Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 38

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 Sigurður er efstur í einkunnagjöfinni • SÍKurAur Grétarsson. SÍKurAur Grctarsson, hinn unKÍ ok bráAefnilcKÍ framherji BreiAahliks. er nú ha-stur manna i einkunnaKjöf Mbl. ásamt félaKa sínum IleÍKa Bcntssyni, sem hef- ur þó leikiA einum lcik færra. BáAir hafa félaKarnir hlotiA 7,00 aA meAaltali, SÍKurAur úr 9 leikj- um ok IIcIkí úr 8 leikjum. IIcIkí missti úr leikinn KeKn ÍA veKna meiAsla sem hann hlaut í hikar- leiknum Ijóta KCKn Þrótti. I>aA er ekki ofsöKum sagt, aA þeir Sík- urAur ok HeÍKÍ hafi vakiA at- hyKÍi, þó aA IIcIkí mætti aó ósekju hemja skapiA betur. Ilann hefur mikla hurAi tii þess aö verAa knattspyrnumaóur í fremstu röA. SÍKurAur virAist enn efniIeKri. Er hann að sjá efni i atvinnumann i knattspyrnu. Hann er eldsnöKKur, leikinn meA knöttinn ok fádæma skotfastur. Þá er hann mun sterkari heldur en hann sýnist vera. Þeir Sigurður og Helgi hafa þó ekki unnið keppni þessa ennþá. Á hæla þeirra koma margir leik- menn, sumir hverjir mun reyndari knattspyrnumenn. Má þar nefna landsliðsmenn Framara, Pétur Ormslev, Martein Geirsson og Trausta Haraldsson, sem allir eru með rétt tæpa sjö í meðaleinkunn. Sömu sögu er að segja um Sigur- lás Þorleifsson, Ottó Guðmunds- son, Ragnar Margeirsson, Lárus Guðmundsson og Magnús Bergs. Er sérstaklega ánægjulegt hve margir umræddra leikmanna eru framherjar ungir að árum. Það er greinilega að koma upp ný kynslóð knattspyrnumanna og menn bíða með öndina í hálsinum eftir að sjá hverjir þessara pilta verða pillaðir burt í atvinnumennskuna. • UnglingalandsliA íslands í golfi hélt í morgun áleiAis til Dusseldorf i Vestur-Þýskalandi, þar sem það tekur þátt i Evrópumeistarakeppni unglingaliða. Þess má geta, að næsta ár verður keppni þessi haldin hér á landi. nánar tiltekið á Grafarholtsvellinum. Er það i fyrsta skipti sem Evrópukcppni í golfi fer fram hér á landi. Á myndinni eru frá vinstri: Svanur FriðKeirsson fararstjóri, Hilmar Björgvinsson. Jón Þ. Gunnarsson. Magnús Jónsson, Eiríkur Þ. Jónsson, SÍKurður Pétursson, BjörKÚlfur Lúðvíksson formaður kappleikjanefndar GR og Stefán Stefánsson fararstjóri ok liðsstjóri. Ljósm. Kristinn. KA vann uppgjörið • * •' V & > * KA SIGRAÐI Þór i uppgjori toppliðanna í 2. deild i Kærkvöldi með þremur mörkum geKn einu. StaAan í hálflcik var 1—0 fyrir KA. Fyrri hálfleikur var frekar leið- inlegur á að horfa. KA lék undan snörpum vindi, en skapaði sér ekki mörg umtalsverð tækifæri. Þórs- arar beittu skyndisóknum, en þeim varð lítið ágengt við KA- markið. Á 25. mínútu náði KA forystunni með marki Óskars Ingi- mundarsonar. Hann fékk knöttinn rétt innan vítateigs og skoraði með lausu skoti neðst í hornið. Var þetta frekar ódýrt mark og 1. deildin um helgina: Stórleikir um allar jarðir markvörðurinn hefði átt að ráða við skotið. Að öðru leyti var fyrri hálfleikur tíðindalítill, en forysta KA í hálfleik var fyllilega verð- skulduð. Fyrsti stundarfjórðungur síðari hálfleiks var mjög fjörugur og gekk þá á ýmsu. Þórsarar sóttu nokkuð stíft framan af en náðu ekki að færa sér það í nyt. Á 50. Jafnt á Selfossi Selfoss og Ármann skildu jöfn, 4—4 i 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á Selfossi í Kær- kvöldi. Nánar verður sagt frá leiknum i þriðjudagsblaði Mbl. Þess má Keta, að fyrri leik liðanna í 2. deild lauk einnig meA jafntefli, 3—3, eða samtals 7—7. mínútu komst Gunnar Blöndal síðan einn inn fyrir vörn Þórs, spyrnti fram hjá markinu, en Árni Stefánsson bjargaði sallarólegur af marklínu. Á 13. mínútu síðari hálfleiks jöfnuðu Þórsarar. Árni Stefánsson tók þá aukaspyrnu, sendi inn í vítateig KA þar sem Oddur Óskarsson var fyrir og skallaði í netið. Óskar Ingimundarson skallaði í þverslá Þórsmarksins mínútu síð- ar. Það kom ekki að sök, aðeins mínútu síðar var Óskar enn i dauðafæri og skoraði öruggiega. Markið kom eins og köld vatns- gusa framan í Þórsara, sem höfðu sótt mun meira. Tveimur mínút- um síðar gerðu KA-menn síðan út um leikinn er Gunnar Gíslason komst á auðan sjó og skoraði af öryggi. Eftir þriðja mark KA, sótti Þór um hríð, en síðan fjaraði leikurinn smám saman út og var tiðindalítill í heild sinni. Ragnar Pétursson dæmdi leikinn og þótti mönnum hann gera það fremur illa. sor. Islenskir knattspyrnumenn fá engan frið, þráðurinn verður tekinn upp að nýju um helgina, en þá fer fram heil umferA i 1. deildar keppninni. Hefst umferA- in i dag með viðureign Breiða- hliks og Vestmannaeyja á Kópa- vogsvellinum og hefst leikurinn klukkan 15.00. Gæti þetta orðið hörku viðureign, en Blikarnir sigruðu Fram 3—1 í slðasta leik sinum og veltu þannig Fram af toppi deildarinnar. Eyjamenn sigruðu Blikana 1—0 i fyrri leik liðanna i sumar. Á sunnudaginn fara síðan fram þrír leikir í 1. deild. Stórleikurinn þá er leikur Akraness og Fram. Fer leikurinn fram á Akranesi og er gífurlega þýðingarmikill, þar sem munar aðeins einu stigi á liðunum, Fram er í öðru sæti, en Skaginn í þriðja sæti. Framarar hafa tapaö tveimur síðustu ieikj- um sínum, auk þess sem landsliðs- mennirnir Pétur, Marteinn og Trausti verða vafalaust þreyttir. Aðeins einn Skagamaður lék síð- ari leikinn í ferð landsliðsins, Sigurður Halldórsson. Tvö töp í 6 leikjum ÞRÁTT fyrir að rætt hafi verið um slaka frammistöðu íslenska landsliðsins i flestum leikjum sumarsins, verður að segjast eins og er. að á pappírnum lítur þetta ekkert illa út. ísland hefur leikið fi landsleiki það sem af er keppnistimabilinu unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. Markatalan er 9—11. Það voru að vísu ekki merkilegri knattspyrnuþjé>Air en Grænland og Færeyjar sem land- inn lagði að velli, en jafntefli gegn Svium ok Finnum er árang- ur sem talandi er um. Meira að segja getum við verið stoltir yfir frammistöðunni gegn Noregi þótt sá leikur tapaðist. En leikn- um Kcgn Wales er best að gleyma sem fyrst. FH—ingar fá Valsmenn í heim- sókn á Kaplakrikann og hefst leikur liðanna klukkan 15.00. FH—ingar virðast heillum horfn- ir, en hafa á hinn bóginn oft náð sér vel á strik gegn Val. Vals- menn, efsta liðið, ættu þó að teljast sigurstranglegri aðilinn. Þriðji leikur sunnudagsins er viðureign KR og Þróttar klukkan 20.00 á Laugardalsvellinum. KR—ingar hafa verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar og þar sem að Þróttarar náðu að knýja fram sigur gegn FH í síðasta leik sínum, má gera ráð fyrir að þeir berjist af alefli. Spennandi leikur virðist því í vændum. Umferðinni lýkur síðan á rnánu- dagskvöldið með leik Víkings og Keflavíkur. Hefst hann klukkan 20.00 á Laugardalsvellinum. Þeir gerast vart tvísýnni og skal engu spáð. Þrír leikir eru einnig á dagskrá í 2. deild. Á ísafjarðarvelli klukk- an 14.00 leika ÍBÍ og Þróttur. Austri og Völsungur bítast um stigin á Eskifirði klukkan 15.00 og Fylkir mætir Haukum á Laugar- dalsvellinum klukkan 14.00. Állir leikirnir fara fram í dag. Trevino efstur Þegar tveimur umferðum er lokið á opna hreska meistara- mótinu i golfi, standa leikar þannig, að gamla kempan Lee Trevino hefur forystuna. Hann lék holurnar 18 i gær á fi7 höggum, sem er 4 höggum undir pari. Þykir það góð spila- mennska á hinum erfiða velli i Muirfield i Skotlandi, þar sem keppnin fer fram. Dagana tvo hefur Trevino þvi ieikið á 135 höggum, sem er 7 höggum undir pari. Jack Nicklaus lék einnig á 67 höggum í gær, en hafði leikið sýnu verr fyrri daginn og hafði samtals 140 högg. Er Nicklaus í þriðja sæti. í öðru sæti er hins vegar tiltöluiega lítt þekktur Breti að nafni Ken Browne. Hann lék í gær á 68 höggum og hefur samtals 138 högg. „ Að vera þremur höggum á eftir mun betri kylfingi er eins og að vera 3 kílómetrum á eftir í langhlaupi", var haft eftir Browne og má lesa litia bjartsýni úr orðum hans. Jack Nickiaus situr ekki einn að þriðja sætinu. Með 140 högg eru einnig snillingar eins og Jack Newton, Ben Crenshaw, Andy Bean og Gil Morgan. Keppnin heldur áfram á Muirfield í dag. Minnispeningur fatlaöra ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra hefur gefið út minnispening í tilefni af þátttöku íslands á Ólympíuleikum fatlaðra í Arnhem í Hollandi, en þar voru íslend- ingar í fyrsta skipti á þessu ári. Peninginn, sem er úr bronsi, hannaði Ásgeir Ásgeirsson teikn- ari og ísspor hf. sló gripinn. Peningurinn fæst hjá ÍSÍ og víðar og eru aðeins 1000 eintök í umferð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.