Morgunblaðið - 10.07.1980, Síða 34

Morgunblaðið - 10.07.1980, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1980 Þróttur náði sér í dýrmæt stig FH— Þróttur 0:2 ÞRÓTTARAR nældu sér í tvö dýrmæt stig í 1. deildarkcppninni er þeir fóru með sifíur af hólmi í viðureign sinni við FH-inga á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar mcð sitja FH-ingar einir og yfirgefnir á botninum. Leikur FH og Þróttar bauð ekki upp á sérstaklega skemmti- lega né vel leikna knattspyrnu. Mikið var í húfi fyrir ba“ði liðin og setti það sitt mark á leikinn fyrstu 30 mínúturnar er knöttur- inn barst hálf vandræðalcga milli vítateiganna. leikmenn voru þrúgaðir af spennu. En þá var eins og annar bragur færðist á leik FH-inga sem skyndilega sýndu nokkrar glefsur af skemmtilegum og úthugsuðum samleik. Venjulegast vantaði þó menn á réttu staðina til að reka endahnútinn á sóknarloturnar og mark Þróttar því sjaldan í hættu. Þróttarar komust ekki oft fram yfir miðju í fyrri hálfleik, en á 38. mínútu ná þeir hraðaupphlaupi er endaði með því að Baldur Hann- esson gaf fyrir markið af hægra kanti og hitti skemmtilega á kollinn á Páli Ólafssyni, bezta manni Þróttar, sem skallaði knöttinn í markið af 12 metra færi. Heppnismark, ef til vill, en sérstaklega laglegt. Við markið var eins og allur eldmóður færi úr FH-ingum sem börðust öllu meira í fyrri hálfleik. Þróttarar komu tvíelfdir til leiks í seinni hálfleik og gáfu FH-ingum sjaldan grið. Náðu þeir alveg yfirtökum á miðju vallarins, en FH-ingar höfðu haft undirtökin á miðjunni í fyrri hálfleik. Sóttu Þróttarar ákaft í seinni hálfleik, voru greinilega harðákveðnir í að sætta sig ekki við orðinn hlut með töfum, vildu ólmir skora fleiri mörk. Fengu þeir nokkur hættuleg tækifæri, sem þó aldrei nýttust. FH-ingar, sem sýndu fátt annað en „kettlingaspil eða dúkkuspil", svo notuð sé orð eins af þeirra fyrri leikmönnum, töldu sig hafa verið svikna um vítaspyrnu er seint var á leikinn liðið, en skömmu seinna fengu Þróttarar dæmda vítaspyrnu á FH er Valþór Sigþórsson, bezti maður FH, brá Sigurkarli Aðalsteinssyjii, fimm mínútum fyrir leikslok. Daði Harðarson skoraði örugglega úr spyrnunni, og þar með var endan- lega úti um leikinn. Mikil barátta einkenndi leik beggja liða, þó aðeins annars í einu, FH í fyrri hálfleik og Þróttar í þeim seinni. Eftir að boltanum hafði verið hnoðað upp að enda- mörkum vantaði venjulega eitt- hvað til að ljúka sóknunum. Oftast var þæfingur á miðjunni, en inn á milli sprettir í báðar áttir. Leikur- inn fór að mestu fram á nyrðri væng Kaplakrikavallarins, eink- um í fyrri hálfleik, enda blés vindur úr suðri. Þróttarar voru áberandi sterkari þegar boltinn barst upp fyrir mittishæð, sigruðu í öllum skallaeinvígum. Jón Þor- björnsson átti góðan leik í marki Þróttar, en Friðrik Jónsson í marki FH var stundum á köldum klaka og virðist þurfa að vanda betur staðsetningar sínar. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild: FH — Þróttur 0—2 (0—1). Mörk Þróttar skoruðu Páll Ólafsson á 38. mín- útu og Daði Harðarsson, úr víti, á 85. mínútu. Gult spjald: Knútur Kristinsson FH og Sverrir Einars- son Þrótti. Áhorfendur 270. — áá. Stórleikir í 1. deild í kvöld Þrír leikir eru á dagskrá í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu í kvöld. Er óhætt að segja að allir komi til með að vera spennandi. Á Laugardalsvellinum klukkan 20.00 eigast við KR og ÍBV. KR-ingar hafa eflst mjög að undanförnu og fengið 7 stig af síðustu 8 mögulegum. Er skemmst að minnast stórsigurs KR gegn efsta liðinu Fram í síðustu um- ferð, en það var fyrsti tapleikur Fram á mótinu til þessa. Framarar fara hins vegar í heimsókn til UBK og mætast liðin á Kópavogsvellinum klukkan 20.00. Mega Framarar hafa sig alla við ef þeir ætla að hirða bæði stigin. Að vísu hafa Blikarnir dalað nokkuð að undanförnu, en eru þó til alls líklegir. Stórleikur fer fram á Keflavík- urvelli klukkan 20.00, en þá leiða saman hesta sína lið ÍBK og ÍA. Skagamenn hafa unnið tvo síðustu leiki sína í 1. deild, báða með tilþrifum. Keflvíkingar hafa skor- að lítið á þessu keppnistímabili og sterk vörn IA verður þeim örugg- lega ákaflega erfið. ____ ft i_ _____ ólafur Danivalsson býr sig undir að spyrna boltanum að marki Víkinga. Jóhannes Bárðarson til varnar. Ljósm. Emilía. Fátt um fína drætti VALUR og Víkingur skiptu bróðurlcga með sér stigunum í leik sinum í íslandsmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Bæði liðin skoruðu eitt mark. Framan af fyrri hálfleik var mikið fjör í leiknum og átti þá lið Víkings mjög góðan leik. Yfirspilaði Víkingur þá Val á köflum en er líða tók á leikinn var eins og Víkingar misstu taktinn í leik sínum. Valsmenn áttu góða spretti í fyrri hálfleiknum en það sama var uppi á teningnum hjá þeim og Víkingi þeim tókst ekki að ná sér verulega á strik er líða tók á leikinn. Víkingar hófu leikinn af mikl- um krafti og spiluðu glettilega góða knattspyrnu. Leikmenn los- uðu sig fljótt og vel við boltann og hvað eftir annað lenti vörn Vals í erfiðleikum með spræka framlínu- menn Víkings. Á 5. mínútu á Helgi Helgason gott skot að marki Vals eftir aukaspyrnu, en rétt framhjá marki. Mínútu síðar bjarga Vík- ingar á marklínu eftir að boltinn hafði borist fyrir markið, og óvæntur skalli kom úr þvögu. Rétt skömmu síðar á besti maður Vals í leiknum Magnús Bergs þrumuskot rétt yfir þverslá. Mark Víkings kom á 17. mínútu leiksins. Frábær samvinna Heimis og Lárusar kom þeim í gegn um vörn Vals og gaf Heimir vel fyrir markið á Hinrik, sem skallaði Víkingur —Valur 1:1 laglega inn í vítateiginn þar kom svo Omar Torfason á fullri ferð og negldi í netið. Glæsileg samvinna, sem því miður sést alltof sjaldan nú orðið á vellinum. Lárus átti svo mjög gott tækifæri á 25. mínútu er hann var einn inn í markteig en náði ekki til boltans. Eitt besta tækifæri Vals kom á 30. mínútu er Albert brunaði upp allan völl- inn og skaut þrumuskoti frá víta- teigslínu, en Diðrik varði vel. I byrjun síðari hálfleiksins virt- ist vera að lifna yfir leikmönnum Vals, þeir byrjuðu vel og uppskáru mark strax á 5. mínútu. Guð- mundur Þorbjörnsson skaut lúmsku skoti frá hliðarlínu víta- teigsins og virtist vera snúningur á boltanum. Diðrik markvörður greip boltann en datt og missti boltann frekar klaufalega í netið. Nú hafa sjálfsagt allir átt von á góðu framhaldi í leiknum en því miður var fátt um fína drætti þær 40 mínútur sem eftir voru af hálfleiknum. Mikið var um hlaup og spörk en minna um samspil og hættuleg marktækifæri. Besti maður Vals í leiknum var Magnús Bergs, hann bar af í liðinu fyrir baráttu og góðar sendingar. Þá voru Dýri og Óttar góðir í vörninni. í liði Víkings áttu Lárus, Hinrik, og Heimir ágætan leik Gunnar Gunnarsson var og mjög traustur í vörninni. í stuttu máli. Islandsmótið 1. deild.Víkingur—Valur 1—1 (1—0) Mark Víkings, Ómar Torfason á 17. mínútu Mark Vals, Guðmundur Þor- björnsson á 50. mínútu. Gul spjöld engin. Áhorfendur 1281. — þr. Nýtt Islandsmet hjá Jóni „ÞETTA er allt í áttina, en ég var að vonast til að verða búinn að hlaupa undir 3:40 þegar að ólympíuleikunum kæmi,“ sagði Jón Diðriksson frjálsíþróttamað- ur úr UMSB í spjalli við Mbl. í gær, en í fyrrakvöld bætti Jón Islandsmet sitt í 1500 metra hlaupi á móti i Stokkhólmi, hljóp vegalengdina á 3:41,8 minútum, en gamla metið hljóðaði upp á 3:42,7 mínútur. Sigurvegari í hlaupinu varð Súdanmaðurinn Omar Kalif er hljóp á 3:38,2 mín. í öðru sæti varð Vestur-Þjóðverj- inn Willi Wullbeck á 3:39,9 fjórði íy JkBVIU-ION—AVAW /JRT SÍUDIOS fí fÍAJLl HLíITa 3.0. fí LpA/t VofiJOfiMÞfí- R/XXA/ne** Aí-t-f - 'RáÞaJþi Á ol/*}pnJ- /neo o/ierfí l oÞ/tJ f/trr/. fí SJc/rrA 11/ C/hj/n HoaJ svo , SoiCTmetM f/ieun I pACSLToOlf 06- O/tevTTjJ /tei vj/i oe/JA fílUTf OCLJ/JJ/r) Ofí€*<T//<. '/ /xórramej/i f\OmJ oe UrlMj (Jll- Je^LAJ/J I /<AfiT- fyiei/JJm OL roJJ A fí.KSlJ AfiJrn Ad MASl/í se*. JolL Á HLMJPA - A/tAJrJiJJ/*\ Oé /QtJ Torttr pe'm A* SA//I/I J/L*t ' ■ tAi/LOu J'/MA Véfi. Sen/L Fhá TJe/mJ/l meisrJAJM Sovér- mAr/r/A . "fínmiA pit(s$ /fifi. sá mesr Oí//\ieJ.IAM0l Jle/jmAVJfi, sf/n s £ ZT MCfJfi / JeP/n/ $e$s/ nisAJ/VQiA —' '/caíilaJi/i/. , /fiifíiLyri/Ji Ci/uT'ifi/ASfioi/e. All* ■ n.2l m , USSfiio s/ ■>4" JAHrJ Gull U;S.A. SU 2Í it lo oG firCT-n SyiHfiL . /o zi /8 S~o rJ^rr .OL-im?'i)rA£T p *pf «> i^\> lympíumaöurinn e<jrs <4(1 "gtféNtðd HLA\)rA&ÍÍAJT- AfiMA i /neLOoJfiue iQ ct, i vaJm <r«oo„ á/3 Alfí jAl.LSeJ. 04 ÍA* Hfims/ner neMoJfi gxw rfiA. AQ AtSJi JAJJ HAJ/I Vlt €Zlfi*A lo.ooo m HtAJf W“ TAMmfi* ,STe/l.iASTA J.OMA H€iaas JA./J/J Tie/i/i ojll . Vefi-OLAJ/J i jLjJfifi.fi i f/9to oo fííQ) IW* \>fiUA*< IrJHLfjfí Slfíill fifssfí /fiKLj Slifi.fi . 'A fffiL! iifíjm Hfifífi þesst soieT/nfioJfi jlauoij, %"jJ/SV?' rJSfeufí. ZÍftefCWZt'lMA. varð landi hans Andreas Bar- anski á 3:40,3 og fimmti varð Svíinn Christer Ström á 3:41,6 mín. „Eg tel mig enn geta gert betur, það var einkennilega erfitt að hlaupa þarna, og kvörtuðu vest- ur-þýzku félagarnir mínir t.d. undan því, en þeir hafa hlaupið talsvert betur í sumar en þeir gerðu þarna. Við urðum beinlinis að berjast með kjafti og klóm til að halda í hérann," bætti Jón við. Hann dvelst nú í æfingamiðstöð í eynni Lidingö fyrir utan Stokk- hólm og verður þar fram í næstu viku er hann heldur til liðs við aðra úr íslenzka Ólympíuhópnum í Kaupmannahöfn. Jón sagðist þó gera sér vonir með að keppa á móti í Osló í næstu viku, en þar fer fram líklega mesta 1500 metra hlaup ársins, því þá leiða saman hesta sína t.d. Steve Ovett, John Walker, Bandaríkjamaðurinn Steve Scott o.fl. frábærir hlaupar- ar er ekki verða meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Moskvu. Gunnar Páll Jóakimsson ÍR og Lilja Guðmundsdóttir ÍR kepptu á mótinu í Stokkhólmi og hljóp Gunnar 800 metra á 1:51,2 mínút- um og Lilja hljóp 1500 metra á 4:28,6 mínútum. Gunnar varð að leiða sitt hlaup svo til alveg en tapaði á endasprettinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.