Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 3
Gosinu lokið GOSVIRKNI hætti á gosstöðvun- um i Gjástykki i gærmor)?un og hefur nú allt hraunrennsli stöðv- azt. Þó sér enn í glóð í gígunum, en fólk er nú farið að fara upp á gígbarmana. Land rís nú af fullum krafti, svo sem oft er eftir goshrin- ur og er risið um 1 cm á dag. Allt bendir því til að þessi hrina sé um garð gengin og má þá búast við að kyrrt verði á þessum slóðum þar til í septemberlok. • • Olvaður ók útaf LAUS fyrir klukkan 16 í gær var fólksbifreið ekið útaf veginum við Rauðavatn fyrir ofan Reykjavík. Leikur grunur á því að Bakkus hafi þar verið með í ferðum. Maðurinn meiddist lítils háttar en bifreiðin skemmdist talsvert. Gæzluvarð- hald „sölu- mannanna“ framlengt GÆZLUV ARÐIIALD sölumann anna svokölluðu var i gær fram- lengt til 1. ágúst nk. i sakadómi Reykjavikur. Eins og fram hefur komið í fréttum seldu mennirnir, sem eru tveir, kaupmönnum víða um land varning, sem reyndist í flestum tilfellum vera skran. Fengu þeir í staðinn víxla, sem þeir notuðu strax til viðskipta, aðallega bílaviðskipta. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 3 Slysin í umferðinni: „Setja þarf krossmark á þá staði sem banaslysin verða, vegfarendum til áminningar“ - segir Hannes Þ. Hafstein framkvæmdastjóri SVFI VEGFARENDUR þurfa alvar legar áminningar á hverjum degi og mér finnst það ekki fráleit hugmynd að setja upp krossmark við þá staði, þar sem banaslys verða í umferðinni. ba>ði úti á þjóðvegum og í bæ og borg. sagði Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Slysavarna- félags jslands þegar Mbl. ra ddi við hann um hin geigvænlega tiðu slys að undanförnu og hvað væri til úrbóta. —Ef litið er til 6 fyrstu mánaða ársins, janúar til júní- loka, er fjöldi banaslysa sá sami og í fyrra, sagði Hannes. Hins vegar hafa orðið miklar sveiflur milli flokka, en Slysavarnafélag- ið flokkar banaslys eftir ákveðn- um reglum. Sjóslys og drukkn- anir urðu 19 á móti 24 í fyrra en banaslys í umferö hafa orðið 16 á móti 5 í fyrra. Banaslysin í umferð eru því þrefalt fleiri nú og það sama er uppi á teningn- um ef litið er til umferðar- óhappa almennt. Á tveimur fyrstu vikum júlímánaðar hefur ástandið verið hrikalegt. Þá urðu 9 banaslys og munar þar mestu um hinn hörmulegu slys á vötn- um um síðustu helgi. Sömu tvær vikur í fyrra urðu samtals þrjú banaslys. —Allir Islendingar hljóta að hrökkva við þegar þeir sjá þess- ar staðreyndir og ef ekki verður spyrnt við fótunum og allir landsmenn taki saman höndum verður árið 1980 mesta slysaár á íslandi á seinni árum a.m.k. Það er sérstök ástæða til þess að hvetja til stóraukinnar varkárni í umferðinni eins og tölurnar hér að framan bera með sér. Allir vegfarendur gangandi og akandi verða að virða þær reglur, sem settar hafa verið í umferðinni. Því miður er víða pottur brotinn í þeim efnum og einna hryggi- legastar eru þær fréttir, sem berast eftir hverja helgi af drukknum ökumönnum. Þeir eru teknir svo tugum skiptir í hverri viku og það var ömurlegt að lesa fréttir um það eftir eina helgina að fámennt lögreglulið í Árnes- sýslu skyldi hafa handsamað 23 Hin hrikalegu slys i umferðinni hafa vakið óhug hjá fólki. Þannig leit bifreið út eftir árekstur i sumar. t þessu slysi beið ungur maður hana. Ljósm. Mbl. Kristinn drukkna ökumenn um eina helgi. Ég vil segja það að lokum, að það ætti að verða okkur íslend- ingum umhugsunarefni að á sama tíma og fjöldi banaslysa í umferðinni eykst hér á landi - fækkar þeim verulega í ná- grannalöndunum. Mér kæmi ekki á óvart að til þess liggi tvær meginástæður, hámarkshraði hefur verið lækkaður og því fylgt eftir með miklu eftirliti að hann sé virtur og hin ástæðan er lögleiðing bílbelta. Það er löngu kominn tími til þess að við íhugum í fullri alvöru hvort ekki sé rétt að lögleiða notkun bíl- belta hér á landi. Samkvæmt nýútkominni skýrslu frá land- læknisembættinu hafa 28 ríki lögleitt skyldunotkun öryggis- belta við akstur. Þar er því haldið fram að almenn notkun öryggisbelta við akstur gæti fækkað dauðaslysum og alvar- legum umferðarslysum um 65— 80% og minni háttar meiðslum um 40—60%. Hér er mikiö í húfi, því talið er að kostnaður vegna umferðarslysa á íslandi 1977 hafi numið 4—5 milljörðum króna svo maður tali ekki um allar þjáningarnar og það and- lega álag, sem umferðarslysin valda. Það er ekki hægt að meta til peninga, sagði Hannes Þ. Hafstein að lokum. Takast samningar milli Sambandsins og ASI? VeRna þeirrar stöðu, sem upp^r komin í samningamálunum haíði Morgunhlaðið í gærkvöldi samhand við Ilallgrím Sigurðsson, formann Vinnumálasambands SamvinnufélaRanna, Snorra Jónsson, forseta Alþýðusamhands fslands og Þorstein Pálsson. framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands íslands. Ilallgrímur Sigurðsson hafði þetta um málið að segja: „Það er ekki rétt að ég hafi átt í viðræðum við ASÍ, en hins vegar eins og gengur í öllum samningum, eiga sér stað óformlegar viðræður milli funda. Hins vegar hefur komið í ljós að VSÍ og ASÍ áttu fund í vikunni, þar sem fjallað var um B-hlutann. VSÍ lýsti því yfir að viðræður væru gagns- lausar nema að ASÍ gæfi eftir í B-hlutanum. Við vorum með ákveðnar tillögur áður en VSÍ kom með sinn kjarnasamning. Við erum sammála VSÍ í mörgum atrið- um eins og t.d. að fækka launastigum. Við höfum hins vegar talið að tillögurnar væru ekki raunhæfar að mörgu leyti. Þetta er mjög flókið mál og það þarf að gefa sér góðan tíma til að fjalla um það. Á fundi ASÍ og VMSS lagði ég því fram tillögu um að öllum samningum væri frestað um eitt ár með ákveðnum forsend- um. Hverjar þær forsendur eru get ég ekki tjáð mig um á þessu stigi. Hins vegar yrði kannaður á meðan samræmdur samning- ur og hvað hann kostaði. Síðan yrði reynt að koma honum á í áföngum ef hann yrði of dýr. ASÍ samþykkti á þessum fundi að taka þátt í viðræðum á þessum grundyelli. Hvað við- víkur kröfu ASÍ um 5% grunn- kaupshækkun, þá viljum við skoða það mál.“ Snorri Jónsson hafði þetta um málið að segja: „Við vorum á þriggja tíma fundi í vikunni með VSÍ, þar sem ræddar voru ýmsar sér- kröfur. Þeir höfðu lofað að koma með gagntilboð á þessum fundi gegn því tilboði, sem við höfðum áður gert um flokka- skipan kauptaxta. Þeir sögðust Þorsteinn Pálsson þá ekki vegna tímaleysis geta staðið við þau loforð. Á sátta- fundi í morgun kom ekkert nýtt fram hjá fulltrúum VSÍ. Ég er því mjög undrandi á yfirlýsingum VSÍ núna varð- andi einhverjar leynilegar við- ræður okkar og VMSS og tel þetta vera hreinan fyrirslátt. Við áttum síðan, samkvæmt beiðni sáttanefndar, fund með VMSS í morgun og á þeim fundi var ákveðið að hittast aftur á þriðjudaginn. Þar var rætt um kjarasamninga á grundvelli þeirra krafna, sem við höfum lagt fram. Hvað Snorri Jónsson fram fór að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um á þessu stigi, en það get ég sagt að VMSS var ólíkt jákvæðara en VSÍ hefur verið. Það er ljóst að VSÍ og VMSS telja sig ekki geta unnið saman að samningagerð. Mér finnst ekki óeðlilegt að sátta- nefnd boði fulltrúa ASÍ og VMSS saman til fundar þegar þessi staða er komin upp.“ Þorsteinn Pálsson hafði þetta um málið að segja: „Það kom fram á fundi VSÍ og VMSS með sáttanefnd í morgun að Hallgrímur Sig- urðsson lýsti því yfir að hann hefði átt þrjá viðræðufundi með ASÍ að undanförnu. Á fundi með ASÍ á eftir neituðu þeir að þessar viðræður hefðu farið fram, en tilkynntu jafn- framt að þeir hefðu óskað eftir Hallgrimur Sigurðsson sérviðræðum við VMSS og fyrsti fundur væri ákveðinn á þriðjudag. Við getum ekki litið öðruvísi á, en að þeir vilji rjúfa viðræður ASÍ og VSÍ. Fram að þessu hefur VMSS engar tillög- ur lagt fram og aldrei tekið afstöðu með eða á móti kjarna- samningatillögum okkar. Þeir hafa ekki á einum einasta fundi tekið efnislega afstöðu til mála. Á siðasta fundi okkar og ASÍ var rætt um B-hlutann, þar sem um var að ræða ákveðnar forsendur fyrir sam- komulagi um launastiga. Niðurstöður þess fundar voru neikvæðar. Ég er því mjög undrandi á ummælum Hallgríms Sigurðs- sonar í útvarpinu í kvöld, því að hann tók alveg skýrt fram á viðræðufundi með sáttanefnd að hann hefði átt þrjá viðræðu- fundi með ASÍ og ég trúi ekki öðru en að sáttanefnd geti staðfest þetta. ASÍ neitaði hins vegar þessum fundi og við segjum það í okkar fréttatil- kynningu að við berum ekki brigður á það sem ASÍ segir í þessu sambandi. En eftir standa orð Hallgríms. í yfirlýsingu hans kemur nú fram að hann hafi boðið ASÍ að framlengja samninga óbreytta í heilt ár. ASÍ hefur fallist á að hefja sérviðræður við VMSS á þessum grundvelli. Við erum margsinnis búnir að bjóða ASÍ samninga á þessum grundvelli, allt frá áramótum og marg- ítrekað það. Því hefur alltaf verið hafnað án umhugsunar. Við getum því ekki dregið aðra ályktun af þessu en þá, að ASÍ fari út í þessar sérviðræður með allt önnur sjónarmið en þeir hafa haft. Álla vega er afstaða þeirra til tilboða VMSS þá allt önnur en til samskonar tilboða af okkar hálfu."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.