Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 13 Enn höfum við bakaðar kartöflur Þær eru enn á boðstólum Kartöflurnar eru bakaðar í vel stóru mjölmiklu kartöflurnar heitum ofni í 1—114 klst. eftir og verða sjálfsagt þangað til að nýjar íslenskar koma á mark- aðinn. Það er því vonandi hægt að gæða sér á bökuðum kartöflum enn um sinn, en flestum sem komast upp á lag með að borða þær þannig, finnst þær hreint afbragð. En í staðinn fyrir að nota aðeins kalt smjör með kartöfl- unum má svo sannarlega breyta til og hafa annað meðlæti. Velja þarf kartöflurnar af jafnri stærð, alveg eins og þegar verið er að sjóða, þær þarf að hreinsa vel, ýmist er skorin í þær rauf að ofan eða ekki. stærðinni, eða þar til þær eru mjúkar viðkomu. Meðlæti með kartöflunum Ofan í raufina, sem mynd- ast þegar skorið er í kartöfl- urnar og aðeins kreist, er hægt að setja t.d. kalt smjör, smur- ost þynntan með mjólk, smátt skorinn graslauk, smátt skorið steikt beikon, rifinn bragðsterkan ost, smátt skorna steikta sveppi og auk þess smátt brytjaða steinselju. Uma/ón: trglfót Ingólfmdóttlr Bette Davis í nýrri mynd „Sarontf‘ utan yfir bikini Samkvæmt myndunum, sem hér fylgja með, er ekki mikið erfiði að notast við dúk af einhverju tagi, til að bregða yfir sig í sólbaðinu. Ef aðeins á að hafa pils í mittisstað, er nóg að hnýta hnút á annarri mjöðminni, en hér sést hvernig bundið er ef hylja á stærri hluta af líkamanum. Ráðlagt er að standa fyrir framan spegil og bera sig að, eins og mynd- irnar sýna. Hún er ekki hætt að leika í kvikmyndum enn, leikkonan Bette Davis, og aðdáendur henn- ar geta glaðst við tilhugsunina um, að von er á nýrri mynd þar sem hún leikur aðalhlutverkið. Myndin heitir „Watcher in the Woods“ og leikkonan túlkar þar hlutverk móður, sem reynir að komast að því, hvað varð um dóttur hennar, sem hvarf fyrir 30 árum. Hlutverk þetta gefur leikkonunni tækifæri til að leika á alla sína strengi, ef svo má að orði komast, og sýna hin marg- breytilegustu geðhrif og tilfinn- ingar. Er ekki að efa að þar muni sjást góður leikur, ef að vanda lætur, frá hendi þessarar stór- brotnu leikkonu. Halldór I. Elíasson: Um stjórnun fiskveiða Útgerðarmenn virðast nokkuð sammála um að hafna veiði- leyfasölu sem stjórntæki í tak- mörkun fiskveiða. Þeir viður- kenna þó störf stjórnunar og krefjast hennar meira að segja. Á sölu veiðileyfa líta þeir sem auðlindaskatt og skattur er slæmur. Nú tel ég þessa samlík- ingu við skatt á misskilningi byggða og kenni þar um vöntun útlistunar hugsanlegri fram- kvæmd veiðileyfasölu, þannig að almenningur geti rætt um það mál út frá réttum forsendum. Vissulega leiða opinber afskipti ekki endilega til góðs. Formúla hinnar opinberu nefndar, sem á að koma upp opinberu stjórn- tæki, er venjulega þessi: 1. Meiri völd til ráðherra. 2. Meiri tekjur í ríkissjóð. Nefndinni finnst sjálfgefið, að á slíkum grunni hljóti að skap- ast tækifæri til að vinna þjóð- inni vel. Ekki er þó alltaf auðfundin leið.til að nota ráð- herravöldin og peningana þjóð- inni til heilla, sérstaklega ef hún vill ekki láta bjarga sér. Ég vil hér lýsa sjónarmiðum mínum í framkvæmd veiðileyfa- sölu. Tilgangur sölunnar sé sá einn, að eftirspurn útvegsmanna eftir leyfi til að veiða tiltekið magn á tilteknum svæðum sé í sem bestu samræmi við það framboð, sem stjórnvöldum finnst skynsamlegt á þeim tíma. Hafrannsóknarstofnunin og sjávarútvegsráðuneytið hafa nú um nokkurt skeið safnað reynslu við að ákveða slíkt framboð og mun ég ekki ræða gæði þeirrar ákvarðanatöku. Ég vil ganga út frá því, að ákveðið sé hámarks- magn, sem leyfilegt sé að veiða af tiltekinni fisktegund á til- teknu hafsvæði í tilteknum mán- uði. Ákvörðuriin um framboðið næsta mánuð sé tekin t.d. hinn 15. þ.m. og birt þá, en næstu 7 dagar notaðir til að taka á móti tilboðum í veiðileyfi. Menn mundu þá bjóða ákveðna greiðslu fyrir leyfi til að veiða ákveðið magn af tiltekinni teg- und í einu hinna föstu fiskveiði- hólfa. Upplýsingar um eftir- spurnina, verð tilboða og sam- anlagt umbeðið magn fyrir hvert veiðihólf, væru gefnar og birtar daglega. Menn gætu að vild breytt fyrra tilboði sínu með simtali eða skeyti. Síðustu viku mánaðarins gæti ráðuneytið haft til að ganga frá sölu veiðileyfanna. Verð leyfanna gæti orðið núll í hólfum, þar sem ekki væri beðið um meira magn en kvótinn leyfir, en verðið yrði hæst þar sem beiðnir færu mest fram úr kvóta, enda fá hæstbjóð- endur leyfin. Nú má það vera, að L.I.Ú. t.d. leitaðist við að hafa þau áhrif á sína félagsmenn, að þeir bitust ekki of harkalega um leyfin og gæti þannig haldið verðinu eitt- hvað niðri. Um það er ekkert nema gott að segja. Einmitt ef okkur tekst að halda verðinu niðri, þá hefur okkur tekist að laga eftirspurnina að framboð- inu eins og að var stefnt. íslendingar virðast flestir ekki hafa áttað sig enn á því, að eðli verðlagningar er að sætta franv- boð og eftirspurn. Allt of margir virðast telja verðlagningu tæki til að ákveða hverjir eigi að vera fátækir og hverjir ríkir. Reynsl- an af dönsku einokuninni kann enn að sitja í okkur, eða eftir hverju erum við að líkja þegar við felum opinberum nefndum verðlagninguna? Það verður að vera grundvallaratriði í sölu veiðileyfa, að verð leyfanna ákvarðist af eftirspurninni. Útvegsmenn geta nú spurt sig, hvort líklegra sé að þeir missi meira í tekjum, vegna ókeypis fyrirskipana frá sjvarútvegsráð- herra, heldur en þeir mundu þurfa að láta af hendi til kaupa á veiðileyfum í framangreindu kerfi. Það er hins vegar svo skrítið með það, að enda þótt hver útgerðarmaður treysti svo á skynsemi sjávarútvegsráð- herra, að ráðherrann hljóti að taka sér góða ákvörðun, þá eru þessar góðu ákvarðanir fyrir hins ýmsu útvegsmenn svo ólík- ar og margar, að ráðherrann getur ómögulega tekið þær allar í einu. Seltjarnarnesi, 14.7. 80 Halldór I. Elíasson. hátalarar RS 6024 — þrír í einum Bassahátalari, millitóna og sérstakur hátíöni hátalari, gera þennan hátalara einstaklega skýrann. Þaö má fella þennan hátalara inn eöa láta hann standa. Geröur fyrir 30 wött (max). Tíönisviö: 70—20.000 riö. Verd 21.100 stykkið. ísetning á staönum Sendum í póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.