Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 2

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1980 Jóhann er í 3.— 5. sæti ÍSLANDSMEISTARINN í skák. Jiíhann Iljartarson. hefur staOiO sík með prýði á alþjoðleKU skák- móti. sem nú stendur yfir í New York. Þegar 7 umferðum er lokið er Jóhann í 3.-5. sæti með 5 vinninga ásamt stórmeisturunum Benkö ok Dzindzindhasvili. Éfstur er Banda- ríkjamaðurinn Watson með 6Vi vinninjr ok annar í röðinni er landi hans Henley með 5'k vinning. Marj<eir Pétursson byrjaði afar illa í þessu móti en hefur mjög sótt í sig veðrið upp á síðkastið. Hefur Mar- geir unnið 3 skákir í röð og hefur 4'k vinning. Árni Árnason, sem er með yngstu keppendum á mótinu hefur hlotið 1 'k vinning. Lögreglan í eltinga- leik við öku- fant á140 km hraða ÞAÐ mun eflaust vekja undrun og óhug fólks að somu daga og hrikaleg slysaalda riður yfir þjóðina skuli lögreglan vera í eltingaleik við ökumann á 140 km hraða. Atvikið gerðist í gær á Vesturlandsvegi, einhverjum fjöl- farnasta þjoðvegi landsins. Síðdegis í gær voru vegalög- reglumenn á ferð um Vesturlands- veg. Þegar þeir komu að Móum á Kjalarnesi mættu þeir fólksbifreið á geysilegum hraða og stefndi hún til borgarinnar. Lögreglumennirn- ir snéru bifreið sinni strax við og hófu eftirför. Svo mikill var hraði fólksbifreiðarinnar að hann mældist mest 140 km. Tókst lög- reglumönnunum ekki að stöðva bifreiðina fyrr en við Kaupfélagið í Mosfellssveit. Hafði hún þá farið framúr mörgum bifreiðum og ver- ið langtímum saman á öfugum vegarhelmingi. Okumaðurinn, ungur maður, var færður á lögreglustöðina í Reykjavík og umsvifalaust sviptur ökuleyfi. Verður mál hans síðan sent sakadómi Reykjavíkur til dómsmeðferðar. Óheillaþróun í fargjaldamálum vegna gengissigs - segir blaðafulltrúi Flugleiða NOKKRAR hækkanir hafa orðið að undanförnu á millilandafar- gjöldum Flugleiða. Hinn 1. apríl sl. varð 5% almenn fargjalda- hækkun vegna eldsneytishækk- ana. síðar kom hækkun vegna gengissigs um 15%. Siðan hefur fargjöldum verið breytt þrisvar vegna gengissigs. um 5% hinn 1. maí, 5% 1. júlí og tæp 4% 15. júlí Má sem dæmi nefna að nætur- fargjaldið til Kaupmannahafnar var 101 þúsund krónur þegar næturflugið hófst í maí, en er nú kr. 121.300. Almennt sérfargjald til Kaupmannahafnar var í apríl 225.500, en er nú 244.900 og til Glasgow var almennt sérfargjald 158.100, en er nú 171.700. Sveinn Sæmundsson sagði að mikil óheilla- þróun væri nú í fargjaldamálum vegna gengissigs og hefði sjaldan þurft að leiðrétta fargjöld með svo stuttu millibili sem nú. Framboð Vigdísar: Sjötugsafmæli Edvards Kðvarð Sigurðsson formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og einn helsti forystumaður islenzkrar verkalýðshreyfingar um áratuga skeið varð sjötugur í gær. Af þvi tilefni hafði Dagshrún opið hús í Lindarbæ i gær og var þar geysifjölmennt. Bárust Eðvarði fjöldi gjafa. blóma og heillaóska i tilefni dagsins. Myndin sýnir afmælisbarnið taka á móti frú Guðrúnu Ilöskuldsdóttur, ekkju Ilannesar Stephensen, sem var formaður Dagshrúnar næst á undan Eðvarði. Ljósm. Mbl. Kristinn. Útlit fyrir 8-9 milli. kr. hagnað EKKI eru öll kurl komin til grafar ennþá, en ljóst er að við erum réttu megin við strikið. kostnaður við framboð Vigdísar Finnbogadóttur er lægri en það fé sem safnaðist og er hagnaður- inn á bilinu 8 til 9 milljónir króna, sagði Tómas Zoéga. sem sá um fjármál vegna framboðs Ólympíuleikarnir i Moskvu: íslenzki sendiherrann ekki viðstaddur opnunina SENIDIIERRA Íslands í Moskvu. Haraldur Kröyer. verður ekki viðstaddur opnunarathöfn ólympíuleikanna í dag og sagði hann í samtali við Mhl. að fastir sendiherrar vestrænna ríkja yrðu við hana. Ilörður Ilelgason ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins kvað hafa verið ákvcðið í ráðuneytinu að sendiherrann skyldi ekki vera við opnunarat- hofnina. en hins vegar myndi 17 ára falsaði ávísanir fyrir milljónir kr. Rannsóknarlögregla ríkis- ins gerði í gaer kröfu um að 17 ára piltur yrði hnepptur í allt að 60 daga gæzluvarð- hald fyrir siendurtekið ávís- anafals. Dómarinn tók sér frest til dagsins í dag til þess að kveða upp úrskurð í málinu. Pilturinn var handtekinn á fimmtudagskvöldið, tæpri viku eftir að honum var sleppt úr gæzluvarðhaldi fyrir ávísanafals. í ljós kom að hann hafði haldið áfram fyrri iðju strax og hann slapp úr fangelsinu og liggur fyrir að hann hefur á þessari einu viku falsað ávísanir svo skipt- ir milljónum króna. hann vera í opinbcrri móttöku i tilefni ólympíuleikanna, en hún var haldin í gærkvóldi. Haraldur Kröyer sendiherra sagði í samtali við Mbl. að viðeig- andi hefði þótt að hann væri Varðarferð TIL hagræðis fyrir íbúa í Hafnar- firði og Kópavogi hefur verið ákveðið að bíll leggi af stað í Varðarferðina frá Sjálfstæðishús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði kl. 7:30 á sunnudagsmorgun og verði við Hamraborg 1, Kópavogi kl. 7:45. viðstaddur boð sovézku ríkisstjórn- arinnar í gær vegna opnunar Ólympíuleikanna. Stóð Kosygin forsætisráðherra fyrir móttökunni sem fram fór í Kreml að loknum tónleikum þar á vegum mennta- málaráðuneytisins. Sendiherrann sagði að enginn fulltrúi Nato ríkis yrði viðstaddur opnunarathöfnina í dag, en af vestrænúm ríkjum vissi hann að fulltrúar Grikklands og Austurríkis yrðu viðstaddir og lík- lega fulltrúi Svíþjóðar. Þá kvaðst sendiherrann að líkindum þekkjast boð alþjóðaólympíunefndarinnar, sem yrði á þriðjudag. Haraldur Kröyer afhenti við athöfn kl. 11 í gærmorgun skilríki sín sem sendi- herra íslands. Vigdísar til forsetaembættis. Tómas Zoéga kvað enn beðið nokkurra reikninga og kæmi end- anlegt uppgjör vart fyrr en nokk- uð væri liðið á næsta mánuð. Yrði niðurstaðan þá kynnt og hvað gert yrði við umframféð, það myndi framkvæmdanefndin ákveða, en líklegast rynni það til líknarmála. Þórður Sverrisson kosninga- stjóri Guðlaugs Þorvaldssonar kvað kostnað við framboðið hafa verið áætlaðan 37,5 milljónir og gerði hann ráð fyrir að sú áætlun stæðist nokkurn veginn. Kvað hann fyrirsjáanlegt að dæmið myndi ganga upp, ekki yrðu millj- ónir í afgang, en útkoman myndi standa á jöfnu. Þorvaldur Mawby, sem hefur með fjármál vegna framboðs Alberts Guðmundssonar að gera, kvað uppgjöri ekki lokið, en bjóst við að það yrði fljótlega og kvað hann ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort niður- stöður yrðu birtar. Ekki náðist í fulltrúa Péturs Thorsteinssonar til að fá fréttir af kostnaði við framboð hans. Tvær umsóknir TVÆR umsóknir hafa borizt til biskupsembættisins um starf sóknarprests í Seljasókn í Reykja- vík, en umsóknarfrestur rann út í vikunni. Eru þær frá sr. Úlfari Guðmundssyni sóknarpresti á Ólafsfirði og sr. Valgeiri Ást- ráðssyni, sóknarpresti á Eyrar- bakka. __^_ Vegaþjónustubílar FIB FÉLAG ísl. bifreiðaeigenda held- ur úti fimm vegaþjónustubilum um helgina. Geta ökumenn. sem leið eiga um landið náð samhandi við þá gegnum Gufunesradíó. Hrúarradíó eða Akureyrarradló. Einnig bendir F.I.B. fólki á að koma aðstoðarheiðnum á fram- færi gegnum þá fjölmörgu. sem hafa talstöðvar i hílum sfnum. í dag og á morgun verða vega- þjónustubílarnir staðséttir sem hér segir: Bíll nr. 5 í Borgarfirði, nr. 9 á Akureyri, nr. 2 á Bílaverk- stæðinu Víði í Víðidal, nr. 7 á Hornafirði og nr. 6 á Bílaverk- stæði Dalvíkur. í frétt frá F.Í.B. segir að félagar gangi fyrir um þjónustu og er mönnum bent á að hafa meðferðis viftureimar, vara- hjólbarða og helztu varahluti í kveikju. Ljc>Km. ÓI.K.Mag. Myndin er af husandarungunum sem getið var um i baksíðufrétt Morgunbl. í gær. Þeir eru barna á sundi með fósturmoður sinni, sem er toppönd, á Tjörninni i Reykjavik. H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.