Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 19.07.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ1980 23 Finnski stúlkna- kórinn syngur Finnski stúlknakórinn, sem sagt var frá í Mbl. á dögunum að væri hér í heimsókn, er nú að hefja söngferð sína um landið. En á laugardaginn, þ.e. í dag, syngja stúlkurnar í Norræna húsinu kl. 16. DÓMKIRKJAN: Orgeltónleikar Ljosm. Mbl. Tómas Helgason. LANDHELGISGÆZLAN ílautt í Kær yfir sovézka veiðiflotann, sem að undanförnu hefur verið að kol- munnaveiðum utan við 200 miina fiskveiðimörkin norð-austur af LanKanesi. Sovézku toKararnir virðast veiða vel, eins ok KlöKKÍeKa sést á úttroðnu trollinu á annarri myndinni. Á hinni myndinni má sjá toKara lÍKKja utan á verksmiðju- og birKÖaskipi. EINS ok á ollum sunnu- döKum í júli og ágústmán- uði, verða orgeltónleik- ar i Dómkirkj- unni ásunnu- dag kl. 18.00. í þetta sinn mun Oörður Ás- kelsson, sem er að Ijúka framhalds- námi erlend- is, leika i 30—40 mín. Aðgangur er ókeypis. íslandsmeistaramótið i sviffluKÍ stendur nú yfir á Hellu, en illa hefur viðrað til sviffluKs ok mótið þvi enn ckki „löKlegt". Mótinu lýkur annað kvöld og leit út fyrir að sviffluKmennirnir fengju K«tt veður i dag <>K á morgun. Á þessari mynd, sem Jónas EKÍlsson tók yfir fluKvelIinum á Hellu í gær, má sjá nokkrar sviffluKur i hvildarstöðu hjá tjaldhúðum sviffluKmannanna <>k fjölskyldna þeirra. Hella er í baksýn. Neytenda- V í1 • j_i \ „Lirtitt aö eiga við báknið44 NEYTENDASAMTÖKIN hófu fyrir u.þ.b. tveimur árum að fylgj- ast með viðskiptum opinberra þjón- ustufyrirtækja, svo sem rafveitna. hitaveitna, Pósts <>k sima <>k Rikis- útvarps. Á fréttamannafundi, sem samtökin héldu i fyrradaK sökóu forsvarsmenn samtakanna að erfitt væri að ei^a við „háknið“ eins ok einn þeirra orðaði það <>k lítið tillit væri tekið til Neytendasamtakanna af hálfu æðstu valdhafa. Sögðu þeir þetta vekja undrun þeirra, sérstakleRa nú, þar sem í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar væri talað um að styrkja samtök neytenda. Formaður samtak- anna, Reynir Ármannsson, sagði að fljótt hefði komið í Ijós, að réttur hins almenna notanda er mjög fyrir borð borinn og geta hans til að ná rétti sínum mjög lítil. Þá sagði hann allt starf við þessa athugun unnið af áhugaaðilum og sagði prófessor Gísla Jónsson hafa lagt þar mest af mörk- um. Prófessor Gísli sagði að róðurinn hefði verið þungur og miklum kröftum þyrfti að eyða til þess eins að fá opinberar stofnanir til að fara að lögum. Þá hefðu samtökin leitað réttar neytenda með skrifum til við- komandi ráðuneyta, en þeim væri yfirleitt ekki svarað. Væru póstsam- göngum varla um að kenna, þegar heiiu árin liðu frá því bréf væru send. Þá sagði hann samtökin hafa farið fram á umsagnaraðild í málefnum neytenda en yfirleitt verið hafnað. Víöa pottur brotinn Mikið var rætt á fundinum um málefni Pósts og síma og sögðu fundarboðendur, að víða væri pottur brotinn. Stofnunin gæfi út sérstakar innanhússgjaldskrár og væru þær hækkaðar án þess að slíkt væri birt í Stjórnartíðindum. Þá sagði Gísli að 1978 hefði verið tekið upp nýmæli með gjaldskrá Pósts og síma og stofnun- inni heimilað að taka gjald skv. kostnaði, þannig að símnotandi greið- ir símatalfæri, húslagnir og tilheyr- andi búnað samkvæmt kostnaðar- gjaldi á hverjum tíma, en fyrir annan búnað en númer í miðstöð og venjuleg talfæri eru stofngjöld samkvæmt sérgjaldskrá. Þá sagði Gísli að Póstur og sími hefði tíðkað bakkröfur á neytendur. Fastagjald ber að borga fyrirfram, ef hækkun verður síðan á tímabilinu eiga neytendur von á bakkröfu upp á mismuninn. Hringlandaháttur væri mikill innan stofnunarinnar, sífellt væri verið að breyta gjaldskrá og ekki væri hægt að stóla á hvort það sem gilti í dag kæmi til með að gilda á morgun. „Ég gerði það til gamans að hringja í dag og spyrja hvað nýr sími kostar. Svörin voru loðin. Síminn kostaði einhverja upphæð miðað við þetta og hitt og ekki var hægt að fá nein bein svör.“ llringlandaháttur meó gjaldskrar Þá var fjallað um innheimtu Ríkis- útvarpsins, sem gert var sérstaklega grein fyrir í blaðinu í gær. Einnig var sagt frá viðskiptum samtakanna við önnur opinber þjónustufyrirtæki, s.s. rafveitur og hitaveitur Sögðu þeir þar helstu vandkvæðin að hringlandahátt- ur væri með gjaldskrár og oft væri ekki farið að reglum um birtingu þeirra. Þeir voru að því spurðir, hvort fyrirhugað væri að halda lengra inn í opinbera geirann og kváðu þeir það hugmyndina, en vildu ekki ætla sér of mikið í einu. Póstur og sími væri það fyrirtæki, sem tekið hefði mestan tíma upp á síðkastið og yrði síðan fram haldið eftir efnum og aðstæðum. Félagsmönnum hefur fjölgað mikið í samtökunum siðasta árið eða um 30%. Sérdeildir hafa verið stofnaðar víða um land. Ríki og Reykjavíkur- borg styrkja reksturinn með fjár- framlögum, en að öðru le.vti er eina tekjulindin félagsgjöld. Sögðu for- ráðamenn samtakanna að upphring- ingar hefðu verið um tvó þúsund á s.l. ári og viðfangsefni væru mörg og margvísleg. Póst- og símamálastjóri, Jón Skúlason: „Allt löglegt sem við gerum í sambandi við gjaldskrána44 „ÞAÐ ER allt löglegt sem við gerum i sambandi við gjald- skrána," sagði Jón Skúlason póst- og simamálastjóri. er hann hafði samhand við Mbl. i gær og óskaði birtingar á athugasemdum sínum vegna ummæla forráðamanna Neyt- endasamtakanna um rekstur Pósts <>K sima á fréttamannafundi i fyrra- daK- „Við erum með sérstaka gjald- skrárnefnd, sem í eiga sæti sex aðilar, þar af einn frá samgönguráðu- neytinu. Hann getur því fyglst með að allt sé tryggilegt, rétt og löglegt. Okkar gjaldskrá er svonefnd þjón- ustuskrá, sem ráðuneytið birtir, en siðan höfum við sérstaka verðskrá yfir hluti sem við kaupum erlendis frá og seljum til notenda. Hún breytist auðvitað í samræmi við breytingar á verðlagi erlendis." Þá sagði Jón að lögmaður stofnun- arinnar hefði sarnið greinargerð um lögmæti ferða hennar, sú greinar- gerð hefði verið send ráðuneytinu, sem siðan hefði sent Neytendasam- tökunum hana sem svar. „Þá vil ég taka fram, að auðvitað geta ætíð orðið mannleg mistök í sambandi við gjaldskrána, en við höfum ætíð verið fúsir að leiðrétta, þegar slíkt hefur komið upp og ég tel að hagur neytandans hafi ekki verið borinn fyrir borð, enda stefna okkar að gera neytendum í vil,“ sagði hann í lokin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.