Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 35 Nútímamaður á Vesturlönd- um telur sig frjálsan. Hann má yfirleitt hugsa, tala, trúa, skrifa og gera það sem honum sýnist, svo lengi sem hann ekki gerir öðrum mein að áliti laganna. Lýðfrjálsu löndin veita þetta frelsi, að minnsta kosti á pappírnum. Og vissulega er það hið dýrmætasta hnoss. Einveldin leika einnig mörg sama leikinn. Láta sem þau veiti frelsi. Annað má ekki vitnast. En sé litast um af sjónar- hóli sannleikans eitt andar- tak, litið ofurlítið út fyrir þröngan hring hversdagsleik- ans, kemur allt annað í ljós. fegurðarsmekk gæti gert okkur í meira lagi brosleg. Og eins er með fleira. Þessi lína eða fjötur nær og spannar yfir flest, ef að er gætt. Klæðaburður og framkoma, aðstaða og ástir, matarneyzla og drykkja, skemmtanir og nautnir, húsbúnaður og húsa- gerð, hreyfingar og látæði — allt er innan þessa hrings eða þessara ósýnilegu viðja. Við erum nefnilega frjáls í fjötr- um tízkunnar, blind í viðjum vanans. Tízka og vani eru kóngur og drottning á tróni einveldis í lífi flestra, án þess að því sé athygli veitt. Tízkan segir: Þetta er fínt. Og þá er það framkvæmt. Þar skiptir meira að segja heilsa og fegurð, hamingja, ást og fjölskylda engu máli. Allt er lagt að veði fyrir valdi tízkunnar. Þar eru reykingar, brennivínsdrykkja og eiturneyzla efst á listanum. Vaninn segir: Þetta er úrelt. Og þá er það ekki gert. Þar gæti sparsemi, framsýni og heiðarleiki verið efst sem fornar dyggðir, en fordæmdar. Þannig geta tízka og vani sogið allan viðnáms- þrótt hugsunar og manngildis úr heilli þjóð. Gjört allsnægtir að engu, og breytt auðlindum í auðnir. Frelsi fjötrar Við erum þá ekki eins frjáls og af er látið. Fyrst mætti nefna alla fjötra hins daglega starf og viðfangsefna — bönd skyldunnar. Allt frá skólaskyldum barnsins til fjölskyldubanda öldungsins getur frelsið orðið furðu lítið miðað við einstakl- inginn og persónu hans. Jafnvel stórríkir forstjórar og iðjuhöldar eru vart þess umkomnir á stundum að taka sér tíma til að líta inn hjá vinum sínum eða skreppa í leikhús með konunni sinni. Flest kvöld — flestar stund- ir eru fastar, helgaðar við- skiptahringnum, ef ekki í starfi og samningum þá til fundarhalda og viðtals. Og ekki þarf nein stórmenni svonefnd til. Allt frá ferming- arbörnum til gamalmenna er líkast hringsveiflu í tannhjóli. Allt verður að snúast — snú- ast. Ekki mmá hjólið stöðvast. Það er aðalatriðið, hið eina nauðsynlega. En við getum þó hugsað frjálst? Nei, ekki alveg. Við eigum að hugsa og helzt að tala eins og foringjarnir í pólitíska flokknum, sem við tilheyrum. Annars verður allt í voða. Eða hvað. Forskriftir og fyrir- mæli gilda um flest, ekki sízt orð og hugsanir. Við tölum um sjónleik og málverk eins og gagnrýnanda flokksblaðsins kemur bezt, hvort sem það er nú Þjóðvilj- inn eða Morgunblaðið. Að velja mynd eftir eigin Og á bannlista tízku og vana, sem einu nafni kallast tíðarandi, gætu helztu dyggðir eins og trúmennska, trúrækni, ættjarðarást og ábyrgaðrtil- finning orðið skráðar, áður en að væri gott. Og árangur af þessum fjötrum hins frjálsa manns verður þrotlaust eirð- arleysi, taugaveiklun, óá- nægja, kröfur, lífsleiði, ör- vænting og jafnvel sjúkleiki og dauði löngu fyrir tímann. Heimska og kröfur annast svo dansinn og hljómlistina í höll þessara hjóna eða hjúa: Tízku og Vana. Það verður hrunadans, þar sem hið heilaga lífsgildi sekk- ur áður en af veit. Sannleikur- inn er grunnur og hornsteinar þess húss, sem veitir sanna vernd, sannrar heillar. Hann einn skapar hið sanna frelsi. Sá sannleikur, að hver einstaklingur varðveiti sín persónueinkenni, sitt sjálf, sínar gáfur til vaxtar. Stilli sínar dyggðir til sam- hljóms og samstarfs við sam- félag og umhverfi. Þar sé ekki stefnt að takmarkinu eina: Meira fyrir mig. Heldur ekki síður unnið í fórnarlund og sjálfgleymi. Stefnt að takmarki, sem helgar ritningar nefna vilja Guðs: Hið góða, fagra og full- komna. Frelsið er dýrmætt hnoss, sem ekki má glatast í ósýni- legum fjötrum tízku, vana og heimsku. Reykjavík 7. júlí 1980. Árelíus Níelsson. Tyrkland: Stærstu f lokkarnir samhuga um átök gegn skæruhernaði Ankara 25. júli. AP. LEIÐTOGÁR tveggja stærstu stjórnmálaflokka i Tyrklandi, Suleyman Demirel, forsætisráð- herra og formaður Réttlætis- flokksins, sem er hægrisinnaður og Bulent Ecevit, formaður Lýð- veldisflokksins, sem er jafnaðar- flokkur, hafa ákveðið að taka höndum saman um að berjast gegn pólitiskri hryðjuverkastarf- semi i Tyrklandi sem undanfarin 5 ár hafa kostað 4000 manns lífið. Samkomulag var gert eftir að leiðtogarnir höfðu setið 4 klukku- stunda langan fund með forseta landsins, Ihsan Sabri Caglyangil. Skæruhernaður í Tyrklandi hef- ur farið mjög vaxandi og segja yfirvöld í Ankara að Demirel og Ecevit hafi komið til fundarins með forsetanum vegna stöðugs þrýstings frá yfirmönnum tyrkn- eska hersins. Á fréttamannafundi í dag sagði Demirel að samkomulagið næði til óljósra ákvarðana sem þing lands- ins hefði gert um baráttu gegn skæruhernaði. í þvi samkomulagi eru ákvarðanir um breytingar á störfum dómstóla sem eru ætlaðar til að hraða málum þeirra 30.000 manna sem nú eru fangnir í Tyrklandi, breytingar á herdómstól landsins, breytingar á völdum herforingja á herstjórnartímabili og ákveðið að stofnaður skuli sérstakur sjóður til styrktar þeim lögregluþjónum sem fallið hafa fyrir hryðjuverkamönnum. Demirel sagði að i samkomulag- inu væri ekki minnst á stofnun sérstaks öryggisdómstóls eða ann- arra ráðstafana sem gefa stjórn- inni ráðrúm til frekari aðgerða gegn ógnaröldinni í landinu. Síðan stjórn Demirels tók við völdum fyrir átta mánuðum hafa 10 manns látist á dag í skæruhern- aði. Frá Tyrklandl. Rafsuðu- tæki Rafkapals tromlur Verkfæra- kassar Þraðlaus borvél með hleðslutæki Sulu- borvélar Malmngar- sprautur Loftpressur Smerglar Hleðslutæki Emhell vandaðar vörur Skeljungsbuoin Heidsölubirgör: Skeljungu hf. Smávörudeild-Laugavegt 180 simi 81722 Suóurlandsbraut 4 simi 38125

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.