Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980
Hópferðabílar
8—50 farþega
Kjartan Ingimarsson
sími 86155, 32716.
Það þekkja allir
Mölnfycke
bleiurnar á gæöunum
ESAB
Rafsuðutæki
vír og
fylgihlutir
Nánast allt til
rafsuöu.
Stærö ESAB og
eftirspurn eftir
ESAB vörum um
allan heim sannar
gæöin.
Allar tækni-
upplýsingar
fyrirliggjandi.
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI2,
SIMI24260
ESAB
Klukkan 19.25 í kvöld er á dagskrá útvarpsins fréttapistill frá
ólympíuleikunum. Stefán Jón Hafstein talar frá Moskvu. Á
meðfylgjandi mynd fagnar Svíinn Bengt Baron, sem er aðeins 18
ára gamall, óvæntum sigri sínum í 200 m flugsundi og hann fékk
gull fyrir sprettinn.
Hljóðvarp kl. 10.25:
Áður fyrr á árunum
Klukkan 10.25 í dag er
á dagskrá útvarpsins
þátturinn ,,Áður fyrr á
árunum". Ágústa Björns-
dóttir sem sér um þáttinn,
sagði að aðalefni þáttar-
ins væri gamansagan Je-
dók eftir Jónas Jónasson
frá Hrafnagili. Einnig
verða lesnir póstar úr
íslenskum þjóðháttum
eftir sama höfund. Fjalla
þeir um barnskírnir fyrr á
tímum. Auk þessa verður
lesið úr þjóðsögum Jóns
Árnasonar. Eitt lag verð-
ur leikið í þættinum, en
það heitir „Drottningin af
Saba kemur“ og er úr
óratoríu Sólomons eftir
Hendel.
Hljóðvarp
kl. 23.00:
Gamanmál
á
hljóðbergi
Klukkan 23.00 í kvöld er á
dagskrá útvarpsins þáttur-
inn „Á hljóðbergi", umsjón-
armaður Björn Th. Björns-
son listfræðingur. Efni þátt-
arins að þessu sinni er „ým-
islegt gamalt og gott úr
fórum Toms Lehrers".
Tom Lehrer er prófessor í
æðri stærðfræði við Har-
vard-háskólann í Banda-
ríkjunum, auk þess sem hann
er einn vinsælasti og um-
deildasti gamanvísnasöngv-
ari þarlendur og hefur lengi
verið. Hann byrjaði að
syngja fyrir stúdenta en varð
frægur fyrir vikulega þætti
sína í NBC-sjónvarpinu er
báru heitið That was the
week that was (Vikan sem
var), þar sem hann gerði
óspart grin að ýmsum mátt-
arstólpum þjóðfélagsins,
nýju stærðfræðinni, hug-
myndum og ýmsu fleira.
— Tom Lehrer semur lög
sín og ljóð sjálfur og leikur
undir flutning sinn, sagði
Björn Th. Björnsson list-
fræðingur, og skop hans er
ákaflega beiskt og hnyttið.
Eg ætla að moða úr plötum
hans frá umliðnum árum, og
hafa svona sitt lítið af
hverju.
Útvarp ReykjavíK
ÞRIÐJUDAGUR
29. júlí
MORGUNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þul-
ur velur og kynnir.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Tónleikar.
8.55 Mæit mál. Endurtekinn
þáttur Bjarna Einarssonar
frá kvöldinu áður.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Ása Ragnarsdóttir heldur
áfram að lesa „Sumar á
Mírabellueyju“ eftir Björn
Rönningen i þýðingu Jó-
hönnu Þráinsdóttur (11).
9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 „Áður fyrr á árunum“.
Ágústa Björnsdóttir sér um
þáttinn. Aðalefni þáttarins
er gamansaga eftir Jónas
Jónsson írá Hrafnagili. Karl
Guðmundsson leikari les.
11.00 Sjávarútvegur og sigling-
ar. Umsjónarmaður, Ingólf-
ur Arnarson, fjallar um sjóði
sjávarútvegsins.
11.15 Morguntónleikar. Clau-
dio Arrau leikur Píanósón-
ötu nr. 3 i f-moll op. 5 eftir
Johannes Brahms.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Á frí-
vaktinni Margrét Guð-
mundsdóttir kynnir óskalög
sjómanna.
SÍODEGID
14.30 Miðdegissagan: „Sagan
um ástina og dauðann“ eftir
Knut Hauge. Sigurður Gunn-
arsson byrjar lestur þýð-
ingar sinnar.
15.00 Tónleikasyrpa. Tónlist úr
ýmsum áttum og lög leikin á
ýmis hljóðfæri.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar. Jacqu-
eline du Pré og Sinfóniu-
hljómsveit Lundúna leika
Sellókonsert í g-moll eftir
Matthias Georg Monn; Sir
John Barbirolli stj./ Suisse
Romande hljómsveitin leikur
„Nocturnes“ eftir Claude
Debussy; Ernest Ansermet
stj.“ Kvartett Tónlistarskól-
ans í Reykjavik leikur kvart-
ett nr. 2 eftir Helga Pálsson.
17.20 Sagan „Barnaeyjan“ eft-
ir P.C. Jersild. Guðrún
Bachmann þýddi. Leifur
Ilauksson les (8).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Frá Ólympiuleikunum.
Stefán Jón Hafstein talar frá
Moskvu.
19.40 Allt i einni kös. Hrafn
Pálsson og Jörundur Guð-
mundsson láta gamminn
geisa.
20.05 Einsöngur i útvarpssal:
Sigriður E. Magnúsdóttir
syngur íslenzk og erlend lög.
Erik Werba leikur með á
pianó.
20.25 Ólafsvökukvöld. Stefán
Karlsson handritafræðingur
og Vésteinn Ólason dósent
tala um færeyska tungu og
bókmenntir og flétta inn i
þáttinn textum og tónlist frá
Færeyjum.
21.25 Færeyskir þjóðdansar.
Nólseyingar og Sumbingar
kveða Fuglakvæðið, kvæðið
um Regin smið og Grettis-
kvæðið.
21.45 Apamálið i Tennessee.
Sveinn Ásgeirsson segir frá.
Þriðji hluti.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Úr Austfjarðaþokunni.
Vilhjálmur Einarsson skóla-
meistari á Egilsstöðum ræðir
við Hermann Níelsson for-
mann UÍA um blómlega
starfsemi félagsins o.fl.
23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar-
maður: Björn Th. Björnsson
listfræðingur. Ymislegt
gamalt og gott úr fórum
Toms Lehrers.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.