Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 Geir Hallgrímsson í ræðu á Hallormsstað: SL. LAUGARDAG hélt Sjálfstæðisíélag Fljótsdalshéraðs hátíðlegt 20 ára afmæli sitt og bauð af því tilefni formanni Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni og konu hans til hátíðahaldanna. Afmælishátíðin var haldin að Hallormsstað, þar sem kvöldverður var snæddur og ræður og skemmtiatriði voru flutt. Var afmælishátíðin vel sótt. Formaður félagsins, Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir á Egilsstöðum, setti hátíðina, en auk hennar skipa stjórn félagsins Guttormur V. Þormar, Geitagerði, ritari og Magnús Þórðarson, Egilsstöðum, gjaldkeri. Formaður kjördæmisráðsins á Austur- Iandi var Jóhann D. Jónsson, Egilsstöðum. Veizlustjóri var Þráinn Jónsson. Sérstakir hátíðargestir voru séra Marinó Kristinsson og kona hans, en séra Marinó hefur gegnt prestsþjónustustörfum á Austurlandi í 27 ár. Söng hann einsöng við undirleik Árna ísleifssonar við mikla hrifningu gesta. Margar ræður voru fluttar. Auk ræðu Geirs Hallgríms- sonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins og Helga Gíslasonar, fyrsta formanns félagsins, sem gerði grein fyrir sögu þess, töluðu þeir Egill Jónsson, alþm. á Seljavöllum og Páll Halldórsson, fyrrverandi skattstjóri á Austurlandi, sem stóð að stofnun félagsins ásamt Helga Gíslasyni. Marg- ir aðrir tóku til máls. Geir Hallgrímsson þakkaði yrði afrakstur af skóginum í Heiðmörk slíkur að óþarfi væri að leggja útsvör á Reyk- víkinga. Víst eru skilyrðin ólík í Heiðmörk og Hallormsstað, en báðir sýna staðirnir á ári trésins hvað hægt er að gera í trjárækt á landi hér. í þeim efnum eigum við landinu skuld að gjalda og okkur ber að græða landið allt eins og unnt er þar sem gróður á nokkurs vaxtar von. þéttbýlisins einnig um of ein- hæft. Segja má, að atvinnulíf landsbyggðarinnar standi og falli með sjávarútvegi, land- búnaði og þjónustu við þá atvinnuvegi. Iðnaðaruppbygg- ing hefur komið of lítið til sögunnar. Með sama hætti og lífsnauðsyn er á næstu árum og áratugum að auka fjöl- breytni íslensks atvinnulífs al- mennt, er nauðsynlegt að auka fjölbreytni í atvinnulífi ein- stakra byggðarlaga sérstak- lega. Forsenda þess er næg orka. Mikilvægasta verkefnið er því nýting orkulinda. Aust- firðingar standa þar vel að vígi, en hafa þó dregist aftur úr, eins og hrakfallasaga sýn- ir. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, þingmaður Alþýðubandalagsins í Austur- landskjördæmi gefur út virkj- unarleyfi síðasta daginn sem ríkisstjórn Óiafs Jóhannes- sonar sat að völdum, en eftir- maður hans afturkallar það síðan og hlýtur gagnrýni Hjörleifs fyrir. Eftir fjóra mánuði verður Hjörleifur iðn- aðarráðherra á ný, en hreyfir Mótum byggðastefnu — sem íbúar í þéttbýli og dreif býli geta sameinast um sérstaklega boð félagsins til sín og konu sinnar og árnaði félaginu allra heilla og þakk- aði því mikilvæg störf í þágu Sjálfstæðisflokksins. Geir Hallgrímsson sagði síðan: Við eigum landinu skuld að gjalda Það er ánægjulegt að koma í Hallormsstaðaskóg á ári trés- ins, stærsta skógarins á þessu skóglausa eða skóglitla landi. Gunnar Gunnarsson skáld hefur sagt um Hallormsstaði: „Mörkin, þar sem skiptast á berangur og skógarrjóður er yndislegasta svæðið í öllum skóginum af villtum skógar- svæðum því fegurst er gróðr- arstöðin, þar sem samblandið af barr- og lauftrjám gefur góða hugmynd um þá fjöl- breytni og fegurð, sem bíður síðari kynslóða, þegar menn vakna til vitundar um ræktun- armöguleika landsins og til dáða. Er þar sjón sögu ríkari, og þyrftu sem flestir íslend- ingar að koma í gróðrarstöð- ina og líta eigin augum hvað er hægt að gera í trjárækt á landi hér.“ Þegar þessi orð skáldsins eru hugleidd í heimsókn á Hallormsstað minnist ég fag- urs dags í Heiðmörk, friðlandi Reykvíkinga fyrir tuttugu ár- um. Ég var þá borgarstjóri og fór um Heiðmörk á hestbaki undir leiðsögu þeirra dug- og dáðmiklu skógræktarmanna Hákons Bjarnasonar þáver- andi skógræktarstjóra, Guð- mundar heitins Marteinssonar formanns og Einars heitins Sæmundsen framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavík- ur. Allir þessir menn hafa með skógræktarstarfi sínu reist sér óbrotgjarnan minnisvarða. Mér er bjartsýni þeirra minnisstæð. Þá voru trén þar syðra lágvaxin, en ég trúði þeim næstum, þegar þeir full- yrtu, að áður en öldin væri úti, Með líkum hætti hlýtur það að vera markmið okkar ís- lendinga að byggja og nýta landið allt. Svo að aftur sé vitnað í Gunnar Gunnarsson skáld á árinu 1944, þá fullyrðir hann að vel megi búa á Jökuldalsheiðinni, en bætir við: „En fólk unir sér ekki lengur í einverunni, enda illa að því búið með læknishjálp og margt annað. Er unglingum vorkunn, að þeir leita í þétt- býlið og gleypi við verðlausum pappír eins og þorskar við agni. Þeir vita ekki betur og þeir fullorðnu ekki heldur". Landshlutaátök endurspeglast innan Sjálfstæðis- flokksins Á undanförnum árum og áratugum hefur uppbygging á landsbyggðinni verið mikil. Það er af sem áður var, þegar fólksstraumurinn lá til Reykjavíkur og nágranna- byggða. Þetta er okkur öllum fagnaðarefni. En þótt meira jafnvægi ríki nú milli strjál- býlis og þéttbýlis, gætir jafn- vel vaxandi togstreitu milli íbúa þeirra. Átökin standa um fjármagn og framkvæmdir, hagnýtingu auðlinda lands og sjávar og aðbúnað atvinnu- vega og fólksins sjálfs. Ein helzta forsenda þess, að okkur takist að sameina þjóð- ina um nýtt átak í sókn til betri lífskjara, er sú, að okkur takist að efla skilning milli strjálbýlis og þéttbýlis og jafna hagsmunaárekstra. Hér hefur Sjálfstæðisflokk- urinn einkum verk að vinna og betri skilyrði til að ná árangri en aðrir stjórnmálaflokkar. Innan Sjálfstæðisflokksins endurspeglast landshlutaátök, eins og við er að búast í svo víðfeðmri stjórnmálahreyf- ingu, sem hefur innan sinna vébanda öll þau meginöfl, sem sækja fram og takast á í okkar þjóðlífi. Þess vegna hvílir sú skylda á okkur Sjálfstæðis- mönnum öðrum fremur að móta byggðastefnu, sem íbúar í strjálbýli og þéttbýli til sjávar og sveita geta samein- ast um. ísland verður ekki byggt án þróttmikils landbúnaðar Stefnumörkun í landbúnað- armálum hefur á stundum með ósvífnum hætti verið not- uð til að ala á tortryggni og sundrungu, ekki eingöngu milli íbúa þéttbýlisins við Faxaflóa og annarra lands- manna, heldur milli sveita og sjávarsíðu. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur staðist þá freist- ingu sem aðrir stjórnmála- flokkar hafa fallið fyrir að taka þátt í yfirboðum og atkvæðaveiðum, ýmist með því að taka einhliða undir þrengstu hagsmunasjónarmið neytenda eða bænda. Sjálf- stæðisflokkurinn tekur mið af þjóðarhag eins og þingsálykt- unartillaga um stefnumörkun í landbúnaði er. 18 þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu fyrir lok síðasta þings undir forustu þingmanns ykkar, Egils Jónssonar og Steinþórs Gestssonar ber vitni um. ísland verður ekki byggt og nýtt eins og vera ber án þess að skilyrði séu sköpuð fyrir þróttmiklum landbúnaði. Traustur sjávar- útvegur — mesta hagsmunamál byggðanna Þá er ekki síður hagsmuna- mál landsbyggðarinnar að rekstrargrundvöllur sjávarút- vegsins sé traustur. Atvinna fólks við sjávarsíðuna stendur og fellur með útveginum. Þar fara saman hagsmunir lands- byggðarfólks og þjóðarheild- arinnar og þarf ekki að hafa mörg orð um það. Einmitt af þessum sökum hljótum við að hafa af því þungar áhyggjur hve ískyggilega horfir í mál- efnum útgerðar og fiskvinnslu. Það dugar ekki að tala fagur- lega um byggðastefnu, ef svo er haldið á grundvallarmálum þjóðarinnar að útgerð og fisk- vinnsla stöðvast og atvinnu- leysi heldur innreið sína. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt á misseris ferli að við myndun hennar var ekki tekið á neinu vandamáli, og því síður samið um hvernig leysa skyldi fyrirsjáandi vanda. Því er nú um hábjargræðistímann óvíst hvort menn eiga atvinnu von, þegar hausta tekur. Atvinnulífið of einhæft Vissulega er atvinnulíf landsbyggðarinnar, raunar hvorki legg né lið nú í nær sex mánuði. Virkjunarleyfið er enn ekki endurútgefið. Fljótsdals- virkjun með orku- frekan iðnað Staðreyndin er sú, að stefna sú er Sverrir Hermannsson þingmaður ykkar hefur lagt áherzlu á í virkjunarmálum Austurlands, hefur reynst rétt. Fljótsdalsvirkjun með orkufrekum iðnaði á Reyðar- firði eða annarsstaðar í kjör- dæminu, er það sem byggðar- lagi og þjóðarheildinni kemur bezt, en stjórnvöld hafa van- rækt undirbúning undir orkufrekan iðnað og kann sú vanræksla að vera stjórnvöld- um afsökun að velja fyrst annan virkjunarkost. Menn tala um byggðaröskun innan kjördæmisins sjálfs af völdum orkufreks iðnaðar, en sannleikurinn er sá, að aukin þéttbýlismyndun innan kjör- dæmisins mun um leið styrkja strjálbýli þess. Og um leið og menn tala um að fara á mis við kosti þess að njóta þjón- ustu þéttbýlis, þá geta þeir ekki haldið því fram ef þeir eiga slíkrar þjónustu og þétt- býlis völ í næsta nágrenni, en hafna forsendu þess sem er stórvirkjun og orkufrekur iðn- aður. Sveitarstjórnir taka af skarið Það er sérstakt fagnaðar- efni, að bæjarstjórn Eski- fjarðar og sveitarstjórn Reyð- arfjarðar hafa tekið af skarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.