Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 17
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1980 17 Dómkirkjan Marteinn Hunger leik- ur á orgel kirkjunnar Á MORGUN, sunnudag, kl. 18.00 leikur Marteinn Hunger Friðriksson á orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík. Á efnisskrá eru verk eftir Jón bórarinsson, Bach ok Reger. AðKanxur er ókeypis. Eden Áttunda einkasýning Gunnars Halldórs GUNNAR HALLDÓR Sigurjónsson heldur málverkasýningu í Eden í Hveragerði dagana 21. til 31. júlí. Er þetta önnur sýning Gunnars Halldórs í Eden, en áttunda einkasýning hans, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum. Myndirnar eru málaðar með akrýl- og olíulitum og eru allar til sölu. Á HÓTEL BORG i kvöld ki. 22 verður siðasta sýning á Flugkabarett á vegum Júlileikhússins. Á myndinni er einn leikaranna, Edda Björgvinsdóttir, stödd á Lækjartorgi við kynningu á kabarettinum. Óðal feðranna Sýningum í Reykja- vík f er að ljúka UM ÞESSA helgi lýkur sýningum á myndinni óðal fcðranna hér í Reykjavik og fer myndin til sýningar um landsbyggðina. Alls munu um 46 þúsund manns hafa séð myndina i kvikmyndahúsum borgarinnar til þessa og lætur nær, að annar hver íbúi Reykjavikur haíi séð myndina. Kjarvalsstaðir YjEirlitssýnmgu á verkum Gerðar og Kristínar að ljúka UM ÞESSA helgi lýkur yíirlitssýningu á verkum Kristínar Jónsdóttur og Gerðar Helgadóttur á Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin í dag og á morgun frá kl. 14 til 22. Alls munu um 14 þúsund manns hafa séð sýninguna til þessa, en hún var sett upp i tilefni Listahátíðar, en er jafn- framt sumarsýning húss- ins. Suðurgata 7 Myndir málaðar í Hollandi í GALLERÍ Suðurgata 7 stendur nú yfir sýning á verkum Magnúsar Valdimarssonar, sem flest hafa orðið til í Hollandi á síðastliðnum vetri. Sýningin er opin virka daga frá kl. 18.00 til 22.00 og um helgar frá kl. 16 til 22. Sýningunni lýkur 1. ágúst næstkomandi. Light Nights Bjartar næt- ur á Fríkirkju- veginum FERÐALEIKHÚSIÐ heldur áfram sýningum á „Light Nights“ að Fríkirkjuvegi 11. Sýningar eru fjórar í víku fram til 31. ágúst , það er á fimmtudags-, föstudags-, iaugardags-, og sunnudagskvöld- um, og hefjast þær kl. 21.00. Sýningar þessar eru einkum ætl- aðar enskumælandi ferðamönn- um. Tíunda Sumargleðin SUMARGLEÐl Ragga Bjarna hefur undanfarnar vikur verið á ferð um landið og komið víða við. Þetta er í 10. sinn sem Ragnar safnar liði og fer um landið undir nafninu Sumargleðin og er í til- efni af því sérstaklega vandað til hlutanna, að sögn. Ómar Ragnarsson.Bessi Bjarna- son, Magnús Ólafsson og Þorgeir Astvaldsson halda ásamt hljóm- sveitinni tveggja tíma skemmtun áður en dansleikur hefst. Skemmtunin að Hvoli, i kvöld hefst kl. 21 og á morgun verður svo Sumargleðin að Kirkjubæj- arklaustri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.