Morgunblaðið - 26.07.1980, Síða 11

Morgunblaðið - 26.07.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 11 Hannes lengst til hæxri ræðir verkskipulagið við einn af flokksstjór- unum. einn starfskrafturinn fylgist með. Ljósm. Mbi. Friða Proppé. þess að vinnuafköst urðu léleg og krakkarnir lærðu lítið til verka, en það ætti að mínu mati m.a. að vera tilgangur þessarar vinnu." Fá nú fulla vinnu „Þau verða náttúrulega ætíð svipuð, en við höfum reynt að fá fleiri skapandi verkefni til viðbót- ar við hreinsun, grashirðingu og þessi venjubundnu sumarverkefni. Hvaða breytingar voru gerðar á fyrirkomulaginu í sumar? „Það var í fyrsta lagi sú breyt- ing, að krakkarnir fá nú fulla vinnu, þ.e. sjö klst. vinnu á dag. Launin voru hækkuð til muna, þannig að þau fá nú 900 og 1.000 kr. á tímann eftir aldri. Þess í staö gerum við líka ákveðnari kröfur til krakkanna og þau eru látin stunda sína vinnu, bæði hvað varðar mætingar og iðni. Þetta eru um 80 krakkar og er þeim skipt niður í 12 til 14 manna hópa og hefur hver hópur sinn verk- stjóra. Þetta hefur gengið vel og ég tel að krökkunum líki þetta fyrirkomulag betur, þá eru vinnu- afköstin mun meiri og það sem ég tel bezta dæmið um árangurinn er, að ekki hefur borizt ein einasta kvörtum frá foreldrum eða bæjar- búum almennt vegna unglinga- vinnunnar, en þær bárust nokkrar í fyrrasumar." Reynt að fá skap- andi verkefni Hvað með verkefnin, hafa þau breytzt? Sem dæmi get ég nefnt, að krakk- arnir eru núna að vinna við að tyrfa meðfram gangstéttum í Lundunum. Þá hafa þau gert stórátak við fegrun kirkjugarðs Garðakirkju, niðursetning trjáa er á listanum og í ágústmánuði munum við fara í málningar- vinnu." Hannes sagði, að bæjaryfirvöld hefðu sýnt málinu skilning og taldi hann, að niðurstaða þessarar tilraunar myndi undirstrika nauð- syn þess að þessi vinnukraftur fengi viðurkenningu. „Auðvitað á þessi aldurshópur fullan rétt á því að litið sé á hann eins og annan starfskraft. Krakkarnir eru bæj- arstarfsmenn og ég er viss um að bærinn okkar væri ekki svipur hjá sjón, ef vinnu þeirra nyti ekki við. Þessi aldurshópur er hörkudugleg- ur til verka og vill gera vel, en það er með þau eins og okkur eldra fólkið, ef við fáum aldrei viður- kenningu og höfum á tilfinning- unni að við séum að vinna til einskis, þá missum við áhugann og afköstin verða samkvæmt því.“ Þessir hressu strákar létu ekki trufla sig frá vinnu, en gáfu sér þó tíma til að lita upp og brosa. I Jón Oddgeir Jónsson: Þegar stendur í manni Það ber við, að matarbiti. svo sem kjiit, epli, harðfiskur eða blóðmör standi í háisi manns (kokinu) og loki þannig loftrásinni til lungnanna. Einnig geta aðskotahlutir. svo sem tölur. smámynt og fleira hrokkið niður í barka. Einkennin láta ekki á sér standa; sjúklingurinn stendur á öndinni. blánar i andliti. má ekki mæla — og getur kafnað á nokkrum mínútum. Myndin er frá barnasjúkrahúsi í Chicago og sýnir hluti. sem legið höfðu á glám- bekk í heimahúsum og lítil hörn gleypt. Þrýstiaðferð Þegar aðskotahlutur stendur í kverkum eða koki fólks. getur skyndihjálpin m.a. verið fólgin í því að þrýsta undir þindina með þeim átökum, sem þessar myndir gefa til kynna. Við það þrengist brjústholið. Loftið í lungunum þjappast saman og ef átaki er beitt upp á við, getur lofthviðan rutt burtu aðskotahlutum úr öndunarfærum. Þessi mynd sýnir lcgu þind- ar og lungna. sem hér koma helst við sögu. Ef manneskja. scm er komin að köfnun. æðir um eða stendur kyrr, stjörf af hræðslu. kemur hjálparmaður að baki sjúklingsins. tekur báðum höndum um bringspalir hans. leggur krepptan hnefa annarar handar. með þumalinn að — og þrýstir snöggt og fast upp undir rifjabogann, með báðum höndum, eins og þessar myndir sýna. (Það er óþarfi að þrýsta þjösnalega, enda gæti það orsakað innvortis áverka.) Ef um ungbarn er að ræða, þá hagræðið því eins og sýnt er á þessari mynd og ýtið með fingrum á bringspalir þess, ef til vill nokkrum sinnum. Beitið kröftum í samræmi við það, að hér er verið að hjálpa ung- barni. Sjálfs- hjálp Ef maður er einn síns liðs. »k kominn að köfnun veitna aðskota hlutar i hálsi. er þrautaráðið e.t.v, það. að leKKja báða handleKKi þétt að hrinKspolum. eins ok teikninKar þessar sýna — ok snarbeyKja sík fram á við. Við það myndast all- mikill þrýstinKur. eins ok lesandinn Ketur sjálfur reynt. þvi ekki er ráð nema i tíma sé lært. (Úr væntanleKri nýrri útKáfu bók arinnar „Hjálp í viðlöKum".) Ef stendur í stálpuðu barni, þá bregðið barninu um öxl og þrýstið nokkrum sinnum með kröftugu, snöggu átaki, yfir bol sjúklingsins og fylgist með því hvort hluturinn hrekkur frá. þrýstiaðferð við manneskju er situr á stól, þegar stendur í henni og handtökum beitt á sama hátt og sýnt er á mynd- unum. Ef sjúklinKurinn er svo langt leiddur að hann sé fallinn i ómeKÍn. þá veltið honum á bakið. krjúpið niður. ok myndin sýnir. lcgKÍÓ neðri hendi á brinKspalir hans. ok þrýstið siðan með báðum höndum ok snöKKri hreyfinKU upp á við. að brjústholinu. Endurtakið þetta nokkrum sinnum. ef þörf krefur. FyÍKÍst með því. sem kynni að berast upp í munn sjúklinKsins ok strjúkið það burt jafnoðum. eða látið hjálparmann annast það verk. Höfði sjúklinKsins hallað til hliðar eins ok sýnt er á myndinni. Að lokum skal það itrekað. að það á við i þessum tilvikum. sem við öll önnur slys. að jafnframt þvi að hjálparmaður hefst handa. þarf að skipuleKKja það að ná strax i læknishjálp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.