Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 Davíð Oddsson borgarfulltrúi um Hitaveituslaginn: „Fyrr ætti að loka fyr- ir Arnarhvol en neita húsbyggjendum“ „HITAVEITA Reykjavíkur er Kjöfulasti brunnur landsins, talin vera 100 milljarða virði og það er fáránlegt að slíku fyrirtæki sé komið á heljarþröm eins og rikisstjórnin hefur sýnt sig að og það er jafn fáránlegt að koma i veg fyrir að þeir sem eiga kost á geti notið þessa nægtabrunns,“ sagði Davið Oddsson borgarfulltrúi og talsmaður sjálfstæðismanna i ba „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á,“ hélt Davíð áfram, „að ríkis- stjórnin standi fast á þeirri stefnu sinni að þeyta Reykvík- ingum tugi ára aftur í tímann í orkumálum. Ég tel að borgar- stjórn verði að grípa til örþrifa- ráða til þess að eðlilegur rekstr- argrundvöllur verði og uppbygg- ing geti átt sér stað. Ég tel að borgarfulltrúar verði nú að biðja um fund með öllum þingmönn- um Reykjavíkur til þess að biðja þá að standa með sér, ekki sízt þá sem styðja ríkisstjórn sem hegðar sér svona. Það hefur verið rætt um að taka lán upp á einn milljarð króna erlendis frá til þess að taka af mesta skellinn, en það er ekki fýsilegur kostur til þess að bæta úr þessum skammtíma rekstrarvanda fyrirtækisins. Nú liggur fyrir að hundruð nýbygginga fá ekki notið þjón- ustu Hitaveitu Reykjavíkur ef ekki fæst tekið í alvöru á þessum málum, en fyrr teldi ég að það ætti að skrúfa fyrir heita vatnið til Arnarhvols, en heita þeim íbúum um heitt vatn sem eiga að fá það samkvæmt þeirri upp- byggingu sem hér hefur átt sér stað. Þeir menn í ráðuneytunum sem fjalla um þessi mál, iðnað- arráðherra og fjármálaráðherra, eru flokksbræður og í þeim flokki sem nú gegnir forystu- hlutverki í meirihluta borgar- Dmvið Oddsson stjórnar, en flokksbræður þeirra í borgarstjóm virðast ekki eiga eins greiðan aðgang að þessum háu herrum eins og þegar þeir unnu að því að hækka skatta borgarbúa fyrir skömmu." Karvel Pálmason, OHTIQ C'í' öL'L'Í A7"í Ö alþingismaður: iVdl lA Ido I/ t/lVJVl V 1U þetta sem kröfugerð ASÍ „ÉG kannast ekki við, að þetta lands og veit ekki til þess, að þær séu kröfur Alþýðusambands Is- hafi verið samþykktar sem slík- Inga eykur f orskotið ÞEIR Bjarni Sveinsson og ðli Skagvík á bátnum Ingu frá Vestmannaeyjum komu fyrstir keppenda i Sjóþeysunni til Akur- cyrar i gærkvöldi. Komu þeir til Akureyrar kl. 18.13 en næsti bátur Spörri frá Grundarfirði kom kl. 18.28. Þriðji var Gustur frá ísafirði, sem kom kl. 18.30 og fjórði var Gáski frá Hafnarfirði, er kom til Akureyrar kl. 22.50. Oliuleiðsla stiflaðist i Gáska og var farið með bátinn inn til Ólafsfjarðar þar sem leiðslan var hreinsuð og skipt um oliu. Fimmti báturinn í Sjóþeysunni, Lára III, var í gær enn í Borgar- firði eystra vegna bilunar. Fyrst hafði heddpakningin bilað en þegar verið var að reyna vélina brotnaði drifið í bátnum. í gær Júlíleikhúsið á Hótel Borg JÚLÍLEIKHÚSIÐ sýnir á fimmtu- dags-, föstudags- og laugardags- kvöld leikþáttinn Flugkabarett eftir Brynju Benediktsdóttur, Erling Gíslason og Þórunni Sigurðardóttur að Hótel Borg og hefjast sýningarn- ar klukkan 21. Ástæða er til að minna á breyttan sýningartíma frá því í síðustu viku. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. var verið að útvega nýtt drif frá Reykjavík og ef það kemst norður •í tæka tíð er ætlunin að Láru III verði siglt til Akureyrar í dag. í Sjóþeysunni er keppt í tveimur flokkum og af kraftmeiri bátunum er Inga stigahæst með 67 stig, Gustur með 50 og Lára, ef hún kemst til Akureyrar, með 37 stig. I hinum flokknum eru Spörri efstur með 64 stig og Gáski með 55 stig. Keppendur eiga frí í dag nema áhöfnin á Láru III en bátarnir verða ræstir frá Akureyri kl. 10 á föstudagsmorgun. Pilturinn sem lézt Pilturinn sem lézt i Vest- mannaeyjum sl. laugardag er svifdreki hans brotnaði hét Rún- ar Bjarnason. ar,“ sagði Karvel Pálmason. al- þingismaður og miðstjórnarmað- ur í ASl, er Morgunblaðið bar undir hann ummæli, sem hann lét falla á fundi vestur á fjörðum um siðustu helgi, en þar afneitaði hann þvi að kröfur þær, sem ASÍ hefði lagt fram nýverið á sátta- fundi, væru kröfur ASÍ. Sagði Karvel, að um væri að ræða kröfur sérsambanda innan ASÍ. Á fundinum voru kjaramál til umræðu. Þar lýsti Karvel því yfir, að höfuðáherzlu ætti að leggja á kröfuna um hækkun láglauna. Á fundinum var einnig Davíð Schev- ing Thorsteinsson, sem sæti á í stjórn Vinnuveitendasambands- ins, og kvað hann allmjög skjóta skökku við, er Karvel lýsti þessu yfir, því að kröfur ASÍ, sem settar hefðu verið fram, fælu í sér allt að 5-falda hækkun á við þá hækkun, sem krafizt væri fyrir hönd lág- launamannsins. Karvel stóð þá LEIKFÉLAG Akureyrar á nú við mikla fjárhagsörðugleika að striða og hefur öllu starfsfólki félagsins, liðlega 10 manns, verið sagt upp störfum frá 1. septem- ber n.k. Þá eru væntanlegir norður til Akureyrar fulltrúar fjármála- og menntamálaráðu- neytanna til viðræðna við for- ráðamenn Leikfélagsins um fjár- mál þess, en talið er að Leikfélag- ið eigi jafnvel á hættu að verða gjaldþrota. Guðmundur Magnússon, for- maður Leikfélags Akureyrar sagði, að með öllu væri óráðið hvort Leikfélagið héldi upp nokk- urri starfsemi næsta vetur. Um það hefðu engar ákvarðanir verið teknar, enda allt í óvissu með fjármál félagsins. Aðsókn að leiksýningum hjá Leikfélagi Ak- ureyrar hefur að sögn Guðmundar verið nokkuð góð. „Rekstur Leikfé- lagsins er dýr og það kostar jafn mikið að setja upp leiksýningu hér á Akureyri og í Reykjavík með öllu fagfólki. En hjá okkur er markaðurinn kannski ekki nema 20.000 manns þegar þeir í Reykja- vík hafa rúmlega 100 þúsund manns. Niðurfelling á söluskatti á aftur upp og gaf áðurnefnda yfirlýsingu. í samtali við Morgunblaðið sagði Karvel, að krafa ASÍ væri um 5% grunnkaupshækkun á alla taxta, og hann lagði áherzlu á, að hann hefði verið andvígur henni, er hún var samþykkt og hefði greitt atkvæði gegn henni á kjara- málaráðstefnu ASÍ. „Ég vildi leggja langtum meiri áherzlu á láglaunin. Ég kannast ekki við þetta sem kröfugerð ASÍ og sé þetta rétt, stríðir það gegn því sem ég hef talið að verið væri að gera. Eg hef litið svo á, að þessi háa kröfugerð sé kröfugerð sér- sambandanna, en ekki ASÍ.“ Karvel Pálmason sagði: „Sé þetta kröfugerð ASÍ þá hefur hún orðið það án míns samþykkis og ég tel að þetta sé einmitt það, sem ekki eigi að gera. Þessi stefna samrýmist ekki láglaunastefn- unni, sem margyfirlýst er af hálfu Alþýðusambands íslands." leiksýningum kom ekki fyrr en nokkrar sýningar voru eftir hér í vor og það breytti því ekki miklu hjá okkur, þó þetta sé vissulega til bóta,“ sagði Guðmundur. Stal rúmri milljón og var gripinn á staðnum UM hádegisbilið á þriðjudag var brotist inn í mannlausa íbúð innarlega við Hverfisgötu í Reykjavík. Þjófurinn komst þó ekki langt með feng sinn, því íbúi í húsinu varð var við einkennilegar mannaferðir og gerði lögreglunni viðvart. Gómuðu lögreglumenn þjófinn, sem var maður á miðjum aldri, þegar hann kom út úr húsinu. Þýfið reyndist vera 1,1 milljón íslenskra króna og 4000 sænsk- ar krónur og var það tekið af manninum. Uppsafnaður söluskattur útfluttra iðnaðarvara: Liðlega 400 milljónir endurgreiddar 1. ágúst FÉLAGI íslenzkra iðnrekenda hefur borist bréf frá iðnaðar- ráðuneytinu um að það hafi orðið að samkomulagi milli iðn- aðar- og fjármálaráðuneytis, að greiðsla- á uppsöfnuðum sölu- skatti vegna útfluttra iðnaðar- vara þriðja og fjórða ársfjórð- ungs 1979 fari fram 1. ágúst n.k., eða sem allra næst þeim degi eftir því, sem hægt verður. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, deildarstjóra hagdeildar FÍI, er hér um að ræða liðlega fjögur- hundruð milljónir króna, sem skiptast milli hinna einstöku fyrirtækja. Leikfélag Akureyrar: Starfefólki sagt upp Fjármálaráöherra: Stórfelld- ar kröfur á lokastiginu Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing fjármála- ráðherra vegna gagntilboðs BSRB: „Gagntilboð samninganefndar BSRB kemur mjög á óvart, eftir það sem á undan er gengið í viðræðum ríkisins og BSRB. Viðræðurnar undanfarna mánuði hafa einkum snúist um margvísleg réttindamál, en af hálfu ríkisstjórnar- innar hefur hvað eftir annað komið skýrt fram, að beinar launahækkanir verði að takmarkast við neðri hluta launastigans. Eins og komið hefur fram í fjölmiðl- um lá fyrir bráðabirgðaniðurstaða um margvísleg réttindamál. Forystumenn BSRB höfðu aldrei mótmælt þeim skilningi ríkisins, að sú bráðabirgða- niðurstaða væri hluti af heildarsam- komulagi sem gert væri á grundvelli gagntilboðs fjármálaráðherra. En nú þegar ástæða var til að ætla að samningar væru á lokastigi kemur samninganefnd BSRB með kröfur um stórfelldar beinar launahækkanir sem nema 17—27% hjá 97% félagsmanna BSRB. Kröfur BSRB um hækkun launa- stigans fela í sér rúmlega 19% meðal- hækkun launa. Miðað við að ríkið semdi við alla starfsmenn sína á þessum grundvelli næmu aukin útgjöld ríkisins á einu ári um 21 milljarði króna. Til samanburðar má geta þess, að 21 milljarður króna samsvarar rúmlega 50% hækkun tekjuskatts ein- staklinga eða hækkun söluskatts um rúmlega 4 prósentustig. Formaður BSRB hefur látið þess getið, að samtökin hafi verulega slegið af kröfum sínum með því að lækka þær úr 38% í 19%. Að sjálfsögðu telst afslátturinn því meiri þeim mun hærri sem kröfurnar voru í öndverðu. En til samanburðar er rétt að geta þess, að aðalkrafa Alþýðusambands íslands er um 5% launahækkun ásamt gólfi og þaki í vísitölu. Öllum ætti að vera ljóst, að kröfur BSRB eru margfalt hærri en hugsanlegt er að nokkur ríkisstjórn geti samþykkt við ríkjandi aðstæður. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórn- in þegar boðið opinberum starfs- mönnum 6.000 kr. launahækkun á neðri hluta launastigans sem felur í sér um 2% hækkun á lægstu laun. Forystu- mönnum BSRB er jafnframt kunnugt um, að ríkisstjórnin hefur verið reiðu- búin að hækka það boð um nokkur þúsund krónur. Ein meginforsenda þess að takast megi að ná tökum á þróun efnahags- mála á síðari helmingi þessa árs, er sú að ekki verði almennar grunnkaups- hækkanir upp allan launastigann. Á sama tíma og þjóðarbúið er að lenda í alvarlegum samdrætti í framleiðslu og sölu sjávarafurða sem getur dregið alvarlegan dilk á eftir sér, heldur BSRB fast við óraunhæfar kröfur um stó-felldar grunnkaupshækkanir. Einnig er að sjálfsögðu útilokað með öllu að ríkisstjórnin geti samið við opinbera starfsmenn um allt önnur og miklu betri kjör en hugsanlegt er að ráðandi verða á almennum vinnumark- aði, þar sem sennilegt má telja, að væntanleg launahækkun verði innan við 5% og gengur þó nógu illa að koma þar á samningum. Samninganefnd BSRB gerir auk þess kröfu til þess í þessu gagntilboði að ekkert hámark verði á vísitölubótum til hálaunamanna, eins og ríkisstjórnin hafði gert tillögu um. Til viðbótar gerir samninganefnd BSRB kröfu til þess að hæstu launaflokkarnir hækki hver um rúmlega eitt hundrað þúsund krónur á mánuði eða talsvert miklu meira í krónutölu en lægstu flokkarnir. í til- boði ríkisins var hins vegar gert ráð fyrir því að engin launahækkun kæmi á 14 efstu þrepin í efri hluta launastig- ans. Þessi óvænta afstaða samninga- nefndar BSRB bendir til þess að félagsleg réttindamál sem verið hafa efst á dagskrá í viðræðum ríkisins og samninganefndar BSRB séu ekki mik- ils metin af samninganefndinni, enda er varla vikið orði að þeim þáttum málsins í gagntilboði BSRB. Virðist því eðlilegt, að sú hlið málsins sé tekin til endurskoðunar. Að sjálfsögðu stendur ekki á því að samningaviðræðum sé haldið áfram af hálfu ríkisins, en varla eru margir í vafa um, hvort heldur er innan BSRB eða utan samtakanna, að ríkið hlýtur að hafna algerlega kauplið þessa til- boðs BSRB. Ragnar Arnalds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.