Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 29

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 29 ff Þegar hann talar er hljómur raddar hans slíkur og þvílíkur að heyrist allt til endimarka jarðarinnar áá SJÁ: Persónudýrkun GJÖREYÐINGl Veiðiþjóíarnir þyrma engu: Ungviðið íellur líka fyrir skutum þeirra. Aðeins fimmtán hundruð fílar eftir í Uganda Fílabeinsþjófum hefur tekist að kála næstum öllum fílum sem fyrirfundust í Uganda. Á aðeins tíu árum, tímabili ógnar og stjórnleys- is meðan Idi Amin sat við völd, hefur fílahjörð landsins dregist saman úr 40 þúsund dýrum niður í aðeins 1500 skepnur. Þrotlausar birgðir nýtísku vopna frá hernum hafa aðeins gert veiði- þjófunum leikinn auðveldari, því að hægt er að drepa fimm fíla eða fleiri í örfáum hrinum úr sjálfvirk- um riffli. „Það var hroðalegt áfall að koma hingað og sjá að framið hafði verið þjóðarmorð á fílategundinni," segir dr. Iain Dougias-Hamilton en hann er breskur fílasérfræðingur sem er nýfarinn að fást við veiðiþjófana úr lofti á lítilli Cessna-flugvél. Hann flaug lágflug yfir þjóð- garðinn við Kabalaga-fossa í norð- urhluta Úganda. Á 1500 fermílna svæði gerði hann fyrstu könnun á heildarfjölda fíla á þessu svæði sem gerð hefur verið í fjögur ár. „Dauðir filar sáust á víð og dreif um allan þjóðgarðinn. Af hverjum hundrað dýrum voru 62 dauðar skepnur á móti aðeins 38 lifandi," segir hann í skýrslu sinni. „Hræin voru oft tvö saman og allt upp í átta sem bendir til að heilu hóp- arnir hafi verið drepnir samtímis." Þannig er útlitið svart í Kaba- laga-garðinum, sem eitt sinn gaf af sér ferðamannatekjur fyrir Ug- anda er skilaði þriðja mesta gjald- eyri í þjóðarbúið, næst á eftir kaffi og baðmull. Af þeim 14.000 fílum sem töldust þar fyrir tíu árum eru nú aðeins 1.000 á lífi. Þeir halda sig í hópum nálægt þeim þremur stöðum þar sem þjóðgarðsverðirnir hafa bækistöðvar sínar. Á suðurbökkum Nílarfljóts, þar sem 9.000 fílar héldu sig fyrir áratug síðan, kom dr. Douglas- Hamilton aðeins auga á 16 dýr. Aðalþjóðgarðsvörðurinn í Kaba- laga heitir Alfred Labongo og er frá Norður-Uganda, en hann slapp naumlega undan morðingjum Idi Amins árið 1972. „Ef veiðiþjófnaður heldur áfram í þjóðgarðinum við Kabalagafossa með sama hraða og hingað til, munu fílarnir hér um slóðir verða útdauðir innan hálfs árs,“ segir hann. Það er álit hans og annarra að margir veiðiþjófanna séu fyrr- verandi hermenn Idi Amins. Annar veiðivörður, að nafni Richard Olango, sýndi blaðamanni hrúgu fílavígtanna sem verðirnir höfu náð úr höndum veiðiþjófa. Þær voru flestar átakanlega litlar og sýndu að þjófarnir víluðu ekki fyrir sér í grimmd sinni og græðgi eftir fílabeini að drepa sjálft ung- viðið. - NICK WORRALL MENGUN „Rauða hættan“ veldur milljóna- tjóni í Japan Rautt svif sem nærist á mengun, vex nú með ógnarhraða og breiðir sig yfir stöðuvötn og strandlengjur í Japan. Það spillir fögrum stöðum, stefnir drykkjarvatni í voða og veldur milljarðatjóni á fiskistofn- um árlega. Japanskir sérfræðingar vara nú við því að þessir „rauðu sjávar- straumar" kunni að breiðast út um allan heim. Straumarnir rauðu eiga upptök sín í stöðuvötnum og hálfluktum flóum og lónum, þar sem mengun safnast fyrir vegna þess hve vatnið er lengi að endurnýjast. Þegar sumar gengur í garð tekur vatnið að hitna og svifið tímgast með geysihraða, en köfnunarefni og fosfór í menguninni gera illt verra. Allt í einu er yfirborð vatnsins eins og þakið með þykku rauðu teppi. Sérhvert stöðuvatn eða flói hefur sína eigin tegund af svifi og sitt sérstæða rauða litbrigði. Einstaka verða græn eða jafnvel grá. Af fimmtíu stærstu stöðuvötnum Japans hefur ekki eitt einasta sloppið. Biwa-vatn er einna verst leikið og það er einasta drykkjar- vatnslind þeirra 13 milljóna er búa á svæðinu, en þar standa bæði Osaka, næststærsta borg landsins, og Kyoto, hin forna höfuðborg. Biwa-vatn var eitt sinn orðlagt fyrir hversu tært það var en er nú orðið samnefnari mengaðra stöðu- vatna. I hinum tilkomumiklu Seto- lónum vestur af Osaka, hefur svifið kæft fiska í milljónatali og valdið ómældu tjóni í fiskiræktariðnaðin- um sem stundaður hefur verið þarna í skjóli fyrir úthafinu. Tokyo-flói og aðrir flóar hafa einnig orðið fyrir barðinu á þessu fyrirbæri og vísindamenn í Japan halda því fram að straumarnir berist nú til Norður- og Suður- Ameríku auk Evrópu. Héraðsstjórnin á svæði Biwa- vatns hefur gripið til þess ráðs að banna sölu og notkun allra gervi- hreinsiefna sem eru á markaðnum. Það telst jafnvel glæpsamlegt að gefa nokkrum manni pakka af slíkum efnum. Fimmti hluti alls fosfórs í japönskum vötnum er rakinn til hreinsiefna þessara. Hreinsiefnaframleiðendur hafa áhyggjur af því að bönn af þessu tagi muni ná til alls landsins og þeir hótuðu héraðsstjórninni með málshöfðun, en að þessu sinni lítur út fyrir að viðskiptajöfrar landsins bíði lægri hlut. Landsstjórnin hef- ur sjálf skipað svo fyrir, að í öllum stjórnardeildum skuli hætt að not- ast við gerviefni til hreinsunar. Hreinsiefnabannið er ódýrasta og einfaldasta leiðin til að draga eitthvað úr menguninni sem nærir rauðu straumana, en nú hafa yfirvöld líka snúið sér gegn meng- un frá iðnaði, til dæmis er búið að minnka tæmingu úrgangsefna í Seto-lónið um helming á þremur árum. Hinsvegar er ekki búið að gera neitt til að hreinsa aðalmengun- arvaldinn. Þrátt fyrir tækniafrek Japana á öllum sviðum, hafa aðeins fjögur af hverjum tíu húsum verið tengd við holræsakerfi, með hreinsistöðvum. Bróðurparturinn af öllum fljótandi úrgangi heimil- anna rennur óhindraður og óhreinsaður út í vötnin eða sjóinn. - GEOFFREY LEAN BLÚM * * — VIKUNNAR fcf'm':! \ W ' UMSJÓN: ÁB. ® Gullregn Laburnum Albinum ■r'i; „Glóa þínir gulu skúfar, gull- regn móti sól, eins og langt um herðar hrynji, hár á faldasól." Blómgað gullregn er með glæsilegustu trjám eða hávöxn- um runnum. Óblómgað má þekkja það á stilklöngum, þrí- fingruðum blöðum, dökkgræn- gljáandi á efra borði. Hugsið ykkur langstilkuð smárablöð í mjög stækkaðri mynd! Börkur trésins er dökkgrænn, sléttur og þunnur. Gullregn sómir sér jafn- an vel en mesta skrautið eru þó blómin, fagurgul á lit. Þau sitja fjöldamörg saman í stórum hangandi skúfum, er stundum ná nærri niður á jörð. Þá lýsir gullregnið langar leiðir og vekur mikla aðdáun. Blómgunartíminn er snemma sumars og fram eftir júlí, misjafnt nokkuð eftir stað- háttum og hvar á landinu tréð vex. Það fer mjög vel sem 3—4 m. hár blómrunni eða tré t.d. ef það stendur á stalli eða brekku- brún, móti sól og í sæmilegu skjóli. Til eru. í Reykjavík um 8 m. há gullregnstré, t.d. í garði Egils Hallgrímssonar á Báru- götu 3, gróðursett 1936, mæld 1962. Fjallagullregn, sem hér er ræktað vex villt í Alpafjöllum og víðar. Strandgullregn (Laburn- um anagyroides) blómgast hér minna. Gullregn blómgast sjald- an fyrr en það er orðið 15—20 ára, en eftir það oftast árlega í sæmilegu árferði og stendur um þriggja vikna skeið í fullum blóma. Oft þroskar það fræ í um 5 sm. löngum belgjum, og má fjölga því með fræsáningu. En fræin eru eitruð og mega ekki lenda í munni né maga. Þarf að gæta þess vel að börn nái ekki í fræin og fræbelgina. Er öruggast að sníða blómskúfana af er þeir taka að mynda fræ og ljómi blómanna hverfur eða dofnar. Gullregn þrífst best móti sól í fremur þurrum jarðvegi. Það er ertublómaættar og hefur eins og önnur ertublóm rótarhnúða með sérstökum bakteríum sem vinna köfnunarefni úr loftinu. Þarf því ekki að bera köfnunarefni á gullregn og köfnunarefnisáburð- ur getur meira að segja valdið því að greinar þess verði langar, grannar og slapandi og að það blómgist lítið eða alls ekki. Það er líka hægt að kæfa smára í túni og láta gras vaxa honum yfir höfuð með miklum köfnun- arefnisáburði. Geta má þess að sumsstaðar erlendis er farið að rækta gull- regnsbastarð (Laburnum wat- erii). Hann blómgast fagurlega, en ber sjaldan fræ og stafar því> minni hætta af honum. Fræ gullregns líkjast litlum ertum eða baunum. MUNIÐ AÐ ÞAU ERU EITRUÐ Eitt stærsta og elsta gullregn á höfuðborgarsvæðinu er við Heliu- sund i Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.