Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 Cossiga hreins^ður af ásökunum á Italíu KHOMI-mi 15 RUIHIHG I5UM Mohammed Reza Tabatahai bróðir fyrrum íranskeisara í forystu fyrir hópi mótmælenda fyrir framan þinf(húsið i Washington, þar sem Iátin var i ljós andúð á núverandi valdhöfum i íran. Félagar i ýmsum irönskum samtökum i Bandarikjunum söfnuðust saman i jcær, ýmist til að láta i ljós vanþóknun eða andúð á stjórn Khomeinis. Símamynd AP. Dauði Reza Pahlevis, fyrrum íranskeisara: Viðbrögðin einkeimast af varkárni og gætni VIÐBROGÐIN við dauða Reza Pahlevis, fyrrum Íranskeisara, víða um heim einkennast fyrst og fremst af varákrni og er litið á fráfall hans sem upphaf nýs tíma en óviss í sogu írönsku þjóðarinn- ar. Þess er víða getið sem hann reyndi að gera gott fyrir þjóð sína og sagt, aö þó að hann hafi ekki ávallt haft mannréttindi í heiðri taki þó fyrst steininn úr þar sem eru klerkarnir undir forystu Khomeinis. Washington Viðbrögð Bandaríkjastjórnar voru óvanalega varkár þegar haft er í huga að keisarinn fyrrv. kom 11 sinnum til Bandaríkjanna og var vinfengi með honum og sjö bandarískum forsetum. í tilkynn- ingu stjórnarinnar var ekki vikið að gíslamálinu og enginn harmur látinn í ljós vegna fráfalls keisar- ans. Bandarískir embættismenn sögðu að dauði keisarans hefði engin áhrif á lausn gíslanna 52 en hins vegar mætti binda meiri vonir við hið nýja þing og skipun forsætisráðherrans. London Bresku blöðin gerðu mikið úr fréttinni um fráfall keisarans en létu ekki í ljós mikla von um að það flýtti fyrir frelsun gíslanna. Mörg þeirra voru á því, að þótt honum hefðu orðið á mörg mistök væru þó klerkarnir með Khom- eini í broddi fylkingar miklu verri. „Hann (keisarinn) átti ekki skilið verstu skammaryrðin, sem honum voru valin," segir The Times í ritstjórnargrein. „Hryll- ingurinn, sem nú ræður ríkjum í íran, gerir stjórn hans upplýsta og farsæla í samanburði en þeir, sem nú ráða, eru fulltrúar þeirra sjúku og afskræmdu afla sem hann reyndi að bæla niður," segir einnig í The Times. Breska stjórnin lét á sunnudag- inn í ljós hryggð sína vegna dauða keisarans og Elísabet drottning sendi ekkju keisarans samúðarskeyti. Bonn Talsmaður vestur-þýska utan- ríkisráðuneytisins skýrði frá því í gær, að ekki væri ætlunin að senda sérstakan fulltrúa frá Bonn til að vera við útför Reza Pahlevis fyrrv. keisara og fjöl- skyldu hans yrði ekki vottuð nein samúð. Hann sagði, að óráðið væri hvort sendiherra V-Þýska- lands í Egyptalandi yrði við útförina. Moskva í fréttum Tass-fréttastofunnar rússnesku var sagt frá dauða keisarans í mjög stuttu máli. Rússar gerðu sér mjög títt um Reza Pahlevi þegar vegur hans var hvað mestur en fordæmdu hann ákaflega þegar hann hafði verið hrakinn frá völdum. París Giscard d’Estaing Frakklands- forseti sendi Farah Diba, ekkju keisarans, samúðarskeyti en opinber viðbrögð stjórnarinnar voru þó engin. I Arabalöndum flestum var sagt frá dauða keisarans án nokkurra athugasemda. Þetta gerðist 29. júlí ÍTALSKA þingið felldi með mikl- um meirihluta atkvæða i gær til- 4ögu um að samþykkja vitur á F rancesco Cossiga forsætisráð- herra og hreinsaði hann af ásökun- um um að hann hefði hjálpað syni pólitfsks stuðningsmanns að kom- ast hjá handtöku fyrir hryðjuverk. Úrslit atkvæðagreiðsiunnar munu væntanlega auka jafnva'gi f ftölskum stjórnmálum á sama tíma og samdráttur blasir við f ftólsku efnahagslifi. Stjórn Cossiga. sem er samsteypustjórn kristilegra demó- krata. siisialista og lýðveldissinna. hefur verið f hættu vegna ásakan- anna á hendur forsætisráðherran- um. Bandalag flokkanna efldist Beirút. 28. júlí. AP. LÍBANSKUR stjórnmálamaður, sem fylgir írökum að málum, Moussa Shaib. var ráðinn af dögum, þegar ráðizt var á hann úr launsátri f bifreið á veginum út á Beirút-flugvöll f dag. Bíl- stjóri hans var einnig myrtur. Tilræðið minnti á árásina á Riad Taha, blaðamann sem var skotinn til bana með vélbyssu á strandgötu í Beirút. Fjórtán biðu bana og 21 slasaöist alvarlega í skotbardaga sem brauzt út við útför hans um helgina, í rómverska bænum Baal- beck, 80 km norðaustur af Beirút. Salim E1 Hoss forsætisráðherra, sem var fremst í líkfylgdinni, varð að leita hælis í hóteli ásamt Nazem Qadri innanríkisráðherra. Þaðan fór Hoss til herbúða í bænum, kom á vopnahléi og kaliaði á gæzlulið Sýrlendinga. I bardaganum áttust við Mú- hameðstrúarmenn úr Shítasöfnuð- inum og Palestínumenn, sem eru öflugir í Baalbeck. Annar kunnur líbanskur blaðamaður var myrtur í marz, þýzkur fréttaritari Reuters og sýrlenzkur rithöfundur sluppu lifandi þegar reynt var að myrða þá í júní og þrír vestrænir frétta- menn hafa síðan farið frá Beirút, þeirra á meðal fréttaritari BBC. Óttast árekstra Embættismenn óttast að tilræð- ið við Moussa Shaib leiði til nýrra árekstra milli stuðningsmanna ír- Herferð gegn Mao Pekfnx. 28. júli. AP. MAO TSE-tung bar ábyrgð á „hörmungum" menningarbylt- ingarinnar að sögn Li Xiannian. varaformanns kinverska komm- únistaflokksins. i viðtali við Harrison E. Salisbury, ritstjóra „New York Times“. Li, sem tók þátt í „Göngunni miklu" með Mao og var varafor- sætisráðherra í 26 ár, er háttsett- asti kínverski embættismaðurinn, sem hefur opinberlega ráðizt á arfinn eftir Mao. Harðasta gagnrýnin í barátt- unni gegn Mao kom fram 4. júlí í „Dagblaði alþýðunnar", þar sem sagði að „hörmuleg mistök væru óumflýjanleg, þegar duttlungar eins manns gætu haft áhrif á heila þjóð“. Flokkurinn yrði að læra að ekki mætti gera einn mann að „guði“, „svo að sams konar hörm- ungar endurtækju sig ekki“. I síðasta mánuði sagði nýr aðalritari flokksins, Hu Yaobang, við júgóslavneska fréttamenn, að Mao hefði gert mörg mistök og yrði að teljast ábyrgur fyrir ofsóknum og öfgum menningar- byltingarinnar. hins vegar í fylkis- og sveita- stjórnakosningum 8.-9. júni þeg- ar það jók fylgi sitt töluvert. Publio Fiori úr flokki kristilegra demókrata sagði eftir atkvæða- greiðsluna, að auk þess sem Cossiga hefði fengið uppreisn æru væru úrslitin „mikilvæg staðfesting á samstöðu ríkisstjórnarinnar og ósigur fyrir stefnu sterkrar stjórn- arandstöðu undir forystu kommún- ista.“ Úrslitin urðu þau að 535 greiddu atkvæði með Cossiga en 370 á móti. Ef vítur hefðu verið samþykktar á Cossiga hefði hann verið leiddur fyrir stjórnlagaréttinn, æðsta dómstól landsins, og orðið að segja af sér. aka og stuðningsmanna írana meðal Shíta. Rúmlega 100 féllu í átökum þessara hópa fyrr í ár. Einum sólarhring á undan til- ræðinu við Shaib beið annar sendi- ráðsritari irakska sendiráðsins í Abu Dhabi bana í sprengjuárás, en tveir særðust. írakska fréttastofan kenndi írönum um tilræðið. í Suður-Líbanon háðu palest- ínskir skæruliðar og kristnir hægrimenn stórskotaliðseinvígi við Beanfort-kastala frá því um sólsetur í gær til dögunar í morg- un. Engan sakaði en mikið eigna- tjón varð. 1975 — Ellefu ára viðskiptabanni Samtaka Ameríkuríkja á Kúbu aflétt — Herbylting í Nígeríu. 1974 — Ellefu konur fá prest- vígslu í Fíladelfíu í trássi við kirkjulög. 1973 — Afnám gríska konung- dæmisins samþykkt í kosningum. 1967 — Eldsvoði í bandaríska flugvélamóðurskipinu „Forestal" undan strönd Norður-Víetnam (134 farast) — Harðir jarðskjálft- ar í Kólombíu. 1962 — Tillaga Cyrille Adoula um nýja stjórnarskrá í Kongó. 1948 — Tito marskálkur neitar ásökunum Kominform og fær traustsyfirlýsingu júgóslavneska kommúnistaflokksins. 1946 — Friðarráðstefna 21 þjóðar hefst í París. Þingmenn klöppuðu Þingheimur klappaði, þegar for- seti fulltrúadeildarinnar, Nilde Jotti úr flokki kommúnista las úrslitin. Flokkur hennar hafði á hendi for- ystu um, að þingið léti málið til sín taka, og naut stuðnings nýfasista og róttækra vinstrisinna. Cossiga naut stuðnings flokkanna, sem standa að stjórn hans. Einfaldur meirihluti hefði nægt til að útkljá málið. Fyrri tilraun kommúnista til að vísa málinu aftur til rannsóknarnefndar fór út um þúfur. Edoardo Perna, formaður þingflokks kommúnista, sagði að halda yrði rannsókninni áfram. Saksóknari í Tórínó hafði haldið því fram, að Cossiga hefði ljóstrað upp um leyndarmál og misnotað stöðu sína með því að tilkynna flokksbróður sínum, Carlo Ðonat- Cattin, að lögregla leitaði að syni hans, Marco. l/jgreglan segir, að Marco hafði flúið úr landi, þegar hann komst að því að hans væri leitað. Hann er vinstriöfgamaður og hans er leitað vegna morðs á dómara í Mílanó í janúar sl. Neituðu Cossiga og Donat-Cattin hafa neitað þessum ásökunum, og leið- togar kristilegra demókrata hafa sakað stjórnarandstöðuna um að notfæra sér málið í pólitísku skyni. Cossiga hefur orð fyrir ráðvendni og fékk hrós fyrir hugrekki þegar hann sagði af sér embætti innanríkisráð- herra eftir morðið á Aldo Moro í maí 1978. 1945 — Moskvu-samningurinn undirritaður. 1940 — Allsherjar lofthernaður Þjóðverja gegn Bretlandi hefst. 1937 — Japanir taka Tientsin í Kína — Farúk verður konungur Egyptalands. 1930 — Loftskipið „R100“ fer yfir Atlantshaf. 1922 — Bandamenn setja Grikkj- um úrslitakosti og banna þeim að taka Konstantínópel. 1900 — Stjórnleysingi ræður um Umberto I Italíukonung af dögum. 1696 — Pétur mikli Rússakeisari tekur Azov af Tyrkjum. 1693 — Hertoginn af Luxemborg sigrar Vilhjálm III af Englandi við Neerwinden. 1656 — Svíar og Brandenborgarar sigra Pólverja undir forystu Jo- hanns Casimir við Varsjá. 1588 — Spænski ógnarflotinn sigraður við England. 1565 — María Skotadrottning giftist Darnley lávarði. 1499 — Tyrkir taka Lepanto í Grikklandi. 1281 — Frelsisskrá Danmerkur undirrituð á ríkisfundi í Nyborg. 1030 — Ólafur konungur helgi felldur í Stiklastaðaorrustu. Afmæli — Alexis de Tocqueville, franskur rithöfundur (1805—1859) — Enrique Granados, spænskt tónskáld (1867-1916) - Booth Tarkington, bandarískur rithöf- undur (1869—1946) — Benito Mussolini, ítalskur einræðisherra (1883—1945) — Sigmund Rom- berg, ungverskættað tónskáld (1887-1951). Andlát - 1833 William Wilber- force, mannvinur — 1856 Robert Schumann, tónskáld — 1890 Vin- cent van Gogh, listmálari. Innlent — 1214 f. Sturla Þórðar- son lögmaður — 1119 Ólafsgildi á Reykjarhólum — 1842 d. Pétur Pétursson prófastur — 1903 „Lif- andi myndir" sýndar í Reykjavík — 1941 Dómsmálaráðherra skipar nefnd til að rannsaka ástandið — 1978 Tilraun Benedikts Gröndals til stjórnarmyndunar mistekst — 1979 Minnisvarði um Kollabúðar- fund afhjúpaður — 1903 f. Guðm. Frímann. Orð dagsins — Þegar hlutirnir eru á sínum stað er bezt að hafa þá þar — Winston Churchill (1874-1965). Morð færast í aukana í Beirút

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.