Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 Landsþing Repúblikana: Bush varar við sigurvissu Fra Önnu Hjarnadóttur, fróttaritara Mbl. í Detriot. LANI)SI>INGI repúhlikana lauk á fimmtudanskvuld. Geurj{e Bush var þá kjnrinn varaforsetaefni flokksins med 1832 atkva*úum af 1991. Ilann <>K Ronald ReaKan, forsetafram- hjoúandi flokksins. fluttu síðan þakkarra*ður sínar. l»eir kepptu lenKÍ um útnefninKU flokksins í forsetakosninKahar- áttunni í vetur ok vor, en hafa nú ekki eitt styKKðaryrði að seKja hvor um annan. IlæKri vænKur flokksins var ekki alls kostar ánæKður með útnefn- inKU Bush sem varaforseta. en ekki kom til neinna átaka um kosninKu hans á þinKÍnu. ReaKan, Bush og fjölskyldum þeirra var fagnað á þinginu sem aldrei fyrr. Bush talaði fyrst. Hann sagðist styðja stefnu flokksins heilshugar og hrósaði Reagan á hvert reipi. Hann Ronald Reagan lofaði að Kera allt, sem í hans valdi stæði, til að gera Ronald Reagan að 40. forseta Bandaríkj- anna 20. janúar nk., svo að nýir tímar gætu hafist í Bandaríkj- unum. Hann tók í sama streng og Reagan gerði á fundi með fréttamönnum á fimmtudags- morgun og sagði: „Þótt Jimmy Carter hafi brugðist í forseta- stóli undanfarin 4 ár, er hann harðskeyttur frambjóðandi, sem búast má við að noti vald embættisins í þágu sinna eigin hagsmuna í stjórnmálum", og bætti við, að repúblikanar mættu því ekki vera of sigurviss- ir, heldur vinna vel og mikið í kosnigabaráttunni sem fer í hönd. Bush lauk ræðu sinni með sömu hugsjón og hann flutti þinginu í ávarpi sínu á miðviku- dagskvöld. Hann sagði: „Göng- um sameinuð í anda og tilgangi fram til sigurs á fyrsta ári George Bush áratugsins, ekki aðeins fyrir Ronald Reagan eða flokkinn, heldur fyrir Bandaríkin og hug- sjón frelsis í heiminum öllum." Áður en Reagan talaði var sýnd kvikmynd um líf hans og starf. Hann hóf ræðu sína með því að segja í léttum tón, að hápunktur kvöldsins fyrir sig hefði verið, þegar hann var aðalhetjan í kvikmynd, sem var á helsta tíma sjónvarpsstöðv- anna. Yfirleitt eru gömlu kvik- myndirnar, sem hann lék í á sínum tíma, aðeins sýndar í sjónvarpinu um og eftir mið- nætti. Reagan sagði í þakkarræðu sinni, að hann vonaði, að fram- boð hans myndi sameina banda- rísku þjóðina og endurvekja anda hennar og tilgang. Hann gagnrýndi Jimmy Carter forseta og stjórn hans harðlega, eins og flestir aðrir ræðumenn þingsins. Hann sagði, að stjórn Carters hefði kallað þrjár hættur yfir þjóðina: hrun i efnahagsmálum, samdrátt í öryggismálum og orkustefnu, sem byggðist á skiptum nokkurs, sem ekki væri til nóg af. Hann sagði, að bandaríska þjóðin myndi ekki fallast á þá hugmynd, að eina leiðin fyrir hana til að bæta heiminn fyrir aðra væri að draga sjálf saman seglin. Reagan talaði um niðurskurð á alríkisstjórninni, skattalækk- un og aukna framleiðslu orku, eins og í kosningaræðum sínum. Hann sagði að „það væri skylda Bandarikjanna gagnvart þegn- um sínum og umheiminum öllum að láta þá sem vilja afnema frelsi í heiminum aldrei fá tæki- færi til að ráða framvindu mannlífs á þessari jörðu." Reagan sagði í þakkarræðu sinni, áður en hann bað þingið allt að sameinast í hljóðri bæn: „Eg bið ykkur ekki aðeins um að „treysta mér“ (eins og Jimmy Carter gerði í kosningunum 1976) heldur að treysta eigin hugsjónum — hugsjónum okkar allra — og gera mig ábyrgan fyrir þeim“. V aldataf 1 Kissingers Frá önnn Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. i Detroit. FYRIR fréttamönnum var mið- vikudagskvoldið hápunktur landsþings repúblikana. Gerald Ford, fv. forseti. lét þá að þvi liggja I viðtali við Walter Cronkite, fréttaþul CBS sjón- varpsstöðvarinnar, aö hann myndi taka boði Ronalds Reag- ans um að verða varaforseta- efni hans í kosningunum. Reag- an og starfsmenn hans höfðu laKt hart að Ford undanfarna tvo daga að taka hoðinu, <>k allir voru sammála um að þann- ík myndi Ford tryKKja flokkn- um sÍKur í nóvember. I>að fór þó svo, eftir miklar vangaveltur <>K spennu. að Rcagan tilkynnti þinginti seint um kvöldið, aö GeorKe Bush yrði fyrir vaiinu. Nú er sagt, að Henry Kissing- er, fv. utanríkisráðherra, hafi staðið að baki hugmyndinni um að gera Ford að varaforseta. Hann skoraði á Ford í forkosn- ingabaráttunni að gefa kost á sér til forseta, en Ford féllst ekki á það eftir nokkra umhugsun. Kissinger á ekki upp á pallborðið hjá Reagan og ráðgjöfum hans Henry Kissinger og á litla framtíð fyrir sér í stjórn hans, en sagt er, að hann hafi ætlað að komast inn í hana fyrir tilstilli Fords. Ford setti skilyrði fyrir því að taka boði Reagans. Sagt er, að meðal annars hafi hann viljað gegna mikilvægara hlutverki í stjórninni en varaforsetar gera yfirleitt og jafnvel viljað standa svo til jafnhliða forsetanum sjálfum. Einnig á hann að hafa farið fram á, að Kissinger yrði utanríkisráðherra eða eitthvað álíka í stjórn Reagans. Á meðan flestir héldu, að Reagan og Ford færu saman í framboð — öryggislögreglan í Detroit hafði þegar undirbúið ferð þeirra beggja á landsþingið, og nokkur dagblöð höfðu fyrir- sagnir með feitu letri í morgun, sem sögðu: „Það verða Ford og Reagan", og annað í þeim dúr — var framboð þeirra kallað „draumaframboðið“, og stjórn Carters send beint í gröfina. Ford nýtur mikillar virðingar í flokknum. Hann er fyrrverandi forseti og hefur reynslu, sem Reagan skortir og er ekki eins íhaldssamur og hann. En Ford ákvað á síðustu stundu, þegar honum hafði verið gefinn hálf- tíma frestur til að gera upp hug sinn, að afþakka boð Reagans. Ein ástæðan er sögð vera sú, að hann hafi fyrst og fremst lagt áherzlu á áhrif sín að kosning- unum loknum, en Reagan og hans menn á áhrif hans fram að þeim. Sumir halda því einnig fram að Ford sé latur og vilji ekkert frekar, en spila sitt golf í friði og ró. En Kissinger er allt annað en latur, en nú er sagt, að hann hafi endanlega misst áhrif sín innan Repúblikanaflokksins. Svíar saka 3 • / um njosnir Stokkhólmur. 18. júli. AP. ÞRÍR sænskir ríkisborg- arar, fyrrvcrandi Palcst- ínumaður og tvær sænskar konur, voru á föstudaK ákærðar fyrir ólöglejíar njósnir gcgn ísracl í þágu palestínsks hryðjuverka- hóps. Það var héraðssaksóknari í Uppsölum, Axel Morath, sem bar fram ákæruna gegn þremenning- unum, en þeir voru teknir höndum í Helsingjaborg þann 20. júní. Fjórði maðurinn, bróðir Palest- ínumannsins fyrrverandi, var kærður fyrir meðsekt í tilraun til að smygla varningi — vélbyssu, tveimur handsprengjum og skot- hylkjum — til Svíþjóðar frá Vestur-Þýzkalandi. Morath sagði að niðurstöður frumrannsóknar í málinu yrðu ekki gerðar heyrinkunnar, en í ákæru sinni lýsti hann því að konurnar tvær, sem báðar eru tvítugar að aldri, hefðu tekið myndir af hernaðarmannvirkjum og kannað öryggisútbúnað á þot- um í ferð til Israel í mars. Hann sagði að þær hefðu síðan látið öðrum hvorum mannanna upplýs- ingarnar í té og hefði hann komið þeim áleiðis til yfirmanna Alþýðu- samtaka til frelsis Palestínu (PFLP). „Útbreiðsla þessarra upp- lýsinga kynni að skaða öryggi ísraels," sagði Morath. Eggjum kastað í bíl Thatchers Cardiff. Walos. 18. júli. AP. UNGIR þjóðcrnissinnar frá Wales gripu í dag til mótmælaaðgerða gegn neitun bresku stjórnarinn- ar við því að koma á fót sérstakri velskri sjón- varpsstöð. Köstuðu þeir eggjum að bifreið Marga- ret Thatchers, forsætisráð- herra, og lögðust flatir í veg fyrir bifreiðina. Sjálf mun Thatcher hafa sloppið við eggin, en öðru máli var hins vegar að gegna um lífverði og lögreglumenn, er bifreiðalestin stöðvaðist fyrir framan hindran- irnar í nokkrar mínútur. Glímdu lögreglumenn um stund við mót- mælaseggina fyrir utan álverk- smiðju í Ánglesey og voru nokkrir þeirra teknir höndum. Er frú Thatcher kom síðan til ferjustaðarins Holyhead hættu hafnarverkamenn vinnu um stund í mótmælaskyni við þá ákvörðun stjórnarinnar að selja einkaaðil- um skipafélagið Sealing, er siglir milli írlands og Bretlands. Lög- regla hefur gert miklar varúðar- ráðstafanir út af ferð Thatchers um Wales og hafði í morgun fundið tvær sprengjur er komið hafði verið fyrir við flokkshús íhaldsmanna í Cardiff og við heimili Walesmálaráðherra stjórnarinar, Nicholas Edwards. Átök á Rhodos Rhodos 18. júlí AP. HUNDRAÐ manns <>k vel það hafa slasazt í grimmilegum átök- um sem hrutust út i gærkvöldi á grisku eynni Rhodos eftir að tekin hafði verið á ný upp ferjuþjónusta milli eynnar og Tyrklands. Fram eftir degi var þó allt rólegt en í gærkvöldi og fram eftir nóttu söfnuðust um 4000 manns saman og héldu á mótmælaspjöld- um þar sem mótmælt var hersetu Tyrkja á Norður-Kýpur og ýms skammaryrði voru Ietruð í Tyrkja garð. Þessar aðgerðir hófust á þriðju- dag, þegar ferja frá Tyrklandi reyndi að leggjast við bryggju á Rhodos í fyrsta skipti síðan árið 1974. Lögreglan skarst í leikinn svo að ferjan kæmist að bryggju og hefur síðan verið um hana lögregluvörður. Þetta gerðist 19. júní 1974 — Franco felur Juan Carlos prins völdin á Spáni til bráðabirgða. 1965 — Ahmed Ben Bella steypt af stóli í Alsír. 1958 — Sameinaða Arabalýðveldið og írak undirrita varnarsamning. 1957 — Imaminn í Óman gerir uppreisn gegn soldáninum í Óman sem biður Breta um hjálp. 1956 — Bandaríkjamenn og Bretar tilkynna Egyptum að þeir geti ekki tekið þátt í kostnaði við smíði Aswan-stíflunnar. 1949 — Laos fær sjálfstæði. 1943 — Fyrstu loftárásir Banda- manna á Róm. 1941 — Churchill innleiðir V-sigur- merkið í útvarpsræðu. 1928 — Fuad konungur gerir stjórn- a^byltingu í Egyptalandi og þingið leyst upp. 1919 — Friðarhátíð haldin. 1918 — Undanhald Þjóðverja yfir Marne hefst eftir ósigurinn í síðustu stórsókn þeirra. 1907 — Keisari Kóreu leggur niður völd vegna þrýstings Japana. 1870 — Fransk-prússneska stríðið hefst með stríðsyfirlýsingu Frakka. 1830 — Kosningar í Frakklandi og frjálslyndir stjórnarandstæðingar fá meirihluta. 1821 — Georg IV af Englandi krýndur. 1712 — Bretar og Frakkar undirrita vopnahlé. 1610 — Basil Shuisky Rússakeisara steypt eftir uppgjöf Svíahers Jakobs de la Gardie. 1588 — Spænski ógnarflotinn sést undan strönd Cornwall. 1553 — Lafði Jane Grey kollvarpað og María Túdor, verður drottning. 1545 — Leiðangursher Frakka geng- ur á land á eynni Wight. 711 — Innrás Araba í Spán hefst með ósigri síðasta Gotans, Roder- ick/kgs. Afmæli. Gottfried Keller, þýzkur rithöfundur (1819—1890) — Edgar Degas, franskur listmálari (1834— 1917). Andlát. 1814 Matthew Flinders, landkönnuður. Innlent. 1849 Þórsnesfundur — 1297 Bein Odds Þórarinssonar (sem féll í Geldingarholti) flutt til Skálholts og grafin þar — 1358 Samningur lærðra & leikra í Skálholti — 1627 Tyrkir fara frá Vestmannaeyjum — 1803 d. Magnús sýsl. Ketilsson — 1893. d. Eiríkur Kuld prófastur — 1930 Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði taka til starfa — 1953 Minnisvarði Stephans G. Stephans- sonar á Vatnsskarði afhjúpaður — 1958 d. Jónas Jónsson frá Hriflu — 1974 „Þór“ tekur „C.S. Forester" — 1936 f. Birgir ísl. Gunnarsson. Orð dagsins. Við lærum af sögunni að við við lærum ekki af sögunni — George Bernard Shaw, írskur rithöf- undur (1856-1950).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.