Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 36
44 VlH> MORÖdKc-í^ RAfp/no u , GRANI GÖSLARI Svona benzinsparnað ber aö verlauna, ef ég réði! Hér er tölvuvædd ísskurðarvél, sem sker þér sneið beint á diskinn, skilurðu? 7^^ Ég verð að segja eins og er: Hættu þessu, farðu heldur að reykja aftur BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson f ÚRSPILSÆFINGU hafa austur og vestur alltaf sagt pass. Norður er gjafari spilsins og opnar á 16—18 punkta grandinu, sem notað er um allar jarðir. Norður S. ÁG9 H. ÁD53 T. G93 L. Á75 Suður S. KD1032 H. G4 T. Á65 L. 962 Við erum með spil suðurs, segj- um 3 spaða, sem norður hækkar í gameið og eftir pössin þrjú spilar vestur út tígultvisti. Við látum lágt frá blindum í von um, að vestur hafi spilað frá KIO eða DIO. Ekki tekst það, austur lætur tíuna og við tökum með ásnum. Hvað svo? Einhverjum kann að detta í hug að svína hjartanu. En það dugir bara alls ekki, að vestur eigi kónginn. Samt verða gefnir 4 slagir á láglitina. Reyna þarf því önnur ráð. Og bráðlega verður niðurstaðan, að austur verður að eiga hjartakónginn og að auki má hann ekki eiga með honum meir en tvö lægri hjörtu. Allt spilið þarf því að vera þessu líkt. Norður S. ÁG9 H. ÁD53 T. G93 L. Á75 V-A / (OPIB CPPI PNALII í! n ofl eAo7 COSPER. oft. Miðarnir eru í huxnavasa minum, hvað á ég að segja þér það Eggjakorn og rækjutæjur Ég var á leiðinni frá gosinu í Gjástykki til Akureyrar sunnu- daginn eftir að gosið byrjaði og stanzaði á veitingastað rétt áður en lagt er á Fljótsheiðina. Þar sem ég var orðinn syfjaður og hálf- þreyttur eftir allt þrammið sem fylgir myndatökum og það að nóttu til, hugðist ég fá mér ískalda kók og samloku með rækjum. Ég fékk auðvitað hvorutveggja, en mikið var ég hissa, þegar ég sá að brauðið var í þvældum plastpoka án miða með söludegi. Nú gerðist ég tortryggin og opnaði pokann. Það var engin rækja á brauðinu aðeins nokkur eggjakorn i mæjon- esi. Þessi samloka kostaði 1500 krónur, og auðvitað gat ég ekki fengið endurgreitt, þar sem ég var búinn að opna pokann. Sagan er ekki hálfsögð, því þegar ég fór að rannsaka samlokuna betur, reynd- ust rækjutæjur vera þar sem ég hélt að engin rækja væri. • Þarf enga smásjá En nú líður sögunni til Akur- eyrar þar sem sá bær er nú undir smásjánni eins og gefur að líta í þriðjudagsblaðinu 22. júií, og einnig vegna þess að gangstéttirn- ar í Reykjavík hafa verið til umfjöllunar upp á síðkastið. Und- irritaður telur Akureyri ekki minni gangstéttarbæ. Það þarf nefnilega engar smásjár við gangstéttarathuganir á t.d. Hafn- arstrætinu. Maður gengur upp og niður, hálfhrasar og dettur, brýt- ur nöglina á stórutá, sparkar hælnum undan skónum o.s.frv. Já, það eru margir sem hafa bölvað á mörgum tungumálum vegna gangstéttarhellnanna í Hafnar- strætinu. Við hérna á Akureyri ráðleggjum forráðamönnum þeim sem hafa með gangstéttir að gera að leggja leið sína niður á ráð- hústorg hægra megin. Vestur S. 85 H. 10862 T. D742 L. KG4 Austur S. 764 H. K97 T. K108 L. D1083 Suður S. KD1032 H. G4 T. Á65 L. 962 Eftir fyrsta slaginn tökum við á trompkóng og ás og spilum því- næst lágu hjarta frá blindum. Láti austur lágt spil fáum við slaginn á gosann, tökum á ásinn og tromp- um hjarta. Og trompgosinn sér um síðasta trompið og hjarta- drottningin verður tíundi slagur- inn. En ef austur tekur strax á hjartakónginn fær hann að vísu á hann en okkar slagir verða þeir sömu og áður. Björgunarnetið „Markús“ sýnt í Rvík á næstunni FYRIR skömmu síðan afhenti Markús Þ<irgeirsson björgunar- netið Markús til Vestmannaeyja. Samtog sf. i Vestmannaeyjum fékk sex net í skuttogarana Klakk. Breka og Sindra. einnig seldi Markús net um borð í Gullborgu, sem þeir hræður pöntuðu eftir björgunarsýning- una i Vestmannaeyjum á sjó- mannadaginn. Á þvi skipi ráða rikjum í dag Friðrik Benónýsson og Benóný Benónýsson. „Þetta talar sínu máli um áhuga þann, sem Vestmannaey- ingar sýna uppfinningu minni, og vænti ég að aðrir aðilar, sem hér eiga hlut að máli, og við sömu skyldustörf vinna, veiti því at- hygli, að þetta er talið til nauð- synja í hvaða skipi, sem er, samkvæmt meðmælum frá sigl- ingamálastjóra Hjálmari R. Bárð- arsyni og vitna ég sérstaklega til Árbókar sjóslysanefndar, sem nýlega er komin út. Vestmanna- eyingum vil ég færa sérstakar þakkir fyrir þann heiður, sem mér var sýndur með því að vera gestur sjómannadagsráðs Vestmanna- eyja síðastliðinn sjómannadag með björgunarnet mitt. Og vinn ég nú í dag í samráði við Slysa- varnafélag Isiands og slysavarna- sveitina Ingólf í Reykjavík, við að endurtaka björgunaratriðin frá sjómannadeginum í Vestmanna- eyjum hér í Reykjavíkurhöfn, laugardaginn sextánda ágúst," sagði Markús í samtali við Mbl. Þessi mynd var tekin á Sjó- mannadaginn i Vestmannaeyj- um í vor þegar sýnt var hvernig nota á björgunarnet Markúsar B. Þorgeirssonar, en þar vakti það mikla athygli. Ljótunynd Mbl. Sixurxelr JónasHon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.