Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 19

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 19 í tilefni af áttræðisafmæli Elisabetar drottninjíarmóður í Knulandi í næsta mánuði. hefur veriö tekin opinber mynd af fjölskyldunni ok sjást hér nánustu meðlimir kónKsfjölskyldunnar. Fremri röð frá vinstri: Mart?rét prinsessa, Elísabet drottnintc. Elisabet drottninjíarmóðir ok Anna prinsessa. í aftari röð: Linley ok Sarah Armstrontí Jones. börn Marttrétar. Andrew Bretaprins, Phiíippus prins, Karl krónprins. Edward. vntjsti sonur Bretadrottnintfar. otí Mark Philipps. rnaóur Önnu. Ólympíueldurinn kominn til Moskvu Moskvu. 18. júli. AP. SUNDKONAN Marina Koshevaya hljóp með ólympíueldinn inn i Moskvu í dag þar sem hrifnir áhorfendur brut- ust í gegnum lögregluvörð og slógust í för með henni. Um 5000 hlauparar hafa borið eldinn tæplega 5000 km leið frá Olympos í Grikklandi. Við styttu Yrui Dolgorki, sem talinn er faðir Moskvu, var hátíð- leg athöfn. íþróttamenn gengu fylktu liði með fána Olympíuleik- anna og Koshevaya bar eldinn að stórum bronsskyldi. Þúsundum blaðra var sleppt lausum og í hátölurum hljómaði „Velkomnir til Moskvu, ólympíuleikar". Borgarstjóri Moskvu, Vladimir Promyslov og formaður skipulags- nefndar leikanna Ignati Novikov fluttu ræður. „Látum hinn skæra Óttast að írakar hafi bolmagn til að fram- leiða atómsprengjur Tel Aviv. 13. jnli. AP. ÍSRAELSMENN óttast nú, að írakar muni hafa holmagn til að framleiða kjarnorkusprengju með tækniaðstoð og hráefnum frá Frakklandi. Yigael Yadin, sem nú gegnir störfum forsætis- Verkföll í Lublin Varsjá. 18. júll. AP. ATVINNULÍF í pólsku borginni Lublin var nánast lamað á föstu- dag vegna þess að samgöngur lágu niðri vegna verkfalla. Krefst starfsfólk járnbrauta, leigubiia og almenningsvagna hærra kaups og einnig gerði töluverður hluti afgreiðslufólks verkfall, en það mun þó ekki hafa orðið eins almennt og hafði verið búizt við. Hins vegar sögðu talsmenn verkfallsmanna að borgarar í Lublin hefðu sýnt mikla samstöðu með verkfallsfólki. í borginni Lublin, sem er í austurhluta Póllands, búa um 300 þúsund manns. AP segir að mið- borgin hafi að kalla verið mann- laus og ró og friður yfir öllu. ráðherra i veikindaforföllum Menachims Begins, skýrði frá þessu í Tel Aviv í dag. „Við höfum af þessu þungar áhyggjur," sagði Yadin við fréttamenn og hann skýrði frá því, að Israelsmenn hefðu komið boð- um áleiðis til frönsku stjórnarinn- ar og lýst áhyggjum sínum. Frakkar selja Irökum kjarnaofna og einnig úraníum. Yuval Neeman, ísraelskur kjarnorkusérfræðingur áætlar að Irakar muni hafa bol- magn til að framleiða kjarnorku- sprengju innan tveggja ára. Orð- rómur er uppi um að nokkur Arabaríki vinni ötullega að því að framleiða kjarnorkusprengju. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um árabil að ísraelsmenn hafi þegar framleitt kjarnorku- sprengjur. Þeir hafa hvorki neitað né staðfest það; aðeins sagt að Israelsmenn muni ekki verða fyrstir til að beita slíkum vopnum fyrir Miðjarðarhafsbotni. Ólympíueld lýsa upp keppni þáttt- akenda frá öllum heimsálfum í nafni hinnar háleitu Ólympíu- hugsjónar, friðar, skilnings og vinskapar milli þjóða Jarðarinn- ar,“ sagði Novikov meðal annars. Á morgun, laugardag, verður eldurinn borinn inn á Lenin- leikvanginn þar sem Ólympíuleik- arnir verða formlega settir. Setn- ingarathöfnin verður með öðru sniði en venjulega þar sem þátt- takendur frá 10 þjóðum, af þeim 81 sem þátt taka í leikunum, verða ekki viðstaddir athöfnina og þátttakendur frá 30 ríkjum munu ekki bera fána þjóða sinna. Er þetta gert í mótmælaskyni við innrás Sovétmanna í Afganistan en 36 ríki hafa ákveðið að taka ekki þátt í leikunum af þeim orsökum. Að öðru leyti verður setningar- athöfnin með venjulegu sniði. Leonid Breznev, forseti Sovétríkj- anna mun setja leikana formlega eins og segir til um í reglunum um þá, en heldur enga tölu. Indverjar senda gervihnött á braut um jörðu Nýju Delhi. 18. júll. AP. INDIRA Gandhi forsæt- isráðherra Indlands til- kynnti indverska þinginu í gær að Indverjar hefðu skotið á loft gervihnetti á föstudag í s.I. viku. Þing- Anderson vongóður Lundúnum. 18. júli. AP. BANDARlSKI fulltrúadeildar- þingmaðurinn John B. Anderson flaug i dag aftur til Washington að lokinni fimm landa kynn- ingarför vegna framboðs hans til embættis Bandaríkjaforseta. Áð- ur en hann fór frá Lundúnum sagði hann að sjálfstætt framboð hans kynni vel að bera tilætlaðan árangur. „Ég geri ráð fyrir að Jimmy Carter fari að dala í skoðanakönn- unum og mínu fylgi að vaxa fiskur um hrygg" sagði þingmaðurinn. Hann sagði að sameiginlegt fram- boð þeirra Reagans og Bush væri sín mesta uppörvun í kosninga- baráttunni til þessa. Hann lýsti því einnig að viðræður hans og ísraelskra, egypzkra, vestur- þýzkra, franskra og brezkra stjórnmálamanna síðustu ellefu daga hefðu gert hann einkar vonglaðan um sigurhorfur sínar. hoimur fagnaði þeirri til- kynnintru ráðherrans. Hnötturinn hefur fengið nafnið „Rohini" og var skotið á loft frá Sriharikota eyju undan suður Indlandi. Sagði Gandhi að síðustu fréttir hermdu að allt hefði gengið vel og hnötturinn starfaði eins og best væri á kosið. Indverjar eru sjötta þjóð heimsins sem sendir gervihnött á braut umhverfis jörðu. Gandhi sagði að hnetturinn og eldflaugin væru bæði hönnuð og framleidd af Indverjum og hefði kostnaðurinn verið um 25 milljónir Bandarikjadala (12 milljarðar isl. króna). Nýr Botswana- forseti Gaborne, Botswana. 18. júli. AP. QUETT Masire, varaforseti Bots- wana var i dag kjörinn forseti landsins á sérstökum þingfundi i dag. Masire sem var einnig fjár- málaráðherra og aðalritari stjórn- arflokksins i landinu tekur við af Sir Seretse Khama. sem lézt úr magakrabha um sl. helgi. Masire flutti ávarp eftir að kjöri hans hafði verið lýst, fór fögrum orðum um hinn látna forseta og sagðist mundu reyna eftir megni að fylgja fordæmi fyrirrennara síns. Miðað við mörg Afríkuríki hefur ríkt stjórnmálaleg festa og kyrrð í Botswana frá því það fékk sjálf- stæði frá Bretum árið 1966. Veður Akureyri 11 þokaí grennd Amsterdam 19 skýjaó Aþena 36 heióskírt Barcelona 27 heiðskírt Berlín 16 skýjaó BrUasel 18 skýjaó Chicago 32 heiðskirt Denpasar 30 skýjaó Dublin 18 skýjaó Feneyjar 24 heióskirt Frankfurt 18 skýjað Genf 22 skýjaö Jerúsalem 31 heióskirt Jóhannesarborg 14 heiöskirt Kaupmannahöfn 15 skýjað Las Palmas 24 léttskýjaó Lissabon 34 heióskirt London 18 skýjaó Los Angeles 31 heióskirt Madríd 27 heióskirt Malaga 25 heiðskírt Mallorca 26 léttskýjað Mexicoborg 25 skýjaó Miami 29 heióskirt Moskva 21 skýjaó Nýja Delhi 32 skýjaó New York 32 heióskírt Ósló 22 skýjaó París 21 skýjaó Reykjavík 13 þokumistur Rio de Janeiro 28 heióskírt Rómaborg 29 heióskírt Stokkhólmur 15 rigning Sydney 19 heiöskirt Tel Aviv 30 heióskirt Tókýó 21 rigning Vancouver 20 skýjaó Vínarborg Þórshófn, 21 heióskírt Ftereyjum 10 alskýjað Ánægja í Evrópu með valið á Bush ERLENT Lundúnum. 18. )úli. AP. VIÐBRÖGÐ evrópskra dagblaða við vali Ronalds Reagans á varaforsetaefni hafa að jafnaði lýst vel- þóknun. í leiðara brezka blaðsins The Times var þó farið hörðum orðum um ákvörð- un Reagans. Þar sagði: „Þær kringumstæður, er valinu réðu, hljóta að skaða haráttu Reagans stórlega. í stað þess að kynna Bush sem hæfasta manninn sem völ var á, tókst Reagan með einkar ólánlegum hætti að draga athygli manna að því að hann væri aðeins næst- bezti kosturinn.“ thaldsblaðið The Daily Mail var hins vegar bjartsýnna: „Sennilegt er“, sagði blaðið, „að Bush verði Reagan þægilegri meðframbjóð- andi en Ford hefði orðið, þar sem forsetinn fyrrverandi myndi hafa haft tilhneigingu til að líta á sig sem jafningja Reagans." í óvenjulegum austur-evrópsk- um leiðara sagði ungverska dag- blaðið Magyar Nemzet að Bush væri talinn með hófsamari repú- blikönum og væri hann íhaldssamur í utanríkismálum. Norska blaðið Arbeiderbladet sagði að valið á Bush bæri vott um hagsýni. Otbreiddasta blað Norðmanna, Aftenposten, sagði að Bush myndi draga úr áhyggjum þeirra, sem óttast hefðu að Reagan kynni að stefna um of til hægri. „Það verður að segjast að Reagan byrj- aði vel ... með því að velja Bush sagði blaðið. í Berlingske í Kaup- mannahöfn sagði að Bush hefði „ýmislegt til að bera, sem Reagan skorti“. Hollenska dagblaðið Trouw sagði að val Reagans á Bush hefði verið „framúrskarandi" þar sem snúið væri baki við „ógæfulegu vali repúblikana í fortíðinni“. De Telegraph í Amsterdam var sam- mála og sagði Bush vinsælan með bandarísku þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.