Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JULI 1980 BLESSAÐ KVENFÓLKIÐ „Jafnréttisdóm- ari“ er nýjasta tiltæki Svíans Allir Svíar eru jafnir en það, sem hún Inga-Britt Tornell hefur með höndum er að gæta þess, að enginn sé „jafnari" en annar. Inga-Britt er 52ja ára gömul og hefur gegnt dómarastörfum um langa hríð. Hún hefur nú verið skipuð dómari í jafnréttismálum og þó að Svíar hafi getið sér góðan orðstír í þeim efnum virðist samt ekki af skipuninni veita ef marka má niðurstöður tveggja nýlegra skoðanakannana. í skýrslu sænsku Tölfræðistofn- unarinnar kemur fram, að í þessu landi jafnréttisins eru það ennþá konurnar sem vinna heimilisstörf- in, jafnvel þó að þær vinni fullan vinnudag utan heimilisins. Aðrar meginniðurstöður skýrslunnar, sem var samin eftir viðtölum við 10.000 manns, eru þessar: • Konur hafa yfirleitt minni menntun en karlmenn. • Aðeins 61% kvenna vinnur utan heimilis, á móti 78% karlmanna. • Konur eru miklu oftar í hálfu starfi. • Konur eiga þess sjaldnar kost að vinna eftirvinnu til að auka tekjurnar. • Ef karl og kona, sem hafa sömu menntun og starfsreynslu, sækja um gott starf, fær karl- maðurinn það í níu tilfellum af tíu. í annarri skýrslu, sem jafnrétt- isráð ríkisins gaf út, kemur fram, að á heimilum þar sem bæði hjónin unnu fulla vinnu vann 51% kvennanna í 20 stundir eða meira við heimilisstörfin en aðeins 18% karlanna. Tíu af hundraði þeirra 7500 kvenna, sem talað var við, unnu vikulega meir en 40 stundir á heimilinu en aðeins 2% karlanna. Þessar tölur og aðrar sýna í raun, að sænskir karlmenn eru alveg jafn hrokafullir g kynbræð- ur þeirra í öðrum löndum og það er þetta, sem Inga-Britt Tornell ætlar að berjast gegn. Hennar fyrsta verk verður að fylgjast með því að nýjum lögum sem banna misrétti á vinnustað verði fylgt í raun. Karin Anderson, sem er í jafnréttisráðinu, segir: „Það er enn langt í land með að raunveru- legt jafnrétti ríki í Svíþjóð. Við eigum ekki hægt um vik með að breyta ástandinu á heimilunum, nema að halda áfram umræðunni. Konur verða sjálfar að bæta stöðu sína á þeim vettvangi. Stundum virðist þetta heldur vonlítið en það tekur sinn tíma að breyta rótgrónum venjum. Það er vinnumarkaðurinn sem við verð- um að beina kröftum okkar að.“ Ef marka má skoðanakann- anir, fær nýi dómarinn ærið nóg að starfa. „Sjó botur og lengra ... og eru langtum þolinmóðari" Dúfur til dauða- leitar „Enn sem komið er hafa nýju „loftbjörgunarmennirnir" okkar ekki bjargað mannslífum. Þeir hafa til þessa verið í læri og hafa ekki enn verið látnir spreyta sig í alvörubjörgunaraðgerðum. En þjálfunin og rannsóknir okkar lofa svo góðu, að innan skamms fáum við nýjan liðsauka í slysa- varnaþjónustuna meðfram strönd Bandaríkjanna." Þessi orð eru höfð eftir Phil Sarois, liðsforingja í Rannsóknar- deild bandarísku strandgæslunnar í Washington, og hinir vængjuðu bjargvættir sem hann skýrir frá eru ósköp venjulegar dúfur. Rannsóknin gengur undir heit- inu „sjávarleitin" og tilraunir hóf- ust fyrir fjórum árum. — „Dúfur sjá miklu betur og lengra frá sér en mannfólkið," upplýsir Sarois, „en auk þess eru þær langtum þolinmóðari og glöggskyggnari þegar þær skima út yfir stóra haffleti. Þetta var okkur kunnugt um þegar við hófum að þjálfa dúfur til að vera útsýnisverðir í þyrlum. Fyrst voru þrjár dúfur þjálfaðar í landi í eitt og hálft ár, en síðan voru þær látnar í fram- haldsnám í þyrlum sem notaðar eru við björgun úr sjávarháska. Þar var þeim komið fyrir í kössum úr plexi-gleri neðan á þyrlunni. Hver dúfa hafði 120 gráðu sjónar- horn. Þannig var hægt að ná öllum sjóndeildarhringnum með þremur dúfum. Því næst flaug þyrla út á haf og sleppti appel- sínugulri bauju í sjóinn. Liturinn réðst af því að hann er um allan heim notaður á björgunarvesti og björgunarbáta. Þá fór þyrlan með dúfunum af stað til að finna baujuna, en hinum fjórum með- limum áhafnarinnar var uppálagt að skyggnast eftir baujunni í kapp við dúfurnar. Fyrir framan hverja dúfu var komið fyrir hnappi, sem dúfunni var kennt að gogga í til að gefa merki um að hún hefði séð bauju. Um ieið og dúfa goggaði í einhvern hnappinn kviknaði ljós í stjórnklefanum og það gaf til kynna hvaða dúfa hefði verið að gogga auk þess að segja tii um í hvaða átt baujan hafði sést. Dúfan sem ýtt hafði á hnappinn fékk svo að launum eitthvert góðgæti. Eftir nokkurra mánaða þjálfun kviknaði ljósið í stjórnklefanum og sýndi hvar baujan var niður- komin löngu áður en áhafnarmeð- limirnir fjórir höfðu komið auga á nokkurn skapaðan hlut. Rann- sóknir okkar hafa leitt í ljós að dúfurnar komu auga á baujuna á undan áhöfninni í meir en 80 prósent allra æfingaferðanna. Þess vegna eru allir sem hafa tekið þátt í tilraununum sann- færðir um að dúfur eru langtum betri útsýnisverðir en mannfólkið, þegar leita skal uppi fólk í sjávar- háska,“ segir Sarois. Til þessa hafa sex dúfur verið „útskrifaðar" og eru reiðubúnar til starfa í slysavarnaþjónustunni. - ROLF J. LARSEN. PERSONUDYRKUNl Hinn himneski harðstjóri Ef undan er skilinn Kim II Sung, hinn „goöborni" einvald- ur Norður-Kóreu, nýtur enginn núlifandi stjórnmálamaður jafn mikillar „opinberrar“ aðdáunar og Nicolae Ceausescu, forseti Rúmeníu. Á 62ja ára afmæli Ceausesc- us fyrr á þessu ári lýsti eitt af hiröskáldum hans honum sem „goðum líkum“ og sagði, að þegar hann talaði væri hljómur raddar hans slíkur og þvílíkur, aö heyrðist allt til endimarka jaröarinnar. Ef Ceausescu er guðlegur er það líka víst, að rúmenska sögusafnið í hjarta Búkarest- borgar er musteriö hans. Það er troöfullt af fórnargjöfum frá þakklátri þjóð, allt frá brjóst- líkneskjum í fullri stærö til lítilla líkana af býlinu þar sem Ceau- sescu var borinn í þennan heim. í einu herbergi í sögu- safninu ber mest á gríöarstóru málverki, sem málaö er í þjóö- legum, rúmenskum stíl. Á myndinni er Ceausescu og hin valdamikla kona hans, Elena, en það, sem er óvanalegt við myndefniö, er að þau hjónin troða marvaöann í skýjum him- insins. Á leið þeirra um loftin blá fylgir þeim verndarengill, ungur kommúnískur framvörð- ur, og hvítur dúfnaskari á að tákna óþreytandi leit hins rúm- enska leiðtoga eftir friði. Það hve Elenu er gert hátt undir höfði á myndinni af leiðtoganum minnir á, aö Ceausescu er maður mjög frændrækinn og skyldmenni hans skipa gjarna háu stööurn- ar í rúmensku þjóðlífi. Elena kona hans, sem er 61 árs og efnaverkfræðingur að mennt, hefur veriö útnefnd fyrsti vara- forsætisráðherra auk þess sem hún er yfirmaöur allrar vísinda- starfsemi í landinu. Þegnar hennar segja hins vegar um hana, að hún sé hefnigjörn og einráö. Vestrænn sendiráðs- maður hefur látiö þau orö falla, að hún sé „tortryggin og sá, sem gerir henni eitthvað á móti skapi, veit ekki fyrr til en hann er farinn að gegna einhverju lítilmótlegu starfi í smáþorpi úti á landsbyggöinni“. Af öðrum ættingjum Ceau- sescus má nefna son hans, Nicu, sem gerður hefur verið aö aöalritara þjóöþingsins auk þess sem hann er ritari æsku- lýðssamtakanna. Sex aðrir ættingjar og tengdamenn for- setans eru háttsettir í komm- únistaflokknum og ráöuneyt- unum. Ceausescu í hópi rúmenskra þjóðhetja er eitt meginstefið á Ceausescu: hefur gert Rúmeníu að einskonar fjölskyldufyrir- tæki. sýningu sögusafnsins. Á gríð- armiklum veggteppum er hann umkringdur miöaldaprinsum á borð við Mikael djarfa, sem baröist gegn Tyrkjum fyrir sjálfstæöi Moldavíu. Aörir hlut- ir eru þó aðeins Ceausescu einum til dýrðar og dásemdar. Framlag Vatnsveitunnar sýnir leiötogann með veldissprota í hendi og Tónskáldafélagiö er meö segulbönd með lofsöngv- um um Ceausescu. í samanburöi við sögusafnið veldur tilstandið í Scornicesti, heimabæ Ceausescus, nokkr- um vonbrigðum. í þorpssafninu eru myndir af forsetanum og línurit, sem sýna hinar stór- stígu framfarir sem orðið hafa í bænum. Ljóst er að bæjarbúar hafa ekki skaðast af skyldleik- anum. Þó að bæjarbúar séu hreyknir af þessum syni sínum gæta þeir þess vel að ofmetn- ast ekki. Þegar kanttspyrnulið bæjarins vann sér sæti í 1. deild á þessu ári var nafni þess breytt í FC Olt, vegna þess, að um það var talað, þó að ekki færi hátt, aö gegn knattspyrnu- liði, sem bæri nafniö Scorni- cesti, þyröi enginn að skora mark. - MICHAEL DOBBS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.