Morgunblaðið - 26.07.1980, Side 18

Morgunblaðið - 26.07.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1980 Dregið úr hvalveiðum næsta ár? Brighton. EnKlandi. 25. júli. AP. SAMNINGAVIÐRÆÐUM Al- þjódahvalveiðiráðsins mjakar hæjrt i átt að lætcri ársveiðimörk- um, að sögn Richard Frank, sendimanns Bandarikjanna á Fjögur morð á dag KingHton, Jamaira, 25. júlt. AP. AÐ MINNSTA kosti 4 morð hafa verið framin af pólitísk- um ástæðum daK hvern i KinKston, hófuðborn Jama- ica, sl. mánuð, að sögn lög- reglunnar i landinu. Aðstoðarmaður lögreglu- stjóra sagði að fyrstu 24 daga júlí hefðu 114 morð verið tilkynnt. í Kingston og ná- grenni hennar býr um hálf milljón manna. Miklar póli- tískar óeirðir hafa verið í borginni síðastliðna mánuði, en nú líður að kosningum. Efnahagslegir örðugleikar ha- fa valdið matarskorti í land- inu og pólitískir hópar hafa ekki veigrað sér við að nota byssur á andstæðinga sína. Ekki er vitað hversu mörg morð má kenna um pólitískum flokkum, þar sem þeir neita allir að bera ábyrgð á slíku. ráðstefnunni. Hann viðurkenndi jafnframt að enn stæðu samning- ar um mörg atriði i járnum eftir fimm daga þref. „Við erum smám saman að ná samkomulagi um lægri mörk fyrir næsta ár“ sagði Frank. „Veiðar á hrefnu og búrhveli verða tak- markaðar enn frekar". í viðtali við fréttastofu AP lýsti forseti Alþjóðahvalveiðiráðsins, Þórður Asgeirsson, því yfir að sprengiskutullinn, sem Islend- ingar hafa notað í þrjátíu og tvö ár, væri lang mannúðlegasta drápsvopnið, sem tíðkaðist. Hann gat þess jafnframt að Japanir gerðu nú tilraunir með smærri en öflugri skutul, sem deyða myndi fórnardýrið samstundis. Hann sagði að þar til þessi skutull hefði verið tekinn upp, yrði enn um sinn að nota sprengjulausan örvarskut- ul til veiða á smærri hvölum eins og hrefnu. „EKKI BERJA MIG AFTUR“. Bólivisku konurnar á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Kaupmannahöfn hafa ekki allar gleymt þvi hversu hressilega danska lögreglan tók á móti þeim er þær mótmæltu byltingunni i Bóliviu á ráðstefnunni á dögunum. Þessi kona gekk um meðal lögregluþjóna við ráðstefnuna fyrir nokkru, hvitmáluð i framan, og bað þá að berja sig ekki aftur. Ítalía: Þrernur ungl- ingum rænt Florence, 25. júli. AP. ÞREMUR vestur-þýskum ungl- ingum var rænt i litlu þorpi nærri Florence á ítaliu i dag. Hópur mannræningja réðist inn í þorpið og lokaði foreldra tveggja unglinganna, systkina, inni meðan þeir óku á brott. Sjónvarvottar segja ræningjana vera milli 25 og 30 ára. Ekki er vitað hverrar þjóðar þeir eru. Yfirmenn á risaolíuskipinu sem rifnaði sundur í Rotterdam: „Hefðum átt að færa farminn til, eftir losun í Frakklandi“ Kotterdam, 25. júll. AP. TVEIR af yfirmönnum á risaolíu- skipinu „Energy Consentration“ sem rifnaði sundur i höfninni i Rotterdam fyrir nokkrum dög- um, hafa viðurkennt að hafa ekki farið að settum reglum við að jafnvægisstilla skipið, að sögn hollensku lögreglunnar. Skipstjórinn, sem er kínverskur, og fyrsti stýrimaður sem er frá Taiwan, voru handteknir sl. þriðjudag. Þeir hafa skýrt frá því við yfirheyrslur að eftir losun í Frakklandi hefði með réttu átt að færa til farminn í skipinu vegna jafnvægis þess. Um borð var engin tölva sem gaf til kynna hvort skipið væri rétt hlaðið. Þar var aðeins vél til að reikna út slagsíðu þess. En áhöfnin hafði takmark- aða kunnáttu á notkun hennar og „Billygate44 í uppsiglingu? Wmihintcton, 25. júli. frá önnu Bjarnadóttur. fréttaritara Mbl. SAMSKIPTI Billy Carters við rikisstjórn Libýu á undanförn- um árum geta komið Jimmy Carter, forseta Bandaríkjanna og stórabróður Billys, í koll i kosningabaráttunni, sem i hönd fer. Billy hefur skráð sig sem erindreka Líbýustjórnar í Bandarikjunum og greint frá 220.000 dollurum, sem hann hefur fengið „að láni“ frá Libýu á þessu ári. Carter neitar, að Billy hafi rekið erindi banda- risku stjórnarinnar i Libýu, en dómsmálanefnd þingsins og leiðarahöfundar helztu dag- blaða Bandaríkjanna eru á einu máli um, að rétt sé, að opinber rannsókn fari fram á samskipt- um Billys við Libýustjórn. Hvíta húsið greindi frá því á þriðjudag, að Billy hefði verið milligöngumaður Zbigniew Brzezinskis, öryggismálaráð- gjafa forsetans, og Ali Hourdin, sendiráðsritara Líbýu í Wash- ington, í nóvember, þegar Brzez- inski vildi hitta Hourdin að máli. í yfirlýsingunni kom ekki fram, að Jimmy Carter hefði sjálfur hitt Hourdin í desember, en Jody Powell, blaðafulltrúi forsetans, kannaðist við það við blaðamann Washington Post á miðvikudag. Hann sagði, að Carter hefði hitt Hourdin, eftir að Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hefði reynt að aðstoða við lausn bandarísku gíslanna í Teheran úr haldi og bandaríska sendiráð- ið í Tripoli hafði verið brennt til kaldra kola. Powell neitaði, að Billy hefði haft nokkuð með fund forsetans að gera. Köldu hefur lengi andað milli rikisstjórna Líbýu og Bandaríkj- anna. Starfsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins segja þó, að sambandi hafi ávallt verið haldið við Líbýu og því ónauð- syniegt að nota bróður forsetans til að ná sambandi við sendiráðs- ritara landsins. New York Times segir í leið- ara í dag, að Carter forseti hafi ávallt neitað að bera nokkra ábyrgð á gjörðum bróður síns. Hann virðist þó ekki hafa gert stjórnvöldum í Líbýu fullljóst, að Billy hefði engin áhrif í Washington. Það hefði þvert á - . móti bent til hins gagnstæða, þegar Billy var notaður sem milligöngumaður milli Líbýu- stjórnar og öryggismálaráðgjafa forsetans. Peningarnir, sem Billy hefur þegið, líta því út sem borgun fyrir sambönd og áhrif í Washington, en Líbýa hefur lengi reynt að koma ár sinni þar vel fyrir borð. — Það þykir ótrúlegt, að Líbýustjórn hafi tekið svo miklu ástfóstri við Billy, sem er atvinnulaus, en rak áður benzínstöð í heimabæ sín- um, Plains í Georgiu, án þess að búast við nokkru í staðinn. Repúblikanar í bandaríska þinginu voru fljótir að fara fram á rannsókn á málum Billys. Dómsmálanefnd öldungadeildar- innar mun taka málið til athug- unar, en sérstök nefnd verður ekki skipuð. Ef rannsókn leiðir í ljós, að Carter forseti hafi ekki verið alveg hreinskilinn um mál bróður síns, og Billy hafi aðhafzt eitthvað misjafnt í samskiptum sínum við Líbýu, getur Carter- fjölskyldan þegar farið að undir- búa flutninga sína aftur til Plains. Þótt ekkert nýtt komi fram, hefur Billy þegar spillt verulega fyrir bróður sínum. Gaddafi er svarinn óvinur ís- raelsmanna og bandarískir gyð- ingar því lítt hrifnir af honum. Vinátta Billys og Gaddafis gæti því kostað Jimmy Carter forseta atkvæði, sem hann þarfnast verulega í New York, Pennsyl- vaniu, Illinois og Kaliforníu í kosningunum í nóvember. Veður Akurayri S rigning Amsterdam 28 heióskírt Aþena 32 heiöskírt Beriín 25 heióskírt BrUssel 28 heiðskírt Chicago 29 heióskírt Feneyjar 28 þokumóöa Franklurt 28 heiöskírt Fssreyjar 10 rigning Genf 27 heióskirt Helsinki 24 heióskírt Jerúsalem 27 heióskírt Jóhannesarborg 17 heióskírt Kaupmannahötn 23 heiðskírt Las Palmas 33 heióskírt Lissabon 28 heiöskírt London 28 heiöskírt Los Angeles 30 heióskirt Madríd 38 heiðskírt Malaga 25 mistur Mallorca 30 heiðskírt Miami 31 heióskírt Moskva 31 skýjað New York 31 heióskírt Osló 20 heióskírt París 26 heiöskírt Reykjavfk 8 rigning Rio de Janeíro 25 heiðskírt Rómaborg 27 heióskirt Stokkhólmur 30 heióskírt Tel Aviv 28 heióskírt Tókýó 30 heióskírt Vancouver 22 skýjaó Vínarborg 25 heióskírt voru allar skýringar með vélinni á norsku. Skipið var áður í eigu Norðmanna. Björgunarmenn vinna nú að því að losa olíu úr skipinu og verður það síðan dregið til viðgerðar. Áhöfn skipsins er enn í Rotter- dam, þar sem hún er yfirheyrð af yfirvöldum í Hollandi og Líberíu en þar^er skipið skrásett. Brezk útgerð bobba / 1 Lundúnum, 24. júli. AP. BREZKUR sjávarútvegur „er að hruni kominn“ að þvi er brezki Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu fullyrti i dag. Flokkurinn hvatti ríkisstjórn Margaret Thatchers til að láta meira fé af hendi rakna til brezkra sjómanna á meðan Efna- hagsbandalagið reynir að komast að samkomulagi um sameiginlega fiskveiðistefnu. Verði það ekki gert, sagði flokkurinn, er sjávar- útvegurinn í alvarlegri klípu. Brezkir sjómenn hafa krafizt þess að stjórnin hætti innflutningi á fiski og taki upp niðurgreiðslur með sjávarafurðum að nýju. Hafa margir fiskveiðimenn í Skotlandi lagt skipum sínum um sinn í mótmælaskyni við stefnu stjórn- arinnar. Námamenn beita tálmum í Bólivíu Lau Paz, Bólivlu, 25. júli, AP. HERSTJÓRN Luis Garcia Mezas hershöfðingja i Bóliviu fullyrti í dag að tiu þúsund óánægðir tinnámamenn hefðu sætzt á að hætta að berjast gegn stjórnvöld- um og taka upp vinnu að nýju. Þó játti herstjórnin þvi að nokkurr- ar mótstöðu gætti enn á náma- svæðum í um 480 kilómetra fjarlægð suður af La Paz, og væri enduropnun námanna háð því að takast mætti að rýma tálma námamanna og landbúnaðar- verkamanna af þjóðvegum. Ekki hefur reynzt unnt að fá staðfestingu á fréttinni þar sem engum samgöngum til eða frá svæðinu er til að dreifa vegna tálmanna. Einnig hefur ríkis- stjórniii' lagt eignarhald sitt á útvarpsstöð verkamannanna. Meirihluti Samtaka Suður- Ameríkuríkja (OAS) hefur for- dæmt valdarán hersins í Bólivíu og sakað herinn um að hafa komið í veg fyrir að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn tæki við völdum. Sam- tökin hafa einnig hvatt til þess að komið verði á fót sérstakri mann- réttindanefnd Ameríkuríkja til að kanna hvað hæft sé í ásökunum þess efnis að borið hafi á alvar- legum mannréttindabrotum í Bólivíu frá því að herinn hrifsaði völdin í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.