Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980
11
Á ferð um
Úlfar Sveinsson bóndi
og oddviti. í baksýn má
sjá Drangey.
SKAGAFJÖRÐ
í annari viku júlímánaðar var blaða-
maður Morgunblaðsins á ferð um Skaga-
f jörð í blíðskaparveðri, og átti þá viðtöl við
Xmsa menn bæði til sjávar og sveita.
Árangur ferðarinnar birtist í nokkrum
greinum á næstunni, og fer fjrsta viðtalið
hér á eftir. Rætt verður við Ulfar Sveinsson,
bónda og oddvita á Syðri-Ingveldarstöðum
á Reykjaströnd.
Skammt utan við
Sauðárkrók býr Úlfar
Sveinsson, bóndi og
oddviti Skarðshrepps, á
Syðri-Ingveldarstöðum
miklu fjárbúi í félagi
við föður sinn Svein
Sveinsson, sem býr á
Y tri-Ingveldarstöðum.
Þeir feðgar eiga á 600
fjár og nýlega var Úlfari
veitt leyfi til að hefja
refarækt. Blaðamaður
ræddi við Úlfar um
búskapinn, oddvitastarf-
ið og hina nýju búgrein,
refaræktina.
Hver er ástæðan fyrir því að um
helmingur bæja hér á ströndinni
hefur farið í eyði?
Megin ástæðan er sú að flestar
þeirra jarða sem farið hafa í eyði
voru litlar af landkostum og
þannig háðari sjósókn og þegar
fiskurinn hvarf úr Skagafirðinum
var ekki hægt að halda bú á
þessum jörðum. Þær jarðir sem
eftir eru hér á Reykjaströndinni
eru því flestar samruni tveggja
eða fleiri jarða.
Oddviti frá 26 ára aldri
Úlfar Sveinsson hefur verið
oddviti Skarðshrepps frá 26 ára
aldri eða í 10 ár, og á þeim tíma
hefur Skarðshreppur vaxið og
fólksfjölgun orðið nokkur, gagn-
stætt því sem gerst hefur í öðrum
hreppum í sýslunni.
Úlíar Sveinsson Syðri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd:
I refaræktiimi f elast
ýmsir möguleikar
Ingveldarstaðir
eru góð bújörð
Hvernig bújörð eru Ingveldar-
staðir?
Ingveldarstaðir nýju eru eigin-
lega fleiri en ein jörð, því að með
jörðinni teljast nokkur kot sem
áður voru í byggð, eins og Hólakot
og Sveinskot. Þannig má segja að
samruni nokkurra misstóra jarða
geri samanlagt eina góða bújörð,
sem Ingveldarstaðir eru. Ég
myndi þó telja þessa jörð sérlega
góða til að halda fé, sökum þess að
við getum alið fé á fjörubeit
framan af vetri og fram yfir
fengitímann. Fjörubeitin hefur
sparað okkur ómælt heymagn í
gegnum tíðina, sem kom sér m.a.
vel í vetur eftir harðindasumarið
sl. ár.
Þrátt fyrir lélegt sumar áttum
við firningar eftir veturinn, sem
þakka má fjörubeitinni að miklu
leyti. Sjórinn hefur alla t íð
reynst bændum á Reykjaströnd
drjúg búbót og allt fram tril 1%0
var gert út á grásleppu frá
hverjum bæ.
Tveir bæir gera ennþá út héðan
af Reykjaströndinni, en ég er
hættur því fyrir nokkrum árum.
Engu að síður höfum við ýmis not
af sjónum, bæði hvað varðar
fjörubeitina, en einnig fáum við
nokkuð af silungi í net hér
meðfram ströndinni, sem fer ein-
göngu til heimilisnota.
Þá má einnig nefna, að hér rétt
út af landi er hólmi þar sem um
300 æðarkollur verpa, en af þeim
fást nokkur kíló af dúni á ári.
Segðu mér eitthvað frá oddvita-
starfinu, og hvernig hefur þér
tekist að sameina oddvitastarfið
og bústörfin?
Oddviti gegnir svipuðu hlut-
verki og bæjrarstjórnar í bæjum.
Þvj fylgja ýmis konar stjórnsýslu-
störf og segja má að, innheimta
gjalda sé þar veigamikill þáttur.
Oddviti er einnig formaður sveit-
arstjórnar og hann situr í mý-
mörgum nefndum fyrir hreppinn,
sem taka tíma frá bústörfunum.
Mér hefur þó tekist að sameina
þetta fram að þessu, en ég þakka
það ekki síst því að ég á fé en ekki
kýr. Kýrnar þurfa meiri og jafn-
ari umönnun, og þegar maður
situr oft á fundum langt fram
eftir kvöldi, yrði mjög erfitt að
stunda kúabúskap.
Refaræktin gefur ýmsa
möguleika
Úlfari var nýlega veitt leyfi til
þess að hefja refarækt, og ég
spurði í framhaldi af því um
tildrög þessarar hugmyndar og
um möguleika refaræktar á ís-
landi.
í nokkur ár hefur verið mikill
áhugi meðal bænda hér í Skaga-
firði á loðdýrarækt, og eins og
menn vita er á Sauðárkróki starf-
rækt stórt minkabú sem gengiö
hefur ágætlega. í ársbyrjun 1979
stofnuðum við 20 bændur í Skaga-
firði Félag áhugamanna um loð-
dýrarækt í Skagafirði, og sóttum
þá strax um leyfi til ráðherra
fyrir refabúum. Okkur var hafnað
um leyfið í fyrra, þar sem aðeins
nokkrum aðilum í grennd við
Grenivík var þá úthlutað leyfum.
Þannig má segja að við höfum
talið okkur standa þessu næst
þegar leyfum var aftur úthlutað í
vor, en þá fengu 8 bændur í
Skagafirði leyfi.
Af mörgum ástæðum er það
hentugt fyrir bændur í sömu sýslu
að starfrækja refabú, þar sem
þeir geta þá sameinast um bygg-
ingu fóðurblöndunarstöðvar sem
nauðsynlegt er að reisa, því fáir
eru svo stórir í sniöum að þeir
ráði við að byggja slík mannvirki
einir. Þess má geta að í nágranna-
löndum okkar sameinast bændur í
nágrannabyggðalógum einmitt
um slíkar fóðurblöndunarstöðvar.
Við bændurnir í Skagafirði er-
um hins vegar svo heppnir að
þurfa ekki að byggja blöndunar-
stöð, vegna þess að nýlega er lokið
við byggingu einnar slíkrar sem
er í eign minkabúsins á Sauðár-
króki og við munum geta keypt
allt okkar fóður frá þeirri stöð.
Einn aðalkosturinn við refahald,
er sá, að refurinn þolir eldri
fóðurblöndur en minkurinn og er
því harðgerðari og auðveldari í
fóðrun.
Hversu stórt verður þitt bú?
Ég sótti um að fá 30 læður, og
það er venja að áætla að fyrir
hverjar þrjár iæður þurfi eitt
karldýr. Ég fæ mín dýr frá
Grenivík, vonandi strax í haust,
en það eru þá lífdýr frá því vor.
Samkvæmt áætlun ætti ég þá að
fá mína fyrstu yrðlinga næsta
vor.
Það er hins vegar ekki hlaupið
að því að hefja búskap, sem
þennan, því byggja þarf sérhönn-
uð hús og traustar girðingar.
Áætluð fjárþörf til stofnunar
refabús með 30 læðum eru 18
milljónir eða 600.000 á hverja
læðu, en það má geta þess, að við
höfum fengið vilyrði fyrir fjár-
magnsfyrirgreiðslu af hálfu ríkis-
ins.
Það sem gerir refabúskap öðru
fremur freistandi er lágt fóður-
verð, mikil frjósemi dýranna og
tiltölulega hátt verð fyrir skinnin.
Eftir að læða er orðin eins árs
þykir það lélegt, ef hún gefur ekki
af sér fleiri en 6 yrðlinga á ári.
Ég býst við, að eftir að maður
er kominn af stað í þessu, gangi
þetta ágætlega, allavega ætla ég
að byggja mín hús og girðingar
með það fyrir augum að ég geti
stækkað búið ef reynslan segir að
það verði hagkvæmt.
Fulltrúi Skagfirðinga
1 kynnisferð til
Svíþjóðar ok Finnlands
Úlfar er nýlega kominn úr
boðsferð um tvö Norðurlönd, þar
sem fulltrúum 17 búnaðarsam-
banda var boðið af Stéttasam-
bandi bænda til að kynna sér
loðdýra- og feldfjárrækt.
Hvað var athyglisverðast úr
þessari ferð og hvert var farið?
Við kynntumst því hvernig grann-
ar okkar standa að þessum mál-
um, í Finnlandi var okkur kynnt
loðdýrarækt og í Svíþjóð fengum
við að sjá hvernig staðið er að
feldfjárrækt.
Til upplýsingar má nefna, að
Finnar eru mjög stórir í refa-
ræktinni, þeir framleiddu á síð-
asta ári yfir helming af framlei-
ddum refaskinnum í heiminum
sem voru 2 milljónir. Það sem
vakti athygli mína var sú reynsla
bæði Svía og Finna, að skinnin
væru betri frá búum sem eru
norðarlega í löndunum og það
gefur ástæðu til bjartsýni á fram-
tíð refaræktar hér norður á ís-
landi. Þrátt fyrir að nýrri búgrein
fylgi eðlilega nokkur áhætta þá er
ég þeirrar skoðunar, að í þessu
tilfelli sé hún frekar lítil, markað-
ir fyrir refaskinn eru stöðugir ár
frá ári og eftirspurnin jöfn.
Að frátaldri loðdýraræktinni
voru okkur kynntir ýmsir mögu-
leikar í feldfjárrækt, en í þeirri
grein standa Svíar framarlega.
Einkum eru það gráar gærur af
gotlensku fé sem njóta vinsælda
til pelsagerðar, en þess má geta að
gráar íslenskar gærur hafa lítil-
lega verið kynntar til pelsagerðar.
Munurinn á ullinni af gotlensku
fé og íslensku er sá, að gotlenska
ullin er hrokkin alveg niður að
skinni, en sú íslenska er slétt.
Auknar vinsældir islensku ull-
arinnar má hins vegar ekki síst
rekja til þess, hversu létt hún er,
og einnig, að hún nýtist betur en
sú gotlenska. í einn pels þarf 5
íslenskar gærur á móti 6 got-
lenskum.
Á síðasta ári voru gotlenskir
pelsar seldir á ísl. kr. 430.000, á
meðan íslenskir voru sekdir á ísl.
kr. 350.000, og það þykir ekki
mikill munur, þegar þess er gætt
hve lítil ræktun hefur verið
stunduð hér á landi.
Að mínu viti ættu bændur að
kynna sér betur feldfjárræktina,
og leggja áherslu á að fá fram
séreinkenni íslensku ullarinnar í
stað þess að reyna að breyta
henni.
Islenskir bændur, sem hyggjast
rækta feldfé eiga að leggja
áherslu á að fá fram sem jafnast-
an gráan lit, sem er tískulitur nú,
en það má geta þess að það er
mjög auðvelt að fá fram ætlaða
liti í ræktun sauðfjár.
Bændum er bannað með
löKum að selja gærur
sínar þar sem hag-
kvæmast er
Hvernig er staðið að sölumálum
varðandi gærurnar? Sölumálin
eru eitt mikilvægasta vandamálið
sem blasir við í þessari atvinnu-
grein. Eins og málum er háttað í
dag er bændum bannað með
lögum að ráðstafa sínum gærum
eftir eigin geðþótta, og leita
hagstæðustu leiða til að koma
þeim í verð. Sem dæmi má nefna
að í Svíþjóð gilda allt aðrar
reglur. Þar ræður bóndinn því
sjálfur hvernig og hvar hann
lætur fullvinna sína gæru, hann
borgar kostnaðinn en fær í stað-
inn í eigin hlut, það verð sem fyrir
gæruna fæst. Ég get nefnt dæmi
að á síðasta ári fengu sænskir
bændur 25.000—30.000 ísl. kr.
fyrir sínar gærur, á meðan ís-
lenskir bændur fengu 2.500—3.000
ísl. kr. Þrátt fyrir að þetta sé
einfaldur samanburður þá eru
mýmörg svipúð dæmi sem stað-
festa að sölukerfi okkar er afleitt.
Fyrsta tilraunin til að brjótast út
úr þessu kerfi er sú að 10—11
bændur á Mýrum hyggjast stofna
með sér feldfjárræktarfélag.
Hvernig líst þér á stöðuna í
íslenskum landbúnaði?
Ég er þeirrar skoðunar að við
höfum ýmsa möguleika til að
komast úr þeim vanda sem við
blasir ef menn hafa vilja til þess.
Atvinnugreinar eins og fiskir'ækt,
loðdýrarækt eða feldfjárrækt eru
spor í áttina, og ég er því
bjartsýnn á framtíðina ef menn
nota samtímis hugmyndaflugið og
skynsemina.
TEXTI: FRIDRIK FRIÐRIKSSON