Morgunblaðið - 26.07.1980, Page 10

Morgunblaðið - 26.07.1980, Page 10
/ 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 Nýbúið er að steypa gangstéttir viA Kötur i Lundunum. Krakkarnir hafa síðan sléttað og tyrft meðfram þeim. Fullt jafnrétti er 1 unglingavinnunni og stelpurnar látnar vinna sömu verk og strákarnir. „Þetta vilja þœr sjálfar og hér er enga miskunn að fá44 sagði verkstjórinn, lengst til vinstri á myndinni, kimileitur. * Garðabær: „Nauðsyn að þessi starfshópur njóti viður- kenningar" Breytt fyrirkomulag unglinga- vinnu gefur góðan árangur Krakkarnir hafa unniA miklð starf i kirkjugarðinum við Garðakirkju í sumar. Sagði Hannes, að sum þeirra hefðu tekið ástfóstri við staðinn og þau hefðu sjálf fundið sér það verkefni til frekari fegrunar i irarðinum. „Við erum eiginlega að vinna okkur i álit i sumar, og á ég þar bœði við krakkana og okkur umsjúnaraðilana." sagði Hannes Hilmarsson umsjónarmaður unglingavinnunnar í Garðabæ, er Mbl. ræddi við hann um tilhogun vinnunnar, en nokkrar breytingar hafa þar verið gerðar á fyrirkomulagi hennar. „Ungl- ingavinnan hefur því miður haft fremur leiðinlegt orð á sér — og á það ekki aðeins við hér i Garðabæ. Allir hafa heyrt setn- ingar cins og „Ég fæ ekkert að gera i sumar — verð að fara i unglingavinnuna". Hér hefur að minu áliti margt komið til. Yfir- völd hafa hallast að þvi að líta á þetta sem illa nauðsyn — og launin og vinnutiminn verið í samræmi við það." Hannes sagði, að þetta væri annað sumarið, sem hann sæi um unglingavinnuna í Garðabæ. „Ég fann það fljótlega í fyrrasumar, að krakkarnir voru óánægðir bæði með launin og vinnuna, enda launin lág og vinnan mest fólgin í því að sópa. Þá fengu þau ekki nema hlutavinnu, sem orsakaði það að hópurinn, sem vann fyrir hádegið, kom einnig eftir hádegi og krakkarnir héngu yfir þeim sem áttu að vera að vinna. Þá varð ég einnig var við að foreldrar voru óánægðir og allt varð þetta til Þessi hópur hafði lokið sinu verkefni og eru krakkarnir hér að ræða sin á milli hvert halda skuli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.