Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 fttaqpti Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Skarpari skil í stjórnmálin Sjálfstæðisflokkurinn sinnir hlutverki sínu ekki með því að efna tii stéttaátaka. Þá baráttuaðferð notar Alþýðubanda- lagið til að komast til valda. Sjálfstæðisflokkurinn sinnir hlutverki sínu ekki með því að lefíííja fram gervitillögur um lausn efnahagsmála. Framsóknarflokkurinn krefst einkaréttar á því. Sjálfstæðisflokkurinn sinnir hlutverki sínu ekki með innihaldslausu glamri og gauragangi. Alþýðuflokkurinn vill fá að sitja einn að slíkum vinnubrögðum. Sjálfstæðisflokkurinn sinnir hlutverki sínu með því að standa einhuga um ráð gegn ríkjandi vanda, ráð, sem sækja styrk sinn í frelsi einstaklings- ins, athafnaþrá hans og ákvörðunarvald." Með þessum hætti dró Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í stuttu máli skilin milli flokks síns og annarra flokka í ræðu þeirri, sem hann flutti á 50 ára afmæli Sjálfstæðisfélagsins Þjóðólfs í Bolungarvík um síðustu helgi. Hann færði nánari rök fyrir máli sínu með því að drepa á nokkur grundvallarstefnumál, sem Sjálfstæðisflokkurinn verð- ur að standa vörð um, ætli hann að vera trúr hlutverki sínu og stefnu. Þeim trúnaði bregst flokkurinn, dragi hann ekki skörp skil milli stefnu sinnar, er miðar að því að halda í heiðri borgaralegar dyggðir, og stefnu vinstri flokkanna, er miðar að því að festa alla í viðjar ríkisforsjár. Geir Hallgrímsson hvatti til viðnáms gegn frekari framgangi sósíalisma og vinstrimennsku með því að segja: „Virðing fyrir eignarréttinum er að dvína. Sjálfsákvörðunarréttur einstakl- inganna er að þrengjast. Opinbert ofurvald þrengir sér inn á æ fleiri svið. Afskiptasemi opinberra aðila eykst jafnt og þétt.“ Og hann kom við kaunir ríkiskapítalistanna, þegar hann sagði: „Hvergi á byggðu bóli hefur verið sannað, að það leiði til aukinnar ráðdeildar að efla fjárhagslegt áhrifavald ríkisins. Svipta verður hulunni af því víðtæka og margflókna milli- færslukerfi, sem komið hefur verið á fót í landinu og leiðir til þess að fjármunir rýrna á langri vegferð milli margra aðila, án þess að koma að gagni ... Vísasti vegurinn til ráðdeildarleysis í fjármálum er að hafa fulla vasa af fé annarra." Líklega svíður kommúnistum og krötum mest undan síðustu setningunni, því að þeirra ær og kýr í stjórnmálum er að sitja við katla kerfisins og ráðstafa í nafni félagslegrar umhyggju fjármunum annarra. Meira að segja eru þeir svo blygðunarlaus- ir í mati sínu á þessu óskahlutverki, að þeir eru farnir að kalla útdeilingu sína á fé annarra „félagsmálapakka". Geir Hallgrímsson drap í ræðu sinni einnig á önnur málefni en þessi tvö, sem segja má að skilji milli feigs og ófeigs, þegar menn gera upp hug sinn um leiðir í stjórnmálum. Hann sagði, að móta þyrfti stórhuga atvinnustefnu, þar sem virkjun vatnsfalla og jarðvarma skipar eðlilegan sess miðað við veröld í orkusvelti og skapar grundvöll fyrir almennum iðnaði og stóriðju. Og hann lagði á það áherslu, að mótuð yrði skynsamleg fiskveiðistefna. Um samskipti manna í þéttbýli og dreifbýli sagði Geir Hallgrímsson: „Koma verður í veg fyrir klofning milli dreifbýlis og þéttbýlis. Eyða verður þeim sálrænu ástæðum, sem að baki slíkum klofningi kunna að búa. Slíkt ætti að vera auðveldara nú en nokkru sinni fyrr með nútímasamgöngum og fjarskipta- tækni.“ Síðast en ekki síst drap Geir Hallgrímsson á kosningalög og ! jördæmaskipan, sem hann sagði, að yrði að endurskoða. Og l.ætti við: „Slík endurskoðun er að mínu mati forsenda þess að jyða megi misskilningi og metingi milli strjálbýlis og þéttbýlis og sú skylda hvílir á sjálfstæðismönnum að benda á leiðir til leiðréttirga á núverandi skipan mála, ekki með því að ganga á hlut hinna fámennari og afskekktari byggðarlaga, heldur með því að rétta hlut annarra." Eins og af þessum tilvitnunum er greinilegt snerist ræða Geirs Hallgrímssonar um nokkur meginatriði en ekki það, sem hæst ber í daglegu stjórnmálabaráttunni, viðureignina við efnahagsöngþveitið. En hann staðfesti jafnframt, að á því sviði er hyldýpi milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og stefnu ríkis- stjórnarinnar. Og hann sagði það forsendu fyrir framgangi stefnumála Sjálfstæðisflokksins að einhugur og samstaða ríkti um þau. Bolungarvíkurræða Geirs Hallgrímssonar hefur gert skilin í íslenskri stjórnmálabaráttu skarpari. Hún hefur komið illa við andstæðinga Sjálfstæðisflokksins og minnt stuðnings- menn hans á nauðsyn þess, að þeir fylki liði til nýrrar sóknar. MIKLAR umræður fara nú fram bæði í Bretlandi og Frakklandi um framtíð kjarnorkuherafla þessara landa, en þau eru einu Vestur-Evrópuríkin, sem ráða yfir eigin kjarnorkuvopnum, þótt þau fylgi ekki sömu stefnu varðandi beitingu þeirra. Frakkar fylgja þeirri stefnu, að þeir einir ráði því, hvenær frönsku kjarnorkusprengjunni verði beitt, en Bretar taka þátt í sameiginlegu varnarkerfi Atlantshafs- bandalagsins og beiting vopna þeirra yrði því hluti af samræmdum varnaraðgerðum Bandalagsins. Bretar fjalla nú um það, hvort þeir eigi að búa þá fimm kafbáta sína, sem bera kjarnorkuvopn, nýjum bandarískum eldflaugum af Trident-gerð í stað Polaris-eldflauganna, sem þeir bera nú. Og í Frakklandi ræða menn um það, hvaða leiðir skuli velja til að endurbæta kjarnorkuherafla landsins. Vestur-Evrópubúar eru sannfærðir um, að stóraukinn vígbúnaður Sovétríkjanna hafi raskað því jafnvægi, sem áður var talið ríkja á meginlandi álfunnar. Jafnframt koma æ víðar fram efasemdir um það, að kenningin um, að langdrægar kjarnorkueldflaugar risaveldanna komi í veg fyrir átök í Evrópu, eigi við rök að styðjast. Hugmyndir manna um það, hvernig unnt sé að beita kjarnorkuvopnum í stríði, eru að breytast. Af ýmsum er dregið í efa, að Bandaríkjamenn séu til þess búnir að beita langdrægum eldflaugum sínum og þar með stofna eigin lífi í hættu til varnar Vestur-Evrópu. í þeirri grein, sem hér birtist eftir Floru Lewis, helsta utanríkismálafréttamann The New York Times, fjallar hún um þær umræður sem fram fara um þessi mál í Frakklandi og skýrir hvers vegna menn eru farnir að draga í efa réttmæti þeirrar varnarstefnu, sem Charles de Gaulle mótaði á sínum tíma. Bj. Bj. FRANSKIR hermenn setja k nú eru 18 eldílaugar, sem dr komið fyrir á hreyfanlegum : Efasemdi kjamorki Fyrsta boðorðið í utanrík- isstefnu gaullista, að sjálfstæðri varnarmála- stefnu Frakklands skuli haldið á loft, sætir nú vaxandi gagnrýni. Umræðurnar færðust út úr fundarherbergjum sérfræð- inganna, þegar frá því var skýrt í síðasta mánuði, að Frakkar hefðu gert vel heppnaða tilraun með nifteindasprengjuna, enda þótt ákvörðun hafi enn ekki verið tekin um það, hvort henni verði komið fyrir í frönskum vopnabúrum. Og ekki var það til að draga úr áhuga manna, þegar fregnir bárust um það, að ákveðið hefði verið að halda áfram smíði nýrra lang- drægra franskra eldflauga, sem komið verður fyrir á hreyfan- legum skotpöllum. Umræðurnar einkennast þó enn af því, að málið er sveipað hjúpi pólitískra bannorða og óljósra yfirlýsinga á máli, sem aðeins þeir skilja, sem eru í innsta kjarna hinnar pólitísku hringiðu. Af stjórnmálaástæðum er talað í hálfkveðnum vísum og látið að ýmsu liggja, sem ekki þykir ástæða til að segja fullum fetum af ótta við pólitísk óþægindi. Þessar umbúðir eru taldar nauð- synlegar og betur við hæfi en skýr röksemdafærsla. Kenningin er þó einföld. Frakkar verða að treysta á eigið afl sér til varnar til að vera trúir sjálfum sér og sjálfstæði sínu. Þeir geta ekki tekið þátt í sameiginlegu varnarkerfi Atlants- hafsbandalagsins, vegna þess að í því fælist, að bandamönnum yrði veitt hlutdeild í lykilákvörðunum. Ekki nógu ríkir En Frakkar eru ekki nógu ríkir til að halda úti þeim herafla, sem nauðsynlegur er til að veita landa- mærum sínum örugga vörn. Þeir geta aðeins bætt sér upp fátækt- ina með því að hóta að svara árás með kjarnorkuvopnum — lang- drægum kjarnorkueldflaugum Frakka er öllum miðað á sovéskar borgir eða iðnaðarhéruð. Gjöreyð- ingarmáttur þeirra er talinn nægilegur til að koma í veg fyrir, að Frökkum verði ógnað með kjarncrkuvopnum eða aflminni árás. En stenst kenningin í fram- kvæmd? Þótt hún ætti við rök að styðjast fyrir 20 árum, er hún enn í gildi, þrátt fyrir þær tæknifram- farir, sem síðan hafa orðið, aukna fjölbreytni og nákvæmni sovéskra eldflauga, gífurlegan vöxt land- og flughers Sovétríkjanna, og eftir að ljóst er orðið, að Bandaríkin hafa tapað greinilegum yfirburðum sínum? Eðli málsins samkvæmt hefur franska kenningin ávallt verið talin hafa að geyma þann viðauka, að hefndaraðgerðir með kjarn- orkuvopnum gegn fyrstu beitingu Frakka á vopnunum yrðu skoðað- ar sem slit á „marklínunni" gagn- vart hinum gífurlega kjarnorku- herstyrk Bandaríkjanna. Þannig voru hin raunverulegu fyrirbyggj- andi áhrif, sem kenningin byggð- ist á hið „óhugsandi" alheims- kjarnorkustríð. Frakkar héldu fast við þessa kennisetningu löngu eftir að John F. Kennedy hafði hafnað „marklínu“-kenningunni og í staðinn mótað varnarstefn- una, sem kennd er við „sveigjanleg viðbrögð". í henni felst, að brugð- ist verður við árás með stigmögn- uðum gagnaðgerðum, í stað þess að sjálfkrafa verði gripið til hinna öflugustu kjarnorkuvopna við minnstu áreitni. Draga 120 km Hreinleiki frönsku kenningar- innar spilltist dálítið að vísu við tilkomu frönsku Pluton-eldflaug- arinnar, sem dregur 120 km. Sagt var, að hana mætti nota sem viðvörunarmerki um að Frökkum væri full alvara og hikuðu ekki við að beita kjarnorkuvopnum. Aug- ljóst yrði, að stóra bomban kæmi næst, ef innrásarheripn stöðvaði ekki samstundis sókn sína. En með Pluton-flauginni var aðeins unnt að ná inn í Vestur-Þýska- land, svo að hún var ekki til þess fallin að vekja mikinn óhug hjá hugsanlegum árásaraðila. En nú eru Frakkar að gera tilraun með nýja gerð af eldflaug- um, Hades, sem draga 280 km og þar með austur fyrir Vestur- Þýskaland. Hades-flaugarnar mætti hlaða með nifteinda- sprengjum í stað venjulegra kjarnorkusprengja. (Einnig er rætt um smíði nifteindasprengju, sem kasta mætti úr flugvél. Ákvörðun um sprengjugerðina verður ekki tekin næstu tvö árin, þ.e. ekki fyrr en nokkru eftir frönsku forsetakosningarnar, sem fram fara á næsta ári.) Franski herinn er hlynntur nifteinda- sprengjunni vegna marksækni hennar og takmörkuð eyðingar- áhrif sprengjunnar auka líkurnar á því, að til hennar yrði gripið í varnarskyni gegn framsókn skrið- drekasveita í þéttbýlum héruðum Evrópu. Sérfræðingar bandaríska varnarmálaráðuneytisins eru eftir Floru Lewis sammála þessu mati franska hers- ins og fylgdarmenn Harold Browns, bandaríska varnarmála- ráðherrans, sem kom til fundar- halda í París fyrir skömmu, fögn- uðu tilraun Frakka með sprengj- una. Tilkoma Hades-flaugarinnar vekur menn hins vegar til um- hugsunar um það, hvort Frakkar ætli að hætta að treysta að fullu og öllu á gömlu kenninguna og búa sig þess í stað undir átök á landi. Þegar á þetta er minnst, rísa ýmsir traustir gaullistar af gamla skólanum upp og spyrja: Eru ekki Frakkar að þokast undir vernd- arvæng Bandaríkjanna og Vest- ur-Þýskalands — og í raun að verða aftur þátttakendur í sam- eiginlegu varnarkerfi Atlants- hafsbandalagsins? í síðasta mánuði gaf Valery Giscard d’Estaing Frakklandsfor- seti til kynna með varkárnum og Frakkar hafa einnÍK kj eldflaugum en ein þeirra eidflaugar draga ekki nema fremleiðsla á Hades-eldflau) kynnu að verða búnar niftein

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.