Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 36

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 MORÖ-dK/ KAFFÍNU I Það færi bctur við sósulitinn, að þú litaðir hárið þitt i sama lit? Ég hafði alltaf óskað þess að fá starf í tengslum við dýr. Segðu mér: Ef þér nú tekst um síðir að kveikja eld. mun það hafa einhverja þýðingu í för með sér? ást er... 1 o 1-'#! ... ástarsœla í bátsferð. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1980 Los Angeles Times Syndicate Bilaviðfíerðirnar hér hjá okkur standa fyrir sínu þó druslurnar lagist ekki við það. BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson Spila þarf vel úr J)egar sagt er djarflega á spilin. I dag reynum við smáþraut, og vonandi verða allir með á nótunum. Norður gefur en hættur skipta varla máli. Norður S. D92 H. K97 T. ÁDG103 L. K6 Suður S. G4 H. ÁD3 T. 8 L. ÁDG10532 Eftir að makker, norður, opnar á einum tígli halda okkur engin bönd. Við endum í 6 laufum. Austur og vestur segja alltaf pass og við erum heppin með útspilið þegar vestur leggur lágt tromp á borðið. Hvað svo? Ég spyr nú bara til sísona eftir svona drullubað. — Fæ ég nokkurntíma tækifæri til að gjalda henni í sömu mynt? 1. desember verði notaður til menningarlegra athafna Furðulegt er að heyra margt ungt fólk tala um sjálfstæði Is- lendinga 1944. Þessa vanrækslu í sögukennslu verður að skrá á reikning skólanna. Fyrir nokkru var í sjónvarpinu kynningarmynd um Island og sagt var að við hefðum fengið sjálfstæði árið 1944. Hvað er sjálfstæði? Það getur verið allt mögulegt. T.d. eru Færeyingar og Grænlendingar að nokkru leyti sjálfstæðir. Island varð óháð og fullvalda ríki 1918 með lánaðan kóng hjá Dönum. Sendiherrar voru einnig að láni. Sagt var að íslendingar hefðu snúið á Dani í samningunum. Samt sem áður vorum við, sem þá vorum að vaxa úr grasi, hvað óánægðastir og ólundin óx eftir því sem á leið, þó án þess að við bærum nokkurn kala til hinnar ágætu frændþjóðar okkar, Dana. Þó þetta tímabil 1918—1944 væri að mörgu leyti þroskandi fyrir þjóð mína fannst mér, sem uppal- inn var á sjálfstæðisheimili þar sem stundum var flaggað með bláhvítum fána, alltaf heima- stjórnarbragur á þessu fullvalda konungsríki okkar. Þrátt fyrir það var það að mestu leyti til sóma fyrir tvær friðsamar og upplýstar þjóðir. Ávöxtur vit- rænna arfleifða til að jafna ágreining, án uppþota, kröfu- gangna og sprellimennsku sem nú er í há gengi. Því er það von allmargra að 1. desember, fullveldisdagurinn, verði framvegis í heiðri hafður sem minningardagur um þetta að mörgu leyti merka tímabil í sögu okkar. Einnig um þá, sem héldu reisn sinni í kreppu og óáran án styrkja og opinberrar framfærslu. Það liggur beint við að láta verður spaða af hendinni í tígullit blinds. Tvær leiðir koma þá til athugunar. Taka má trompin og svína tíguldrottningunni. En þá förum vi tvo niður ef austur á kónginn. Einnig er hugsanlegt að taka á tígulásinn, spila síðan drottningunni og láta spaða heima ef austur lætur lágt. Þannig förum við einum minna niður ef við höfum staðsett kónginn vitlaust. En það er hægt að gera betur. Tökum útspilið heima og spilum strax tígli á ásinn. Þvínæst tíg- uldrottning og láti austur lágt látum við hjartaþristinn af hend- inni. Ef vestur á kónginn og ekki spaðaás má heita öruggt að hann muni spila hjarta. Við getum bara sett okkur í spor hans og hvað er eðlilegra en að álykta út frá okkar veikleika í hjarta. Þá tökum við á ásinn, tökum trompin af andstæð- ingunum og eigum innkomu á hjartakónginn til að taka tígul- slagina. Ekki er víst, að þessi brella dugi gegn reyndum andstæðingi. En við höfum þó aukið til muna mögu- leika okkar. Pat Kerr: Læknar með ljósi, hljóði og tónlist IIÉR Á landi er nú stödd kanad- ísk kona, Patt Kerr að nafni í boði Jóns Sigurgeirssonar og Úlfs Ragnarssonar, sem reka heilsuhæli að Varmalandi i Skagafirði. Patt Kerr starfar við The Spiritual Science Insti- tute of Canada og vinnur þar að rannsóknum á áhrifum hljóðs og lita á mannslikamann. Blaða- maður Mbl. hitti Patt Kerr hér i Reykjavik og bað hana að segja frá tildrögum heimsóknarinnar og rannsóknum sínum. „Ég er hér í boði Jóns Sigur- geirssonar frá Akureyri og Úlfs Ragnarssonar, sem reka heilsu- hæli í Skagafirði. Við Jón hitt- umst í Kanada í fyrra á National Health-þingi og bauð hann mér tii íslands. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég kem hingað og mér líkar mjög vel við landið og Islendinga. Ég rannsaka áhrif hljóðs og lita á mannslíkamann, hljóð framkallar lit og bæði er til lita- og hljóðmynstur. Sem dæmi má nefna að rauður litur samsvarar c á tónstiganum, blár samsvarar g, appelsínugult d, gult e og grænt samsvarar f. Það hefur komið í ljós, að of háan blóðþrýsting má lækna um stundarsakir með blá- um lit, tóninum g, svefnleysi hefur verið læknað með djúpblá- um lit og einnig taugaveiklun og komið hefur í ljós að bleikur litur hefur róandi áhrif á óróaseggi. Líkaminn er byggður af ótal efnum, sem öll hafa sinn ákveðna lit og segja má að sjúkleiki stafi af skorti eða of miklu magni af tilteknum lit. Þess ber auðvitað að gæta að engir tveir einstakl- ingar eru eins, og því er mjög misjafnt, hvernig einstaklingar bregðast við, en í sumum tilfell- um er það sama fyrir alla, gula í ungbörnum er til dæmis venju- lega læknuð með bláu ljósi og lækna má ýmsa húðsjúkdóma með geislun. Geislun hefur einnig verið notuð við krabbameins- lækningar og nú er verið að gera frekari tilraunir til krabba- meinslækninga með litum og ljósi. Það, sem olli því, að ég fór að fást við þetta var það, að ég var mjög veik 1960 og hafði verið í 14 ár án þess að fá lækningu. Þá kom til Kanada ensk kona og læknaði mig á þremur mánuðum með ljósi og litum. Þetta er fremur sjaldgæf lækningaaðferð, en þó hafa tónlistarlækningar haslað sér nokkurn völl. Allir hlutir í kringum okkur eru ein- hvern veginn á litinn og hafa nokkra geislun, og ég vil benda á tvo hluti, sem eru sérstaklega hættulegir, en það eru flúor- centljós og sjónvörp. Geislunin frá sjónvarpi er verulega mikil og þó sérlega aftan frá því og til eru dæmi um að sjónvarp, sem sneri baki að barnaherbergi, hafi haft slæm áhrif á barn sem þar svaf. Ég vil taka það fram, að ég legg áherzlu á náttúrulega lækningu, þau efni og hljóð, sem ég nota eru öll úr náttúrunni," sagði Pat Kerr að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.