Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 33
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980
33
Burt ásamt „Löður“-konu sinni, Mary. som leikin er af Cathryn Damon.
+ Viö könnumst líklega
flest við furðufuglinn
Burt úr framhaldsþáttun-
um Löðri áem hér voru
sýndir í sjónvarpi fyrir
skömmu. Burt, sem heitir
í raun og veru Richard
Mulligan, er 46 ára og
nýgiftur bandarísku
leikkonunni Leonore Stev-
ens.
Það var eiginlega til-
viljun sem réði því að
Richard gerðist leikari.
Hann hafði skrifað leikrit
Burt ásamt _alvöru“-konu sinni
Leonore.
sem hann ætlaði síðan að
bjóða leikflokki til sýn-
ingar. Þegar hann mætti
síðan með leikritið á stað-
inn, uppgötvaðist það að
hann passaði akkúrat í
eitt hlutverkið í leikritinu
sem verið var að setja á
svið.
Þannig byrjaði ferill
Richards sem leikara.
Höfundur Löðurs segir að
reyndar þurfi hann ekki
að gera annað en að leika
sjálfan sig í Löðri!
Jimmy Carter
í páfagarði
+ Jimmy Carter kom viö í páfagarði í Evrópuför sinni nú
fyrir skömmu. Páfinn og forsetinn ræddust viö í mesta
bróöerni m.a. um pólitík.
+ „Eina lausnin úr þessu er aA
við Caroline skiljum.“ er haft cftir
Philippe Junot. Frá þvi að Caroline
ok Junot Kiftust 1978 hafa öðru
hverju birst freKnir um yfirvof-
andi skilnað þeirra. en nú virðist
skilnaðurinn vera endanleKa ákveð-
inn.
Junot hefur reynst erfitt að
yfirKefa sitt fyrra liferni sem
KlaumKosi. Ilann hefur oít ok iðu
Iokb sést á hinum ýmsu diskótek-
um einn sins liðs eða i fylKd með
öðrum konum.
frá tilraimaeldhúsi Mjólkursamsölunnar
Hafa ber í huga, að þegar legið
er í sólbaði, eða slappað af 'frá
daglegu amstri, að þá brennir
líkaminn mun minna heldur en
þegar staðið er að vinnu.
Þess vegna þurfum við í fríum
okkar að borða léttari og hita-
einingasnauðari mat en ella.
En þá viljum við líka gjarnan
hafa á borðum fljóttilbúinn mat,
en gómsætan og girnilegan.
Allskyns mjólkurafurðir, svo
sem skyr, jógurt, ýmir og sýrður
rjómi eru ágætis uppistaða í
fljóttilbúna rétti, sem gefa
tiltölulega fáar hitaeiningar, en
mikið næringargildi.
Hitaeiningafjöldi í 100 gr. af
fyrrnefndum mjólkurafurðum:
Skyr: 71
Jógurt: 96
Ýmir: 75
Sýrður rjómi: 190
Brauð á fati
Smurðum Heilhveitibrauð-
sneiðum raðað þétt á fat.
Salatið
Harðsoðin egg
Aspargus
Hangikjöt
Rækjur
Sýrður rjómi.
Allt smátt skorið og blandað
saman við sýrða rjómann. Salat-
inu smurt yfir brauðið á fatinu
og skreytt m/ tómötum eggjum
og rækjum.
Ostdýfa m/ skyri
og sýrðum rjóma
100 gr. hrært skyr
1 dl. sýrður rjómi
3 msk rifinn ostur eða smurostur
1/2 tsk paprikuduft, karry eða
chilisósa
1 msk laukur, graslaukur eða
dill.
Hrærið ostinn saman við skyr-
ið og sýrða rjómann. Kryddið og
bætið söxuðum lauk saman við.
Karrý-síld
1 box ýmir
1 box sýrður rjómi
1 tsk. salt
1 tsk. karrý
1 tsk. saxað dill
1 tsk. sinnep
1/2 smátt saxaður laukur
2 harðsoðin egg
3 kaldar kartöflur
2 græn epli
5—6 flök marineruð síld.
Blandið saman ými og sýrðum
rjóma ásamt kryddinu. Skerið
síldina eplin og kartöflurnar í
smáa bita og setjið út í kryddaða
sósuna, ásamt söxuðum eggjun-
um og lauknum. Bragðbætið með
salti ef vill. Skreytið með söxuðu
dilli.
2 súputeningar
steinselja.
Hreinsið sveppina í köldu
vatni og skerið þá í sneiðar.
Blómkálshöfuð þvegið og hlutað
í sundur. Allt soðið í saltvatni í
10 mín. Hrærið saman smjör og
hveiti í skál, þannig að myndist
samfelld bolla, sem sett er í
súpuna og þeytt gætilega saman,
án þess að grænmetið fari í
mauk. Soðið í 5 mín. Bætið í
mjólk og súputeningum. Bragð-
bætið súpuna, ef með þarf og
stráið smátt skorinni steinselju
yfir. Berið súpuna fram vel
heita, sem sjálfstæðan rétt með
grófu brauði, eða heitu osta-
brauði.
Buff Stroganoff
m/ sýrðum rjóma
1/2 kg. nautakjöt
2 laukar
50 gr. smjörl.
250 gr. sveppir
1 tsk. salt
2 tsk. paprika
2 dl. kjötseyði (má nota súputen-
ing.)
1 dl. tómatsósa
1 box sýrður rjómi
ef vill 1 tsk. hveiti
1 búnt steinselja.
Skerið kjötið í aflanga bita ca.
5 cm. langa. Brúnið kjötið ásamt
lauk og sveppum. Kryddi, kjöt-
soði og tómatkrafti blandað í.
Soðið um 30 mín, eða þar til
kjötið er meyrt, þá er sýrða
rjómanum blandað saman við
ásamt saxaðri steinselju. Berið
hrásalat og gróft brauð með.
Tómatsalat m/ papriku
og sýrðum rjóma
4 stk. tómatar
2 stk. grænar paprikur
1 box sýrður rjómi
1 msk. rifinn laukur, saxaður
graslaukur, steinselja eða dill
1/2 tsk. salt.
Tómatarnir og paprikan skor-
ið smátt og blandað saman við
sýrða rjómann ásamt lauknum
og saltinu. Borið fram vel kælt
með alls kyns kjöti eða fiskrétt-
um, eða grófu brauði.
Sósa m/ nautasteik eða
glóðarsteiktum réttum
1 box sýrður rjómi
2—3 msk. söxuð agúrka
1 msk. rifin piparrót
1/2 tsk. salt.
Öllu blandað saman.
Sósa m/ lamhakjöti
1 box sýrður rjómi
50 gr. rifinn ostur
2 msk, smátt saxaðar valhnetur
1/2 tsk. salt.
Öllu blandað saman
Sveppasúpa m/ blómkáli
250 gr. sveppir
1 blómkálshöfuð (250 gr.)
1 ltr. vatn
1 tsk. salt
25 gr. smjör
25 gr. hveiti
1/2 ltr. mjólk
Sósa m/ kjúklingum
1 box sýrður rjómi
1 smátt skorið epli
1 msk. sinnep
1 dl. smátt söxuð agúrka
1/2 tsk. salt
1/8 tsk. pipar.
Öllu blandað saman.