Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 47 írak og Jórdan- ía sættast Amman, 28. júll. AP. HUSSEIN Jórdaniukonungur og Saddam Hussein. forseti sósial- istarikisins íraks, hafa tekið upp allnána samvinnu i efnahags- málum og stjómmálum og bund- ið endi á gagnkvæma tortryggni og fjandskap, sem hefur rikt milli landanna um árabil. Þrátt fyrir hugmyndafræði- legan ágreining hafa þessi grannriki fengið orð fyrir að fyigja raunsærri og hófsamri stefnu. hvort heldur þau reyna að Arðsemi í Kína Peking. 28. júlí. AP. ARÐSEMI er orðin mál málanna í öllum fyrirtækjum í Kína og öll fyrirtæki sem eru rekin með tapi vegna lélegrar stjórnar verða að greiða rikinu reksturshailann. Fréttastofan Nýja Kína sagði í dag að ríkisstjórnin hefði fyrir- skipað endurgreiðslu reksturs- taps. Fyrirtæki fá vissan aðlögun- artíma. Stjórnin hefur líka skipað fyrir- tækjum sem eru sífellt rekin með tapi að hætta framleiðslu án tafar og endurskipuleggja starfsemina. Þetta á við um fyrirtæki sem hafa lengi verið rekin með halla, nota mikið af orku og hráefnum og framleiða lélega vöru undir lélegri stjórn. tryggja samstöðu ihaldssamra ríkja við Persafióa og róttækra ríkja eins og Sýrlands og Líbýu. eða þegar þau reyna að fá Evrópuriki til þess að taka af- stöðu með Palestinumönnum. Jórdanskir embættismenn hafa hrósað írökum fyrir að hafa verið fljótir til að láta fé af hendi rakna í samræmi við loforð um aðstoð, sem var veitt á leiðtogafundi Arabaríkja. Þeir hrósa þeim einn- ig fyrir aðrar fjárfestingar í Jórdaníu. Diplómatar í Bagdad segja að stjórn Husseins sé ánægð með aukin afnot af höfn Jórdaníu- manna í Aqaba. Valdatóm Bætt sambúð landanna á rætur að rekja til íhlutunar Rússa í Afganistan og þess valdatóms, sem hefur myndazt í öryggismál- um heimshlutans í kjölfar falls fyrrverandi íranskeisara. Saudi- Arabar og ríkin við Persaflóa hafa jafnmiklar áhyggjur af þessu ótrygga ástandi og írak og Jór- danía. Þíðan í samskiptum landanna hófst með samkomulagi, sem tókst á leiðtogafundinum í Bagdad 1978 um andstöðu gegn samkomulaginu í Camp David. Irakar skýra bætta sambúð Jórdaníu á þann veg, að þeir vilji tryggja andstöðu Huss- eins konungs gegn samkomulag- inu. Þeir segja líka, að þeir vilji tryggja að Jórdaníumenn verði minna háðir Vesturlöndum um hergögn og aðstoð. Líma, 28. júli. AP. PERÚ endurheimtir lýðræði í dag eftir 12 ára stjórn herforingja með embættistöku Fernando Belaunde Terry forseta, sem var forseti þegar þjóðin glataði siöast lýðræði sínu. Forsetar Kólombíu, Venezúela og Costa Rica, Adolfo Suarez, forsætis- ráðherra Spánar, og eiginkona Jimmy Carters Bandaríkjaforseta, Rosalynn Carter, eru meðal 700 gesta, sem er boðið að vera við embættistöku Belaunde, sem er 67 ára gamall, arkitekt að mennt og missti starf sitt 1968, þegar vinstri- sinnaðir herforingjar fylgdu honum úr forsetahöllinni og flæmdu hann í útlegð. Vinstri bylting Leiðtogi byltingarinnar var Juan Velasco hershöfðingi, sem myndaði þjóðernissinnaða sósíalistastjórn til að hafa á hendi forystu um „byltingu heraflans". Francesco Morales Bermudez hershöfðingi, íhaldssam- ari herforingi og vinveittari Vestur- löndum, steypti Velasco af stóli 1975 og undir stjórn hans var Belaunde aftur kosinn forseti 18. maí sl. Belaunde var kosinn til fimm ára með 40% atkvæða og sigraði 14 keppinauta í kosningunum. Rúmlega 100 ríki senda háttsetta fulltrúa til Perú til að vera við hin sögulegu valdaskipti í landinu. Enginn úr hópi valdamestu her- foringja landsins, jafnvel ekki Mor- ales hershöfðingi, leiðtogi herfor- ingjastjórnarinnar, ætla að vera viðstaddir þegar Belaunde vinnur embættiseið sem 102. forseti lands- ins á 159 ára afmæii sjálfstæðis þess. Líkur á að pilt- urinn fari nauðug- ur til Rússlands Chicago. 26. júli, AP. SOVÉZKUR sendiráðsmaður skýrði írá því í dag. að faðir Walters Polovchaks, Ukraínu- drengsins 12 ára, sem neitar að hverfa til Sovétrikjanna með foreldrum sínum, hugleiði að halda einn síns liðs til Sovét- rikjanna einhvern næstu daga, f þeirri von að fjölskyldan komi öll síðar. Fjölskyldan fluttist til Banda- ríkjanna fyrir sex mánuðum, en hefur nú ákveðið að flytjast aftur til Sovétríkjanna. Þeirri ákvörðun foreldra sinna undi drengurinn ungi illa, og strauk að heiman. Sovézk yfirvöld hafa tilkynnt fjöl- skylduföðurnum, að aðeins verði veitt leyfi fyrir því að fjölskyldan öll flytjist aftur heim, drengurinn ungi verði að fallast á að snúa aftur eigi fjölskyldan að fá leyfi til að flytjast aftur til Sovétríkjanna. Starfsmaður bandaríska inn- flytjendaeftirlitsins sagði í morg- un, að þrátt fyrir að drengnum hefði verið boðið hæli sem póli- tískum flóttamanni, væri ekki loku fyrir það skotið að flytja yrði hann til Sovétríkjanna gegn vilja hans. Það færi eftir túlkun laga um stöðu flóttamanna, en ef sönnur yrðu færðar á að foreldrar piltsins hefðu á engan hátt van- rækt piltinn eða misboðið honum væru vandfundnar stoðir í lögum til að koma í veg fyrir að foreldrar piltsins fengju hann til sín. Anwar Sadat forseti Egyptalands ra'ðir við Reza Pahlevi son fyrrum íranskeisara i Kuhbeh hóll siðdegis á sunnudag. Forsetafjölskyldan egypska heimsótti keisarafjöiskylduna á sunnudag. skömmu eftir andlát keisara. og vottaði samúð sína vegna andláts keisara. simamvnd ap. Fráfalli keisarans fagnað í Teheran Teheran, 28. júlí. AP. FÓLK dansaði á strætum Te- heran-borgar þegar fréttist um lát Reza Pahlevis. fyrrverandi íranskeisara. Talsmaður Bani- Sadr forseta sagði, að dauöi hans myndi þó engin áhrif hafa á lausn gislamálsins en nú eru liðnir níu mánuðir siðan herskáir múhameðstrúarmenn réðust inn í bandariska sendi- ráðið og kröfðust framsals keis- arans fyrrv. í skiptum fyrir gislana. Teheran-útvarpið beið í tvo tíma með að segja frá dauða Reza Pahlevis en þá var dagskráin rofin og eftirfarandi tilkynning lesin: „Mohammad Reza Pahlevi, blóðsuga aldarinn- ar, hefur að lokum geispað golunni. Þessi dagur er merkis- dagur í sögu mannkynsins — vegna þess, að jörðin hefur skyrpt út úr sér einum hinna nýju faraóa.“ I Teheran-útvarpinu var frá því sagt, að fagnandi fólk hefði flykkst út á stræti og torg, blikkað bílljósum og safnast saman við blaðasölur til að lesa nýjustu fréttirnar í aukaútgáf- um dagblaðanna. Haft var eftir Sadegh Ghotbzadeh utanríkis- ráðherra, að dauði keisarans skipti almenning í íran engu máli og að það væri þingsins að kveða á um örlög gíslanna. í fréttum franskrar útvarpsstöðv- ar frá Teheran sagði, að náms- mennirnir svokölluðu, sem tóku bandaríska sendiráðið herskildi, hefðu sagt, að þeir hefðu engan áhuga á líkama keisarans og að gíslarnir yrðu ekki látnir lausir fyrr en öllum auðæfunum yrði skilað aftur, sem þeir segja að keisarinn hafi stolið. í fréttum frá Washington sagði, að fyrirhuguð mótmæli írönsku frelsissamtakanna gegn stjórn Khomeinis hafi hafist með frétt um lát hans en lokið með miklum átökum milli and- stæðinga Khomeinis og fylgj- enda hans. Lögreglan handtók 169 manns. Mótmæli írönsku frelsissam- takanna, sem berjast gegn nú- verandi ráðamönnum í íran, höfðu staðið til lengi, en í síðustu viku var leiðtogi þeirra ráðinn af dögum á heimili sínu í Maryland. Stuðningsmenn Kho- meinis skipulögðu einnig göngu til mótvægis við þá fyrrnefndu en hlýddu ekki fyrirmælum lög- reglunnar um að halda sig fjarri hinni göngunni. Lýðræði komið á í Perú Óánægja með Carter magnast WaxhinKton. 28. júli. frá önnu Bjarna- dóttur fréttaritara Mbl. UM 40 þingmenn úr þingflokki demókrata i fulltrúadeild Bandaríska þingsins sam- þykktu á föstudag að beita sér fyrir því, að fulltrúar á lands- þingi demókrata, sem hefst í New York eftir 2 vikur, verði ekki skuldhundnir til að greiða þeim frambjóðanda atkvæði við forsetaútnefningu flokksins, sem þeir voru kjörnir fyrir á landsþingið i forkosningum eða á flokksfundum. Þingmennirn- ir vilja halda þeim möguleika opnum. að einhver annar en þeir Jimmy Carter eða Edward Kennedy hljóti forsetaútnefn- ingu flokksins. Kennedy og stuðningsmenn hans hafa lengi bcitt sér fyrir þvi, að fulltrúunum verði frjálst að kjósa eins og þeir sjálfir vilja þegar við fyrstu atkvæðagreiðsiu. Reglur flokksins kveða nú á um. að fulltrúarnir styðji þann. sem þeir eru sendir á þingið fyrir. Stuðningsmenn Carters vilja ekki hvika frá þeirri reglu. en landsþingið mun taka ákvörð- un um það þegar á fyrsta degi þingsins 11. ágúst. óánægja hefur lengi ríkt i demókrataflokknum með Jimmy Carter forseta. Siðastlið- ið haust var lagt hart að Kennedy að bjóða sig fram á móti honum i forkosningunum, svo að flokkurinn og þjóðin öll þurfi ekki að sitja uppi með Carter annað kjörtimabil, en kjósendur kusu Carter fram yfir Kennedy i hverjum for- kosningunum á fætur oðrum. og Carter hefur nú 305 fleiri fulltrúa á landþing flokksins en hann þarf til að hljóta útnefn- ingu hans við fyrstu atkvæða- greiðslu. Carter þykir ekki hafa staðið sig sem skyldi i embætti og álit hans hefur minnkað síðan for- kosningunum lauk i júni. Hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir störf sín í innanríkis- og utanríkismálum. Eftir lands- þing repúblikana sýndu skoð- anakannanir að Ronald Reagan hafði um 60% fylgi meðal kjós- enda en Carter aðeins um 30%. Síðan hefur Billy Carter og samhand hans við Libýu verið helzta fréttaefni fjölmiðla og það hefur dregið enn úr óá- nægju fólks með Carter. Michael Barnes, fulltrúa- deildarþingmaður demókrata frá Maryland. er talsmaður þingmannanna. sem vilja annan framhjóðanda, en Carter eða Kennedy. Hann sagði i sjónvarpsþættinum. „Meet the press“ á sunnudag, að hann byggist við stuðningi Ilugh Careys, rikisstjóra New York. annarra ríkisstjóra og Oldunga- deildarþingmanna demókrata- flokksins við hugmynd þing- mannanna að sigra Carter og því væri nauðsynlegt að velja anan frambjóðanda. Kennedy stóð sig ekki nógu vel i forkosningunum tii að flestir þingmannanna vilji hann í stað Carters. Henry Jackson, öldungadeildarþing- maður frá Washington. Ed- mund Muskie, utanríkis áð- herra. Morris Udall. fulltrúa- deildarþingmaður frá Arizona og Walter Mondale. varaforseti eru oftast neíndir sem hugsan- legir málamiðlunarfram bjóðendur. Þessir menn hafa allir einhvern tima boðið sig fram til forseta og tapað. en þeir eru velkunnir. vanir fram- bjóðendur og hafa reynslu í innanrikis- og utanrikismálum. sem gæti komið sér vel í baráttu gegn Ronald Reagan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.