Morgunblaðið - 26.07.1980, Side 37

Morgunblaðið - 26.07.1980, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1980 37 jm tíu 'VflU W VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13—14 FRÁ MANUDEGI það tónlag liggur svo hátt og gerir svo miklar kröfur, að það hefur að jafnaði ekki verið notað nema á stórhátíðum. Þetta tónlag er sér- stakt framlag íslensku kirkjunn- ar, og er svo fagurt, að ekkert vit er í að leggja það algerlega niður, enda veit ég ekki um nokkurn lifandi mann sem hefur lagt það til. • Gregoríska tónið nýtt og gamalt Gregoríska tónið er bæði nýtt og gamalt. Það er svo gamalt, að það má kenna áhrif þeirrar söng- hefðar bæði í íslenzkum rímna- stemmum og „Gömlu lögunum" svonefndu, þ.e. sálmalögum frá eldri tíð. Nýtt er gregoríska tónið að því leyti, að nýrri tíma laga- smiðir og söngfræðingar hafa endurnýjað þessa sönghefð mjög víða innan kirkjunnar. Má við því búast að einnig íslenzkir tónsmið- ir eigi eftir að byggja á þeim grunni í framtíðinni. Eg hefi hér rætt einvörðungu um sönghefð við guðsþjónustur þjóðkirkjunnar', en svo hefir einnig myndazt sönghefð innan annarra safnaða, svo sem hvítasunnumanna að ógleymdum hjálpræðishernum. Það var ein- hverntímann haft eftir Þórhalli biskupi, að hann vildi óska þess, að eitthvað af sönghraða nágrann- anna í Hjálpræðishernum væri komið yfir í dómkirkjuna. • Hver vill láta leggja niður Sig- fúsartónið? Hvað er nú framundan? I fyrsta lagi liggur ekki fyrir nein uppástunga að leggja niður Sig- fúsartónið. Tillögur helgisiða- nefndarinnar gera ráð fyrir því, eins og nú er ástatt, að valið sé milli Sigfúsartónsins, Séra Bjarna Þorsteinssonar-tónsins og hins gregoríska tóns, og ekkert því til fyrirstöðu að fleira sé upp tekið. Einu sinni fyrir mörgum árum, heyrði ég útvarpað messu, þar sem öll þrjú tónlögin voru notuð í sömu messunni. Slík aðferð er hrein della. Hún gefur enga hug- mynd um gildi hverrar tegundar fyrir sig, og verður stílleysa. Guðsþjónustan er „helgileikur" sem í öllum sínum einfaldleik á að „uppfæra" stílhreint og listrænt. Nú skal það að lokum tekið fram, að ekki er gregoríska tónið allt eins. Það sem brennur í mínum huga er ekki aðeins sú tign, sem getur verið yfir því við hátíðamessur eða þegar bæði prestur og söfnuður hafa þá hæfni til að bera, að unnt sé að fram- kvæma athöfina, svo að ýtrustu kröfum sé fullnægt, heldur hitt, hvernig það reynist í litlum söfn- uðum við hversdagsleg skilyrði. Eg skal engu spá um það hvort gregoríska tónið kemur til með að hafa þau áhrif á líf guðsþjónust- unnar sem forystumennirnir gera sér vonir um. Sjálfur hefi ég ekki trú á því að breytt tónlag valdi neinni byltinu út af fyrir sig. Það sýnir þó reynslan. En það er mikið lán að það er innleitt af mönnum eins og Dr. Róberti A. Ottosyni, sem var með færustu mönnum á sínu sviði. En mín skoðun er: Verum ekki mótfallin því að hin gregoríska sönghefð sé innleidd hér á landi, en varðveitum jafn- hliða það sem íslenzkir söfnuðir hafa vanizt og styrkt hefur anda tilbeiðslunnar í íslenzkum kirkj- um. Jakob Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur Þessir hringdu . . . • Góð þjónusta Þórir hringdi. „Það er alltaf vert að geta þess ef vel er gert við mann. Ég er nú einhleypur maður og þarf að fara með fötin mín æði oft í hreinsun. Áður fyrr fékk ég fötin mín alltaf óaðfinnanlega frágeng- in, en upp á það síðasta hafa fatahreinsanirnar einhverra hluta vegna leyft sér að trassa frágang- inn. Svo var ég á rölti um vesturbæinn um daginn og rakst á fatahreinsunina Hraða. Ég fór með fötin mín þangað og aldrei hefði ég haldið að svona góð þjónusta væri enn við lýði. Þar fékk ég þjónustu sem leiðir af sér að annars staðar verzla ég ekki eftir þetta. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Úkraínu í ár kom þessi staða upp í viðureign meist- aranna Okhotnik, sem hafði hvítt og átti leik og Kaplun. 28. Rb5! og svartur gafst upp því hann getur ekki forðað stórkost- legu liðstapi. • Snyrtimennska við hús Rafveitunnar Aðalsteinn Guðjónssen hringdi. Hann vildi aðeins svara spurningunni sem beint var til Rafveitunnar af HAP 11.06. og sagði að hægt væri að safna svarinu saman í máltækið „Lengi býr að fyrstu gerð“. Frá fyrstu tíð hefur frágangurinn hjá Rafveit- unni setið í fyrirrúmi. Ástæðan fyrir hve snyrtilegt er í kringum hús Rafveitunnar, er kannski sú, að raforkuver hafa ekki verið talin til prýði af almenningi og þess vegna kannski reynt að hafa snyrtiiegt í kringum þau. HÖGISTI HREKKVÍSI Eg sendi hér með kveðju mína og hugheilar þakkir öllum þeim sem minntust mín og heiðruðu með ýmsum hætti í tilefni af áttatíu ára afmæli mínu 3. júlí sl. Ólafía Pálsdóttir. Sumarhús til sölu Til sölu er timburhús úr vatnsheldum plötum, byggt á staurum, stærö 6x10 fm. Húsiö stendur í Vatnsfiröi á Barðaströnd. Þaö var byggt í sambandi viö Þjóöhátíö Vestfirðinga 1974 og er eign bæjar- og sýslufélaga á Vestfjöröum. Húsiö hefur ekki stöðuleyfi og er selt til niðurrifs eöa brottflutninga. Tilboö óskast í húsiö. Tilboð þurfa aö berast til undirritaös fyrir 10. ágúst n.k. Sýslumaöur Barðastrandarsýslu, 22. júlí 1980. Jóhannes Árnason. Veitingatjald til sölu Til sölu er veitingatjald, úr grænum sterkum nylondúk stærö 14x28 fm. Tjaldiö var saumaö fyrir Þjóöhátíö Vestfiröinga í Vatnsfiröi 1974 og er eign bæjar- og sýslufélaga á Vestfjöröum. Tjaldinu geta fylgt sérstakar innréttingar fyrir sölubúðir (á þjóöhá- tíðinni voru þar 7 verslanir). Tjaldiö veröur væntanlega sett upp á Hrafnseyri viö Arnarfjörö 3. ágúst n.k. Tilboö óskast í tjaldið og þurfa tilboö aö berast undirrituöum fyrir 10. ágúst n.k. Sýslumaður Barðastrandarsýslu, 22. júlí 1980. Jóhannes Árnason. Kópavogsbúar Höfum opnaö heilsurækt að Þing- hólsbraut 19, Kópavogi. Bjóöum uppá sólböð, gufuböð, nudd, hitalampa, hvíldarherbergi, setustofu. Síminn er 43332. Reynið viðskiptin. Þægindi í fyrirrúmi — þjónusta í alfara- leið. AUGLYSINGAR; 22480 AFGREIGSLA: 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.