Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 19 ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu ytra i (jær. Sölvi Bjarnason seldi 119 tonn í Hull ok fékk fyrir það 78.3 milljónir króna eða 658 krónur fyrir hvert kíló. Ölduljós seldi 43,7 tonn í Fleet- wood og fékk fyrir það 30,4 milljónir króna, eða 653 krónur fyrir hvert kíló og Erlingur seldi 125,7 tonn í Grimsby og fékk fyrir það 62,7 milljónir króna, eða 499 krónur fyrir hvert kíló. INNLENT Þrjár sölur ytra í gær V estmannaey jar: Bæjakeppni við Akureyringa i skák UM HELGINA fór fram í Alþýðu- húsinu i Vestmannaeyjum bæja- keppni i skák á milli Akureyr- inga og Vestmannaeyinga. Var teflt á 17 borðum, og var keppn- inni þannig háttað að fyrst var tefld skák þar sem hver keppandi hafði 1% klst. til að Ijúka skák- inni. Úrslit í þeirri viðureign urðu að sveit Skákfélags Akur- eyrar hlaut 10 vinn. gegn 7 vinn. sveitar Taflfélags Vestmanna- eyja. Seinni hluti keppninnar var hraðskák og tefldu sömu menn 2 skákir með skiptum litum. Úrslit í hraðskákinni urðu að sveit Taflfé- lags Vestmannaeyja sigraði, hlaut 17% vinn. gegn 16% vinn. skák- sveitar Akureyringa. Það mun frekar fátítt að bæja- keppnir í skák fari fram yfir hásumarið, þar sem aðalstarfsemi taflfélaganna fer fram yfir haust- og vetrarmánuðina, en að sögn forsvarsmanna Taflfélags Vest- mannaeyja þótti keppnin takast vel í alla staði. Meðfylgjandi mynd tók Guð- laugur Sigurgeirsson. Furðulegt ef nú á að inn- heimta lendingargjöldin OKKUR finnst furðulegt að nú skuli eiga að innheimta hjá félaginu iendingargjöld á Keflavíkurflugvelli þar sem ba?ði fyrrverandi og núver- andi ríkisstjórn höfðu tekið málið að sér og ætluðu að láta þessi gjöid niður falla. Hér hlýtur að vera um að ræða mál viðkomandi ráðuneyta. sagði Sigurður Ileigason for- stjóri Flugieiða um þá ákvörðun fjármálaráðuneytis að innheimt skuli lendingar- gjöld hjá Flugleiðum. kring- um 250 millj. króna. sem félagið er talið skulda. — Lendingargjöld í Luxemborg fengust felld niður með því skil- yrði að slíkt yrði einnig gert hér á landi og við stöndum í þeirri trú að það hafi verið gert. Þá var Sigurður Helgason spurður hvort samgönguráðherra hefði svarað bréfi hans um ástand og horfur í innanlandsflugi félags- ins: — Við höfum ekki fengið nein formleg svör frá ráðherranum, en rætt hefur verið við hann. Félagið sótti til Verðlagsráðs um 18% hækkun á innanlandsfargjöldum og bíðum við nú eftir svari við henni. — segir forstjóri í bréfinu til ráðherra sagði forstjóri Flugleiða að fengist ekki 18% hækkun flugfargjalda yrði að leggja innanlandsflugið niður eða fá ríkisstyrk til að standa undir UM ÞAÐ BIL 30% ökutækja landsmanna skiptu um eigendur á síðasta ári á landinu öllu. en nokkuð er misjafnt eftir stöðum hversu ör eigendaskipti verða. Kemur þetta fram i skýrslu Bifreiðaeftirlits rikisins fyrir sið- asta ár, sem Mbl. hefur borizt. ökutæki á þéttbýlisstöðum virð- ast skipta örar um eigendur, t.d. yfir 32% ökutækja skráð á R- og G- númer. Bílaeign landsmanna var í árs- lok 1979 82.142 fólksbílar og 7.873 vörubílar eða alls 90.015 bílar og 563 bifhjól að auki. Ending öku- tækja er mjög misjöfn eftir lönd- um og kemur fram að miðað við Flugleiða tapinu. Sigurður var spurður um tap á millilandaflugi og hve lengi félagið gæti haldið áfram tap- rekstri: — Það er ljóst að tapið verður afskráð ökutæki hérlendis endast þau 15,6 ár og er það 0,7 árum meira en árið 1978. Endingartím- inn er óvenjuhár og var árið 1970 borinn saman endingartími öku- tækja í Bretlandi, Bandaríkjun- um, Vestur-Þýzkalandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku og kom þá í ljós að hann var mestur í Noregi 14,6 ár, en stytztur í Bandaríkjun- um, 10,8 ár. í reikningsyfirliti Bifreiðaeftir- litsins kemur fram, að innkomnar tekjur á síðasta ári voru röskum 100 millj. krónum meiri en rekstr- argjöld. Þrjú stærstu verkefni eftirlitsins eru skoðun ökutækja, skráningar og eigendaskipti og ökutækjapróf. gífurlegt áfram ef sú fjarstæðu- kennda stefna yfirvalda, að leyfa ekki eðlilegar verðhækkanir, breytist ekki. Því eru að sjálfsögðu mjög mikil takmörk sett hversu lengi félagið getur haldið áfram taprekstri eins og nú er. Myndi sala á Boeing-þotum ekki skila nokkru rekstrarfé ? — Hún gerir það, en sala á eignum er alls engin framtíðar- lausn, hún gildir aðeins í stuttan tíma. Eru sölur eldri Boeing-þotna félagsins afráðnar? — Nei, en það eru athuganir í gangi. Eru horfur á að enn verði að draga úr Ameríkuflugi félagsins og jafnvel leggja það niður á næsta ári? — Um það er ekki hægt að segja ennþá, en Ameríkuflugið er til umræðu um þessar mundir og brýnt er að taka ákvarðanir um framtíð þess innan skamms tíma. Eru fyrirhugaðar frekari upp- sagnir hjá félaginu? — Við höfum næg verkefni fram undir áramót, t.d. pílagríma- flug fyrir DC-8 þotu í Nígeríu í haust auk áætlunarflugs félagsins og er allt óráðið með uppsagnir á þessari stundu. Islendingar eiga 90.015 ökutæki Landsþeysan: Jón S. Halldórsson með örugga forystu JÓN S. Halldórsson sigraði í „Rally-cross“-keppni eða landsþeysu Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur. sem fram fór að Móum á Kjaiar- nesi sl. laugardag. en hann ók á BMW 2000. í öðru sæti varð Ásgeir Sigurðsson á Simcu 1100 og í þriðja sæti varð Oddur Jónsson á Volkswagen 1303. í keppninni um Islands- meistaratitilinn hefur Jón nokkuð örugga forystu, eða 60 stig, annar er Ásgeir með 36 stig. Alls er keppt fimm sinn- um um íslandsmeistaratitil- inn og gefa sex efstu sætin stig til heildarúrslita í keppn- inni. Meðfylgjandi myndir eru frá keppninni að Móum og sýnir önnur þeirra Jón S. Halldórsson, sem hefur svo gott sem tryggt sér íslands- meistaratitil í greininni. Ljósm. AS. Eru þeir að fá 'ann Elliðaárnar í slöku meðallagi Veiðin í Elliðaánum er í slöku meðallgai en upp úr ánni voru komnir 436 laxar þann 25. júlí sl., en á sama tíma í fyrra voru rúmlega 600 laxar komnir upp úr ánni, að sögn Friðriks Stefánssonar framkvæmdastjóra Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur. Friðrik sagði að þrátt fyrir þennan mun hefði veiðin ekki verið mjög slæm, það hefðu veiðst 10—20 fiskar á dag. Laxinn hefur aðallega veiðst á maðk en þó er flugan nokkuð að sækja á. Friðrik sagði að Stóra-Laxá hefði verið afspyrnu slæm það sem af er sumri, hann sagðist ekki vita til þess að nokkuð hafi gengið í hana allt síðan veiðin hófst. Upp úr Laxá eru nú komnir um 40 fiskar. Orsök þessarar veiðileysu er talin sú, að Hvítá í Árnessýslu er líkust súkku- laði á litinn, sökum leirburðar og sér laxinn því ekki til og syndir ráðvilltur um á örgrunnu vatni. Þá er einnig afar léleg veiði í Soginu. Norðurá þokkalcg — Grímsá léleg Óvenju léleg veiði er nú í Grímsá, en upp úr henni eru komnir um 400 laxar, en það er helmingi minna magn en í fyrra. Í Norðurá eru komnir á land um 1150 laxar og er hún skást þeirra áa sem SVFR hefur á leigu. í Norðurá er mikið af laxi og stöðugur reytingur, en nú er það aðallega lítið vatnsmagn sem háir veiðun- um. Mikið af fiski er á efri svæðunum, milli fossa, og einnig er mikið af fiski fyrir ofan Glanna. Hækka millilanda- samtöl? EINS og Mbl. skýrði frá fyrir skömmu. hækkar sölu- skattur væntaniega á milli- landasamtölum. þegar hægt veróur að hringja beint með tilkomu jarðstöðvarinnar. úr 4% í 23.5%. Morgunblaðið innti Sigurð Þorkelsson, forstjóra tækni- deildar Pósts & síma, eftir bví, hvort símtölin myndu hækka til neytenda til jafns við þessa hækkun söluskatts- ins. — Sigurður kvað ekkert ákveðið í þeim efnum. Sam- gönguráðuneytinu hefði þeg- ar verið gerð grein fyrir málinu og það væri því póli- tísk ákvörðun, hvort símtöl milli landa myndu hækka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.