Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 Hestamannafélagiö Fákur fer jafnan í sól- stöðureisu á jónsmessu. Að þessu sinni var riðið að Kolviðarhóli og í Marar- dal. Ferð þessi var farin 21. og 22. júní og var hin ánægjulegasta enda veður hið besta. Nútíma fólk hefur sjálfsagt ekki á hraðbergi vitneskju um þýðingu Kolviðarhóls fyrir sunnlenska ferða- menn frá því fyrir miðja 19. öld og fram á miðja 20. öld. En fróðlegt er að glugga í heimildir um þann gististað, sem einna þekktastur var á landi hér allt fram að síðari heims- styrjöld. Og má það ekki vera umhugsunarefni mörgum, að sú liðna tíð, sem tengd er Kolviðarhóli kemur aldrei aftur? Stöldrum því við og gefum gaum að hinu liðna, sem er hlekkur í þróunarsögu þjóðar vorrar. Andrés Guðnason: Minnumst Kolviðarhóls Skarð það sem sjá má til vinstri handar við Kolviðarhól er í forn- um heimildum nefnt Öxnaskarð og síðar Nautaskarð. Og var sú nafngift dregin af nautaflutning- um Ölvesinga vestur yfir heiði. En síðan var þetta skarð nefnt Hell- isskarð og er svo enn. Fjallið beint fyrir ofan Kolviðarhól heitir Reykjafell. Sagt er að Hellisheiði hafi verið fjölfarnasti fjallvegur á landi hér um margar aldir. Og var aðalleiðin um Hellisskarð og nokkurnvegin beina leið austur á Kambabrún nokkru norðar en núverandi vegur liggur. Og eftir því sem kunnugir segja hefur til skamms tíma mátt sjá götuslóða markaða í grjót og hraun af hesthófum aldanna. Eða eins og Grímur Thomsen sagði: „Ennþá sjást f hellum hófaforin. haróir fatur ruddu braut i itrjóti". Sæluhús var fyrst byggt á Kolviðarhóli 1844. Aður hafði ver- ið dálítill kofi nokkru neðar og vestar, undir Húsmúlanum, en þar var vatnsból. Þessa kofa er getið sem áningarstaðar ferðamanna allt aftur til 1700. Þegar hafist var handa við byggingu Sæluhúss á Kolviðarhóli 1844 voru þar aðal- lega tveir menn, sem komu við sögu. Þeir séra Páll Matthiesen í Arnarbæli, sem safnaði fé um Árnes-, Rangárvalla og Vestur- Skaftafellssýslur. Og Jón Jónsson hreppsstjóri á Elliðavatni er safn- aði fé um Reykjavík og Gull- bringusýslu. Húsið var allt byggt úr timbri en grunnur var hlaðinn úr grjóti. Húsið var tvílyft og var ferða- mönnum ætlað svefnpláss uppi en hestum þeirra hvíldarstaður niðri. Húsið var 9x5 álnir að stærð. Og kostaði það uppkomið 289 ríkisdali og 72 skildinga. Og þótt okkur finnist þessi upphæð smá í dag þá var hún þó nokkur fyrir nálega 140 árum. En kostnaður allur var greiddur af samskotafé og gjöfum frá um 600 mönnum víðsvegar að af suðurlandi. Eins og nærri má geta hefur yfirferð hér um slóðir víða verið ógreið áður en nokkrar vegalagnir komu til sögunnar. Því víðast er gnægð hrauns en lítið um slétt- lendi. Fyrsta vegalögn í Svínahrauni er frá 1876. Þá byggði Eiríkur Ásmundsson í Grjóta 1600 faðma langan vegkafla í Svínahrauni og var sá vegur 10 feta breiður. Hver lengdarmetri kostaði 4 krónur og 70 aura. Næstu árin, um 1880, lagði Eiríkur Ásmundsson veg um Kamba og Hellisheiði. Sæluhús það sem reist var á Kolviðarhóli 1844 stóð án teljandi endurnýjunar um 30 ára skeið og hafði þá marga ferðamenn hýst. En umgengnin var ekki alltaf til fyrirmyndar og entist húsið af þeim sökum verr en ella. Og þegar kom fram um 1870 var svo komið að húsið hélt hvorki vatni né vindi. Nú þótti einsýnt að ekki yrði komist hjá því að byggja nýtt hús á Kolviðarhóli. Og bæri nauðsyn til að gestgjafi yrði ráðinn til umsjónar og viðhalds húsinu, svo og til þjónustu við ferðamenn. Veg og vanda af framkvæmdum í þessa átt höfðu Guðmundur Thorgrímsson verzlunarstjóri á Eyrarbakka, séra Jens Pálsson prestur í Arnarbæli og Raudrup lyfsali í Reykjavík. Þessir menn beittu sér fyrir almennri pen- ingasöfnun bæði austan fjalls og vestan á árunum 1874—1876 til byKgingar gistihúss á Kolviðar- hóli. Talið var að húsið mundi kosta um 3000 krónur. En þrátt fyrir ötula framgöngu margra manna tókst ekki á þremur árum að safna nema helming þessa fjár. Og þegar sýnt var að ekki yrði byggt fyrir söfnunarfé eingöngu hljóp landssjóður undir bagga og greiddi það sem á vantaði. Hús þetta var 10x11 álnir og voru veggir tvíhlaðnir úr höggnu grjóti er lagt var í steinlím. Um meters port var á húsinu og all hátt ris. Niðri var eldhús og tvö herbergi er ætlað var gestgjafa. En uppi á lofti voru tvö herbergi fyrir ferða- menn. Gamla húsið var áfram notað sem hesthús. Fyrsti gestgjafi á Kolviðarhóli var Ebenezer Guðmundsson frá Minna-Hofi á Rángárvöllum, hag- leiks maður mesti og stundaði lengst af silfur og gullsmíði á Eyrarbakka. Kona hans var Sess- elja Ólafsdóttir frá Geldingaholti í Gnúpverjahreppi. Þau hjón voru gæslumenn Kolviðarhóls í eitt og hálft ár. Og áttu þau við mjög bág kjör að búa. Því þótt ekki vantaði ferðamennina þá höfðu þeir yfir- leitt lítið eða ekkert til að greiða með. Og ekki sá landsstjórnin sér fært að bæta hér í neinu um. Næsti gestgjafi á Kolviðarhóli var Ólafur Arnason bókbindari frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Kona hans var Málfríður Jóns- dóttir af Vatnsleysuströnd. Þau létu sig hafa það að vera á Kolviðarhóli í þrjú ár 1880—1883 við mikla fátækt og ömurleg lífskjör. Enda er þess getið að frostaveturinn mikla 1880—1881, þegar Faxaflói var lagður ís lengi vetrar, var nálega ekkert til upp- hitunar á Kolviðarhóli. En dálítil fjársöfnun í Reykjavík til styrktar hjónunum á Kolviðarhóli kom í veg fyrir að þau hrökklúðust þaðan á fyrsta vetri. Þeim Ólafi og Málfríði búnaðist illa á Kolviðarhóli þau þrjú ár sem þau dvöldust þar, enda höfðu þau sára litlar tekjur af ferðamönn- um, sem þó var nóg af. En greiðasala var flestum framandi hugtak í þá daga, enda ekki kannski úr miklu að spila hjá flestum. En þau hjón, sem komu reglu á Kolviðarhól, sem gististað voru Jón Jónsson frá Mosfelli í Gríms- nesi og Kristín Daníelsdóttir frá Hæðarenda í Grímsnesi. En þau bjuggu og voru gestgjafar í Kol- viðarhóli 1883—1895. Má segja að á þessum árum undir handleiðslu Jóns og Kristinar hafi Kolviðar- hóll orðið vel metinn gististaður. Næturgisting fyrir manninn kostaði þá 25 aura og kaffi með brauði 25 aura. Og hefur krónan þá sýnilega verið nokkru verð- mætari en hún er í dag. Guðni Þorbergsson frá Starkað- arhúsum í Flóa var tengdasonur Jóns og Kristínar, en kona hans hét Margrét Jónsdóttir. Þau ráku bú og gistihús á Kolviðarhóli 1895—1906. Á þessum árum jókst mjög umferð um Hellisheiði, ekki síst vegna vegalagna sem átt höfðu sér stað um Svínahraun, Hellisheiði og Kamba. Var því umfang gististaðarins á Kolviðar- hóli mjög vaxandi á þessum árum. Auk þess óx búskapur þar veru- lega, því í tíð þeirra Jóns og Guðna var mikið verk unnið við ræktun og uppbyggingu staðarins á ýmsan hátt. En þau hjón sem lengst og mest koma við sögu Kolviðarhóls voru Sigurður Daníelsson frá Kaldar- holti í Holtahreppi og Valgerður Þórðardóttir frá Traðarkoti í Stokkseyrarhreppi. Þau héldu staðinn frá 1906 til 1935 eða í 29 ár, en þó Valgerður mun lengur. Sigurður keypti Kolviðarhól af Guðna Þorbergssyni 1905 ásamt húsum þeim sem Guðni átti á jörðinni fyrir 7500 krónur. En árið 1893 hafði Guðna Þorbergssyni verið úthlutað landi undir Reykja- felli í Ölvesafrétti til nýbýlis að Kolviðarhóli. Og var þetta gjört að fyrirlagi amtmanns en gegn mót- mælum hreppsnefndar Ölves- hrepps. Sigurður Daníelsson stóð í mikl- um framkvæmdum að Kolviðar- hóli um sína daga, ræktaði um fjörutíu dagsláttur, svo að túnið gaf orðið af sér um 400 hestburði af heyi áður en yfir lauk. Einnig byggði hann staðinn upp af húsum bæði bæjarhúsum og útihúsum. Sigurður sótti um langt skeið heyfeng austur í Ölves, enda átti hann þar jörðina Litla-Saurbæ. Sagt er að um 1930 hafi Sigurður á Kolviðarhóli haft á járnum milli 50 og 60 hesta er hann notaði bæði til heimilisþarfa og lánaði ferða- mönnum, innlendum sem erlend- um. En fylgd og leiðsaga um hraun og fjallvegi í misjöfnum veðrum var eitt af verkefnum Sigurðar á Kolviðarhóli. Hann var mikils virtur gestgjafi og árvökull leiðsögumaður. Hann andaðist 1935 aðeins 66 ára að aldri. Stuttu fyrir andlát sitt hafði Sigurður látið steypa grafhýsi í túninu á Kolviðarhóli. I því húsi eru jarðn- eskar leyfar Sigurðar varðveittar ásamt eiginkonu hans Valgerðar Þórðardóttur og sonar hans Dav- íðs Sigurðssonar sem dó 1941 aðeins 25 ára gamall. Við upp- skrift dánarbús Sigurðar Daní- elssonar voru eignir metnar á kr. 39.663.50 en skuldir kr. 37.441.-. Ekki verður svo skilið við Kol- viðarhól að ekki sé að nokkru getið þeirra miklu verka, sem Valgerður Þórðardóttir vann þar sem hús- freyja og gestgjafi. Eins og drepið hefur verið á var starfsdagur Sigurðar Daníelsson- ar oft langur og erfiður, við að sinna gestum og ferðamönnum, einkum þó á vetrum. Varð hann oft að fara þeim til hjálpar austur á Hellisheiði og suður í Svína- hraun í illviðri og myrkri. En þegar menn loks voru komnir inn fyrir dyr á Kolviðarhóli þá var það Valgerður húsfreyja, sem hlúði að þeim sem illa voru á sig komnir. Og urðu þar móttökur mörgum ferðamanninum ógleymanlegar. Valgerður var annáluð dugnað- arkona. Og hjálpsemi hennar við hrakið ferðafólk var við brugðið. Og ekki lét hún sér síður annt um málleysingjana. Hestar og hundar ferðamanna áttu þar vísan griða- stað. Eftir að Sigurður Daníelsson dó 1935 rak Valgerður bú og gistihús á Kolviðarhóli um nokkur ár. Og eftir að hún seldi íþróttafélagi Reykjavíkur staðinn 1938 rak hún áfram gistihúsið til 1943. En upp úr því fór að halla undan fæti með reksturinn á Kolviðarhóli. Enda breyttust samgöngur og aðstæður allar eftir síðari heimstyrjöldina. Valgerður Þórðardóttir lést í júnimánuði 1957 86 ára að aldri og var útför hennar gerð að Kolviðar- hóli á jónsmessudag. Valgerður hvílir við hlið manns síns í grafhýsi því er hann lét gera rétt fyrir andlát sitt. Þessi minnis- varði er nú það eina sem eftir stendur af þeim mannvirkjum sem ferðamenn áður þekktu. En minnumst þess, þótt tímar líði, að hér um slóðir gerðist mikil saga, sem oftlega var samofin þjáningu, vosbúð og kulda ferða- manna og hesta þeirra. Þá var gott að eiga hlýja aðkomu að Kolviðarhóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.