Morgunblaðið - 26.07.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JULI 1980
21
'S 1943
í næsta tíma, sem ég sótti, sagðist
hann vera með hugmynd, sem sé:
Listasafn við Háskóla íslands. Slík
söfn væru víða við erlenda háskóla og
mörg frábær. Ég ætla nú ekki að hafa
þessi orð fleiri, en aðeins að undir-
strika, hvernig þessi hugmynd varð
til, sem sagt innan veggja Háskóla
Islands, en hugmyndasmiðurinn var
Björn Th. Björnsson listfræðingur".
Dregið saman í hnotskurn, þá gaf
Sverrir Sigurðsson hér Birni Th.
Björnssyni mikið tilefni til að fá
snjalla hugmynd ...
Listasafn Háskóla íslands hefur nú
formlega tekið til starfa með sýningu
á nefndri stofngjöf, sem telur 70
málverk eftir Þorvald Skúlason
ásamt fjölda frumrissa og uppkasta
að málverkum, og 25 myndverkum
eftir aðra listamenn. Háskólaráð
kaus í fyrstu stjórn safnsins þá Björn
Th. Björnsson, listsagnfræðing, Gylfa
Þ. Gíslason fyrrv. ráðherra og Sverri
Sigurðsson.
Miklir safnarar myndlistarverka
eiga það sameiginlegt, að hér er um
ástríðu að ræða en sjaldnast hagnað-
arvon, ávinningurinn er öðru fremur
gleði sú, er lífræn listaverk færa
viðkomandi í formi lífsfyllingar og á
stundum einnig í viðkynningu við
höfundana. Öll list krefst þekkingar í
einhverju formi af hálfu iðkenda
sinna, enda er mikil list ávöxtur
stöðugrar þekkingarleitar og orku-
dreifingar efnis og anda. Það gefur
því auga leið, að eðlilega eru slíkir
menn oft djúpfróðir á samtíð sína og
Á þetta er minnst vegna þess að
fram kemur, að Sverrir Sigurðsson
telur sig hafa lært mikið af samskipt-
um sínum „við þessa heiðursmenn",
sem listamenn eru í hans augum og
einkum af að hlusta á Þorvald
Skúlason ræða um málverkið sem
slíkt“. Einkum er Sverri þessi setning
frá Þorvaldi minnisstæð: „Eigi múl-
verk af fyrirmynd að geta talist
listaverk er ekki nóg að það sé mynd
af einhverju. heldur verður það að
vera sjáifstæður hlutur, lifræn
heild, sem þolir að vera rifin út úr
því umhverfi sem það er af.“ Við-
kynningin við Þorvald og hinn rök-
vísa og stranga skóla sem hann er
fulltrúi fyir varð svo til þess, að
Sverrir og fjölskylda hans snéri sér
að mestu að því að safna verkum
hans.
- O -
Sverrir Sigurðsson hefur af mikilli
alúð og kostgæfni safnað saman
yfirgripsmiklu úrvali verka Þorvald-
ar Skúlasonar og hlýtur fyrir það
virðingu og þakkir allra þeirra er
gera sér ljósa grein fyrir mikilvægi
þessa hlutverks, sem hann af eigin
hvöt og óeigingirni tók að sér.
Hlutverkinu hefur Sverrir skilað
frábærlega vel og fyrir þetta mun
nafn hans tengjast þróun íslenzkrar
myndlistar um ókomna framtíð. En
Sverrir hefði ekki getað þetta án
stuðnings sinnar ágætu eiginkonu,
Ingibjargar Guðmundsdóttur, og
Yfirlitsmynd yfir nýrri verk Þorvaldar Skúlasonar.
Mynúllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
fortíð, þótt sjaldnast hreyki þeir sér
af því, þar sfem þetta er þeim í blóðið
börið og í sinnið ofið. Margir lista-
menn eru hlédrægir í eðli sínu, hvað
sem yfirborðinu líður, næsta feimnir,
kunna sig ekki í margmenni og eru
manna frábitnastir innantómu
skvaldri.
Þeir, er listaverkum safna, komast
sumir hverjir inn í innsta hring
listamanna, inná innsta gafl og
kynnast þeim öllum öðrum betur,
veikleika þeirra og styrk, þrám þeirra
og framadraumum, skilja þá jafnvel
betur en þeirra nánustu. Fræg er .t.d.
sagan um samskipti verðbréfasnill-
ingsins Rolf Stenersen og norska
málarans Edvard Munch, en Rolf var
einn af þeim fáu, er Munch kærði sig
um að eiga orðaræður við og mátti að
auki heimsækja hann á vinnustofur
hans, — í síðara tilvikinu oftast sá
eini. Rolf þessi gaf Óslóborg viðamik-
ið safn samtímalistar fyrir 43 árum,
m.a. fjölmargar myndir eftir Munch.
Það er önnur saga, en lærdómsrík, að
ekki er ennþá hafið að byggja yfir
það þrátt fyrir fögur fyrirheit.
dætranna Bjargar og Áslaugar, því
að þetta er allt samvalið lið einlægra
aðdáenda Þorvaldar Skúlasonar er
vill veg hans og íslenzkrar myndlist-
ar sem mestan.
Að sjálfsögðu er þetta glæsilegasta
safn verka Þorvaldar er um getur, og
sem gefur mjög góða hugmynd um
listferil hans frá upphafi og fram á
siðustu ár og Sverrir hefur verið
einstaklega naskur við að festa sér
lykilverk í ferli Þorvaldar, m.a. leitað
út fyrir landsteinana til að fylla upp í
myndina. Allt þetta hefur kostað
ómælt fé og mikla fyrirhöfn, en þó
umfram allt andlegt þrek, hugarró og
djörfug. Sverrir er vissulega maður
sem þorir að gera hlutina, — hefur
engin umsvif og gerir þá vel.
Hin verkin 25, sem öll eru eftir
landsþekkta listamenn staðfesta svo
einstaklega næmt auga fyrir mynd-
list almennt og samtíðinni yfirleitt.
Það er efni í stóra grein að fjalla
um safnið í heild og ég vona að mér
auðnist að gera það síðar. Hér skyldi
fyrst og fremst vera vakin athygli á
gjöfinni og um leið hinni stórmerki-
legu sýningu í anddyri og hátíðarsal
háskólans, er stendur til þriðja ágúst.
Þessa sýningu þurfa allir að sjá, er
láta sig íslenzka myndlist einhverju
varða.
— Heill Sverri Sigurðssyni og fjöl-
skyldu.
Fréttabréí úr Breiðuvíkurhreppi:
Uppspretta eyðilögð
vegna framkvæmda
við sumarhúsin
LauKarbrekku 20. júli
TÍÐÁRFAR hefur verið með cin-
dæmum gott á þessu vori og það
sem af er sumri. Sauðburður
gekk vel almennt enda veðráttan
um sauðburðinn með afbrigðum
góð.
Óvenju mikið var um að hjálpa
þyrfti ám við burð. Þurrkar voru
miklir allan júní og grasspretta
því sein, en í júnílok brá til
votviðris og hefur sprottið mikið
síðan. Fer gras að falla á túnum
hvað líður, en bændur bíða nú
eftir þurrki til að slá, þeir sem
ekki hafa votheysgeymslur.
Útgerð
Á Stapa og Hellnum hafa verið
gerðir út í vor 16 bátar, þar af
hefur einn stundað grásleppuveið-
ar og veitt sæmilega. Færafiskur
hefur verið mjög tregur síðan í
maí og er afli bátanna nú minni en
í fyrra. Gæftir hafa verið með
afbrigðum góðar í júní og það sem
af er júlí.
Framkvæmdir
Hafin er bygging tveggja íbúðar-
húsa í hreppnum og er verið að
steypa þau upp. Þá hóf Lands-
samband íslenzkra útvegsmanna
framkvæmdir í sambandi við
sumarhús, sem þeir vildu byggja á
túni bújarðarinnar Skjaldartrað-
ar, sem samtökin eiga, og er búið
að leggja veg að þeim stað í túninu
sem samtöl^in hugsuðu sér að
húsin stæðu.
Ennfremur er búið að láta grafa
skurð í túninu að uppsprettulind,
sem kemur undan hrauninu og er
þar með eyðilögð heilsulind
Hellnabúa frá ómunatíð, því í
þessa lind var sótt vatn handa
veiku fólki. Þetta var einn af
Gvendarbrunnum.
Andstaða við
sumarhús
Þessar framkvæmdir samtak-
anna eru hafnar án tiltekinna
leyfa og í mikilli andstöðu við
fólkið, sem býr á plássinu, það vill
ekki sumarbústaðahverfi inn á
túnin hér. Ibúar á Hellnum fjöl-
menntu á vinnustað verktaka LÍÚ,
ungir og gamlir mótmæltu þessum
ólöglegu aðgerðum og kröfðust
þess, að verkinu yrði hætt þegar í
stað, en því var ekki sinnt.
Þá skrifaði byggingafulltrúi
ásamt byggingarnefnd bréf þar
sem óskað var eftir stöðvun fram-
kvæmda, en því var heldur ekki
sinnt. Byggingafulltrúi hafði áður
merkt fyrir sumarhúsunum fyrir
LÍÚ vegna ókunnugleika á máíinu
og rangra upplýsinga, en eftir að
hafa kynnt sér málið tók hann það
aftur og óskaði ásamt bygginga-
nefnd skriflega til verktaka LIÚ
eftir stöðvun framkvæmda, en því
var heldur ekki sinnt.
Næst gerðist það, að fulltrúi
sýslumanns óskaði eftir að fram-
kvæmdum yrði hætt um sinn og
varð verktaki við þeirri ósk.
Túnið nýtt frá
ómunatíð
Því hefur verið haldið fram í
fjölmiðlum af LÍÚ, að túnið, sem
þeir vilja byggja h úsin á, hafi
ekki verið nýtt til landbúnaðar.
Þetta er ekki rétt því túnið hefur
verið nytjað allt frá ómunatíð, það
er hægt að sanna hvenær sem er.
Sjálfur sló ég þetta tún árið 1928
er ég var kaupamaður hjá bóndan-
um í Skjaldartröð, en hér hefi ég
alizt upp og dvalið hér í 69 ár. Ég
ætti því að vita betur en flestir
aðrir hvað gerzt hefur í þessu
plássi. Þarna var býli sem hét
Yxnakelda, (Lindarbrekka) og var
í byggð þegar ég var krakki, en
síðar lagðist það undir Skjaldar-
tröð.
Á fundi landnámsstjórans 11.
júní 1979 var tekin frá ákveðin
landspilda úr jörðinni Skjaldar-
tröð undan landbúnaðarnotkun
utan túns fyrir sumarhúsa- og
útivistarsvæði til handa LÍÚ, sem
jarðarnefnd samþykkti og land-
búnaðarráðuneytið staðfesti. Þá
fór byggingafulltrúi ásamt bygg-
inganefnd á frátekna svæðið og
athugaði með staðsetningu hús-
anna, en byggingafulltrúi skyldi
staðsetja húsin nánar þegar um
yrði beðið, en sú beiðni hefur ekki
komið enn.
Ekki rætt við
heimamenn
LÍÚ vill ekki byggja á þessu
útivistarsvæði, sem furðulegt má
telja, því það er að flestra dómi
sem séð hafa, miklu fallegra og
margfalt rýmra en það svæði, sem
þeir vilja fá að byggja á. Einnig
má það teljast furðulegt að sam-
tökin skuli vilja vera í túninu í
andstöðu við vilja allra plássbúa,
sem eru um þriðjungur allra
hreppsbúa, og að aldrei skuli hafa
verið rætt við plássbúa eða þeir
spurðir álits á málinu fyrr en nú
fyrir stuttu.
En í sýslufundargerð árið 1976
segir svo orðrétt m.a. að ekki sízt
verði tekið tillit til þess fólks, sem
byggir viðkomandi svæði. Þetta
virðist hafa gleymzt rækilega
hvað þetta mál snertir, bæði hvað
varðar nauman meirihluta
hreppsnefndar og LÍÚ, en aftur á
móti hafa plássbúar verið leyndir
gangi þessa máls eftir því sem
frekast hefur verið unnt og ósann-
indum beitt gegn okkur.
Þrátt fyrir allt vona ég og allir
aðrir plássbúar, að þetta mál endi
vel og að LÍÚ taki þann kostinn,
sem til friðar horfir, það yrði
öllum fyrir beztu.
Finnbogi G. Lárusson,
fréttaritari.
Fimmtán kepptu
á Islandsmóti
í siglingum
OPIÐ íslandsmót í siglingum var
haldið um siðustu helgi á vegum
Siglingasambands tslands. Fór
það fram í Skerjafirði og er það
nokkurs konar undanfari að ts-
landsiílótum i einstökum flokk-
um, sem fram fara í ágúst.
Fimmtán bátar tóku þátt í
keppninni og voru fjórar umferðir.
Á laugardag heltust inargir bátar
úr lestinni, en þrátt fyrir fimm
vindstig var keppni haldið áfram
og lauk um kl. 18. Úrslit urðu sem
hér segir:
1. Rúnar Steinsen, Ymi, á „leis-
er“ báti. 2. Gunnlaugur Jónasson
og Gunnar Guðmundsson, Ými, á
„Wayfarer" báti. 3. Jóhannes Æg-
isson og Guðmundur Björgvins-
son, Ými, á „Bullet".
Mótsstjórn önnuðust Oddur
Friðriksson og Valdimar Karls-
son. • • - - - - - - -.•-•-•- •