Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 26

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 llya Dzhirkvelov, fyrrverandi starfsmaöur sovésku leyniþjónustunnar KGB, fréttaritari hjá TASS og starfsmaður á vegum Sovétríkjanna hjá Alþjóöaheilbrigöisstofnuninni í Genf, ákvað í apríl á þessu ári aö snúa baki viö Sovétríkjunum. Hann sóttl um hæli fyrir sig og fjölskyldu sína í Bretlandi, eftir aö efasemdir hans um sovéska kerfið höföu leitt til þess, aö starfsbræöur hans í sovéska sendiráðinu í Genf voru farnir aö beita hann bolabrögðum. Breska blaöiö The Times fékk einkarétt á viötölum viö Dzhirkvelov eftir aö hann kom til Bretlands og birti þau í fimm hlutum undir lok maí s.l. Morgunblaöiö hefur fengið rétt til birtingar á þessum viötölum hér á landi. Af lestri þeirra kynnast menn hugarheimi manns, sem hefur veriö tannhjól í sovésku valdavélinni, sem er innilokuð og gætir hagsmuna sjálfrar sín jafnvel betur en ríkisins. Þróttleysi og vonleysi einkennir mat KGB-mannsins fyrrverandi á framtíö sovéska þjóðfélagsins. Mistökin, sem framkvæmd hafa veriö, eru svo mörg, aö aðeins gjörbreyting getur oröiö til bjargar. En KGB og herinn eru öflugustu máttarstólpar valdavélarinnar og þeir aöilar þrífast aöeins fái þeir tækifæri til aö sýna vígtennurnar. í fimmta viðtalinu lýsir Dzhirkvelov því, hvernig hin nýja valdastétt „skrif- finnskuaðallinn“ er ófær um að veita Sovétríkjunum forystu. Hræðslan og skortur á innri styrk einkennir alla afstöðu stjórnvalda en þjóðin veslast upp vegna næringarskorts og þrælkun- ar, þar sem drykkjuskapur er eina afþreyingin. LANDFLÓTTA KGB-MAÐ- UR SEGIR ÁLIT SITT Á VELDI KREMLVERJA Rússlandi er stjórnaö af ein- angruðum „skriffinnskuaðli", sem viðheldur sjálfum sér, er úr tengsl- um viö veruleikann og gerir sér ekki grein fyrir þeim ógnvænlegu erfiöleikum sem efnahagslíf Sovét- ríkjanna stendur frammi fyrir. Og sá sem tekur viö af Brezhnev sem leiötogi mun þurfa aö gríþa til róttækra aögerða til aö foröa sovéska þjóöfélaginu frá hruni. Þetta eru niöurstöður llya Dzhirkvelovs seum um 40 ára skeið taldist til rússnesku yfirstétt- arinnar, fyrst í þjónustu KGB, síöan sem fréttaritari Tass erlend- is. Áður en hann flúöi var Dzhir- kvelov sovéskur embættismaöur viö Alþjóöaheilbrigðismálastofn- unina í Genf, en í því felast mikil forréttindi aö fá slíka stööu og þeirra njóta aöeins dyggir komm- únistar. Á sínum langa ferli hefur feröaöist oft til og frá Vesturlönd- um; haföi aðgang aö sérstökum verslunum sem höföu á boöstólum neysluvarning og matvæli sem venjulegir Rússar vita ekki um og dreymir jafnvel ekki um. Spillingin á toppinum í Rússlandi nútímans er langum meiri en þekktist á keisaratímanum. „Nikulás II var fátækur maður samanboriö viö Brezhnev." En eins og er um flesta spillta valdamenn, trónar sovéska yfir- stéttin yfir skapnaöi sem er fúinn innan frá. Dzhirkvelov sagöi í samtali sínu viö The Times aö sovéska kerfiö væri ekki á neinn hátt sósíalískt í eiginlegri og upp- haflegri merkingu orösins. Þaö kæfir sérhvern neista einstaklings- eölis og á tilveru sína undir því aö geta bælt niöur frjálsa hugsun og sköpunargáfu. Mestan hluta starfsferils síns vann Dzhirkvelov Annríki í drykkjartangadeild matvöruverslunar í Moskvu. Auk veitingastaöa eru slíkar verslanir nær einu staöirnir, þar sem Sovétmenn geta keypt áfengi. Konur frá samyrkjubúi í Úkraínu selja kartöflur og annan varning af vörubílspalli. Slík viöskipti eru stunduö til aö fara í kringum punglamalegt efnahagskerfiö og draga fram lífiö meö bærilegri hætti. segir aö Brezhnev hafi gert foryst- una aö „aöhlátursefni" meö því aö sæma sjálfan sig sífellt fleiri og stórfenglegri oröum og verölaun- um. Meöal þeirra eru bókmennta- verölaun Lenins, sem Brezhnev fékk fyrir æviminningar sínar, en þær eru nú skyldunámsefni í skólum Sovétríkjanna. Um þær hefur Dzhirkvelov þau orö; aö þær séu „ekki aöeins sneyddar djúp- sæjum hugmyndum heldur og hvers konar bókmenntalegu gildi“. En framar öllu veröur hinn nýi maöur aö gera ráöstafanir til aö stööva þaö sem í augum Dzhir- kvelovs er „efnahagsleg og siö- feröileg hnignun“ Sovétkerfisins sjálfs. I efnahagsmálum blasir viö „hörmungarástand”: Þaö er ekkert kjöt aö fá í verslunum nema fyrir hina fáu útvöldu, og lítiö er um önnur undirstööumatvæli. Þegar efnahagsstarfsemin er meö þeim hætti, aö skortur á lífsnauösynjum er varanlegur en ekki tímabundinn, skapast „gríðamikill fjöldi tæki- færa til aö græöa fé á óheiöar- legan hátt", og þetta hefur svo leitt til stórfeildrar spillingar á öllum sviöum sovéska þjóölífsins. Stöö- ugur matvæla- og húsnæöisskort- ur hefur líka leitt til lélegs heilsu- fars, þar sem linnulaus leit aö nauösynjum, aö viöbættri daglegri vinnu í verksmiöjum eöa á skrif- stofum, valdi því aö fólk snýr heim til sín aö kvöldi „algerlega aö niöurlotum komiö bæöi líkamlega og andlega“. Dzhirkvelov segir aö þetta valdi miklum áhyggjum hjá sovéskum embættismönnum Al- þjóöaheilbrigöisstofnunarinnar í Genf. Áhyggjuefni þeirra, sem þeir deildu ekki meö vestrænum starfs- systkinum sínum — voru meðal annars útbreiösla drykkjusýki í Rússlandi, sem í þeirra augum stafar af álagi daglegs lífs í Sovét- ríkjunum ásamt því hve auövelt er aö fá keypt ódýrt vodka. Þegar heilbrigöismálaráöherra Sovétríkj- anna, B.V. Petrovsky, heimsótti Genf, viöurkenndi hann meira aö segja á lokuöum fundi sovéskra embættismanna þar, aö ef áfeng- issýki héldi áfram aö breiöast út meö sama hraöa og nú í Rúss- landi, myndl hún aö lokum hafa í för meö sér „úrkynjun þjóöarinn- ar“. Efnahagshrun blasir við Sovétríkjunum Dzhirkvelov fylgst grannt með háttum hins sovéska stjórnkerfis. Aö hans sögn er þar aö finna hóp framagosa, sem eru einskis nýtir og hugsjónalausir, og einungis gjörbreyting geti bjargaö þessu kerfi. Skriffinnskusýkin var land- læg í sovéska kerfinu frá upphafi. En undir stjórn Brezhnevs hefur hún magnast í farsótt. Samkvæmt frásögn Dzhirkvelovs ræöur ríkjum óbilgjarn „nýr aöall“ eöa „skrif- finnskuaöall", sem nær til flokks- og stjórnarstofnana á öllum stig- um, leyniþjónustunnar KGB, hers- ins, ráöuneyta og embættismanna af ýmsu tagi út um land allt og þessir aöilar hafa stjórn á öllu og gína yfir öllum sviöum mannlegs lífs í Sovétríkjunum. Dzhirkvelov bendir á aö fullyrö- ingar um aö veriö sé aö færa stjórnmál inn á sviö íþrótta meö því aö hundsa Olympíuleikana séu á misskilningi byggö. í Sovétríkj- unum ná þreifarar hins opinbera inn á öll svið, allt frá íþróttum til bókmennta, og þau séu þegar gegnsýrö og stjórnist af pólitískum viöhorfum. Dzhirkvelov viöurkennir, aö hann hafi sjálfur notiö góös af þessu kerfi. Sem sovézkur emb- ættismaöur erlendis meö tengsl viö KGB haföi hann yfir aö ráöa tveimur bílum, átti íbúö á góöum staö í Moskvu og aöra þar sem hann starfaöi utanlands; hann aö því aö styöja viö þessa kúgun- arstjórn. En hann varð — aö eigin sögn — stöðugt gagnrýnni á þaö kerfi, sem aöeins hélt velli meö tilstyrk ótta og þvingunar. Stefna Kremlverja, sem aö hans mati var vanhugsuö og jafnvel glæfraleg, fór aö valda honum áhyggjum. Innrásin í Afganistan var aö hans áliti atburöur sem ekki aðeins ofbauö almenningsálitinu í heimin- um heldur einnig heilbrigöri skyn- semi. Þar meö féll síöasta vígi hans eigin sjálfsblekkingar. Þegar embættismenn viö sovéska sendi- ráöiö í Genf reyndu aö koma honum á kaldan klaka meö því aö láta smáumferðaróhapp Ifta þann- ig út sem um ölvun viö akstur heföi veriö aö ræöa, sá Dzhirkvelov aö yfirvöld hlytu aö vera aö undlrbúa málatilbúnaö gegn honum. Hann fór til Moskvu í þeirri von aö vinir hans á æðri stööum kæmu honum til bjargar. En flestir foröuöust Dzhirkvelov eins og fordæmdan mann, sem ráölegast væri aö hafa ekkert samneyti viö. Hann leit á þetta sem lokasönnun þess, aö kerfiö, sem haföi aliö hann, væri um þaö bil aö snúast gegn honum af öllu því miskunnarleysi, sem þaö bjó yfir, og hann ákvaö aö flýja til vesturs. Dzhírkvelov samsinnir því aö í ákveðnum skilningi sé sovéska kerfiö öflugt aö því leyti aö þaö getur yfirbugaö einstaklinginn og verði ekki gjörbreytt um stefnu sett þeim sem vilja losna undan því — eins og honum sjálfum — þá úrslitakosti aö þeir veröa aö leita athvarfs í óvinaherbúöunum. En hann bendir á aö grundvallarveik- leiki kerfisins sjáist best á því, aö þaö getur ekki umboriö andóf eöa „svik“. Hann telur aö þaö kerfi sem óttast svo mjög hugmyndir og utanaðkomandi áhrif hljóti aö skorta innri styrk. Viöbrögö stjórnvalda viö áhrifum BBC og Voice of America útvarpsstöövanna sýna þetta glöggt: „Viö sögöum venjulega: Ef okkar kerfi er eins gott og leiötog- ar okkar segja þaö vera, viö hvaö erum viö þá svona hrædd? Ef þaö sem vestrænar útvarpsstöövar segja er ekki satt, getum viö vissulega dæmt um þaö sjálf." Dzhirkvelov og starfsbræöur hans veltu því fyrir sér, hvers vegna svo mikið væri talaö um aö vestrænar hugmyndir ryddu sér til rúms í Rússlandi en svo lítið um hiö gagnstæða. Hann segir meöferö- ina á sovéskum andófsmönnum vera glöggt merki um öryggisleysi. Hann hefur ekki sjálfur samúö meö andófsmönnum, en honum flnnst þaö hneykslanlegt aö dæma dr. Andrei Sakharov „félaga í sovésku akademíunni, mikilhæfan rússn- eskan vísindamann" í útlegö. Valdastéttinni er aö hans áliti haldiö viö völd af hernum og KGB og „allt gæti gerst“ ef þeir aöilar færu út af sporinu „einn einasta dag“. Meö þetta í huga gæti þaö skipt miklu máli hver tekur viö af Brezhnev, annaö hvort sem flokks- formaöur eöa forseti (hann gegnir báöum embættum), ef einhver nýr æösti leiðtogi reyndi aö glíma viö sovéska sjúkdóminn. Annars er dæmiö um hver tekur viö völdum „óútreiknanlegt“, aö áliti Dzhir- kvelovs. „Uppáhaldsarftaki vest- rænna fjölmiöla", skjólstæöingur Brezhnevs, Konstantin Chernenko, er aö hans dómi ekki líklegur þátttakandi í kapphlaupinu. Sjálfur veöjar hann á Andrei Kirilenko sem er „líkamlega þróttmeiri" en Brezhnev þótt hann sé eldri. En fáir sáu fyrir aö Krúsjeff næöi jafnlangt eftir dauða Stalíns og á eftir Brezhnev kynni aö koma fram á sjónarsviöiö einhver ámóta ófyr- irsjáanlegur arftaki æöstu valda. Hver svo sem hann verður mun hann tilneyddur aö endurvekja meö einhverjum hætti traust manna til æöstu embætta lands- ins, aö dómi Dzhirkvelovs. Hann Ólíkt því sem áöur var, segir Dzhirkvelov, þegar þaö voru aö- eins venjulegir Rússar sem kvört- uöu sín á milli yfir efnahagshruni og stjórnmálakúgun, eru fleiri og fleiri í stjórnarklíkunni sjálfri nú farnir aö láta í Ijós áhyggjur sínar. Meöal þessara manna eru foringj- ar bæöi í hernum og í KGB „sem eru þegar allt kemur til alls venju- legir menn, sem margir hverjir skilja alltof vel hvaö er á seyöi". Þaö er aöeins allraæösti valda- toppurinn sem er algerlega ein- angraður frá því sem raunverulega er aö gerast. „Þaö er engin furöa þótt Brez- hnev og féiagar hans skuli trúa á gnægtaþjóöfélag kommúnismans, því þeir búa aleinir viö þaö og engir aörir. En mun þá einhve- ný forysta gera þær „róttæku, rök- réttu ráöstafanir" sem Dzhirkvelov telur nauösynlegar, þeirra á meöal aö auka lýöræöi aö vissu marki? Dzhirkvelov er ekki bjartsýnn sjálf- ur. Ef stjórnin heröir tökin enn frekar, gæti svo farið aö eitthvað bresti segir hann, en ef hún leyfði aukiö frelsi, gæti þaö líka orsakaö „ófyrirsjáanlega sprengingu“. Margir Rússar spyrja nú sjálfa sig kvíöafuilir hvaö muni gerast næst. „Aöeins eitt er öruggt“, segir Dzhirkvelov aö lokum, „aö eitt- hvað verður að gerast. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut öllu lengur."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.