Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 21

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 21 jarnaodd á eldflaug á skotpalli á Plateau d’Albion í Provence-héraði í Frakklandi, þar sem aga 3000 km og lengra. í Frakklandi er stefnt að því, að slíkum eldflaugum verði einnig skotpöllum til að draga úr líkum á því, að þeim verði eytt í upphafi átaka. r um franska ivamarstefnu tvíræðum hætti, að franska „varn- arsvæðið" hefði verið stækkað og næði nú til samgönguæðanna til landsins um Vestur-Þýskaland. Þeir, sem gagnrýnt hafa frönsku varnarstefnuna, hafa lagt á það æ meiri áherslu, að hún væri hald- laus án samvinnu við ríkisstjórn- ina í Bonn, en þetta er svo viðkvæmt pólitískt mál, að ógjörn- ingur er að fá embættismenn til að ræða það til nokkurrar hlítar. Franska kenningin byggist á því, að við fyrstu árás Sovétmanna eyðileggist ekki svo mikið af franska kjarnorkustyrknum, að hann dugi ekki til gjöreyðingarár- ásar í hefndarskyni. SS-20-eld- flaugar Sovétmanna og Backfire- sprengjuþota þeirra auk annarra nýrra vopna í sovéskum höndum hafa leitt til efasemda um að Frakkland sé ósigrandi. Telja verður líklegt, að frönsku kjarnorkukafbátunum, sem væru á siglingu á hafi úti verði ekki grandað, nema algjör tímamót verði í gagnkafbátahernaði. Fimm arnorkusprengju í Pluton- sést á myndinni. Þessar 120 km og nú er að hefjast jum, sem draga lengra og dasprengjum. slíkir kafbátar eru nú í notkun, sá sjötti er í smíðum, og samkvæmt áætlunum eiga þeir að verða tíu og áform eru uppi um að endurbæta kj arnorkusprengj ubúnaði nn, þannig, að hver eldflaug kafbát- anna beri fleiri en eina sprengju. Þá er ráðgert að færa eldflaugar úr skotgryfjum upp á yfirborðið og hafa þær á hreyfanlegum skotpöllum, en með því yrði erfið- ara fyrir Sovétmenn að eyðileggja þær. Þá leggja Frakkar einnig áherslu á að viðhalda og endur- bæta þær flugvélar sínar, sem bera kjarnorkuvopn. Franskar hernaðarkenningar gera ráð fyrir því, að Sovétmenn kynnu að reyna að eyða kjarn- orkuvopnastöðvum í Evrópu í skyndiárás í trausti þess, að jafn- ræði þeirra á við Bandaríkjamenn í langdrægum kjarnorkuvopna- búnaði héldi aftur af Bandaríkja- mönnum og kæmi í veg fyrir að þeir beittu ógnarafli sínu. Þannig gætu Sovétmenn náð yfirráðum á meginálfu Evrópu án þess að minnsta hætta steðjaði að sovésku landsvæði. Eru Frakkar í stakk búnir til að efla svo vopnabúnað sinn, að hann standist þeim sov- éska snúning og útrými þessari hættu á skyndiárás? Endurskoðun? Margir franskir sérfræðingar og stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar, að Frakkar séu ekki færir um að gera þetta. Þeir telja því, að Frakkar verði að endur- skoða kenninguna, sem þeir leggja til grundvallar í vörnum sínum. .Sumir leggja til, að samvinna verði tekin upp við Breta, eða stofnaður verði samevrópskur herafli með Vestur-Þjóðverjum og þannig verði tæknilegi grund- völlurinn breikkaður. Með slíkri samvinnu yrði horfið frá sjáif- stæðu ákvörðunarvaldi um það, hvenær eldflaugum skuli skotið á loft nema Bretar og meginlands- ríkin höggvi á tengsl sín við Washington, og í samvinnunni fælist þannig afturhvarf til Atl- antshafssamstarfsins. Aðrir hafa lagt til, að stórlega verði fjölgað frönskum kafbátum og fjármuna til þess aflað með því að draga landherinn verulega saman. Landherforingi, sem birt hefur greinar í frönskum blöðum undir dulnefninu Francois, hefur bent á, að miðað við núverandi stefnu gætu Sovétmenn lagt undir sig Frakkland án þess að til nokkurra gagnráðstafana sé unnt að grípa og hann hefur hvatt til þess, að tengslin við NATO verði endur- nýjuð. Umræðurnar bera mikinn keim af því, að Frakkar eru að sannfær- ast betur og betur um það, að ekki sé endilega víst, að kenningin og veruleikinn faili saman, hafi mál- um á annað borð nokkru sinni verið þannig farið. Þótt undarlegt kunni að virðast í fyrstu eru Bandaríkjamenn alls ekki óánægðir yfir því, að Frakkar fari sínar eigin leiðir í kjarnorkumál- um, því að ráðamenn í Moskvu kunni að staldra við herstyrk Frakka, komist þeir að þeirri niðurstöðu, að Bandaríkjastjórn sé ekki til þess búin að heyja kjarnorkustríð til varnar Evrópu. í nýlegri heimsókn sinni lét Har- old Brown, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í ljós efasemdir um það, að franski kjarnorkuher- aflinn gæti komið í veg fyrir tiltölulega takmarkaða árás með venjulegum vopnum, en hann sagði, að með frönskum kjarn- orkuvopnum væri unnt að verja Frakka gegn „allsherjar kjarn- orkuárás". En þegar öllu er á botninn hvolft eru það ráðamenn- irnir í París, sem eru á milli steins og sleggju: á pólitískum forsend- um, er ekki unnt að fallast á neina af hinum framkomnu hugmynd- um. Jafnvel minnsta breyting veldur vandræðum — hvort held- ur hún miðar að aðeins meiri samskiptum við NATO eða örlítið skýrari áherslu á að gripið verði til gagnaðgerða, áður en fyrsti skriðdrekinn fer fyrir Rínarfljót. Enginn vafi er á því, að Frakkar styðja í kyrrþey en af festu áformin um að koma meðaldræg- um bandarískum kjarnorkueld- flaugum fyrir í Evrópu og einnig hugmyndirnar um að fallið verði frá þessum áformum, ef Kreml- verjar fjarlægja þau ógnarvopn, sem gera þær nauðsynlegar. Af sjálfu leiðir að merking orðsins sjálfstæði er takmörkuð á litlum skika meginálfu á tímum kjarn- orkueldflauganna. Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins: Vænti þess að reglugerðinni verði nreytt „RÍKISÚTVARPIÐ byggir á 15. gr. Útvarpslaga við innheimtuna. en þar segir að innheimta skuli hljóðvarpsgjald og sjónvarps- gjald og einnig að heimilt sé að sameina hljcWivarps- og sjón- varpsgjöld í eitt gjald“. sagði Hörður Vilhjálmsson fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins, er Mbl. spurði hann um ástæðu þess. að innheimt er útvarpsgjald af sjón- varpseigendum, þrátt fyrir ákvæði í reglugerð sem segir, að greiðandi sjónvarpsgjalds hafi fullnægt skyldum um greiðslu útvarpsgjalds. Þá sagði Hörður, að mistök hefðu átt sér stað við útfyllingu kvittana og í stað „sjónvarps- gjalds" ætti að standa „afnota- gjald Ríkisútvarps". „Það er rétt, að slæm mótsögn er í reglugerð- inni gegn lögunum. Ráðuneytinu er kunnugt um álagninguna og hefur málið til athugunar og með þessari álagningu hefur sú upp- hæð náðst, sem Ríkisútvarpið þarf til rekstrar síns og fjárveitinga- nefnd Alþingis gerði ráð fyrir. Þetta er aðeins brenglun á hug- tökum og ég vænti þess að reglu- gerðinni verði breytt fljótlega". Þá sagði Hörður, að lögmaður Ríkisútvarpsins vildi láta reyna á .réttmæti álagningarinnar fyrir dómstólum, en þeir teldu að Ríkis- útvarpið færi hér að lögum. I Hver sá maOur. úemnli eða stofnun. sem er eigandi viðtækis, er nota má til að hagnýta útvarp rfkisins. skal greiðn Rikisútvarpinu árlegt afnotagjald. Innheimta skal hljóðvarpsgjald og sjónvarpsgjalil í reglugerð má ákveða. að afnotagjald skuli greiða af hverju sjónvarpsviðtæki, þótt fleiri sóu en oitt á heiniili eða i stofr.un, og að gjald skuli greiða af útbúnaði til hljóðvarpsmóttöku i sjónvarps- eða talstöðvar- tækjum. Einnig má ákveða, að gjald skuli greiða af viðtækjum. sem notuð ert i hif- reiðum eða skipum. Ef stofnun greinist i deildir, má ákveða. að greiða skuli '-ir útvarpsafnot l*hverri deild um sig Heimilt er mcð reglugerð að sameina liljóðvarps- og sjónvarpsgjöld i eitt u ald I rcglugerð má áKvcoa. að f>eir. som hljóta uppbót á elli- éða örorkuIifeyH samkvæmt 21. gr laga um almannatryggingar frá 1903, verði undanþcgnir afnotn- gjóldum. t reglugerð má oinnig ákvcða undanþ&gu blindra manna frá greiðslu af- notagjaldaafhljóðvaimi_^g^^m|Ím^^mmmm^^^^^^^^^m Ríkisútvarpið byggir álagninguna á 15. gr. Útvarpslaga. Undirstrik- aðar eru þær setningar sem Ilörður vitnar í. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra: „Hlýtur að vera álit allra að þeim beri að greiða fyr- ir útvarpsafnot44 „OKKUR er ljóst, að það þarf að fara með gát í þetta og það er ýmislegt sem er þessu fylgjandi. Við gerum okkur grein fyrir að það verður að tryggja, að reglur séu í heiðri hafðar, en það eru ýmsir tæknilegir þættir sem þarf hér að gæta að“, sagði Ingvar Gíslason menntamálaráðherra, er Mbl. spurði hann um afstöðu ráðuneytisins í gjaldtökumáli Ríkisútvarpsins. — Hvaða lagalega möguleika telur þú sjónvarpseigendur hafa til að endurkrefja Ríkisútvarpið um útvarpsgjaldið? „Ég vil nú ekki svara þessari spurningu. En ég held að það geti orðið vafamál. Ég held nú, að þegar allt kemur til alls hljóti það að vera álit allra, að þeim beri að greiða fyrir útvarpsafnot." — Stendur til að breyta reglu- gerðinni? „Mál þetta er tiltölulega nýtt að ég tel, og í athugun. Ég mun beita mér fyrir því að það verði leyst á skynsamlegan hátt, en get ekki svarað því til nú hvernig að því verður staðið“ sagði hann í lokin. Landþeysukeppni verður haldin í ágúst Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykja- víkur heldur Landsþeysukeppni undir nafninu „Rosa-rally“ 1980. dagana 20. til 24. ágúst næstkom- andi. Verður ekin tæplega þrjú þúsund kílómetra leið á fimm dögum vitt og breitt um landið. og verður keppnin með þeim stærstu í Evrópu á þessu ári. Leiðahók mun verða afhent kepp- endum 19. ágúst. en keppnin sjálf hefst með hópakstri um Reykja- vik klukkan 12 þann sama dag. Ilöfuðstöðvar landsþeysunnar verða í Austurbæjarskóla. þar sem almenningur getur fengið upplýsingar varðandi keppnina. Forráðamenn keppninnar vona að keppnin njóti velvildar og áhuga almennings. Það eru ekki einungis innfæddir sem hafa gert sér grein fyrir möguleikum á Íslandi fyrir landsþeysukeppni, því fyrir skömmu birtist í erlendu bílatímariti grein þar sem lands- laginu var líkt við tunglið. Hefur borist fyrirspurn frá Ítalíu um keppnina, og hver veit nema er- lendir ökuþórar keppi í fyrsta skipti á íslenskum þjóðvegum í sumar. Veiðisvæðin færast norðar VEIÐISVÆÐI skipanna milli vestfjarða og Grænlands hefur færzt norðar en venja er til að sögn Jóns Páls Halldórssonar. á ísafirði. Þetta kemur til vegna þess hve sjór í hafinu milli íslands og Grænlands er hlýr um þessar mundir. Jón Páll sagði, að um síðustu helgi hefðu skipin frá ísafirði verið að veiðum um 15—20 sjómíl- ur frá miðlínu milli íslands og Grænlands og það gæti allt eins farið svo að svæðið færðist enn norðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.