Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.07.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ1980 29 fclk í fréttum + í Bandaríkjunum er svokallaður kassabílaakstur mjög vinsæl íþróttagrein þó að ekki sé um neina kassabila að ræða. Sum þessara farartækja vega nokkur hundruð pund og vélaraflið eftir því. í kappakstri þessara tækja sem fram fór í Bisbee í Arizona í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum vildi það slys til, að einn kassabílanna lenti út af brautinni og á áhorfendur. sem fylgdust með keppninni, með þeim afleiðingum, að ung kona og fimm ára gamall sonur hennar biðu bana. Myndin var tekin í þann mund sem slysið átti sér stað. Allt er þá þrennt er + Raquel Welch. kvikmyndastjarnan nafnkunna, var að ganga í það heilaga sl. laugardag og er það hennar þriðja hjónaband, sem þykir ekki í frásögur færandi þegar Hollywood-leikarar eiga í hlut. Ektamakinn er franski kvikmyndaframleiðandinn Andre Wein- feld og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemst í kynni við hjónabandshnapphelduna. Andre er ekki neitt smáfríður að sjá en vafalaust þeim mun betri í raun. Þau skötuhjúin voru gefin saman í Mexikó. + Hópur vísindamanna og Ijósmyndara mun brátt leggja upp frá New York búinn einhverjum fulikomnasta búnaði tii djúphafskönnunar sem um getur. Tilgangurinn með ferðinni er að leita að flaki skipsins sem „ekki gat sokkið“, Titanic. Ticanic var glæsilegasta skipið á sinni tíð. 46,338 tonn og átti að vera i förum milli Englands og Bandaríkjanna. I jómfrúrferðinni fyrir 68 árum, árið 1912, rakst það á borgarisjaka og sökk. 1500 manns týndust. Ef skipið finnst er ætlunin að koma aftur á næsta ári með mannaðan dvergkafbát og taka myndir af skipinu að innan sem utan. Talið er að mikil verðmæti sé að finna i Titanic og meðal annars er vitað um gimsteinum skreytt eintak af Ijóöaflokknum Rubaiyat eftir Ómar Khayyam. Það er milljónamæringur frá -Texas. sem stendur straum af kostnaðinum. „Ilund- réttindi“ + begar öldruð ekkja i San Francisco, Mary Murphy að nafni, stytti sér aldur i desemb- er sl. lét hún svo ummælt i erfðaskránni, að eftirlætisfé- laga hennar, hundinum Sido, skyldi einnig fyrirkomið. Hún óttaðist það nefnilega að hann lenti á vergangi og ætti e.t.v. hvergi höfði sinu að halla. Hundaeigendur og dýravernd- unarsamtök brugðust ókvæða við þegar uppvist varð um málið og fóru með það fyrir dómarann. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu, að „jafnvel flækingshundar ættu sinn rétt“ og þyrmdi lífi Sidos. Mörg hundruð fjölskyldna buð- ust til að taka Sido að sér en að lokum hafnaði hann hjá formanni dýraverndunarfé- lagsins í San Francisco. Mynd- in var tekin þegar nýju eig- endurnir fögnuðu Sido. uppábúnum með kjötbein. Fótaaögeröir Annast allar fótaaögerðir. Tímapantanir í síma 43986. Kristín Gunnarsdóttir, fótasérfræöingui. Hrauntungu 2, Kópavogi. ^LlÐAR€NDl Veitivgastaðurinri Hlibarendi Brautarholti 22 Fyrir þá vandlátu Opið alla daga frá kl. 11.30-22.30. Borðapantanir í síma 11690. Tískusýnim íkvöldkL2130 Módelsamtökin sýna strandfatnaö frá Dömunni og herrafatnaö frá Herra- deild P.Ó. Skála fell HÓTEL ESJU í VAMPYR 4004 ryksugunm sameinast allir þeir kostir sem góð ryksuga þarf að vera gædd, og meira til. Þessi nýja gerð er hljóðlátari, auk þess sem sogkrattur hefur verið stóraukinn. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.