Morgunblaðið - 26.07.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JULI 1980
29
PlÖtll-
sumarið
'80
Undanfarnar vikur hef-
ur íslensk hljómplötuút-
gáfa staðið í blóma. Fjórar
plötur hafa borist til um-
fjöllunar og aðrar tvær
eru einnig komnar í búðir.
„Sonn ást“ litla platan með
aðallaginu úr „Óðal feðranna"
sungið af BJörgvini Halldórssyni
verður fyrst til umfjöllunar, en af
henni hafa nú selst um það bil
2000 cintök sem er mjög gott fyrir
íslenska smáskífu.
Þess má geta að plata Tívolí
gekk líka vel, og hafa þessar
plötur aukið bjartsýni á útgáfu
litlu plötunnar að sögn útgefenda.
Svo plöturnar séu teknar í tíma-
röð þá kom „Kvcðjustund“ Upp-
lyftingar næst, fyrir u.þ.b. 2
vikum. Sú plata er hin fyrsta frá
þessari efnilegu hljómsveit, og
virðast viðtökur ætla að verða
sæmilegar, enda margar ágætar
melódíur á plötunni. Þann 18. júlí
síðastliðinn komu út tvær breið-
skífur, „Hvers vegna varst’ ekki
kyrr? frá Pálma Gunnarssyni, og
„Sprengisandur“ frá Þú og ég.
Báðar þessar plötur eru líklegar
til vinsælda. Pálmi flytur 12 sterk
lög, sem bæði eru fallegar melódí-
ur og kröftugt rokk. „Þú og ég“
platan er þegar orðin söluplata,
þar sem 3 þúsund eintökum hefur
þegar verið dreift í búðir. Tvær
aðrar plötur eru komnmar í versl-
anir, önnur frá Örvari Kristjáns-
syni, harmónikkuleikara, og hin
1. Tómas Tómasson og Þórður Árnason Þursar
taka „Punkarann".
2. Ilalli og Laddi fara „í hringfcrð" á næstu plötu.
3. Rut Reginalds kcmur loksins mcð nýja plötu á na'stu vikum.
4. Buhbi og Utangarðsmcnn tilhúnir mcð EP plötu.
5. Magnús Þór cr að vcrða húinn mcð plötu mcð hljómsvcit sinni
„Stcina hlund". Mcð honum á mvndinni cr Ellcn Kristjáns-
dóttir.
frá Hljómsveit Finns Eydal. Plata
Örvars nýtur þegar góðrar sölu, en
hvorugar þessara platna hafa bor-
ist Slagbrandi, þannig að nánari
vitneskja liggur ekki fyrir að
sinni.
Væntanlegar eru nokkrar plötur
áður en sumri lýkur. í lok ágúst
kemur lítil plata frá Utangarðs-
mönnum með 4 lögum. Eru það
lögin „Rækjureggae (Ha Ha Ha)“,
„Miðnesheiði“, „13—16“ og „Over-
dub“, sem er spiluð útsetning á
„Rækjureggae".
Þess má geta, að Bubbi og
Utangarðsmenn munu gefa út
breiðskífu með haustinu, líklega í
október.
Ilaukur Morthens, frændi
Bubba, er búinn að taka upp
breiðskífu ásamt Mezzoforte, og
verður hún gefin út innan tíðar en
nafn er ekki enn komið á plötuna.
Þessar tvær verða gefnar út f
Steinari hf.
Eins er plata Rut Reginalds á
lokastigi og átti að ljúka upptök-
um um þessa helgi. Utgefandi
plötu Rutar er Geimsteinn hf.
Ragga og Bjöggi. þ.e. Ragnhild-
ur Gísiadóttir og Björgvin Hall-
dórsson, eru að ljúka upptökum á
breiðskífu sem Hljómplötuútgáf-
an gefur út. Umfjöllunarefnið er
samband karls og konu, og mun
plata þeirra koma út í ágústmán-
uði og þá líklega fyrri partinn.
Þursaflokkurinn sendir frá sér
nýja plötu þann 20. ágúst næst-
komandi, sem heitir jÁ hljómleik-
um“. Eins og nafnið bendir til og
frá hefur verið skýrt í Slagbrandi
fyrr, var efni plötunnar tekið upp
á hljómleikum Þursanna í Þjóð-
leikhúsinu í vor. Verða 4 ný lög á
plötunni og fjögur eldri. Meðal
nýju laganna er „Punkarinn“ sem
Tómas Tómasson söng, en það er’
lag Jónasar Árnasonar, „Jón var
kræfur karl“ með hluta úr „Föður-
bæn sjómannsins" eftir Árelíus
Níelsson skeytt inn í.
Auk þessa alls er Magnús Þór
Sigmundsson og hljómsveit hans
„Steinblundur" að ljúka breiðskífu
fyrir SG Hljómplötur og sama er
að segja um Silfurkórinn.
I haust, líklega í september,
kemur plata frá Torfa Olafssyni
sem samið hefur lög við texta
Steins Steinarrs. Platan mun
heita „Kvöldvísa" og leika Mezzo-
forte undir. Meðal söngvara eru
Jóhann Helgason, Jóhann G. Jó-
hannsson og Sigurður Sigurðsson.
Einnig eru Halli og Laddi að
undirbúa plötu fyrir haustútgáfu,
sem á að heita „Halli og Laddi
umhverfis jörðina á einni plötu“.
Fjórir kórar eru einig með plötur
á næstunni, Samhjálp, Söngfélag
Skaftfellinga, Árnesskórinn og
Karlakórinn Goðinn.
Viðar Alfreðsson, hornaleikari,
hefur auk þess verið að taka upp
efni á væntanlega plötu, en hve-
nær hún mun koma á markaðinn
er enn óvíst, en án efa verður hún
athyglisverð.
IIIA
Spilverk þjóðanna verða með efni á Bilakassettunum
Fleiri bílakassettur
Um þessar mundir flæðir yfir kassettuút-
gáfa. Hér er um svonefndar bíla-kassettur að
ræða með blönduðu efni.
Steinar hf. og Geimsteinn hf. gefa út tvær
tveggja tíma spólur hvor, með efni úr
„katalog" sínum.
Kassettur þessar eru kallaðar Stjörnukass-
ettur og eru þær aðgreindar með númerum
frá 1 til 4.
Meðal efnis á þessum spólum eru lög af
plötum Stuðmanna, Dúmbó og Steina, Þú og
Ég, Lónlí Blú Boys, Brimkló og Spilverk
Þjóðanna, svo eitthvað sé nefnt.
Innan tíðar er svo væntanleg fimmta
kassettan, en á henni verða þó nýjar
upptökur. Á henni verða tuttugu lög eftir
Gylfa Ægisson sem hann leikur sjálfur á
rafmagnsorgel. Efnið verður ekki gefið út á
plötu.
HIA.