfsreglur og þar gilda náist inn í samninga þá sem nú standa yfir.“ Þá segir að mikið sé spurt um launakjör flugmanna og gefnar upp tölur um meðalmánaðarlaun frá 1. júní sl. Meðallaun flugstjóra erú um 2,2 milljónir króna á DC—8 og Boeing 727 þotum og 1.780 þús. kr. á Fokker. Meðallaun flugmanna eru 1300—1400 þús. kr. á þotunum og rúm milljón á mánuði á Fokker vélunum. Þá greiðir félagið 11% af launum í lífeyrissjóð, slysa- og líftrygg- ingar o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.