Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13—14
FRÁ MÁNUDEGI
Mér er ekki kalt til stúdenta, en ég
get ekki hræsnað það að meðferð
þeirra á 1. desember hefur stund-
um verið mér hrollkaldur gustur.
Með hlýjum hug til allra aðila vil
ég nú fara þess á leit að islenska
þjóðin noti þennan dag framvegis
til menningarlegra athafna og til
minningar um þá íslendinga sem
þá voru í fylkingarbroddi og að
stúdentum verði úthlutaður annar
dagur til sinna hátíðahalda, sem
þeir gætu vel við unað, t.d. dagur
úr sögu Háskóla íslands.
7-9
• Verzlanir opnar
á laugardögum
T.T. skrifar.
Ég vil hvetja yfirvöld til að
leyfa verzlunum á höfuðborgar-
svæðinu að hafa opið um helgar.
Það er gífurlegur ókostur að
komast ekki í matvöruverzlanir á
laugardögum eða sunnudögum.
Við hjónin vinnum bæði til 5 á
kvöldin frá 8 á morgnana, og þá er
lítill tími eftir til þess að gera
matarinnkaup. Víða erlendis hafa
verzlanir opið allar helgar. Það er
einnig svo hvimleitt til lengdar að
þurfa alltaf að sækja út fyrir
bæinn til að kaupa til heimilisins.
• Flóridana
gallsúrt
E.M. skrifar.
Það er alveg furðulegt hvað ég
hef verið óheppin með Flóridana
undanfarið. Ég hef verið að kaupa
mér nokkrar fernur til að hafa
með í ferðalög, og eiga heima, og
það hefur varla brugðist að maður
hefur þurft að hella því öllu niður,
því það hefur verið svo súrt. Þetta
er alveg synd, þar sem þetta er
ágætur drykkur, og hefur venju-
lega verið handhægur í ferðalög
og lengi hægt að geyma hann.
• Hjólreiðamenn
misvirtir
Hjólreiðamaður skrifar
Maður fer nú alveg að gefast
upp á að reyna að hjóla hérna í
höfuðborginni. Eins og þetta er nú
heilsusamleg íþrótt. Erlendis eru
sérstakar götur fyrir hjólreiða-
menn þar sem gangandi og akandi
vegfarendum er bannað að vera.
Hér á landi erum við algjörlega
misvirtir. Ef hjóli er ekið á götu,
flauta ökumenn viðstöðulaust á
mann, þar til maður hrökklast upp
á gangstétt. En um leið og komið
er á gangstéttina öskrar einhver
til manns að maður eigi að hypja
sig af gangstéttinni. Fólk skrifar
sífellt í blöðin um að þarna eigi að
banna hjólreiðafólki að vera, þetta
eigi það ekki að gera o.s.frv. En
hvar eigum við að vera?
Þessir hringdu . . .
• í strætis-
vagninn fyrir
13 krónur
Ung stúlka hringdi út af Þ.Á.
sem var í Velvakanda á miðviku-
daginn og spurði hvort leyfilegt
væri að taka þrefalt gjald fyrir
strætisvagnaferð frá Garðabæ til
Reykjavíkur, ef miðarnir væru
gamlir.
„Ég hef oft ferðast undanfarið á
gömlu afsláttarkorti, þar sem far-
ið kostar 13 krónur. Það hefur
aldrei verið gerð nein athugasemd
við mig og ég alltaf farið mínar
ferðir fyrir þessar 13 krónur.
• Gangstéttirnar
í Bankastræti
hættulegar
Gamall maður hringdi. Hann
vildi vekja athygli yfirvaldanna á
því að gangstéttirnar vinstra meg-
in þegar gengið er upp Banka-
strætið væru stórhættulegar. Þær
væru allar sprungnar og upp-
hleyptar, og alltaf væri gamalt
fólk aö hrasa þarna og jafnvel
detta. Þetta er það fjölfarin
göngugata að yfirvöldin geta ekki
verið þekkt fyrir að láta þetta
viðgangast.
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Stary
Smokovenc í Tékkóslóvakíu kom
þessi staða upp í skák tékkneska
stórmeistarans Plachetka, sem
hafði hvítt og átti leik, og Mnats-
akanjan, Sovétríkjunum.
27. Bh4! og svartur gafst upp.
Plachetka sigraði á mótinu, hlaut
'J'h vinning af 11 mögulegum.
Næstur kom austur-þýzki stór-
meistarinn Vogt með jafnmarga
vinninga, en var lægri á stigum.
HÖGNI HREKKVÍSI
Mælt með dr. Þórólfi:
Ráðherra hefur
málið til athugunar
FYRIR skömmu rann út umsókn-
arfrestur um stöðu prófessors við
félagsvisindadeild Iláskóla ís-
lands. Umsa-kjendur voru fjórir.
Björn S. Stefánsson. Dóra
Bjarnason. Þorbjörn Broddason
og Þórólfur Þórlindsson. Dóm-
nefnd. sem skipuð var til að meta
hæfni umsækjcnda. hefur skilað
áliti á þá leið. að einn umsa'kj-
andi, dr. Wrólfur Þórlindsson. sé
hæfur til embættisins.
Deildarráð félagsvísindadeildar
hefur þegar mælt með skipun
hans í embættið. Dr. Þórólfur lauk
KA prófi í félagsfræði frá Háskóla
íslands árið 1973 og stundaði að
því loknu framhaldsnám við há-
skólann í Iowa, Bandaríkjunum,
og lauk þaðan doktorsprófi árið
1977. Ritgerð hans ber heitið
„Social Organization, Role Taking,
Elaborated Language and Moral
Judgement in an Icelandie Sett-
ing. Dr. Þórólfur starfar nú sem
lektor við félagsvísindadeild Há-
skóla íslands.
í samtali við Morgunbiaðið kvað
menntamálaráðherra skipunar í
þetta embætti ekki að vænta á
Dr. Þórólfur Þórlindsson
næstunni, þar sem honum hefði
borist gagnrýni frá einum um-
sækjanda, Kirni S. Stefánssyni,
sem gerði athugasemdir við niður-
stóður dómnefndar. Ingvar Gísla-
son sagðist því mundu taka máiið
ailt til athugunar.
Frá sumarspilamennsku Ásanna. Albert Þorsteinsson og Sigurð-
ur Fmilsson etja kappi við Magnús Aspelund og Steingrím
Jónasson.
Brldge
Umsjón, ARNÓR
RAGNARSSON
Kína hyggst sækja
um aðild að Alþjóð-
lega bridgesam-
bandinu ...
Kínverska alþýðulýðveldið
ætlar að sækja síðar á þessu ári
um fulla aðild að Alþjóðlega
bridgesambandinu, segir í
mars-maíhefti fréttablaðs sam-
bandsins.
Forseti sambandsins, Jaime
Ortiz-Patino, var nú í vor stadd-
ur í Peking og átti þá viðræður
við forystumenn kínverska
íþróttasambandsins. Fram kom
hjá þeim, að nú stunduðu æ fleiri
Kínverjar þessa göfugu íþrótt og
að fyrirhugað væri að stofna
sérstakt bridgesamband þar í
landi. Hér á árum áður var
bridge litið fremur óhýru auga í
Kína og talið einkenandi fyrir
borgaralegt þjóðfélag, en nú
blása vindarnir sem sagt úr
gagnstæðri átt. Kínverjar setja
það ekki lengur fyrir sig þó að
þjóðernissinnar á Formósu eigi
aðild að sambandinu og láta sér
vel líka að setjast að spilaborð-
inu með þessum fyrrverandi
löndum sínum.
Margir frammámenn í bridge-
heiminum telja umsókn Kín-
verja vera einn merkasta áfang-
ann í 22ja ára langri sögu
Alþjóðasambandsins.
Góð aðsókn hjá
Ásunum Kópavogi
Sl. mánudag var besta aðsókn
sumarsins hjá Ásunum í Sumar-
bridge fram að þessu. Spilað var
i tveimur riðlum. Úrslit urðu
þessi:
A-riðill:
Aðalsteinn Jörgensen —
Ásgeir P. Ásbjörnsson 144 stig
Sverrir Ármannsson —
Valur Sigurðsson 136 stig
Gunnar Þorkelsson —
Erla E.vjólfsdóttir 112 stig
Gísli Hafliðason —
Sig. B. Þorsteinss. 112 stig
B-riðill:
Esther Jakobsdóttir —
Guðmundur Pétursson 129 stig
Friðrik Guðmundsson —
Hreinn Hreinsson lltistig.
Ármann J. Lárusson —
Þorlákur Jónsson 112stig
Baldur Bjartmarsson —
Jón Oddsson 112 stig
Meðalskor í báðum riðlum 108.
Keppnisstjóri var Hermann
Lárusson.
Staða efstu manna í stiga-
keppni Ásanna er þá þessi:
Sigfinnur Snorrason 5,stig
Valur Sigurðsson 5 stig
Georg Sverrisson 4,5 stig
Gísli Hafliðason 4,5 stig
Sigurður B. Þorsteinsson 4,5 stig
Spilað verður n.k. mánudag.
Keppni hefst kl. 19.30. Allir
velkomnir. Spilað er í Fél.heim.
Kópavogs.